Morgunblaðið - 22.05.1982, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.05.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982 63 Vigfús Sigurðsson forstjóri sjötugur Einn mætasti borgari Hafnar- fjarðar, Vigfús Sigurðsson, for- stjóri, er sjötugur í dag. Hann er þekktur vel af störfum sínum að iðnaðarmálum og afskiptum af opinberum málum, og verið far- sæll og vel metinn. Vigfús er Grímsnesingur að uppruna, fædd- ur í Suðurkoti, sonur hjónanna Ingveldar Einarsdóttur og Sigurð- ar Jónssonar sem þar bjuggu. Ungur að árum flyst Vigfús til Hafnarfjarðar og nemur húsa- smíði hjá Þóroddi Hreinssyni og Arna Sigurjónssyni, sem þá unnu saman. Vigfús lauk sveinsprófi í iðn sinni 1934, og vinnur að iðn sinni hjá öðrum og sjálfstætt. Hann er einn þeirra sem stofnuðu byggingarfélagið Þór hf., og skipa- smíðastöðina Dröfn hf., sem bæði urðu umsvifamikil hvort á sínum vettvangi í atvinnusögu bæjarins og hefur Vigfús verið forstjóri fyrirtækjanna frá 1948. Strax eftir að Vigfús hafði lokið sveinsprófi gekk hann í félög iðn- aðarmanna, bæði Trésmiðaféiagið og Iðnaðarmannafélagið og í báð- um þessum félögum var honum fljótlega sýndur trúnaður, valin til stjórnarstarfa sem sýnir að stétt- arbræður hans hafa fundið að hér færi maður sem treysta mætti. Hann sat í stjórn Iðnaðarmanna- félagsins samfleytt í 12 ár og lengst af sem ritari og sýna rit- arabækur félagsins að hann hefur glöggt auga fyrir aðalkjarna hvers máls og ritaði einnig skýra hönd. A vegum þessara félaga sat Vigfús einnig lengi í Iðnráði Hafn- arfjarðar, þar sem afgreidd voru réttindamálin, sem oft áður voru hin viðkvæmustu mál, þar sem úr- skurða þurfti um afgreiðslu. Einnig á vegum áðurnefndra fé- laga var Vigfús kosinn til að mæta á Iðnþingi Islendinga 1943, þegar Iðnþing var fyrst haldið í Hafnar- firði. Síðan hefur Vigfús verið á öllum þingum heildarsamtaka iðnaðarmanna og þar eins og ann- arsstaðar unnið til trúnaðar og virðingar. Hann var kjörinn í framkvæmdastjórn L.1.1952, kjör- inn varaforseti 1960 og varð for- seti 1965 og endurkjörinn ávallt einróma meðan hann gaf kost á sér eða til 1972. Hann átti sæti í bankaráði Iðn- aðarbanka íslands hf., sem full- trúi iðnaðarmanna frá 1963—1975. Óþarft er að telja upp öll störf Vigfúsar félagsleg og opinber að iðnaðarmálum, en þau hefur hann ávallt rækt af mikilli samvisku- semi og Iipurð. Þetta hafa og sam- tökin kunnað vel að meta og viljað sýna honum þakklæti fyrir. Vigfús hefur verið sæmdur heiðursmerkjum erlendra systur- samtaka og Trésmiðafélagið og Iðnaðarmannafélagið í Hafnar- firði, auk Landssambands iðnað- armanna hafa öll kjörið Vigfús Sigurðsson heiðursfélaga sinn. Auk þessara miklu starfa sem lýst hefur verið hefur Vigfús um fjölda ára verið í karlakórnum Þresti í Hafnarfirði og til þess þarf mikinn tíma og enn meiri áhuga. Vigfús hefur einnig tekið mikinn þátt í bæjarstjórnarmál- um í Hafnarfirði þar sem hann var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins um 8 ára skeið og sat þá í mörgum nefndum á vegum bæjarfélagsins. Eg sem þessar línur rita hef sagt að til að geta sinnt jafn fjöl- breytilegum og tímafrekum áhugastörfum jafnframt daglegu vinnuamstri þurfi að eiga góða eiginkonu. Vigfús er einn þessara manna, kona hans Ásta Júníus- dóttir, mikil mannkostakona, sem hefur haft skilninginn á þörf eig- inmanns síns eftir langan og strangan vinnudag að bregða sér á söngæfingu með góðum félögum eða skreppa á stuttan fund. Sam- vinna okkar Vigfúsar að félags- málum hófst 1958, og hefur sam- starf okkar verið mikið og náið síðan. Sammála höfum við ekki alltaf verið, en ég hef metið mann- inn meir, því lengur sem við höf- um starfað saman og kynnin orðið nánari. Ég hef fundið að margt í fram- komu hans og viðmóti hefði ég gjarnan átt að taka mér til fyrir- myndar. Ég vil á þessum tímamótum og á heilladegi Vigfúsar þakka hon- um af alhug gott samstarf og þá einlægu vinsemd sem ég hef frá honum notið. Megir þú í framtíð- inni njóta áfram farsældar í starfi og leik. Sigurður Kristinsson BORCARBLOMiÐ SKiPHOLT 35 VÍOHLiÐÍNA ÁTONABiOi ortz JVf- StRVCRSLUN M€Ð m'ÍdHÓa BLDMASKR€/Tl NCAR kappreiöar á Víöi- völlum á morgun, sunnudag 23. maí, kl. 14.00. Gustur Andvari Sörli Kosningavaka sjálfstæðismanna Kosningavaka veröur í Valhöll aö kvöldi kjördags 22. maí. Vakan hefst kl. 23.00 og stendur til 03.00. Útvarp, sjónvarp og veitingar á staönum. Hittumst og fylgjumst meö úrslitunum í kosningunum. Ya^n Sjálfstæöisflokkurinn. Kjördagskaffi í Valhöll í dag, laugardag, veröur opiö hús í kjallara Valhallar, Háaleitisbraut 1, frá kl. 13.00 til kl. 20.00. Sjálfstæðismenn eru hvattir til að líta við. Kaffiveitingar — Fjölmennum X—D Sjálfstæðisflokkurinn I ro Ný plastgróðurhús 4^/a 0o frá Plastprent hf: Ódýrtsterkog , auðveld i uppsetningu Plastprent hefur nú hafið fram- leiöslu á nýjum plastgróðurhúsum. Húsin eru ódýr, sterk og þaö er bæði auðvelt og fljótlegt að setja þau upp. Plastgróðurhúsin eru fáanleg í mörgum mismunandi stærðum, allt frá 4,8 m2 upp í 39 m2 og jafnvel enn stærri. Þau henta því vel hvort sem er fyrir garðyrkju- menn, bændur eða garðeigendur. Tvö plastgróðurhús hafa verið sett upp hjá Skógræktarfélagi Reykja- víkur í Fossvogi, þar sem hægt er að skoða þau á opnunartíma stöðvarinnar. dS§) Plastprent hf. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600 VANTAR ÞIG VtNNU VANTAR ÞIG FÓLK Þl AIGLYSIR l M ALLT LAND ÞEGAR Þl AIG LYSIR 1 MORGINBLADLNL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.