Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982 65 fclk í fréttum Marie Donny Hart í ári hjá Osmondum + Systkinin Marie og Donny Osmond, velþekktir poppsöngvarar í Bandaríkjunum, hafa nú ákveöiö að fylgja öörum aettmennum sinum og draga síg útúr skemmtanalífinu og hverfa inn í skel einkalífsins. Osmond-fjölskyldan er heittrúaöir mormónar — en fleira kemur tll. Síöasta hljómplata Osmondanna seldist varla fyrir kostnaöi og upp- tökufyrirtæki fjölskyldunnar hefur veriö lokaö. Þá varö Marie Osmond aö hætta viö sjónvarpsþátt sinn, sem átti að endast fram á haust, en sjónvarpsstööin kvaöst glöö greiöa Marie kaup fyrir engan sjónvarps- þátt, því hann reyndist vera það sem Danirnir kalla „fíaskó“. Donny Osmond var svo púaöur niöur af sviöi á Broadway, en þar lék hann stórt hlutverk í söngleik nokkrum, sem fékk hinar hörmulegustu viö- tökur. Osmond-fjölskyldan lifir nú alfariö í sinni mormónatrú og hugs- ar illilega til skemmtanaiónaöar- ins ... Helen með manni sinum, Ron- ald. Ungfrú alheim- ur i 4 daga — giftir sig + Hún var Ungfrú alheimur í að- eins fjóra daga, Helen Morgan, ensk stúlka sem vann tltilinn áriö 1974. Hún var þá 23 ára gömul, velsk aö uppruna, en varð að taka ofan krúnuna þegar upp- götvaöist aö hún átti 2ja ára gamlan son í lausaleik og í ofan- álag var í uppsiglingu skilnaö- armál á Englandi þar sem kona nokkur nefndi Helen Morgan sem aöalorsök fyrir því aö hún sótti um skilnað viö mann sinn. Síðan hefur mikið vatn runniö til sjávar og Helen er búin aö jafna sig á þessari brekku i lífi sínu. Nýlega gekk hún í hjónaband og sá lukkulegi var Ronald Lamb, 34 ára gamall einstæður faðir. Þau Helen og Ronald kynntust fyrir tilstuölan hjónabandsmiöl- unar og Helen gaf þessa merki- legu yfirlýsingu á brúökaupsdag- inn: „Viö giftum okkur af því aö viö vorum ástfangin." Þaö er bara ekkert annaö! S jálf stæðisf lokkur inn Seltjarnarnesi Kosningaskrifstofa á kjördag Félagsheimilinu Seltjarnarnesi Upplýsinga- og bílasímð 2-40-28 Opið hús — lítið inn — kaffiveitingar — sjónvarp. Kjósum snemma XD-listinn Gerum góðan bæ betri XD-listinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.