Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 24
68 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1982 bverni^ n* ég löng- línusambanolí hé^an T Hefurðu nú engu gleymt: Tóma veskinu þínu, sjónvarpsgleraugun- um, og ertu með sígarettupakkann með einu sígarettunni? HÖGNI HREKKVÍSI " HÖGrNI PÓR IWE.Ö HANM IMNí'A vtölliviv" ... og úti er ævintýri Rannveig Tryggvadóttir skrif- ar: „í Mbl. þann 20. þ.m. er þetta haft eftir eiginkonu Korchnois, stórmeistara í skák: „í dag fékk sonur minn tilkynningu um að hann verði kvaddur í herinn á nýjan leik. Igor fór í dag á skrifstofu hersins og þar var honum afhent herkvaðning. Þetta er hræðilegt." Enn segir hún: „Þetta kemur mér mjög á óvart því það brýtur í bága við öll þau fyrirheit og allar þær yf- irlýsingar, sem gefnar hafa ver- ið um málið.“ Eins og menn rekur minni til þá hefur Korchnoi í sex ár reynt að fá konu sína og einkason til sín til Vesturlanda en Kreml- verjar, sem þykjast hafa eignar- rétt á fólki á sama hátt og bóndi á búfé sínu, hafa á allan hátt reynt að kvelja hann fyrir að vilja ekki lengur tefla þeim til dýrðar. Hvílíkt hyski! Eru að- eins nokkrir dagar síðan piltur- inn losnaði úr 30 mánaða vinnu- búðavist í Síberíu. Viktor Korchnoi hefur þetta um málið að segja: „Þeir vilja koma syni mínum í fangelsi á ný. Sovétmenn ætla ekki að efna loforð sín.“ Hvaða loforð gáfu Kremlverj- ar í þessu máli og hverjum lof- uðu þeir hverju? Þeir hétu honum Friðriki okkar Ólafssyni, forseta FIDE, því að mæðginin fengju að fara frá Sovétríkjunum núna í maí. Ætla þeir að svíkja það? Ef þeir gera það þá sjá íslendingar það svart á hvítu hvílíkir endemis glæpamenn það eru, sem sitja við stjórnvölinn í Kreml. Þá eru þeír ekki einungis að svívirða Þessir hringdu . . . Fyrrum kaus fólk af gömlum vana Regína Thorarensen, sem nú býr á Selfossi, en átti lengi heima eystra, hringdi í gær, nýkomin úr heimsókn frá Eskifirði, og hafði eftirfarandi að segja: — Mikill áhugi og athafnasemi er í kosningaundirbúningi D-listans á Eskifirði. Það er nýbreytni þar eystra, að nú hef- ur verið gefin út stefnuskrá, hverju skuli að unnið, sem mikil bót er að. Hingað til hefur fólk bara kosið af gömlum vana með hangandi hendi — og margir líktu þeirri óvissugöngu við það er lömb eru leidd til sláturhúss að hausti. Mergurinn málsins er, að meðan fólk vissi ekki um hvað var kosið, að hverju það var að stuðla með atkvæði sínu, var áhugi á kosningum af skorn- um skammti. Þetta var a.m.k. mín reynsla þau 20 ár sem ég átti heima í þessu sveitarfélagi, en nú er öðruvísi að staðið. Nú er Guðmundur Auðbjörns- son málarameistari, sem er Korchnoi-fjölskylduna heldur og Friðrik Ólafsson og alla ís- lensku þjóðina. Alþýðubandalagið er brjóst- mylkingur Kremlar í eiginlegum og óeiginlegum skilningi. Kvennaframboðið er skipað kon- um, sem að mestu leyti eru al- þýðubandalagskonur og rauð- sokkur og þær hreinlega skrökva því að framboðslisti þeirra sé „þverpólitískur". Það er ekki ein einasta sjálfstæðis- kona á honum, en Sjálfstæðis- flokkurinn hefur að meðaltali haft 51% atkvæða í borgar- stjórnarkosningum í Reykjavík frá því að hann bauð fyrst fram árið 1930, 51%, hvorki meira né minna. En kommúnistum er jafneig- inlegt að skrökva og fyrirmynd- inni austur í Moskvu og auk þess sem Kvennaframboðskonur eru mestmegnis alþýðubandalags- konur, þá eru þeir menn, bæði í Framsóknarflokki og Alþýðu- flokki, sem eru blátt áfram hreyknir af því að vera í sam- starfi við Alþýðubandalagið í Regína Thorarensen reyndur og dugmikill sveitar- stjórnarmaður, efstur á D-lista, en hann gaf ekki kost á sér við síðustu kosningar. Það þarf ekki að sökum að spyrja þegar Guð- mundur leiðir baráttu, þá er rétt að málum staðið, — og mikill hugur og dugnaður er í undir- búningi kosninganna. Annar maður á D-lista er Hrafnkell Jónsson og þriðji Þorsteinn Kristjánsson. Þetta eru val- menni og tveir þeir efstu gam- alreyndir og góðir sveitarstjórn- armenn, en svo má og segja um ýmsa á öðrum framboðslistum á staðnum nú. Mörg verkefni bíða komandi bæjarstjórnar á Eski- firði. Það er hryllilegt að sjá göturnar þar. Strandgatan, sem er aðalgatan, var malbikuð fyrir nokkrum árum, en efnið var mislukkað, svo það varð að ýta malbikinu af götunum í vetur. borgarstjórn Reykjavíkur. öllu þessu rauða liði þarf að veita ráðningu. Það geta menn gert með atkvæði sínu í dag„“ Ekki var fyrirhyggjan meiri en svo, er það verk var unnið, að mold var sett ofan í götuna, sem fauk á fólk og um nágrenni, ef vind bærði. En þetta stendur nú allt til bóta, og illt var úr að bæta á hörðum vetri eins og sl. vetur var. í kosningaskrifstofu D-listans í Strandgötu lb er góð starfs- aðstaða. Þangað koma margir og leggja hönd á plóg til að und- irbúa sem bezt kosningu fyrir D-listann. Frambjóðendur sitja þar og fyrir svörum. Þess má og geta að efnt var til almenns borgarafundar — af frambjóð- endum — og veit ég ekki til, að það hafi verið gert áður á Eski- firði, utan einu sinni, þau 20 ár sem ég átti þarna heima, en hinn fyrri fundur kom raunar ekki til af góðu, ég vil taka það fram. Allir fá of lágt kaup en hafa þó nóga peninga 7651-7444 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Fólk er alltaf að tala um að það fái svo lágt kaup, að J>að sé ekki hægt að lifa af því. Eg er af aldamóta- kynslóðinni og vinn í verslun. Ég sé ekki betur en fólk hafi nóga peninga milli handanna og geti látið flest eftir sér, þarft og óþarft. En kröfurnar' virðast endalausar og það er barist fyrir þeim af æ meiri hörku. Og heilu stéttirnar segja upp störfum. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstudaga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilis- föng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar þess óski nafnleyndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.