Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982 53 X-DAIHATSU X-DAIHATSU X-DAIHATSU X-DAIHATSU X-DAIHATSU X-DAIHATSU X O > mm x > H <0 c I tilefni þess, aö í dag gerir þorri landsmanna uþþ hug sinn og velur sór fulltrúa til aö stýra málum sínum næstu 4 ár, bjóöum viö mönnum aö koma til okkar áöur eöa eftir aö þeir greiöa atkvæöi og velja sér frábæran notaöan gæöabíl tii aö stýra sjálfir frá Daihatsu meö sórstökum kosningaafslætti aöeins í dag. Þaö veröur rjúkandi kaffi á könnunni hjá okkur og menn geta rætt landsins gagn og nauösynjar um leiö og þeir spara dáiaglega upphaaö. KJOSTU TVISVAR RETT I D x 999999 X-DAIHATSU Daihatssuumboöiö Ármúla 23, 85870-39179 IX-DAIHATSU X-DAIHATSU X-DAIHATSU X-DAIHATSU X-DAIHATSU X-DAIHA Vilhjálmur G. Vilhjálmsson Leiðrétting í myndatexta með grein Markúsar Arnar Antonssonar, borgarfulltrúa, um málefni fatlaðra, sem birt var í Mbl. í fyrradag, misritaðist nafn frambjóðanda D-lista, sem endurflutti ræðu borgar- fulltrúans á fingramáli til heyrnarskertra á kynningar- fundi Sjálfsbjargar. Hann heitir Vilhjálmur G. Vil- hjálmsson og skipar 24. sæti á D-lista í Reykjavík. Við skólaslitin léku þau Þóra Jónsdóttir og Agúst Ármann Þorláksson á fiðlu og pianó. Ljósm. J.C.K. Ráðherrar og alþingismenn voru meðal fjölmargra gesta við skólaslitin. Ljósm. J.G.K. Framhaldsskólanum í Nes- kaupstað slitið í fyrsta sinn FYRSTU skólaslit Kramhaldsskól- ans í Neskaupstað voru í Egilsbúð sunnudaginn 16. maí. Skólinn er kjarnaskóli iðn- og tæknimenntunar á Austurlandi, en auk þess geta nemendur stundað nám á styttri bóknámsbrautum og tekið fyrrihluta stúdentsprófs frá skólanum. í vetur stunduðu um 160 nem- endur nám við skólann, þar af um helmingur í framhaldsnámi, en kennarar voru 16 auk skólastjóra. Kennt var á tækni-, viðskipta-, heilbrigðis-, matvæla-, raun- greina- og samfélagssviðum í framhaldsdeildum skólans. Gerður Óskarsdóttir, skóla- meistari Framhaldsskólans, sleit skólanum og rakti í ræðu sinni að- dragandann að stofnun hans og samruna Gagnfræðaskólans í Nes- kaupstað og Iðnskóla Austur- lands. Fjallaði hún einnig um samstarf þeirra skóla á Austur- landi, sem eru með framhaldsnám og skýrði frá starfsemi skólans síðastliðinn vetur. Taldi hún að aðaláherzlu ætti að leggja á tæknimenntun og menntun tengda sjávarútvegi og að brýn j)ðrf væri á að fá byggingu undir verkmenntahús og heimavist. Þá kom fram í máli hennar að skólan- um hefðu borizt ýmsar gjafir, þeirra á meðal 10.000 krónur frá Sparisjóði Norðfjarðar, 10.000 krónur frá Norðfjarðarhreppi, 10.000 krónur frá Kaupfélaginu Fram og rennibekkur fyrir málm- iðnað frá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað. Margt gesta var við skólaslitin og má þar nefna Hjörleif Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra, Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, Vilhjálm Hjálmarsson, formann stjórnar SSÁ, og alþingismennina Friðrik Sophusson, Egil Jónsson og Halldór Ásgrímsson. Auk ávarpa gesta og skólameistara léku tveir nemenda skólans, þær Þóra Jónsdóttir og Anna Magn- úsdóttir, einleik á fiðlu og píanó og Ágúst Ármann Þorláksson, kennari við skólann, lék einleik á píanó. Gerður Óskarsdóttir skólastjóri Framhaldsskólans í Neskaupstað. Ljósm. J.G.K. Með hnúum og hnefum í Aust- urbæjarbíói Austurbæjarbíó hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Með hnúum og hnefum“ og er hún framleidd af Fritz Manes fyrir Warner Brothers. Myndin er í sama myndaflokki og „Viltu slást?“ sem sýnd var sl. ár. Með aðalhlutverk fara m.a. Clint Eastwood, Sondra Locke, Geoffrey Lewis og William Smith. Clint Eastwood Vinnupallar — Körfubilar pó Lmn/on &VAL/XOn Klapparstíg 16 S:27745 27922 Körfubílar — Vinnupallar pfiLmfl/o &VAL//Ofi Klapparstíg 16 S: 27745 . . 27922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.