Morgunblaðið - 22.05.1982, Page 4

Morgunblaðið - 22.05.1982, Page 4
4 4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982 Fjölskyldan er griðastaður gegn alræði ríkisvaldsins eftir Ingibjörgu Rafnar Fjölskjldupólitík er ekkert nýtt fyrirbrigði. Þannig má nefna, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá önd- verðu verið málsvari fjölskyldu- verndar og lagt áherslu á gildi heim- ilis og fjölskyldu sem hornsteins þjóðféíagsins. Það grundvallast á þeirri staðreynd, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur frá stofnun byggt á rétti og frelsi einstaklingsins, einka- eignarrétti og friðhelgi einkalífs. Fjölskyldan, sem er „griðastaður einstaklingslífsins“ er sterkasta vígi einstaklingsins gegn alræði ríkis- valdsins. Flestir málaflokkar í stjórn borg- arinnar snerta fjölskylduna með ein- um eða öðrum hætti, félagsmál, skattamál, atvinnu- og kjaramál, húsnæðismál, dagvistarmál og skipulags- og umhverfismál svo eitthvað sé nefnt. Afkoma fjöl- skyldna ræðst ekki hvað síst af skattastefnu stjórnvalda. Skattalækkun er valddreifing Sjálfstæðismenn telja, að við fjármálastjórn borgarinnar eigi að hafa sama háttinn á og á heim- ilunum, þ.e. að útgjöld borgarinn- ar eigi að ráðast af tekjum henn- ar, en ekki öfugt. Þeir hafa reynt að sporna við sífellt auknum álög- um á borgarbúa allt þetta kjör- tímabil. Vinstri meirihlutinn hef- ur á hinn bóginn hækkað alla skatta verulega og jafnvel fundið upp nýja skattsofna. Sú skatta- áþján, sem vinstri stjórnir hafa undantekningalaust í för með sér, drepur í dróma frumkvæði og framtakssemi einstaklinga og stuðlar að óæskilegri miðstýringu. Síðustu vikur hefur alþýðu- bandalagsmönnum orðið tíðrætt um valddreifingu. En í þeirra munni verður það orð að öfug- mæli. Við sjálfstæðismenn teljum mesta valddreifingu fólgna í því, að einstaklingarnir fái í sem rík- ustum mæli að verja fé sínu eins og þeir sjálfir vilja. Einstakling- unum er best treystandi til að efla farsæld heimilis síns og fjölskyldu og þar með alls þjóðfélagsins. For- gangsverkefni sjálfstæðismanna í lækkun skatta verður að lækka fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði eins og fram hefur komið. Hjálp til sjálfshjálpar Árið 1967 var tekin upp nýskip- an í félagslegri þjónustu í borg- inni, sem var byggð á þeirri hug- myndafræði, að markmið félags- legrar þjónustu við borgarana skyldi vera vernd fjölskyldunnar. Aðaláherslan var lögð á hjálp til sjálfshjálpar. í stefnuskrá sjálf- stæðismanna segir m.a.: „Sjálf- stæðismenn vilja nú sem jafnan fyrr beita sér fyrir aðgerðum, sem stuðla að því að einstaklingurinn fái staðið á eigin fótum" og „munu vinna að bættum hag heimilanna undir merki fjölskylduverndar". „Stefna sjálfstæðismanna í félags- málum er stefna, sem slær varð- borg um hag einstaklingsins, en einnig og þess vegna um hag fjöl- skyldunnar." Varðandi dagvistarmál er rétt að geta þess, að þrátt fyrir stór loforð vinstri manna fyrir kosn- ingar 1978 um stóraukið átak í uppbyggingu dagvistunar, hefur raunin orðið sú, að þeir hafa rétt haldið í horfinu og tæplega það þó. Á þessu kjörtímabili verða tekin í notkun dagvistarrými fyrir 609 börn (þar af 151 á stofnunum, sem voru langt komnar í maí 1978) eða fyrir 152 börn árlega að jafnaði. Á árunum 1968 til og með 1977 voru hins vegar tekin í notkun dagvist- Ingibjörg Rafnar arrými fyrir 156 börn árlega að jafnaði. Aukin áhersla á byggingu leikskóla Sjálfstæðismenn leggja nú aðal- áherslu á byggingu leikskóla, en telja jafnframt að tryggja beri nauðsynlegt framboð dagheimila og skóladagheimila. Uppbyggingu stofnana beri að miða við breyti- legar þarfir og óskir, uppbygging- in sé sveigjanleg, þar sem fyrir- sjáanlegar eru á næstu árum miklar breytingar á atvinnuhátt- um og vinnutíma m.a. vegna ör- tölvutækni. Sú þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum að fé- lagsleg þjónusta hefur verið veitt öllum, óháð efnahag viðkomandi, hvort sem fólk hefur getað greitt fyrir hana eða ekki. Sjálfstæðis- menn telja að þjónusta dagvist- arheimila sé sjálfsögð, en að for- eldrar eigi að taka aukinn þátt í rekstrarkostnaði þeirra í sam- ræmi við efnahag. Það fé, sem inn- heimtist þannig, nýtist þá til frek- ari uppbyggingar. Við sjálfstæðismenn viljum að í rekstri dagvistarheimila verði með einhverjum hætti tryggður vettvangur fyrir yngri og eldri kynslóðir, jafnt fyrir heilbrigða sem einstaklinga með sérþarfir og að vistun þroskaheftra barna á almennum dagvistardeildum, sem hafin var í tíð meirihluta Sjálf- stæðisflokksins, verði aukin svo sem aðstæður frekast leyfa. í félagsmálakafla stefnuskrár- innar er að finna ítarleg ákvæði um málefni fatlaðra, m.a. um ferlimái og ferðaþjónustu, kennslumál og atvinnumál og að- gerðir, sem miða að því, að fötluð- um sé gert kleift að taka þátt í almennu félags- og tómstunda- starfi. Við teljum og að auka verði fjöl- breytni hvað varðar eignar- og rekstraraðild að dagvistarheim- ilum, þannig að áhugamannahóp- ar og atvinnufyrirtæki eigi þess kost að standa að slíkum rekstri i ríkari mæli en nú er. Eigið húsnæði fyrir hverja fjölskyldu Stefna sjálfstæðismanna er enn sem fyrr sú, að sérhverri fjöl- skyldu sé gert kleift að eignast og búa í eigin húsnæði, en hún sé ekki háð forsjá og gerræði hins opin- bera í þeim efnum. Til að tryggja framgang þessarar stefnu þarf að fullnægja eftirspurn húsbyggj- enda eftir hentugum byggingar- lóðum, og að allir einstaklingar búi við sömu kjör til lána hjá Hús- næðisstofnun ríkisins. Sjálfstæðismenn vilja, að í skipulagi nýrra hverfa og við út- hlutanir lóða sé þess gætt, að gefa eldri og yngri kynslóðum tækifæri til sambýlis og njóta þannig stuðnings hver af annarri. Félagsmiðstöðvar fyrir alla fjölskylduna Sjálfstæðismenn telja, að við ákvarðanatöku í æskulýðsmálum skuli hafa að leiðarljósi, að ein- staklingurinn fái sem best notið hæfileika sinna, sköpunargleði og atorku. í stefnuskránni segir m.a.: „í æskulýðsmálum þarf nú fremur en endranær að líta á málefni fjöl- skyldunnar í heild. Of rík tilhneig- ing hefur verið til að draga menn í hópa eftir aldri og kynferði. Nýta þarf félagsmiðstöðvarnar og úti- vistarsvæðin til að skapa vettvang til aukinnar samveru unglinga með fjölskyldum sínum." Um íþróttamál segir m.a. að lengri frítími borgarbúa kalli á vaxandi íþrótta- og tómstunda- starfsemi og að leggja beri sér- staka rækt við fjölskylduíþróttir. I fræðslumálum er m.a. tekið fram að stefna skuli að því að allir grunnskólar borgarinnar verði einsettir frá 4ða bekk og skóladag- ur nemenda verði samfelldur, auk þess sem nemendum verði gert kleift að neyta málsverðar í skól- anum. Félags- og tómstundastarf í skólum verði eflt og sérstök áhersla lögð á samstarf skóla, for- eldra og frjálsrar félagsstarfsemi í viðkomandi hverfi. Flokksbræður mínir tveir hafa í greinum í blaði þessu fjallað um málefni aldraðra og heilbrigðis- mál og er þeim málaflokkum því sleppt í þessari samantekt. Eflum einstaklinginn og fjölskylduna Þessi dæmi, sem hér hefa verið tilgreind úr stefnuskrá sjálfstæð- ismanna við borgarstjórnarkosn- ingar í vor, varpa skýru ljósi á, að á öllum sviðum byggir stefnu- mörkunin á þeirri grundvallar- hugsun að efla beri og styrkja ein- staklinginn og fjölskylduna. Það er jafnframt með þessum hætti, sem við vinnum áhrifaríkast að jafnrétti karla og kvenna. Karl Strand yfirlæknir þakkar Arndísi Þórðardóttur, formanni Hvítabandsins, fyrir gjöfina. Verkamannafélagið Hlíf: Hallgrímur Pétursson endurkjörinn formaður 4 HALLGRÍMUR Pétursson var endurkjörinn formaður verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnar- firði, á aðalfundi félagsins hinn 29. apríl siðastliðinn. Einn listi kom fram við stjórnarkjör, listi uppstillingarnefndar og trúnaðar- ráðs. í aðrar stjórnarstöður og önn- ur trúnaðarstörf voru kjörnir: Varaformaður, Sigurður T. Sig- urðsson, ritari, Hörður Sigur- steinsson, gjaldkeri, Eðvald Marelsson, vararitari, Stefán Björgvinsson, fjármálaritari, Guðbergur Þorsteinsson, með- stjórnandi, Ólafur Jóhannsson. Varastjórn: Sigurvin Guð- brandsson, Kolbeinn Sigur- jónsson, Sófus Berthelsen. Endurskoðendur: Helgi Sæ- mundsson, Kristján Ólafsson og til vara Ragnar H. Jóhannesson. Trúnaðarmannaráð: Sigvaldi Andrésson, Stefán Hallgríms- son, Ragnar Árnason, Sigur- bjartur Loftsson. Hvítabandskonur gefa geðlækningatæki DAGDEILD Geðdeildar Borgarspít- alans barst sl. miðvikudag, upptöku- og myndsegulbandstæki að gjöf frá Hvítabandinu. Tæki þessi verða einkum nýtt til fræðslu og lækninga, en verðmæti þeirra er rúmar 100 þús. kr. Arndís Þórðardóttir afhenti tækin fyrir hönd Hvítabands- kvenna. Sagði hún við það tæki- færi að nú væru 87 ár frá stofnun Hvítabandsins og 50 ár frá stofn- un sjúkrahúss þess við Skóla- vörðustíg, sem lengst af hefði haldið nafni félagsins á lofti. Til- efni tækjakaupanna nú væri sú mikla þörf sem fyrir þau hefði verið á dagdeildinni, og sýndi þetta átak vel hvers hin gömlu líknarfélög væru megnug. Karl Strand, yfirlæknir Geð- deildar Borgarspítalans, þakkaði Hvitabandskonum þá ótrúlegu rausn sem þær hefðu sýnt. Kvaðst Karl veita þessum tækjum mót- töku með hrærðu hjarta, en Hvítabandið væri einstakur fé- lagsskapur, sem hann vonaðist til að mætti blómgast í framtíðinni. Deildarlæknir Dagdeildar, Páll Eiríksson, útskýrði fyrir viðstödd- um hvernig tækin verða notuð og fjallaði síðan almennt um starf- semi Dagdeildar, sem nú hefur verið starfrækt frá haustinu 1979. Páll sagði það fyrst og fremst kosti dagdeilda, að þær brúuðu bilið milli göngudeildar og sjúkra- hússvistar. Á Dagdeild Geðdeildar Borgarspítalans væri lögð mikil áhersla á náin tengsl við maka og fjölskyldu, og að fjölskyldubönd treystust. Ólafur Ólafsson landlæknir flutti viðstöddum kveðju heil- brigðismálaráðherra. Kvað Ólafur það skoðun sína að það ætti að reka meira af dagdeildum í heil- brigðiskerfi okkar. Hérlendis virt- ist sem meðal legutími á stofnun- um væri lengri en víðast erlendis, enda væri dagdeildarekstur meiri þar. Dagdeildameðferð væri í flestum tilvikum mun manneskju- legri en stofnanavist. Dagdeild Geðdeildar Borgar- spítalans hefur útskrifað 75 sjúkl- inga. Fastir starfsmenn þar eru nú sex. I LASTGERDIN sf. í Kópavogi hefur smíðað 5 rúmlesta plastbát, Mána SK 90. Báturinn er fullbúinn með sjálfstýringu, dýptarmæli, lóran og radar og tilbúinn á veiðar. Þannig útbúinn kostar hann 500.000 kr, en bátar eru einnig afhentir á öðrum byggingarstigum. Þetta er fyrsti báturinn sem Plastgerðin framleiðir, en þegar eru 9 bátar í pöntun hjá fyrirtækinu. Kigendur Mána SK 90 eru Stefán og Birgir Valdimarssynir, Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.