Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982 51 Vígslugestir virda fyrir sér sundlaugina og annan búnað endurhæfingarstöðvarinnar. Ljósmynd. J.G.K. Neskaupstaður: Ný endurhæfingarstöð tekin í notkun Dularfull höggbylgja hristi far- þegaþotuna Kómaborg, 17. maí. AP. KRAFIZT hefur verið rannsóknar á dularfullri höggbylgju, sem hristi og skók ítalska farþega- flugvél er hún flaug um æfinga- svæói Atlantshafsbandalagsins á leið sinni frá Mílanó til Palermó i gær. Grunur leikur á að eldflaug hafi farið af leið og jafnvel sprungið nálægt þotunni, eða að legið hafi við árekstri annarrar flugvélar og þotunnar, sem var af gerðinni DC-9. Þotan var í farflugi í tæru og kyrru veðri, þegar hún hristist og skókst af öflugri þrýstings- bylgju, og á eftir fylgdi talsverð ókyrrð, sem henti flugvélinni til og frá, svo að skelfing greip um sig meðal farþeganna. Atvikið átti sér stað yfir eynni Ustica, 70 kílómetra norður af Palermó. Farþegar segjast hafa séð hvítan strók stefna til himins eftir atvikið, eins og þar væri eldflaug á ferð. Talsmenn Atlantshafsbanda- lagsins segja engum eldflaugum hafa verið skotið á æfingum sveita bandalagsins, en flug- menn Herkúles-flugvélar, sem flaug nokkrum þúsundum feta neðar en farþegaþotan, segjast einnig hafa séð hvíta reykj- arstróka á himni. Þotan var í 27 þúsund feta hæð þegar atvikið átti sér stað, en varað hafði verið við flugi neðan við 10.500 fet. Atvikið átti sér stað á sömu slóðum og samkonar þota sprakk með dul- arfullum hætti í lofti 27. júní 1980, en með henni fórst 81 maður. Aldrei hefur tekist að fá fullvissu um hvað þar gerðist. Eitthvert samband virðist vera á milli tannátu og tannvegsbólgu. Þá hefur sú kenning komið fram, að tannvegsbólga standi einnig i sambandi við beinþynningu og e.t.v. kalkskort. Hægðatregda og ýmsir melt- ingarsjúkdómar geta einkum átt rætur að rekja til skorts á trefja- efnum í fæðu. Sjúkdómar úr þess- um flokki sem oft hrjá aldraða, eru m.a. ristilpokar og gyllinæð. Með því að bæta 1—2 matskeið- um af hveitiklíði i fæðið daglega (t.d. út á hafragraut eða súr- mjólk), og meira ef með þarf, ætti enginn að þurfa að þjást af harðlífi. Að lokum má nefna, að ein þekktasta tilgátan um orsakir elli- hrörnunar er sú, að hún stafi af ild- un (þránun) fitunnar í líkamanum og að E-vítamín (og C-vítamín?) geti spornað gegn henni. Þannig er ljóst, að nú þegar er vitað um náin og margþætt tengsl milli mataræðis og ellihrörnunar. Auk þess eru ýmsar tilgátur um slíkt samband nú rannsóknarefni víða um heim. Lokaorð Það sem mestu máli skiptir við varðveislu heilsunnar og æskublóm- ans, eru langtíma fyrirbyggjandi að- gerðir. Því fyrr sem þær hefjast, því betra. Það er bábilja að heilsuvernd og það að njóta lífsins geti ekki farið saman. Einhver mesti munaður sem þekkist, eru t.d. ýmsir hita- beltisávextir og þarf ekki að fjöl- yrða um hollustuna. Mikilvægustu þættirnir eru (og það gildir fyrir alla aldurshópa): Ilófsemi í mat, hollt og fjölbreytt fæði, góð hreyfing, góð hvild, og af- neitun vímugjafa. Enn er þó líklega langt í land að íslendingar sýni gamla fólkinu þá virðingu og þann skilning sem það á skilið. Að því hlýtur þó að koma. Vonandi verður það þá ekki of seint. SÍÐASTLIÐINN laugardag var formlega tekin í notkun í sjúkrahús- inu á Neskaupstað ný endurhæf- ingarstöð. Er hún vel búin tækjum, meðal annars vandaðri sundlaug. Öll tæki stöðvarinnar hafa verið gef- in af einstaklingum og félagasam- tökum og hefur það flýtt mjög fyrir því, að hægt væri að taka hana í notkun, að sögn Sjúkrahússforstjór- ans, Stefáns Þorleifssonar. Endurhæfingarstöðin er á jarðhæð viðbyggingar sjúkrahúss- ins og eru þar æfingasalir vel bún- ir tækjum, en áður var rekin við sjúkrahúsið endurhæfingarstöð síðastliðið eitt og hálft ár við fremur frumstæðar aðstæður að sögn Stefáns. Einn sjúkraþjálfari starfar við stöðina og er hann hollenzkur, en enginn íslenzkur sjúkraþjálfari sótti um stöðuna er hún var auglýst og er það mikið að gera að talsvert langur biðlisti hefur myndazt og trúlegt er að verkefni verði þarna fyrir 2 til 3 sjúkraþjálfara þegar þetta hefur þróazt eðlilega. I sambandi við þetta var um leið minnzt 25 ára starfs sjúkrahúss- ins og var fólki boðið til kaffi- drykkju við tilefnið. Stefán Þor- leifsson flutti aðalræðuna og minntist bæði á endurhæfingar- stöðina og 25 ára starf sjúkra- hússins og þau miklu tímamót, sem við það urðu að sjúkrahús var byggt á Austurlandi, en áður en það varð, var ekki hægt að gera minnstu skurðaðgerð á svæðinu frá Akureyri, austur um og allt til Vestmannaeyja. Sagði hann einn- Stefán Þorleifsson, forstjóri sjúkra- hússins í Neskaupstað. Ljéunyad J.G.K. ig að nauðsynlegt væri að endur- nýja heilbrigðisþjónustuna því að góð þjónusta væri forsenda þess að búseta gæti þróazt eðlilega í hverjum landshluta. Auk Stefáns fluttu nokkrir gesta ávörp og má þar nefna Ingi- björgu R. Magnúsdóttur, deildar- stjóra í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Theódór A. Jónsson, formann Landssambands lamaðra og fatlaðra, Loga Krist- jánsson, bæjarstjóra í Neskaup- stað, Þorstein Sigurðsson, lækni á Egilsstöðum, Eggert Brekkan, yf- irlækni í Neskaupstað, Hjörleif Guttormsson, iðnaðarráðherra, og Guðrúnu Jóhannsdóttur, formann kvennadeildar Slysavarnafélags- ins. Kjörstaðir og k jördeilda skipting í Reykjavík við borgarstjórnarkosningarnar 22. maí 1982 Álftamýrarskólinn: 1. kjördeild: Álftamýri — Ármúli, Fellsmúli til og meö nr. 9 2. „ Fellsmúli 10 og til enda — Háaleitisbraut til og meö nr. 51 3. „ Háaleitisbraut 52 og til enda — Hvassaleiti til og meö nr. 45 4. „ Hvassaleiti 46 og til enda — Safamýri — Síöu- múli — Skeifan — Starmýri — Suöurlands- braut, vestan Elliöaáa — Steinahlíð Árbæjarskólinn: 1. kjördeild: Árbæjarblettur — Hraunbær nr. 1 til og meö nr. 11 2. „ Hraunbær nr. 12 til og meö nr. 84 3. „ Hraunbær nr. 85 til og meö nr. 172 4. „ Hraunbær nr. 174 og til enda ásamt húsnöfn- um austan Elliöaáa. Austurbæjarskólinn: 1. kjördeild: Reykjavík, óstaösettir — Auöarstræti — Egilsgata 2. „ Eiríksgata — Grettisgata 3. „ Guörúnargata — Klapparstígur 4. „ Laugavegur — Lindargata 5. „ Lokastígur — Njaröargata 6. „ Nönnugata — Skúlagata til og meö nr. 62 7. „ Skúlagata nr. 64 og til enda — Þórsgata Breiöageröisskólinn: 1. kjördeild: Akurgeröi — Borgargeröi 2. „ Brautarland — Efstaland 3. „ Espigeröi — Geitland 4. „ Giljaland — Heiöargeröi nr. 1 til og meö nr. 62 5. „ Heiöargeröi nr. 63 og til enda — Hulduland 6. „ Hvammsgerði — Láland 7. „ Langageröi — Rauöageröi 8. „ Réttarholtsvegur — Sogavegur 9. „ Steinageröi — Vogaland Breiöholtsskólinn: 1. kjördeild: Bleikagróf — Eyjabakki nr. 1 til og meö nr. 20 2. „ Eyjabakki nr. 22 og til enda — Hjaltabakki 3. „ Hólastekkur — Leirubakki nr. 2 til og meö nr. 12 4. „ Leirubakki nr. 14 og til enda — Þangbakki Fellaskólinn: 1. kjördeild: Álftahólar — Austurberg 2. „ Blikahólar — Gyöufell 3. „ Háberg — Klapparberg 4. „ Kríuhólar — Möörufell 5. „ Neðstaberg — Suðurhólar nr. 2 til og meö nr. 14 6. „ Suöurhólar nr. 16 og til enda — Unufell 7. „ Valshólar — Vesturberg nr. 1 til og meö nr. 132 8. „ Vesturberg nr. 133 og til enda — Æsufell Langholtsskólinn: 1. kjördeild: Álfheimar — Austurbrún nr. 2 2. „ Austurbrún nr. 4 og til enda — Efstasund 3. „ Eikjubogur — Goöheimar nr. 1 til og meö nr. 12 4. „ Goðheimar nr. 13 og til enda — Kleppsmýrar- vegur 5. „ Kleppsvegur frá nr. 118 ásamt Kleppi — Lang- holtsvegur nr. 1 til og meö nr. 114 A 6. „ Langholtsvegur nr. 115 og til enda — Ljósheim- ar nr. 1 til og meö nr. 11 7. „ Ljósheimar nr. 12 og til enda — Nökkvavogur 8. „ Sigluvogur — Sólheimar nr. 1 til og meö 22 9. „ Sólheimar nr. 23 og til enda — Vesturbrún Laugarnesskólinn: 1. kjördeild: Borgartún — Hofteigur 2. „ Hraunteigur — Kleppsvegur nr. 2 til og meö nr. 46 3. „ Kleppsvegur nr. 48 til og meö nr. 109 ásamt húsanöfnum — Laugarnesvegur nr. 13 til og meö nr. 104 4. „ Laugarnesvegur nr. 106 og til enda — Rauöa- lækur til og meö nr. 26 5. „ Rauöalækur nr. 27 og til enda — Þvottalauga- vegur Melaskólinn: 1. kjördeild: Álagrandi — Fáfnisnes 2. „ Fálkagata — Grenimelur nr. 1 til og meö nr. 15 3. „ Grenimelur nr. 16 og til enda — Hjarðarhagi 4. „ Hofsvallagata — Kaplaskjólsvegur nr. 1 til og meö nr. 81 5. „ Kaplaskjólsvegur nr. 83 og til enda — Nesvegur nr. 41 til og meö nr. 48 6. „ Nesvegur nr. 49 og til enda — Sörlaskjól nr. 1 til og meö nr. 56 7. „ Sörlaskjól nr. 58 og til enda — Ægisíða Miðbæjarskólinn: 1. kjördeild: Aöalstræti — Bergstaöastræti 2. „ Bjargarstígur — Framnesvegur 3. „ Fríkirkjuvegur — Laufásvegur nr. 1 til og meö nr. 41 4. „ Laufásvegur nr. 42 og til enda — Ránargata 5. „ Seljavegur — Tjarnargata nr. 10 til og meö nr. 10 D 6. „ Tjarnargata nr. 16 og til enda — Öldugata Sjómannaskólinn: 1. kjördeild: Barmahlíð — Bogahlíö 2. „ Bolholt — Drápuhliö nr. 1 til og meö nr. 41 3. „ Drápuhlíö nr. 42 og til enda — Flókagata 4. „ Grænahlíö — Langahlíð 5. „ Mávahliö — Mjóahlið 6. „ Mjölnisholt — Stangarholt 7. „ Stigahlíð — Þverholt Ölduselsskólinn: 1. kjördeild: Akrasel — Engjasel nr. 1 tll og meö nr. 60 2. „ Engjasel nr. 61 og til enda — Flúðasel nr. 2 til og með nr. 60 3. „ Flúöasel nr. 61 og til enda — Ystasel 4. „ Jórusel — Stíflusel 5. „ Strandasel — Þverársel Elliheimilið „Grund“: 1. Ikjördeild. Hringbraut nr. 50 „Hrafnista“ DAS: 1. kjördeild: Kleppsvegur „Hrafnista" — Jökulgrunn „Sjálfsbjargarhúsið“ Hátún 12: 1. kjördeild: Hátún 10, 10 A, 10 B og Hátún 12 Kjörfundur hefst laugardaginn 22. maí, kl. 9.00 árdegis, og lýkur kl. 23.00. Athygli er vakin á þvi, að ef kjörstjórn óskar, skal kjósandi sanna, hver hann sé, meö þvi aö framvísa nafn- skírteini eöa á annan fullnægjandi hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.