Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982 Ekki má lengur við svo búið una eftir Huldu Valtýsdóttur Sjálfstaeði.sflokkurinn hefur jafnan haft velferð fjölskyldunnar efst á stefnuskrá sinni og bent á mikilvægi þess að treysta undir- stöðu þessarar grunneiningar þjóð- félagsins. í umróti síðustu ára hefur staða og hlutverk fjölskyldunnar breyst, og hin hefðbundnu hlutverkaskipti raskast. Heimilið verður þó alltaf mikilvsgasti uppeldisstaðurinn og traust staða þess tryggir best þroskavænleg uppvaxtarskilyrði fyrir börn og unglinga. í stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins fyrir komandi borgar- stjórnarkosningar segir m.a. „að vandamál barna og unglinga, sem þarfnast á þroskabraut sinni ástar og öryggis, hafi aukist að mun, en þjóðfélagið hafi velt þessu vanda- máli á undan sér og litið á það sem afbrigðilega hegðun.“ Ekki má lengur við svo búið una. Þessi mál krefjast skjótra og markvissra aðgerða. í umfjöllun um þessi mál ber að gæta þess vandlega að ekki er um að ræða einangruð unglinga- vandamál sem slík heldur hefur unglingurinn orðið harkalega fyrir barðinu á þeim þjóðfélags- breytingum sem hafa orðið og eru að eiga sér stað. Ennfremur segir í stefnu- skránni að þeir þættir sem leggja ber megináherslu á varð- andi málefni unglinga og þá fé- lagslegu þjónustu sem að þeim snýr séu þessir: Hefja ber almennan áróður fyrir heilbrigðu lífí og um leið leggja sérstaka áherslu á samstöðu og samheldni fjölskyldunnar. Sköpuð verði og skipulögð að- staða fyrir borgarbúa til heilbrigðs tómstundastarfs. Verði sú aðstaða að svo miklu leyti sem unnt er sniðin við þarfir fjölskyldunnar. Stórauka bera eftirlit með inn- fíutningi fíkniefna. Fyrirbyggjandi starf lögreglu, tollgæslu og flutn- ingsfyrirtækja ber að efla. Skipulega verður að vinna að því að fínna þau börn og unglinga sem stefna af réttri braut. Auka ber samstarf skóia, félaga og annarra sem með málefni unglinga fara í þeim tilgangi. Mikilvægur þáttur er efling Úti- deildar og ber að stefna að því að veita henni fastari starfsgrundvöll. Opnuð verði heimili fyrir ungl- inga sem aðstæðna vegna geta ekki búið á heimilum sínum. Væru þau einnig heppileg til eftirmeð- ferðar þeirra unglinga sem lent hafa á stofnunum. Stórauka ber fræðslu um skað- semi fíkniefna og verður sú fræðsla að fara fram í skólum borgarinnar auk þess sem nýta ber fjölmiðla til almennrar fræðslu um þessi mál. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan lagt áherslu á manngildi einstaklingsins og frelsi hans til að ráða sér sjálfur. í þeirri stefnu er og fólgið að bregðast skuli við til hjálpar ef ungu fólki verður fótaskortur á þroska- brautinni vegna ytri eða innri aðstæðna og villist af leið. Sjálf- stæðismenn vilja því taka á þessum málum af skilningi, mannúð og raunsæi og það ætt- um við að gera. Áheyrendur voru oft djúpt þenkjandi yfír speki frambjóðenda. * A sameiginlegum fram- boðsfundi í Keflavík Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ var hald inn í Félagsbíói i Kefíavík sameigin- legur framboðsfundur þeirra flokka sem bjóða fram til bæjarstjórnar- kosninganna, þ.e. Alþýðufíokks, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags. Var honum út- varpað á FM-bylgjunni. Hver flokkur fékk 30 mínútur til umráða og skiptist hann í þrjár umferðir. Fyrsta umferð fékk 15 mín., önnur umferð 10 mín. og sú þriðja 5 mín. Ef ræðumenn notuðu meiri tíma en leyfilegt var, í fyrri umferðunum, var umframtíminn dreginn frá síðustu umferðinni. Fyrst komu fram þeir sem skip- uðu 2—4 efstu sæti hvers lista og skýrðu frá því hvað þeir hygðust gera fyrir kjósendur á næstkom- andi kjörtímabili og einnig var nokkuð um það «ð sérstaklega minnihlutaflokkanir köstuðu spurningum að mótherjum sínum. I annarri umferð komu svo í pontu aðrir frambjóðendur og skýrðu áheyrendum frá helstu stefnu- skráratriðum sínum og flokksins og skýrðu frá þeim umbótum sem gerðar höfðu verið á liðnu kjör- tímabili og hvað ætti að fram- kvæma á því næsta ef þeir fengju einhverju um ráðið. Einnig reyndu ræðumenn eftir fremsta megni að svara þeim spurningum er mót- herjarnir höfðu varpað til þeirra og jafnframt að spyrja annarra í staðinn. Var nú farið að færast mikið líf í Hjörtur Zakaríasson, einn af fram- bjóðendum D-listans. umræðurnar og skemmti fólkið, sem hartnær fyllti húsið, sér vel og oft var spaugilegt að heyra fram- bjóðendurna í orðaskiptum við andstæðingana. Voru ræðumenn- irnir í síðustu umferðinni komnir í mikla tímaþröng og mörg voru þau fyrirheitin og svörin sem ekki komust að hjá þessum fyrstu mönnum á listunum. Lokaræðurn- ar voru þó mjög skörulega fluttar enda áttu þær að vera gæðastimp- ill viðkomandi flokka. Á síðastliðnu kjörtímabili átti Sjálfstæðisflokkurinn 3 menn í bæjarstjórn, þá Tómas Tómasson, en hann er forseti bæjarstjórnar og fyrsti maður á lista nú, Ingólf Halldórsson, en hann hefur nú dregið sig í hlé, og Ingólf Falsson. Alþýðuflokkurinn átti einnig þrjá menn inni, Þá Ólaf Björnsson, Guðfinn Sigurvinsson og Karl Steinar Guðnason, Framsókn átti tvo, Hilmar Pétursson og Guðjón Stefánsson, og Alþýðubandalagið átti einn mann inni, Karl Sigur- bergsson. Einar. Þór hf. hefur sölu á Castrol-olíuvörum FYRIRTÆKIÐ Þór hf., Ármúla 11 Reykjavík, hefur tekið að sér sölu og dreifingu á smur- olíu og smurefnum frá enska fyrirtækinu Castrol. Hafa að undanfórnu dvalið hér á landi tveir menn, þeir Bengt Nilsen og Bo Pagh-Kristjansen frá Castrol-verksmiðjunni í Kaup- mannahöfn, sem framleiðir um níu milljónir lítra á ári, til að kynna sér markaðshorfur fyrir vöru sína hér á landi. Telja þeir að það ætti að vera nægur markaður fyrir Castrol hér. „Við höfum í hyggju að dreifa þessari vöru okkar um Island á sem skemmstum tíma,“ sögðu þeir í samtali við Mbl. í frétt frá Þór hf. segir að Castrol sé elsta smurolíufélag í heiminum. Castrol-olíuvörur hafa verið við lýði í Danmörku í meira en 55 ár en flestar Castrol-vörurnar sem fást á Is- landi núna eru framleiddar af verksmiðjunni í Kaupmanna- höfn, sem er stærsta sinnar tegundar í Skandinavíu, segir í frétt frá Þór hf. Castroi Frá kynningu á (’astrol-olíuvörunum. Bent Nilsen til vinstri, Einar Þorkels- son forstjóri og Bo Pagh-Kristjansen. Bingói UÍA lokið MAZDA BINGÓI UÍA er lokið. Bingódagurinn varð 3. maí 1982. Eftirtaldar tölur voru dregnar út: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 9,10,11,14,15, 16, 17, 18, 21, 22, 23, 26, 27, 28, 30, 31, 33, 34, 35, 37, 38, 39, 40, 41, 46, 48, 56, 59, 61, 62, 64, 65, 67, 69, 70, 72, 73, 75, 78, 79, 81, 82, 84, 85, 87, 88, 89, 90. Þegar upp var staðið voru 9 með bingó. Bingóhafarnir voru allir jafnir og var vinningunum því skipt á milli bingóhafa. Koma þá 1/9 hluti vinningsins í hlut hvers eða 15.222 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.