Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1982 Vonandi vinnur næsta bæjarstjórn í sama anda og sú, sem lætur af störfum Rætt við Hörð Þórhallsson, bæjarfulltrúa á Húsavík — Við sjálfstæðismenn leggj- um höfuðáherzlu á atvinnumálin fyrir þessar kosningar. Við viljum hvetja einstaklinga og samtök þeirra til þess að takast á við ný verkefni og veita athafnaþrá sinni útrás í traustum og arðbærum fyrirtækjum. Á næsta kjörtíma- bili er nauðsynlegt, að leitað verði allra hugsanlegra leiða til að létta undir með stofnun nýrra fyrir- tækja og haldið ötullega áfram að vinna að frekari athugunum á trjákvoðuiðnaði hér á Húsavík, sagði Hörður Þórhallsson bæjar- fulltrúi þegar Mbl. spurði um hvað bæjarstjórnarkosningarnar á Húsavík snerust um, en hann skipar þar 2. sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins. Hvað viltu segja um hafnar- aðstöðuna hér á Húsavík? — Hún hefur stórbatnað á sl. áratug og alltaf er unnið mark- visst að frekari endurbótum og uppbyggingu. Aðstaða smábáta má teljast viðunandi, þó svo að þörf sé á aukinni viðlegu fyrir svokallaða sportbáta eða helgar- sjómenn og þá náttúrlega með frekari gjaldtöku, en þeir eru orðnir staðreynd í höfninni og þörfum þeirra verður að mæta. í sumar verður grafið í suður- höfninni, þannig að togararnir eiga að komast því sem næst að dyrum frystihússins, þegar nýtt stálþil verður komið þar sem trébryggjan er núna. Þá leggjum við sjálfstæðismenn áherzlu á, að fjárveitingar verði auknar til endurnýjunar og endurbóta á eldri hafnarmannvirkjum og að hið báðasta verði tekið á mengunar- málum hafnarinnar. Hafnarmálastofnunin hefur gert líkan að höfninni og veita þær tilraunir, sem gerðar hafa verið, okkar mjög góðar upplýs- ingar um, hvernig bezt verði stað- ið að frekari framkvæmdum. En þetta gæti að sjálfsögðu breytzt, ef úr stóriðju yrði hér á Húsavík. Þá er nauðsynlegt að taka málið til nýrrar athugunar frá grunni, því að góð hafnaraðstaða er að sjálfsögðu forsenda mikils út- flutningsiðnaðar. Bátaútgerð er óvíða meiri en hér á Húsavík. Hvernig er staða hennar núna? — Ég álít stöðu trilluútgerðar- innar nokkuð góða. Þó er hún árs- tíðabundin og byggist á ákveðnum kjarna manna, sem hafa haft hana að aðalatvinnu. Ýmsir hafa reynt að koma til Húsavíkur og gerast trillukarlar, en fljótlega gefizt upp, því að vinna þessara manna á álagstímum er óskapleg. Bátar af miðlungsgerð eiga í mismunandi miklum rekstrarörð- ugleikum, eftir því hvenær þeir hafa verið keyptir. Nýrri bátar eru með erfið lán og nú í vetur hefur fiskgengd á þeirra mið gjörsam- lega brugðizt, svo að sumir þeirra gripu til þess örþrifaráðs að leita suður fyrir land á vertíð. Ég reikna með, að staða togar- anna sé svipuð hér og annars stað- ar þar sem ný skip eru. Togararnir hafa áþreifanlega sannað tilveru- rétt sinn hér og mitt álit er, að útgerðarmáti okkar Húsvíkinga, þ.e. blönduð útgerð, hafi gefizt vel undanfarið. Mikil þörf er á fleiri verbúðum og nauðsyn að bæta aðstöðu allrar útgerðar, bæði stórrar og smárrar, á hafnarsvæðinu. Við förum nú að sjá fram á, að slippurinn hér fari að þjóna flotanum og allir, sem að þessum störfum vinna, fagna því framtaki. Sum árin hefur Húsavíkurhöfn verið með fleiri skipakomur en nokkur önnur höfn utan Reykja- víkursvæðisins eða er ekki svo? — Jú, og þetta hefur ekki breytzt. Ég hef verið hafnarvörður í tvo og hálfan mánuð. Á þessum tíma hafa 60 flutningaskip komið hingað og stanzað í lengri eða skemmri tíma. Mjög brýnt er að bæta aðstöðu þeirra í norðurhöfn- inni bæði með frekari dýpkun, breikkun norðurgarðs og nýjum hafskipabakka framan við svo- kallaða kísiluppfyllingu. Hvernig leggjast kosningarnar í þ‘g? — Vel. Upp á síðkastið höfum við orðið varir við töluverðan með- byr. Þegar kosið er eftir lýðræðis- legum leikreglum verða frambjóð- endur þó ávallt að vera minnugir þess, sem Herbert Hoover Banda- ríkjaforseti sagði á sínum tíma eftir ósigur í kosningum: Það er kosið á milli þess bezta og næst- bezta en ekki milli þess bezta og versta. Að lokum vil ég aðeins segja það, að ég vona, að næsta bæjarstjórn vinni í sama anda og sú sem nú hverfur frá störfum. Stórmarkaður Fóstbræðra- kvenna VEGNA væntanlegrar Bandaríkja- ferðar Karlakórsins Fóstbreðra á sýningarnar Scandinavia Today i haust, efna Fóstbreðrakonur til stórmarkaðar laugardaginn 22. maí, frá kl. 14.00, í félagsheimili sínu við Langholtsveg. Á boðstólum verða m.a. mat- væli, heimilistæki, notaður og nýr fatnaður, skór, blóm og skraut- munir, húsgögn, gardínur, mynd- ir, að ógleymdum bókum og hljómplötum. Móttaka ferða- manna í Steins- staðaskóla EINS og á sl. sumri verður tekið á móti ferðamönnum, einstakling- um, fjölskyldum og hópum til gist- ingar í Steinsstaðaskóla í Skaga: firði frá 20. júní til 20. ágúst. í skólanum er svefnpokapláss fyrir 40—50 manns í herbergjum og kennslustofum, en ágæt tjaldstæði á skólalóðinni fyrir þá, sem það kjósa. Eldunaraðstaða er í skóla- eldhúsinu fyrir þá, sem staðinn gista, en einnig er unnt að fá morgunverð, ef pantað er. Á staðnum er félagsheimilið Ár- garður, sem bent er á til funda- halda. Þar er og nú sundlaug með setlaug (heitum potti) opin eftir þörfum. Unnt er að fá leigða hesta, en þá þarf að láta vita með fyrirvara. Bent skal á, að verzlun er á Varmalæk, í aðeins 2 km fjar- lægð, benzín og olía. Steinsstaðaskóll er 10 km sunn- an Varmahlíðar við þjóðveginr. um Tungusveit á leið á Sprengi- sand. Þar er friðsælt umhverfi og hentugur áningarstaður. Húsráð- andi, sem gestir skulu snúa sér til, er Sigríður Jónsdóttir, Lækjar- bakka 9, Steinsstaðabyggð, hið næsta skólahúsinu. (Fréttatilkynning) Elli um aldur fram Eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent „Ungir menn reyna að vera trúir, en geta það ekki. Gamlir menn reyna að vera ótrúir, en geta það ekki heldur.“ Á ári aldraðra og það í miðju kvennaframboði þykir það sjálf- sagt goðgá að vera að rifja upp léttmeti eftir 19. aldar mann sem lýsir afstöðu hans til konunnar og ellinnar. Svona léttúð kann að stinga í stúf við uppskrúfaðan hátíðleika sem oft einkennir umræður um mál aldraðra, en orð Óskars Wilde ættu þó að minna okkur á að það sem margt gamalt fólk þráir kannski fyrst og fremst, er, að líf þess væri ofurlítið ánægjulegra en það er í dag. Eili og umhverfí Það er sagt, að meistari Kjarval hafi málað sumar af sínum bestu myndum eftir að hann varð 75 ára. Þannig eru margir að eflast að reynslu, þroska og þekkingu fram undir það síðasta. Og þótt tækniþekking úreltist fljótt nú á tímum örra þjóðfé- lagsbreytinga, er gamla fólkið eitt mikilvægasta afl hvers þjóðfélags, ef það er nýtt á réttan hátt. Én meðan sumir eru að færa út kvíarnar allt sitt líf, hrynja jafn- aldrar þeirra niður úr elli, vesöld og sjúkdómum. Hvað er það sem veldur þessum mikla mismun? Það getur verið fróðlegt að hlýða á umræður fólks um þetta fyrirbæri. Nær undantekninga- laust, og að því er virðist ómeðvit- að, er skýringanna leitað í um- hverfi viðkomandi. „Hann hafði ekkert til að lifa fyrir. Hann missti trúna. Hann fór illa með sig. Þetta var ekkert mataræði á manninum. Hann drakk. Hann var of feitur. Hann reykti svo mikið." Allar eiga þessar skýringar rétt á sér. Eftir því sem við eldumst, hefur umhverfið djúpstæðari áhrif á okkur. Afleiðingar mismunandi lífsstíls koma æ betur í Ijós, m.a. á heilsufarinu. En hvað með erfðirnar? Auðvit- að er fjölbreytni í erfðaeiginleikum mannsins ótrúlega mikil. Samt kemst hún ekki í hálfkvisti við margbreytileika umhverfisins. Því eldri sem við verðum, þeim mun sérstæðari og persónubundnari verður lífsreynsla okkar. Þannig er aldrað fólk sá þjóðfélagshópur, sem er ósamstæðastur og býr við mis- jöfnust kjör. Aldraðir á íslandi íslendingar ná nú hæstum meðal- aldri á heimsbyggðinni. Hér verða konur áttræðar að jafnaði og karl- ar 74 ára. Er þá ekki allt gott að segja um stöðu aldraðra á íslandi? Fyrst er rétt að geta hins já- kvæða. íslenskt samfélag er smá- vaxið og því eðlilegt að firring og sambandsleysi einstaklingsins við þjóðfélagið sé í lágmarki. Af þessum sökum m.a. er á ýms- an hátt skárra að verða gamall hér en í stærri samfélögum. Auk þéss er þjóðfélagsgerðin að ýmsu leyti notaleg og lýðræði sæmilega virkt. Á móti er ýmislegt sem eyði- leggur glansmyndina. Þjóðin hef- ur nú í ríkum mæli tileinkað sér einn hvimleiðasta þátt vestrænn- ar og amerískrar menningar: Ilýrkun æskunnar og afneitun ell- innar. Ef ekki hefði komið til frum- kvæði fáeinna dugmikilla einstakl- inga, væru málefni aldraðra í enn meiri ólestri en raun ber vitni. Er af sem áður var þegar gamla fólk- ið naut oft mestrar virðingar. í reynd er alls ekki á vandræði gamla fólksins bætandi. Líf margs gamals fólks er gleðisnautt og ein- kennist öðru fremur af ástvinamissi, einmanakennd og slæmu heilsufari. Samt er það staðreynd, að við þurfum eins mikið á þessu fólki að halda og það okkur (ef ekki meira). Það er okkar besti tengiliður við for- tíðina og okkar títtnefnda menning- ararf. Það er ekki nóg að byggja ný elliheimili, því oft verða slíkar stofnanir aðeins geymslupláss fyrir fólk sem þjóðfélagið telur heppilegt að losa sig við. Mestu skiptir, að hver og einn geti búið sem lengst á eigin heim- ili, a.m.k. eins lengi og hann hefur áhuga á og heilsu til. Þjóðfélagið á að hjálpa honum til þess. Næring og öldrun Rannsóknir sýna glöggt, að það er náið samband á milli næringar og öldrunar. Lélegt fæði ryður ellinni braut og hrörnunin stuðlar aftur að lélegu mataræði. Hins vegar er ekkert sérstakt fæði sem hentar aðeins fyrir aldr- aða. Gamalt fólk þarf fyrst og fremst að borða kjarngott fæði, það besta sem völ er á. Kannsóknir benda til þess, að þeir sem ávallt gæta hófs í mat, geti lifað mun lengur en hinir sem ekki halda í við sig. Sérstaklega virðist óheppi- legt að borða mjög feiUn mat. Þegar aldurinn færist yfir, þarf fólk í vaxandi mæli að gæta þess að borða hollan mat og fjölbreytt- an, úr öllum grunnflokkum fæð- Jón Ottar Ragnarsson unnar. Einnig verður hreyfing æ mikilvægari. En hvers vegna eiga aldraðir að borða betra fæði en aðrir? Aðal- ástæðan er sú, að það hreyfir sig minna en við hin og getur því borðað minna en ella. Nú er næringarþörf aldraðra síst minni en annarra þjóðfélagshópa. Verða þeir þvi að fá öll næringarefni úr minni matarskömmtum. Því þarf hollustugildi fæðunnar að vera hátt. Ekki bætir úr skák, að gamalt fólk þarf oft að bæta sér upp lang- varandi næringarefnaskort. Þá geta sjúkdómar og afleiðingar þeirra (t.d. tannleysi) takmarkað fæðuvalið. Loks á gamalt fólk oft erfitt með hreyfingu. Það kemst þvi oft ekki greiðlega í verslanir. Auk þess býr það oft eitt síns liðs og vill þá lítið fyrir matseld hafa. Kitt atriði enn: Oft býr gamalt fólk við þröngan kost. Fjárráð eru það naum að það hefur oft ekki efni á að kaupa þær afurðir sem eru hollastar, t.d. grænmeti og ávexti. Það er sorgleg staðreynd, að þrátt fyrir hina miklu þýðingu sem góð FÆDA OG_______ HEILBRIGÐI næring hefur fyrir aldraða, eru það einmitt þeir sem lifa á lélegasta fæð- inu. En það er ekki nóg að borða hollan mat. Enginn þjóðfélags- hópur þarf eins mikið á því að halda að hreyfa sig, halda sér við í lengstu lög og leggja stund á lík- amsrækt. Öldrun og hrörn- unarsjúkdómar Aðalástæðan fyrir hækkandi meðalaldri er sú, að mannskæðustu smitsjúkdómum hefur verið rutt úr vegi. Eru það einkum hrörnunar- sjúkdómar sem verða nútím- amanninum að aldurtila. Mannskæðastir þessara sjúk- dóma eru hjarta- og æðasjúkdómar og krabbamein. Hafa margvísleg tengsl þessara sjúkdóma við mat- aræði verið rakin fyrr í þessum þáttum. En það eru ekki síður ýmsir aðrir hrörnunarsjúkdómar sem herja á aldraða er jafnframt tengjast mataræði. Má þar nefna beinþynn- ingu, tannsjúkdóma og meltingar- sjúkdóma. Beinþynning eða úrkölkun bein- vefja er sjúkdómur sem mjög hrjá- ir konur eftir breytingaskeiðið. Vex þá hættan á beinbroti til muna og gróa slík brot seint. Rannsóknir hafa sýnt, að kalkskortur í fæði getur átt mikinn þátt í þessum sjúkdómi. Er full- orðnum nú ráðlagt að drekka 2—3 glös af undanrennu eða léttmjólk daglega ævilangt. Tannáta (tannskemmdir) stafar einkum af sykurneyslu eins og kunnugt er. Hins vegar er tann- holdsbólga mun algengari ástæða fyrir tannmissi á efri árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.