Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982 Fundur frambjóðenda með íbúasamtökum Vesturbæjar og Þingholta: Alþýðubandalagið á móti því að leysa bílastæðamál Grjótaþorps — segir Davíð Oddsson „ALÞÝÐUBANDALAGIÐ er á móti því að leysa bílastæða- vandamál Grjótaþorpsins, en sú afstaða kemur fram í því að alþýðubandalagsmenn eru á móti byggingu bílageymslu- húss sem leysa myndi mörg bílastæði í Kvosinni af hólmi," sagði Davíð Oddsson á fundi sem íbúasamtök Vesturbæjar og íbúasamtök Þingholta geng- ust fyrir á Hótel Borg sl. þriðjudagskvöld. Á fandinum voru fulltrúar framboðslistanna við borgar- stjórnarkosningarnar í Reykja- vík og svöruðu þeir fyrirspurn- um frá fundarmönnum. Spurn- ingarnar snerust einkum um málefni þessara bæjarhluta. Einn fundarmanna, Flosi Ólafsson leikari, spurði hvort ekki væri hægt að reisa byggð í Vatnsmýrinni og fjarlægja Reykjavíkurflugvöll. Ennfremur gagnrýndi hann þau skipulags- áform að vilja færa byggðina upp til heiða og sagði að fremur ætti að byggja á láglendi. Sagði hann strandsvæðin við Grafar- vog fýsilegri byggingarkost en Rauðavatnssvæðið. Albert Guðmundsson sagði í svari sínu við spurningu Flosa, að flugvallarmálið væri ekki auðvelt viðfangs. Rannsóknir hefðu víða farið fram og hugs- anleg flugvallarstæði rannsökuð og eini staðurinn sem fullnægði kröfum flugmálayfirvalda væri Keflavíkurflugvöllur. Sagði Al- bert að landsbyggðin myndi aldrei samþykkja það á Alþingi að leggja niður Reykjavíkur- flugvöll og nota Keflavíkurflug- völl í innanlandsflug. Á fundinum lýsti Albert furðu sinni á málflutningi Alþýðu- bandalagsins, sem léti sem svo að sjálfstæðismenn hefðu komið í veg fyrir að þeirra mál hlytu brautargengi í borgarstjórn og því þyrfti Alþýðubandalagið að endurflytja nú kosningaloforðin frá 1978. Benti Albert á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ver- ið í minnihluta þetta kjörtímabil og ekki í hans valdi að tefja mál fyrir Alþýðubandalaginu. Al- þýðubandalagið hefði verið í meirihluta og haft 4 ár til að framkvæma stefnu sina og það væri út í bláinn að ásaka sjálf- stæðismenn fyrir að hafa tafið málin. Davíð Oddsson og Albert Guð- mundsson á fundinum. LjÓNin. Mbl. Krwtján. Fatlaðir andvígir hugmyndum um göngugötu á Laugavegi Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, efndi til fundar með frambjóðendum allra lista í Reykjavík á þriðju- dagskvöldið. Myndin hér að ofan er frá fundinum. Þar kom fram mikil reiði yfir þeim hugmynd- um Borgarskipulags, sera nýlega voru kynntar, að gera Laugaveginn að göngugötu. Sögðu margir fundarmanna, að með slíkri ráðstöfun yrði fötluðum gert afar erfitt fyrir. (Ljónm. Mbi. köe> Neskirkjæ Basar og kaffisala í Safnaðarheimilinu ( DAG, kosningadaginn, 22. maí, verður Kvenfélag Neskirkju með basar og kaffisölu í safnaðarheimili kirkjunnar. Hafa konurnar ákveðið, að allan ágóða skuli nota til þess að gleðja aldraða og stytta þeim stund- irnar á „samverustundunum" í kirkjunni. Ekkert er göfugra en það að vilja efla og treysta kristilegt starf, rækta góða mannkosti, skapa sanna gleði og fegurra mannlíf en það er einmitt aðal- markmið Kvenfélagsins. Gleðitil- finningin er afar margþætt og breytileg. Við getum ekki gert okkur upp sanna gleði frekar en við getum gert okkur upp aðrar tilfinningar. Erfitt er að skil- greina gleði, en öll vitum við að til þess að verða hennar aðnjótandi þurfa vissar aðstæður að vera fyrir hendi og þær er hægt að skapa. í Filippíbréfinu segir Páll postuli: „Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við Drottin; ég segi aftur: verið glaðir.“ Andstætt gleðiuppsprettu heimsins, sem þornar upp á augnabliki, eigum við í Jesú Kristi eilífa ótæmandi uppsprettu til gleði, náð Drottins og nýjan kraft fyrir sérhvern dag. Eins og líf Jesú var í því fólgið að gefa sjálfan sig fyrir okkur, þann- ig er hamingjusamt og gleðiríkt trúarlíf í því fólgið að gera aðra glaða, og i þvi að leita ekki þess besta fyrir sjálfan sig heldur þess besta fyrir alla aðra. Sýnum í verki að við viljum vinna að heill náungans og skapa gleði með því að fjölmenna í safnaðarheimilið á laugardaginn kl. 3 til kaupa á góð- um basarmunum. Víst er það að enginn verður svikinn á þeim veit- ingum, sem á boðstólum verða. Konunum sem að þessu standa þakka ég af heilum hug og hjarta og óska þeim svo og öllum öðrum blessunar Guðs. Frank M. Halldórsson. Hvar á að kjósa? í hvaða kjördeild? Sjálfstæðisflokkurinn gefur Reykvíkingum upplýsingar um kjörstaði og kjördeildir í síma 82900 (5 línur)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.