Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 26
70 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982 Úrfórum borgarstjórnar 1978—1982: Alþýðubandalagið „missti af strætó“ — meðan deilt var um umboðslaun Ofstjórn og nefndagleði vinstri manna í borgarstjórn Reykjavíkur hefur leitt fram á sjónarsviðið ýmsa undarlega „sérfræðinga" í málefnum Reykjavíkurborgar. Eitt dæmi um það er nefndaliðið, sem sl. 4 ár hefur ráðskazt með málefni Strætisvagna Reykjavíkur. Strætisvagnarekstur í Reykja- vík var um áratugaskeið í hönd- um vaiinkunnra framkvæmda- manna, sem byggðu upp og ráku eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins af myndarskap, án þess að búa við ofstjórn pólitískra nefndakónga og bitlingamanna. Að undanförnu hefur fulltrúi Alþýðubandalagsins í stjórn SVR, sem gegnir þar for- mennsku, verið í sviðsljósinu og öll möguleg málefni fyrirtækis- ins rétt eins og enginn annar komi við sögu eða hafi þekkingu til að fjalla þar um. Þegar Guð- rún Ágústsdóttir er farin að fræða lesendur Þjóðviljans um „gírkassana í Volvo“ og annað eftir því (hún á liklega eftir að skrifa um Ikarus-gírkassana) má ljóst vera, út í hvaða öfgar vinstri ráðsmennskan er komin. En hvernig hefur svo þessum stjórnmálamönnum, sem vasast í öllu, tekizt að standa við stóru orðin, þ.e.a.s. yfirlýsingarnar, sem þeir gáfu fyrir síðustu kosn- ingar um það, sem þeir ætluðu að gera. Fyrir síðustu kosningar sagði Guðrún Ágústsdóttir þetta í Þjóðviljanum um strætisvagn- ana: „Við þurfum mun tíðari ferðir, stór og góð upphituð biðskýli, enginn á að þurfa að eiga lengri leið frá heimili sínu á næstu stoppistöð en 5 mínútur." Hvernig í ósköpunum skyldi standa á því, að fjórum árum seinna, eftir fjögurra ára for- mennsku Guðrúnar Ágústsdótt- ur hjá SVR, skuli aðeins fjórir Reykvíkingar geta beðið sam- tímis í upphituðu biðskýli? Alþýðubandalagið hefur tekið af kjósendum það ómak að velta fyrir sér efndum á kosningalof- orði þess um þetta efni frá 1978. Kosningaloforðið er nefnilega tekið upp í kosningastefnuskrá þess 1982 því til sönnunar og áherzlu, að þetta verkefni er ennþá óleyst. í hinni nýju stefnuskrá Al- þýðubandalagsins stendur þetta: „Alþýðubandalagið mun beita sér fyrir því, að á öllum bið- stöðvum verði komið upp lýstum og upphituðum biðskýlum ...“ Alþýðubandalagið hefur greinilega „misst af strætis- vagninum" heilt kjörtímabil og reynir nú á það, hvort kjósendur nenna að bíða í fjögur ár eftir næsta biðskýli Alþýðubanda- lagsins. Ekki er það til að auka á bjartsýni manna, að vinstri stjórnarmenn Strætó eru fleiri en Guðrún og hafa sinna hags- Hlýtt og notalegt Strætóskýlm áttu aö veröa stór og góð og upp- hituð. Einnig átti að fjölga strætisvagnaferð- um Árangurinn er hins vegar sá, að eitt upp- hitaö skýli hefur verið byggt og ferðir strætis- vagnanna hafa lengst og tíðni minnkað Sá sem flutti tillógu þessa á borð almennings var kjörinn formaður stjórnar SVR eftir að vinstri menn komust til valda. Við þurfum mun tíöari ferðir stór og góð upphituð bið- skýli enginn á að þurfa að eiga lengri leið frá heimili sínu á næstu stoppistöð en 5 mínútur. (Þ|óðv 19/5 1970) muna að gæta. í nýlegri frásögn Þjóðviljans um málefni SVR er vikið að afstöðu fulltrúa Alþýðu- flokksins í stjórn fyrirtækisins, Birgis Þorvaldssonar, varðandi útboð á biðskýlum. Greiddi hann atkvæði gegn tillögu Alþýðu- bandalagsins um biðskýli og eft- ir að hafa frá því skýrt og nafngreint alþýðuflokksmann- inn segir Þjóðviljinn: “Sá síðastnefndi hefur umboð fyrir dönskum skýlum eins og því, sem nýlega var sett upp við Lækjargötu neðan Torfunnar.“ Er furða, þótt Guðrún Ágústs- dóttir og félagar hennar í Al- þýðubandalaginu hafi „misst af strætó" í biðskýlamálinu, meðan vinstra glundroðaliðið deildi um það, hver ætti að hirða umboðs- launin af sölu þeirra? Fyrsta kvartmílukeppni sumarsins Fyrsta kvartmílukeppni sum- arsins verður haldin um helgina, dagana 21. og 22. maí á Kvart- milubrautinni við Straumsvík. Keppni þessi er æfingakeppni og mun hún því ekki gefa stig til ís- landsmeistaratitils. í tilefni af keppninni munu tveir bandarískir sérfræðingar í kvartmíluakstri og byggingu kvartmílubíla koma til landsins og munu þeir leiðbeina keppendum um akstur bílanna og stillingu þeirra. Aðalkeppnin fer fram í dag, laugardaginn 22. maí, og hefst hún klukkan 14. Verður þá keppt í ein- um opnum flokki og verða „Street Eliminator“-keppnisreglurnar notaðar. Nemendasýn- ing Mynd- listarskólans HELGINA 22.—23. maí sýnir MyndlLstarskólinn í Reykjavík verk nemenda i húsakynnum skólans að Tryggva(;ötu 15, 6. hæð. 250 nemendur voru við nám í skólanum í vetur undir leiðsögn 15 kennara. Kennslan fór fram í 22 deildum, þar af voru 7 barna- deildir. Skólinn kennir hinar ólíku tegundir myndlistar, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Hlíf í Hafnarfirði: Kjarakröfur VMSÍ enn í fullu gildi Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi ályktun frá Verkamanna- félaginu Hlíf í Hafnarfirði, um kjarakröfur Verkamannasambands íslands: „Aðalfundur Vmf. Hlífar hald- inn fimmtudaginn 29. apríl 1982 telur kjarakröfur Verkamanna- sambands íslands frá sl. hausti ennþá í fullu gildi og hvetur að- ildarfélög sambandsins að sam- einast um þær í komandi samn- ingsgerð og fylgja eftir af fullum krafti.“ Hallgrímur Pétursson, formað- ur Hlífar, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hann liti svo á að samþykkt þessi væri enn í fullu gildi, þrátt fyrir að VMSÍ hafi ákveðið að endur- skoða kröfur sínar. — Meginkröf- urnar væru enn þær sömu, þótt ákveðið hefði verið að endurskoða suma hluti og breyta áherslum á suma þætti kröfugerðarinnar. Nýlega sjósetti BáUsmiðja Guðmundar, Helluhrauni 6, Hafnarfírði, 5 rúm- lesta fískibát. Þetta er þriðji báturinn sem Bátasmiðjan sjósetur af þessari gerð. Framleiðslutími er 2—3 mán. og skrokkurinn án nokkurra tækja kostar um 100.000 kr. Bátarnir eru útbúnir eftir óskum kaupenda. Bátasmiðja Guðmundar framleiðir einnig minni sportfískveiðibáta og var einn slikur sjósettur belgina 15.—16. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.