Morgunblaðið - 13.06.1982, Qupperneq 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982
Það er mikið ævintýri að skoða bokasafnið nans Stigs
bónda Guðmundssonar í Steig í Dyrhólahreppi, þar á
hann Vídalínspostillu prentaða 1825 og tímarit Bók-
menntafélagsins og Sögufélagsins frá upphafi. Sjálfur
hefur hann fengizt við að binda inn bækur sínar og rit, en segist
heldur hafa gert minna af því með árunum. Stígur á aukin heldur
flestar bækur Laxness, „þó hef ég nú aldrei getað lesið hann“,
svo og Hagalíns, sumar þeirra finnst honum góð lesning. „Það
var hressilegt þegar hann var að taka kommana af skaftinu,“
eins og hann kemst að orði. Auk þess lumar hann á Lesbókum
Morgunblaðsins langt aftur í tímann og var ívið ánægðari með
Lesbókina áður og fyrrum, hann telur Árna Óla hafa verið „alveg
glimrandi“ í því sem hann gerði. Þótt Stígur sé eldheitur bóka-
safnari safnar hann ekki öllu og Ijóð hafa ekki höfðað til hans og
hann segist alveg viðurkenna að þessi nýrri skáld kunni hann
ekki að meta, en í eldri Ijóðskáld hefur hann gluggað. Við
höldum áfram að skoða bókaraðirnar, þarna eru Árbækur Espó-
líns, Hallfreðarrímur frá 1851 fyrir nú utan öll helztu sagnfræði-
og ættfræðirit sem hafa komið út svo áratugum skiptir.
„Það var mest fyrir tilviljun
að ég fór út í að safna bókum,"
segir hann mér. „Engin efni voru
í foreldrahúsum. En það var
áhugi á bókum samt og föður-
bróðir minn keypti svolítið af
bókum. Um tíma reykti ég, svo
varð ég svo blankur að ég varð
að gera upp við mig hvort ég
vildi heldur reykja eða kaupa
bækur og síðan hef ég ekki reykt.
Eg er ánægður með það. Ég er
fæddur á Brekku, sem er hérna
ögn austar. Þar voru fjórir bæir
og þar var ríkisjörð. Foreldrar
mínir voru húsmenn þar. Svo
losnaði Steigin og þau fluttust
hingað. Steig er gamalgróið en
líklega þó ekki landnámsjörð.
Þeir sem settust hér að upphaf-
lega get ég mér til um, að hafi
verið komnir frá Steig í Noregi. í
Njálu er talað um Steigarháls-
inn hér upp af. Á þessum árum
átti Halldór Jónsson kaupmaður
í Vík jörðina, ég keypti hana
reyndar ekki fyrr en löngu eftir
að foreldrar mínir komu hingað,
en það var upp úr 1930.
— Nei, það var ekki mikill
búskapur. Hafursá gerði einatt
usla og stórskemmdi í leysing-
um, en síðan var henni veitt í
nýjan farveg og það breytti mjög
til hins betra. Það voru engin
efni, hvorki hér né annars staðar
fyrr en stríðið kom. Það var mis-
munandi mikið sultarlíf. Ein-
staka heimili sem töldust bjarg-
álna þættu ekki burðug núna.
Víst mátti þetta breytast og
batna en mér finnst við hafa far-
línu, en átta voru á netunum.
Mér féll sjómennskan ekkert
meira en svo og get ekki sagt ég
hafi harmað það neitt þegar
þetta lagðist af.
— Svo kom herinn og þeir
voru með nokkra bragga í Vík,
en það fór ekki mikið fyrir þeim
og ég man nú ekki til að aukin
vinna á þessum slóðum fylgdi
þeim. Það hefur þá ekki verið
neitt sem heitið getur. En þá fór
margt fólk að tínast í burtu í
Bretavinnu og síðan Kanavinnu.
Fæst af þessu fólki skilaði sér
heim aftur. Þetta var ævintýra-
mennska í flestum, það langaði
fólkið að sjá sig um og átti von í
aur, það er ekki hægt að
HEIMSÓKN
TIL STÍGS
Á STEIG
„Bóndi og bækur — það
hefur farið mæta vel saman“
ið of geyst í sakirnar. Þegar for-
eldrar mínir settust hér að voru
3—4 beljur og þrjátíu ær, útihús
voru handónýt og íbúðarhúsið
var flutt að Litla- Hvammi. For-
eldrar mínir áttu átta börn en
aðeins þrír bræður náðu ferm-
ingaraldri og þar yfir. Þegar fað-
ir minn hætti tók ég við, í kring-
um 1940, þá voru bræður mínir
farnir að heiman. Ég fór á tíu
vertíðir til Eyja frá 1932, en þá
var ég átján ára gamall. Þá til-
heyrði það að ungir menn héðan
færu á vertíð. Nú er það liðin tíð,
þó svo að einn og einn bregði sér
þangað í vinnu, ég segi það ekki.
En þá fóru allir sem vettlingi
gátu valdið og heimilin urðu að
missa af vinnukraftinum um
sinn, þetta var í eina skiptið sem
maður sá peninga. Ég man að ég
hafði 175 krónur á mánuði, en
lítið eitt meira ef maður keypti
fæði í einkahúsum. Hagur Eyja-
manna var góður eins og alla tíð,
miklu jafnbetri en hér. Megnið
af bátunum sem var róið á, voru
á bilinu 8—20 tonn og aðallega
var veitt í salt. Á þessum bátum
voru fimm menn ef verið var á
hneykslast á því. Ég man eftir að
einhver kastaði þessu fram:
Komi konuskari
kvennasetulið
sumt af íslands sonum
sykki í ástandið.
Það var nú svoleiðis. Og mætti
segja mér að kallarnir hefðu
ekkert verið betri ef þannig
hefðu æxlazt mál. Fólk er alls
staðar eins.
Nú er búið myndarlega í Steig
og þar er hátt á þriðja tug
nautgripa og 80—90 kindur. Ég
spurði Stíg hvenær hann hefði
ráðizt í að fara að stækka.
— Ég byrja sjálfsagt eins og
fleiri fyrir alvöru í kringum 1948
þegar vélarnar fara að koma.
Þrjár dráttarvélar komu í
hreppinn og það urðu miklar
breytingar þegar menn áttuðu
sig á hvað margt var hægt að
gera. Ég er á því, eins og ég
sagði, að við höfum farið of hratt
í þetta, bændur, og það bitnar á
okkur nú. En ef ekki væru jafn
margir milliliðir í því að selja
vörurnar okkar væri hagurinn
betri. Ég hef trú á því. Annars á
maður ekki að vanþakka fram-
farirnar. Hugsa sér til dæmis
sláttinn. Áður stóð maður og
barði með orfi frá morgni til
kvölds, nú lýkur maður þessu á
nokkrum tímum. Þetta mátti
breytast, en það er bara svo
margt sem flæktist með, og ekki
allt af betra taginu. En smám
saman hefur þetta byggzt upp
hjá mér. Nú orðið verka ég nán-
ast allt í voth'ey, mér finnst ekk-
ert vit í öðru á þessum slóðum,
en það eru ekki margir hér um
slóðir sem hafa farið út í vot-
heysverkun.
Stígur festi ráð sitt upp úr
1950. Þá hafði móðir hans staðið
fyrir búi hans um hríð, en 1950
kom til hans til ársvistar þýzk
stúlka, Gízella, sem síðar varð
kona hans. Gízella segir mér að
hún hafi komið hingað 17 ára,
árinu áður. Hún var ár á bæ
undir Eyjafjöllunum og síðan
ætlaði hún að halda heimleiðis
vorið 1950. Þótt ekki væri
björgulegt í Þýzkalandi á þeim
árum, langaði hana þó til að fara
heim. Þegar til Reykjavíkur
kom, varð hún þess vísari að
hana vantaði nokkur hundruð
krónur til að eiga fyrir farinu.
Hún ákvað því að vera ár í við-
bót og safna þessum peningum.
Þá réð hún sig á Steig, það varð
úr að hún ílentist þar. Hún talar
sérstaklega góða íslenzku, raun-
ar heyrist það naumast á mæli
hennar, að hún sé útlendingur og
henni verður aldrei á að beygja
orð skakkt. Nokkrar af þýzku
stúlkunum sem komu á þessum
árum í sveitina urðu um kyrrt,
ein býr í Vík og tvær austur á
Síðu. Aðrar festu ekki yndi og
héldu í burtu.
Við snúum okkur aftur að því
að tala almennt um breytingar á
búskaparháttunum eftir að
stríðinu lauk. Stígur segir að
hann hafi losað sig við hesta,
aðra en brúkunarhesta. Hann
fékk sér ekki dráttarvél strax, en
eftir að hann fór að byggja upp
festi hann kaup á vél. — Það var
erfitt að kaupa vélar og byggja
upp, en dýrtíðin hefur verið
mörgum hjálp. Hún hefur verið
bæði vond og góð. Margir hafa
orðið stórefnamenn á dýrtíðinni.
Nú hefur dregið úr framkvæmd-
um vegna breytinga á öllum lán-
um og þetta lítur ekki björgu-
lega út. Okkur stórvantar á, til
að við fáum fullt mjólkurverð
fyrir sauðfjárafurðir. Hér hefur
verið lögð áherzla á kúabúskap
eftir að við fórum að stækka við
okkur; vegna landþrengsla er
ekki hægt að hafa hér fjárbú
sem neinu nemur.
Ef þessi stöðnun heldur
áfram, sem nú er hér í sveit, er
viðbúið að unga fólkið fari í bæ-
inn, það minnkaði á tímabili en
nú hefur það breytzt til hins
verra. Það er ekkert við því að
segja, unga fólkið hér á ekki
kosta völ — ekki að neinu að
hverfa.
— Að vera bæði bóndi og
bókamaður? Það fer ágætlega
saman. Mér þykir vænt um bæk-
urnar mínar þótt langt sé frá að
ég sé alæta á bækur, en ég fylg-
ist svona með þeim og lána þær
ekki hverjum sem er. Og ég hef
vonandi aldrei verið svo óráð-
deildarsamur að ég hafi látið
þetta rekast á. Bóndi og bækur
— það getur farið vel saman,
ekki hef ég orðið annars var.
Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir