Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 18
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982 Egilsstaðir: Vinnusýning grunnskólanemenda KgilMrtödum, 10. maí. UM SÍÐUSTU helgi var opin sýning í vinnu grunnskólanemenda í Eg- ilsstaðaskóla. Slíkar sýningar hafa verið haldnar annað hvert ír undan- farinn áratug. Sýningin nú var mjög umfangsmikil — alli frá venju- bundnum skólaverkefnum og ein- földum fondurhlutum upp í fagur- fræðilega gerða listmuni. Hlutur mynd- og handmennta- kennslunnar var staerstur á sýn- ingunni — eins og að líkum lætur, s.s. hannyrðir hvers konar, teikn- ingar og málverk, leirmunir, postulínsmálun, smíðagripir úr tré, málmum, leðri — og margs konar föndurverkefni. Samfara sýningunni fór fram sýnikennsla í matreiðslu, leður- vinnu, leirmótun og smíðum — auk þess sem nemendur skólans, sem jafnframt eru nemendur Tónskóla Fljótsdalshéraðs, komu fram og léku á hljóðfæri annað veifið með- an á sýningunni stóð. Þá gafst sýn- ingargestum kostur á að spreyta sig á leirmótun, leðurvinnu og ann- arri handavinnu. Nemendaráð gekkst fyrir veit- ingasölu meöan á sýningunni stóð sjóði sínum til fjáröflunar. Góður rómur var gerður að sýn- ingunni — sem hartnær 700 gestir sóttu þá tvo daga sem hún var opin. — Ólafur Frá vortónleikum Tónlistarskólans í Árnessýslu. Ásgeir Sigurðsson skólastjóri og Einar Markússon píanóleikari. 385 nemendur í Tónlistarskólan- * um í Arnessýslu Hver«gerói, 11. maí. TÓNLISTARSKÓLINN í Árnessýslu hélt sína fímmtu vortónleika í Hveragerðiskirkju i gærkvöidi. Skólastjórinn, Asgeir Sigurðsson, flutti ávarp og lýsti starfi skólans, þakkaði nemendum og kennurum gott samstarf. í ræðu hans kom fram m.a., að nem- endur í vetur voru 385, þar af 71 Hvergerðingur. Kennarar voru 19 og var kennt á 13 stöðum í sýslunni. Þá ávarpaði Ásgeir sérstaklega Einar Markússon píanóleikara, árnaði honum heilla og færði honum blómvönd, en Einar á sextugsafmæli um þessar mund- ir og hefur kennt við skólann í 10 ár. Á tónleikunum léku nemendur á margs konar hljóðfæri, bæði einleik og fleiri saman og í sumum lögum léku kennarar með, Að endingu lék frú Ragn- heiður Busk á nýtt pípuorgel kirkjunnar, en hún er nemandi í tónlistarskólanum. Aðsókn að tónleikunum var góð og var nemendum og kennurum vel fagnað. Sigrún Borg í Miklaholtshreppi: Vel horfír um gróðurfar Borg í Miklaboltehreppi, 18. maí. SAUÐBURÐUR byrjaði hér viðast hvar í annarri viku af maí. Margir höfðu áhyggjur af kuldakasti og frosti sem stóð hér síðustu dagana í april og fyrstu dagana i mai. Þá komst frost hér í 8—9 stig, samfara stormi og snjókomu. Síðan 8. maí hefur hver dagurinn verið öðrum betri og hagstæðari fyrir gróður, enda er nú óvenjugott útlit með gróð- urfar. Smá skúrir hafa verið undan- farnar nætur og sól og hiti, 10—15 stig á daginn. Sauðburður stendur nú sem hæst. Ekki hef ég heyrt annað en að burður gangi ágæt- lega, allar ær bera hér í húsi, og fólk vakir yfir burðinum og gengur þetta yfirleitt ágætlega. Frjósemi er kannski ekki eins mikil og í fyrra. Þá voru ær með allra mesta móti tvílembdar, enda ær þá vel á sig komnar undan einstakri veður- blíðu sumarsins 1980. Siðastliðið haust var hér hrakviðrasamt og fénaður ekki eins vel á sig kominn undan sumrinu. Nú er gaman að koma út í vornóttina, fuglakvak og gróðurilm leggur að vitum manns. En á sama tíma í fyrra þurfti að brjóta tveggja til þriggja senti- metra klaka af vatnsílátum hjá kindum sem voru hafðar úti. Jarðvinnslutæki Búnaðarsam- bandsins eru nú að hefja störf. Skurðgrafa er fyrir nokkru byrjuð að grafa, byggingarflokkur Búnað- arsambandsins virðist hafa mikil verkefni að vinna í sumar við byggingu útihúsa og þrjú íbúðar- hús veit ég að verða byggð hér í sumar. Ekki held ég að nýtt kal sé í túnum. Er því annað útlit nú en á sama tíma í fyrra. Vonandi er að við fáum gott og gróðurríkt sumar. Páll Nýlega er lokið sýningu feðginanna Sigrúnar Steinþórsdóttur Eggen og Steinþórs Marinós Gunnarssonar, sem hófst föstudaginn 14. maí siðastlið- inn. Sýningin var haldin í sýningarsal Ráðhúss Siglufjarðarkaupstaðar og sýndu þau feðgin bæði veggteppi og myndverk. Aðsókn að sýningunni var góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.