Morgunblaðið - 22.05.1982, Page 25

Morgunblaðið - 22.05.1982, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982 69 Það er víst bara minn misskilningur Margrét Eggertsdóttir skrifar: „Velvakandi! Ég vil byrja á að þakka frú Rannveigu Tryggvadóttur fyrir frábært útvarpserindi í þættin- um um daginn og veginn þ. 17. maí sl. Rannveig drap þar á nokkuð, sem ég tel vera þess virði að draga enn betur fram í dags- ljósið. Það var þetta með ritningar- greinina úr Gamla testamenti Biblíunnar. Nánar tiltekið í Pré- dikaranum 10. kafla, 2. v. Þessi Kannveig Tryggvadóttir litla yfirlætislausa ritningar- grein hefur greinilega farið mjög svo í taugarnar á einhverjum, og það svo mjög, að hann hefur séð ástæðu til þess að hagræða henni að eigin geðþótta. Gaman væri að vita, hver sá væri, sem því hefur ráðið. Hér má sjá í verki, hvernig óvandaðir menn breyta staðreyndum sér í hag í tímans rás. Hve sönn er þá mannkyns- sagan, sem okkur hefur verið kennd, úr því að svo er farið með sjálfa Biblíuna? Ég ætla nú til gamans að bera saman nokkur dæmi um, hvernig þessi umrædda ritningargrein er í hinum ýmsu Biblíum. „Oxford James Bible" — Gamla Jakobs Biblían, sem Bretar telja sig ekki geta ver- ið án við kirkjulegar athafn- ir: Ecc. 10:2 „A Wise man’s heart is at his right hand; but a fool’s at his left.“ „The New English Bible“ — 1970: Ecc. 10:2 „The mind of a wise man faces right; but the mind of the fool faces left.“ „The Holy Bible in Modern English by Ferrar Fenton", fyrst þýdd 1903 — prentun 1966: Ecc. 10:2 „The wise man’s heart is fixed at his right — the fool’s heart at his left hand.“ Gamla ísl. Biblíuþýðingin — prentun 1977: Préd. 10:2 „Hjarta viturs manns stefnir til hægri; en hjarta heimsk- ingjans til vinstri." Hvernig geta þeir svo fengið út í nýju Biblíuþýðingunni Préd. 10:2 „Hjarta viturs manns stefnir á heillabraut, en hjarta heimskingjans leiðir hann í ógæfu." Það get ég bara alls ekki skilið. Ég hélt annars, að ekkert hefði átt að hrófla við Gamla testa- mentinu, en það er víst bara minn misskilningur. Því miður hafði ég ekki við höndina Biblíu á einhverju Norðurlandamálanna, en á ekki von á, að það hefði ver- ið á annan veg, nema e.t.v. í ein- hverri splunkunýrri þýðingu. Svo að lokum, þá vitum við öll, „að hægri stefna er heillabraut, en sú vinstri leiðir til ógæfu“.“ Katrín Fjeldsted Kosning í borgarstjórn Jóhann Jónsson skrifar: „Að borgarstjórnarkosn- ingunum loknum hyggjast kommúnistar ná tangarhaldi á öllum stofnunum og fyrir- tækjum Reykjavíkurborgar og til þessa ætla þeir að nota svokallaða vinstri menn í öðrum flokkum. Þetta gátu þeir lært austantjalds. Ef Reykjavík lendir alfarið í höndum kommúnista, eru það hryggilegri örlög en nokkurn órar fyrir. í 11. sæti, baráttusætinu á lista sjálfstæðismanna, er Katrín Fjeldsted læknir. Hún er gáfuð, fjölmenntuð og að öllu hinn ákjósanlegasti borgarfulltrúi. Við eigum hvert um sig aðeins eitt at- kvæði, nógu mörg saman ráða þau úrslitum. Enginn Reykvíkingur, ungur eða gamall, karl eða kona, á þess nokkurn kost að verja at- kvæði sínu betur en með því að stuðla að kosningu Kat- rínar Fjeldsted í borgar- stjórn." Nú eru það hjúkrunarfræðingar og læknarnir nýbúnir. Mig lang- ar til að senda þessum síðast- nefndu stéttum kveðju mína með þremur síðustu erindunum úr kvæðinu Sveinn Pálsson og Kópur, eftir Grím Thomsen sem er að finna í Ljóðmælum, Menn- ingarsjóður, Rvík 1946. Þau eru svona: Af eðli göfjju fákur fann, faeti ad mátti ei skeika, l«knir skyldu verkið vann, verkið mannkærleika. Úr barns og móður bætti hann þraut, blessun upp því skar hann, önnur laun hann engin hlaut, ánægður þó var hann. |H> að liggi lífið á, láta þeir núna bíða í jökulhlaupi Jökulsá og jakaburði að ríða. Góðir þættir hjá Önundi GJ. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að þakka honum Önundi Björns- syni fyrir þættina sem hann hefur verið með á þriðjudags- kvöldum. Mér er kunnugt um að þeir hafa líkað vel, ekki síst hjá eldra fólkinu og margt fróðlegt komið þar fram. Vegna starfs míns hef ég kynnst högum gam- almenna og oft blöskrað hve margir verða að vera heima vegna þes að ekki hefur verið rúm fyrir þá á hjúkrunarheimil- um, þar sem þeir þó ættu að vera. í málefnum aldraðra verð- ur fjölgun hjúkrunarheimila að njóta algers forgangs. Hvernig Önundur Björnsson væri að sjónvarpið gerði þessum málaflokki myndarleg skil á ári aldraðra og upplýsti þjóðina um það, hvernig ástatt er fyrir elstu samborgurunum? Óheppilegt staðarval Sigurður Kristjánssn hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Eg er alveg undrandi á staðar- vali yfirvalda fyrir utankjör- staðarkosningu hér í Reykjavík. Það er afskaplega óaðgengilegt fyrir fatlaða að kjósa þarna og ókleift fyrir fólk í hjólastólum, nema það sé hreinlega borið inn af því að upp margar tröppur er að fara. Það er e.t.v. nokkuð seint að kvarta yfir þessu nú, en þó held ég að betra sé seint en aldrei. Það sem furðulegast er í þessu öllu saman er þó það, að svona mistök skuli geta átt sér stað eftir allar þær umræður sem fram fóru í fyrra — á ári fatlaðra. Vil ekki að Póstur og sími tapi á mér Kllilífeyrisþegi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég las það í Morgunblaðinu 5. maí sl. að Póst- ur og sími hefði tapað fé síðan skrefagjaldið komst á. Ég var fyrir stuttu búinn að borga símareikning með 60—70 aukaskrefum og þótti því óskaplega leitt að heyra að ég hefði valdið Pósti og síma fjár- hagstjóni. En ég er hér með tillögu til lausnar þessum alvarlega vanda stofnunarinnar. Lausnin byggist fyrst og fremst á því, að breytingin yfir í skrefatalningu hefur enn ekki náð þeirri hylli meðal fólksins, að ekki megi snúa við og afnema hana og taka upp fyrra kerfi. Mér finnst það óbærileg tilhugsun, ef það verð- ur útkoman eftir alla fyrirhöfnina og kostnaðinn hjá fyrirtækinu að það líði önn fyrir okkur viðskipta- menn sína. GÆTUM TUNGUNNAR lleyrst hefur: Þessi mál báru á góma. Rétt væri. Þessi mál bar á góma. Þökkum af alhug öllum ættingjum og vinum sem sýndu okkur höfðingslund og vináttu á ýmsan hátt í tilefni 50 ára hjúskaparafmælis okkar 7. maí. Blessun fylgi ykkur. Þóra og Jónas Halldórsson, Rifkelsstöðum. X-D X-D X-D Sjálfstæðisfólk Keflavík Hafið samband við kosningaskrifstofuna Sjálfstæö- ishúsinu, Keflavík. Sérsímar á kjördag, bílasímar: 3022 og 3508. Upplýsingasími 3811. Ferguson 3V29 VHS mest seldu tækin í Englandi. Model 1982 Hraðspólun Snertitakkar Fjarstýring Kr. 18.600.-. Orri Hjaltason Hagamel 8, Reykjavík. Sími 16139. Heildsölubirgðir Agnar Ludvigsson hf., Nýlendugötu 21, sími 12134. %

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.