Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 16
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982 l>að hofur lcngi vcrirt vitaö mál að Funi væri mcrtal fljótustu vekringa landsins þótt gcngi hans á kapprcióum hafi ckki verió í samræmi vió þá vitncskju. Nú sigraói hann og þá cr þaó spurningin hvort þctta sc upphafió aó einhvcrju mcira. Funi er sá til vinstri cn knapi á honum er Gunnar Arason, hcsturinn til hægri cr Villingur cn knapi á honum cr Aóalsteinn Aóalsteins- son. Á hverju ári efnir kvennadcild Fáks til happdrættis og hafa ávallt verió hcstar í vinning. Á kapprciöunum voru þessir gæðingar sýndir þ.e. vinningarnir í ár. Eru þetta stórættaöir gæóingar, sá rauói mun vera undan Sörla frá Sauóárkróki og Tinnu frá Borgarnesi scm mun vera fyrstu verðlaunahryssa. Sá grái er hinsvegar undan Héöni frá Vatnagöróum og Blíðu Skúla Steinssonar sem er kunn fyrir þátttöku í ýmsum kcppnum. Vorkappreiðar í vorveðri UM SÍÐUSTU hclgi hófst keppnis- tímabilió hjá kappreióamönnum þegar Fáksmenn héldu árlegar vorkappreiðar sínar að Víðivöllum. Að þessu sinni voru fáar stjörnur mættar til leiks og er ein ástæðan sú að búast má við nokkurri endurnýjun á þessum svokölluðu topphestum í ár og á það við um flcstar greinar kappreiða. Veður var hið bcsta, hlý austangola með smáskúrum af og til. Ekki náðist umtalsverður árangur í neinum greinum þó sett væri íslandsmet í einni grein, en það var í 300 m brokki með fimmtíu metra at- rennu til niðurtöku, hliðstætt skeiðinu. Er þetta í fyrsta skipti sem keppt er í þessari grein og hlýtur þvi besti tíminn sem nú náðist að vera Islandsmet. Það var Fengur Harðar G. Albertssonar sem þetta met setti og var tími hans 37,6 sek., knapi var Sigur- björn Bárðarson. í öðru sæti varð Tengdó á 47,3 sek. Eigandi hans er Alli Rúts en knapi var Sigurður H. Jóhannesson. I þriðja sæti varð Nökkvi á 48,0 sek. Eigandi hans er Jóhannes J. Jónsson en knapi var Jóhanna Jónsdóttir. Þessi keppnisgrein er tekin upp í þeim tilgangi að hefja brokkið upp til vegs og virðingar eins og svo oft hefur verið talað um. En því miður var þetta heldur lítið spennandi á að horfa, og það eina sem jákvætt var, voru tilþrif Fengs. Einnig var keppt í 800 m brokki og er víst best að fara sem fæstum orðum um þann lið á dagskránni, því það var í einu orði sagt hörmung og er nú rétt að hugleiða hvort ekki sé öllum fyrir bestu að þessi keppnisgrein verði lögð niður. En sigurvegari varð Trítill á 1:45,2 mín. Eigandi og knapi var Jóhannes J. Jóns- son. I öðru sæti varð Bjóli Bjarna Hákonarsonar og sat hann sjálfur hestinn. Tími hans var 2:27,0 mín. Svo illa tókst að hemja aðra hesta í þessari grein, að enginn lá og urðu þeir þar með af þriðju verðlaununum. Það var helst í skeiðinu sem eitthvað jákvætt sást. Þokka- legir tímar náðust á báðum vegalengdum og margir góðir sprettir sáust. I 250 m skeiði sigraði Funi Bjarna Ágústssonar á 23,1 sek. Knapi á Funa var Gunnar Arnarson. í öðru sæti varð Börkur Ragnars Tómasson- ar á 23,2 sek. en knapi á honum var Sigurbjörn Bárðarson. í þriðja sæti varð svo Jón Haukur á 23,2 sek. Eigandi hans er Har- aldur Sigurgeirsson en knapi var Erling Sigurðsson. Það er greini- legt að það verður jöfn keppnin í skeiðinu í sumar þar sem tveir af fremstu skeiðhestum landsins undanfarin ár, þeir Skjóni og Fannar, verða ekki með í skeið- inu í sumar. í 150 m skeiði sigr- aði Freisting Kristbjargar Ey- vindsdóttur á 15,3 sek. Knapi á Freistingu var Gunnar Arnars- on. í öðru sæti varð Torfi Harðar G. Albertssonar á 16,0 sek. Knapi á honum var Sigurbjörn Bárðarson. I þriðja sæti varð svo Roði Alberts Gíslasonar á 16,4 sek. Knapi á honum var Jón Steinbjörnsson. Nú var í fyrsta skipti keppt eftir nýjum reglum í þessari keppnisgrein, en eins og kunnugt er hefur ríkt mikil laus- ung með þessa grein. En nú er þetta á hreinu, aðeins hestar á aldrinum fimm til sjö vetra eru gjaldgengir. Svo nú er það spurningin hvort árangur Freistingar sé ekki nýtt ís- landsmet. I stökkgreinum var árangur nokkuð misjafn, sæmilegt í 250 m og 350 m en frekar slakir tím- ar í 800 metrunum. Það var einn hestur sem skar sig nokkuð úr í 800 metrunum en það var Móri Ólafs Ólafssonar, hljóp hann vegalengdina á 65,0 sek., knapi á honum var Arna Hugleiðingar og spumingar um: Atvinnustarfsemi samvinnufélaganna MBF og SS Eftir Pétur Péturs- son, Selfossi Einhver huldumaður, sem vill ekki láta nafns síns getið, skrifar hólgrein um atvinnustarfsemi samvinnufélaganna M.B.F og S.S. í 9. tbl. Þjóðólfs. Þrjú atriði, sem koma fram í greininni, gefa þó lesendum lítils- háttar lýsingu á þessum huldu- manni, sem sé þá, að hann er frambjóðandi, samvinnumaður og segist hafa góða þekkingu og vit á starfsemi og rekstri þessara fyrir- tækja einkum þó M.B.F. Þá er hann einnig mjög ánægður með stjórnun og framtíðarrekstar- áform þeirra. Hann skyldi þó aldrei vera framsóknarmaður? Athyglisvert er að gagnrýni og umræður, sem orðið hafa um starfsemi M.B.F og S.S., uppbygg- ingu og útþenslu þeirra í rekstri dreifingar- og pökkunarstöðvanna í Reykjavík, að þá reyna stjórn- endur fyrirtækjanna að afsaka það með sögulegum rökum, svo sem; „að þau hafi í upphafi byggzt á markaðnum í Reykjavík og því hafi starfsemin byrjað þar“, og „því sé ekki óeðlilegt að svo verði áfram" o.s.frv. Bættar samgöngur og nýjasta tækni virðast ekki neinu breyta þar um. Síðan koma forstjórarnir eða aðstoðarmenn þeirra ásamt svona huldumönnum fram á fundum og í blöðum og lýsa yfir ágæti starf- seminnar, og með yfirlæti þeirra sem valdið hafa lýsa þeir því yfir, að allt annað sem haldið er fram, séu ósanngjarnar kröfur og beri vott um vanþekkingu á skipulagi og stjórnun fyrirtækjanna. Menn þurfi að skilja hinar almennu leikreglur, sem gildi í slíkum sam- vinnurekstri, og þar dugi sko ekki nein kaupmannaeinokun, þ.e., að einn fái allt og molarnir geti sem bezt nægt útkjálkafólki, eins og huldusamvinnuframbjóðandinn orðar það í grein sinni. Svona nokkuð er að vísu illskilj- anlegt, en í mínum eyrum hljómar þetta sem algjört öfugmæli, því það eru einmitt molarnir (eða frumvinnsla landbúnaðarafurð- anna), sem skildir eru eftir hér sunnanlands á meðan allt hitt fer til Reykjavíkur til fullnaðar- vinnslu og atvinnusköpunar þar. Huldusamvinnuframbjóðandinn heldur áfram og segir, að þó byggðasjónarmiðin séu margþætt, þá varði þau fyrst og fremst fólk- ið, sem vinni að frumframleiðslunni í blómlegum byggðum Suðurlands, og ef stjórnvöld haldi áfram að- gerðum til samdráttar í nýmjólk- urframleiðslu, þá þurfi ekki að gera sér rellu út af úrvinnslu mjólkurinnar hér. Mjólkin verði enfaldlega ekki meiri en til þess að fullnægja eftirspurn um neyslu- mjólk á höfuðborgarsvæðinu, og þá verði áningarstaður með mjólk- ina bér ekki talinn þjóna neinum tilgangi. Sem sagt, þá verður hægt að leggja M.B.F alveg niður, því Mjólkursamsalan getur þá hæg- lega annað allri úrvinnslunni í nýju risamjólkurstöðinni, sem væntanlega verður búið að reisa á 6 hektara lóðinni í Reykjavík. En þá er spurningin: til hvers að vera að reisa öll þessi stóru mannvirki Osta- og smjörsölunn- ar og Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, þegar mjólkurfram- leiðslan fer stöðugt minnkandi? Væri ekki miklu hagkvæmara að mjólkurbúin hvert á sínum stað önnuðust alla úrvinnsluna? Eða er þetta bara enn eitt dæmið um sér- íslenzka hagræðingu og mið- stýringu frá Reykjavík? Mjólkurbú Flóamanna á 9 menn af 15 í stjórn Mjólkursamsölunn- ar. Finnst þeim ekkert athugavert við þessa stóruppbyggingu dreif- ingaraðilanna í Reykjavík, einmitt á þeim tíma sem mjólkurfram- leiðsla er í lágmarki? Þeir eru þó með þessu að flytja fjármagn úr héraðinu til Reykjavíkur, því sem einn af eigendum dreifingarfyrir- tækjanna verður M.B.F. að borga sinn hlut. Eru þeir ef til vill allir sammála stjórnarformanni Mjólkursamsöl- unnar, bóndanum Ágústi á Brúna- stöðum í Flóa, þegar hann sagði í sjónvarpsviðtali nýlega, „að Sel- fossbúar megi ekki halda aö bændur geti alltaf skaffað atvinnu fyrir alla, og það væri eins og Reykvíkingar mættu aldrei gera neitt annað en éta og drekka þessar afurðir, sannleik- urinn væri hinsvegar si að þeir (Reykvíkingarnir) hefðu bara alveg sama rétt til þess og aðrir (Sunn- lendingar og Selfossbúar) að hafa atvinnu af úrvinnslu mjólkurinnar" Það er auðvitað ekki von á góðu fyrir sunnlenzkt atvinnulíf, þegar stjórnendur (bændurnir) þessara nátengdu fyrirtækja M.B.F., Mjólkursamsölunnar og Osta- og smjörsölunnnar hafa slíkar skoð- anir. Eða hafa þeir það kannski ekki allir? En hvað um það rétt er að geta þess sem áunnizt hefur, það fjölg- aði um 7 eða 8 starfsmenn hjá M.B.F. á síðasta ári og er það vel, en við hvað fengu þeir vinnu? Sá fróði huldusamvinnufram- bjóðandi, eða einhver stjórnenda M.B.F., hljóta að geta svarað því og nokkrum fleiri spurningum um starfsemina, svona til frekari upp- lýsingar fyrir okkur sauðsvartan almúgann, sem dirfist að hafa aðrar skoðanir á því hvar full- vinnsla afurðanna, sem framleidd- ar eru í héraðinu, skuli fara fram. 1. sp. Hafa átt sér stað einhverj- ar byggingaframkvæmdir til stækkunar M.B.F. sl. fimm ár, hve stórar og hvað kostuðu þær? 2. sp. Hvað eru byggingar Osta- og smjörsölunnar í Reykja- vík stórar, hvað kostuðu þær og hve stórt var fjár- framlag M.B.F. til þeirra? 3. sp. Hvað er áætlað að bygg- ingar nýju mjólkurstöðvar Mjólkursamsölunnar kosti, hve stórar verða þær, hve langan tíma tekur að byggja þær og hver verður þáttur M.B.F. í kostnaðin- um? 4. sp. Eru nokkrar bygginga- framkvæmdir á döfinni hjá M.B.F. hér á Selfossi. 5.sp. Hve margir unnu hjá M.B.F. 1981 og hver voru greidd vinnulaun? 6. sp. Hve margir unnu hjá Mjólkursamsölunni 1981 og hver voru greidd vinnu- laun? 7. sp. Hve margir unnu hjá Osta- og smjörsölunni 1981 og þar af hvað margir við smur- ostagerð og hver voru greidd vinnulaun? 8. sp. Hvenær verður hafizt handa hjá M.B.F. um vinnslu úr mjólkursýru eins og rætt hefur verið um í nokkur ár? 9. sp. Hverjir gerðu þær tvær rekstrarhagræðingarathug- anir, sem sýndu að hag- kvæmast væri núverandi fyrirkomulag á vinnslu, pökkun og dreifingu mjólk- urafurða frá Suðurlandi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.