Morgunblaðið - 13.06.1982, Page 18

Morgunblaðið - 13.06.1982, Page 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1982 eureka 4300 Ralph McKinzie var íþróttaþjéll- ari Reagans í skóla. Henry og Bill Tanton. búar Eureka eru hreyknir af að Reagan útkrilaóist fré héskóla bæjarins. minnst ríkisafskipti, meta fjöl- skylduna og frelsi þjóðarinnar mikils, vilja efla varnir landsins og styðja frjálsa verslun. Af- koma þeirra byggist að miklu leyti á útflutningi. Þeir vilja selja Sovétmönnum sem mesta kornvöru þótt þeir treysti þeim ekki hætis hót. Þeir eru flestir opnir fyrir nýjungum og tilbúnir að taka áhættu ef hún getur leitt til betri afkomu í framtíðinni. Reagan kemur frá þessu um- hverfi og hann á enn margt sam- eiginlegt með þessu fólki. Heim- sókn á mjólkurbýli bræðranna Bill og Henry Tanton skammt frá Eureka gaf innsýn í viðhorf Reagans til lífsins og þessa lands. Tanton bræðurnir eru þriðja Tanton kynslóðjin á Tanwood-bóndabýlinu og Chuck sonur Henrys er tilbuinn að taka við. Þeir rækta um 300 hektara og eiga 300 kýr. Þeir hafa há- skólapróf í búfræði og nota sér allar nýtar nýjungar við rekstur býlisins. Helmingur kúnna er mjólkaður daglega og tölva hjálpar til við að reikna út hvernig hægt er að fá sem mest úr hverri kú. Mýkjan er geymd og notuð sem áburður en Tanton bræðurnir hafa hætt að plægja akrana þar sem það er ekki leng- ur talið gott fyrir moldina. Þeir vonast til að verð á tækjabúnaði sem mun gera þeim kleift að vinna metyl úr mykjunni og nota sem orkugjafa á bænum lækki fljótt. Nú þegar spara þeir mikið í orkukostnaði með að nota tæki sem fundið var upp í sambandi við tunglferðina og gerir þeim kleift að nota hitann sem þeir verða að kæla mjólkian niður um, áður en hún er hreinsuð til að hita allt vatn notað á bænum. Tanwood er mjög snyrtilegt býli. Mary kona Henrys kennir ensku í barnaskóla hreppsins auk þess sem hún sér um heimil- ið. Börnin hafa öll flutt að Mary Tanton meó vini Ijölskyld- unnar Iré Bangladesh. heiman en þau koma oft og borða steik og bakaðar kartöflur með foreldrum sínum og drekka glænýja mjólk. Þau hafa öll ferðast víða og hafa áhuga á fleiru en búfræði. Skiptinemar hafa dvalið hjá þeim og þau hafa gaman af að kynnast siðum ann- arra þjóða. Þau biðja borðbæn og eru þakklát fyrir það sem guð hefur gefið þeim. Þau vilja hjálpa fátækum, sjúkum og öldr- uðum, en þau vilja gera það sjáif eða í gegnuim sveitastjórnina. Þau telja alríkisstjórnina sóa peningum með því að nota ótrú- legan fjölda milliliða til að hjálpa fólki sem þau geta hjálp- að beint. Þau treysta ekki Sovét- mönnum og hryllir við tilhugs- uninni um kommúnisma en vilja selja þeim sojabaunir og maís ef þeir vilja kaupa. Framar öllu vilja þau lifa í friði og spekt, mjólka sínar kýr og vilja náung- anum vel. Regan hefur jafnmikla trú á einstaklingnum og þetta fólk. Hann ólst upp við fátækt og gekk í háskóla á kreppuárunum. Með því að vera þrautseigur og missa ekki trúna á sjálfan sig og framtíðina komst hann áfram og gegnir nú einu mikilvægasta eimbætti heimsins í dag. Hann hefur ekki svör við öllum spurn- ingum á reiðum höndum, en hann veit hvað hann vill. Hann telur að hugmyndir sínar muni reynast þjóðinni vel og því reyn- ir hann ótrauður að hrinda þeim í framkvæmd. ab bemskuslóðum Reagans Ronald Reagan er kominn heim úr sinni fyrstu Evrópuferð síðan hann tók við forsetaembætti. Mik- ið var gert úr ferðinni í Bandaríkj- unum. Hann heimsótti m.a. Lond- on, París, Róm og hitti páfann, kóngafólk og forseta. Erindið til Evrópu var að sitja fundi leiðtoga frjálsu iðnríkjanna og Atlants- hafsbandalagsþjóðanna. Vonast var til að frammistaða Reagans myndi sýna Evrópubúum að hann er ekki bara einhver „skotglaður kúreki", eins og margir virðast halda, og Bandaríkjamönnum að hann er þjóðarleiðtogi sem þeir geta verið stoltir af. Undirbúningur að ferðinni stóð lengi. Dagskráin var samin með sjónvarpsáhorfendur í huga og séð til þess að fundir og mót- tökur ættu sér stað á þægilegum tíma fyrir morgun- og kvöld- fréttir. Sú skoðun er algeng að Reagan liti heiminn of einföld- um augum og hann sé ekki nógu vel heima um ýmis mál og smá- atriði. En hann þykir koma ein- staklega vel fyrir og vinnur sér marga stuðningsmenn með framkomunni einni saman. Hann þykir hafa nokkuð áreið- anlegt „pólitískt nef“ og oft sýna mjög góða dómgreind. Andstæð- ingar Reagnas segja hann skotglaðan og kærulausan um velferð almennings. Stefna hans í utanríkismálum sýnir hins veg- ar að hann vill beita ýmsum ráð- um til að koma í veg fyrir heims- styrjöld og Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýskalands, segist t.d. aldrei hafa talið Reag- an hættulegan forseta. Sjálfur segist Reagan finna sárt til með þeim sem minna mega sín í þjóð- félagingu. Lífsskoðun hans kem- ur í veg fyrir að hann vilji grípa til ríkissjóðs í tilvikum þar sem hann telur einkageirann geta gert meira og varanlegra gagn fyrir einstaklinga og þjóðina alla. Reynsla Reagans sem kvik- myndaleikara í Hollywood var notuð gegn honum í forsetakosn- ingabaráttunni. Hún hlýtur þó að koma honum vel nú þegar dagskrá forsetans er sett saman með sjónvarpsfréttir í huga. Hann hefur aldrei skammast sín fyrir fortíð sína og hefur gaman af að rifja upp gamlar sögur frá Hollywood-árunum. Flestir vinir hans eru frá þessum árum og þegar hann var ríkisstjóri í Kali- forníu. Lífsskoðun hans mótað- ist þó ekki í Kaliforníu. Hún á rætur sínar að rekja til Illinois, hjarta Bandaríkjanna, þar sem hann er fæddur og uppalinn. Reagan hefur haldið tryggð við sitt gamla heimaríki og hann metur litla háskólann sem hann sótti í Eureka mikils. Hann hlaut almenna menntun þar og fáir höfðu heyrt skólann nefnd- an áður en Reagan varð forseti. Hann var ekki nema meðal góð- ur nemandi, en hann segir að fátt hafi komið sér að jafn góðu gagni í lífinu og menntunin sem hann hlaut í Eureka. Gamli íþróttaþjálfarinn hans, Ralph McKinzie, er 86 ára og lifir enn. Regan heldur ávallt sambandi við hann og McKinzie hefur heimsótt hann í Hvíta húsið. „Hann er einstaklega einlægur og auðmjúkur maður," sagði McKinzie um Dutch eins og hann kallar Reagan. „Ég er ekki sammála öllu sem hann gerir en ég veit að hann er sannfærður um að hann er að gera það sem þarf að gera og hann meinar vel. Hann var ekki sérstaklega góður í (amerískum) fótbolta en hann lék vel með liðinu. Það sást strax í skóla að hann hafði forystu- hæfileika." McKinzie sagði að Reagan hefði verið stilltur og prúður piltur. Einn nemandi í skólanum sagðist hafa heyrt að hann hefði þó átt það til „að detta í það“. Eitt sinn brá hann sér upp í tré á leiðinni heim seint um kvöld. Þegar honum varð litið niður sá hann glitta í skínandi stjörnu lögregluþjóns. Hann brosti sínu blíðasta, veifaði og sagði: „„Twinkle, twinkle little star, who the hell do you think your are?“ Einu gróðursælustu akrar Bandaríkjanna liggja allt í kringum Eureka. Bændurnir sem rækta þar eru meira fyrir mjólk en mjöð. Þeir eru yfirleitt íhaldssamir. Þeir vilja sem Reagan é sér marga aödéendur é heimaslóöum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.