Morgunblaðið - 13.06.1982, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982
77
1^L?AKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MANUDEGI
TIL FÖSTUDAC
TIL FOSTUDAGS
Ljóðin óskast í heild
Kæri Velvakandi.
Eg hef orðið þess var að þú leys-
ir svo mörg vandamál annarra, og
þá tel ég þig líklegan að leysa
einnig mitt vandamál. Arið 1920
kom ég í hús á ísafirði og þar lá
bók á borði og tók ég hana og fór
að lesa hana yfir. I henni voru tvö
ljóð, sem mér eru enn þann dag í
dag hugstæð, en ég kann þau ekki
öll. En það sem ég kann úr þeim er
á þessa leið:
í litlum bæ, langt frá sæ
laugaðan í dögg og blæ
móðir mín þar sefur
morgunljósið vefur
enni hennar bjart og ?
blítt og rótt hún sefur.
Hitt kvaeðið er svohljóðandi:
I*á var það, hann kom og kvaddi mig
hann kvaðst þurfa að sigla um
ókunn lönd
og gæfunnar gengi að reyna.
En aldrei síðan sá ég hann
né sagnir af neinum frétta vann
en báran hún brotnar við steina.
Ég tek það fram að þetta eru
slitur úr þessum ljóðum, en mér
hafa þau alltaf verið hugstæð og
væri þakklátur, ef þú gætir upp-
fyllt sextíu og tveggja ára hugsun
mína að fá ljóðin í einni heild.
Með bestu þökk fyrir væntan-
lega aðstoð.
NN.
Þessir hringdu . .
Oendurgreitt
þátttökugjald frá
ráðningarþjónustu
7608-2588 hringdi vegna þess að
dóttir hennar hafði nú í vor leitað
til ráðningarþjónustu við Laug-
arveginn, sem hafði auglýst sig
sem slíka. Þetta hefur sennilega
verið um mánaðamótin apríl-maí,
sem hún fór og skráði sig þarna og
borgaði 70 krónur. Síðan gerðist
ekkert, hún fékk ekkert atvinnu-
tilboð, þangað til fyrir svona um
það bil þrem vikum að það var
hringt frá ráðningarþjónustunni
og sagt að þeir væru að hætta
starfseminni, og dóttur hennar
yrði endursent þátttökugjaldið
sem hún hafði greitt. En það hefði
ekkert bólað á því ennþá, og hún
vissi um fleiri sem hefðu orðið
fyrir sömu reynslu.
Hún vildi vekja athygli á þessu,
ef það væru fleiri sem eins væri
ástatt fyrir. Það væri einfalt mál,
fyrir þann sem kærði sig um, að
stofna svona fyrirtæki, taka inn á
því peninga, og leggja það síðan
niður eftir nokkra daga. Ef það
væru margir, sem hefðu borgað 70
krónur, þá væri þetta fljótt »ð
safnast saman í töluverða upp-
hæð.
Efni Listahátíðar
illa kynnt
Listunnandi hringdi og sagði að
sér fyndist efni Listahátíðar illa
auglýst, það hefðu verið atriði sem
hann hefði ætlað að sjá, sem hefði
verið búið að sýna áður en hann
vissi af, þótt hann kæmist vissu-
lega ekki yfir að sjá og heyra allt
sem hann langaði til, því það væri
vissulega ýmislegt á Listahátíð
sem væri mjög áhugavert. Þá
þætti honum hart að missa af
áhugaverðu efni. Þá fannst honum
að kynna mætti það efni betur
sem ætlunin væri að sýna, bæði til
að auka áhuga fólks, og eins svo
það viti betur hverju það má búast
við. Þannig væru slegnar tvær
flugur í einu höggi.
Frá Listahátíð 1980.
Gáta
NN sendir okkur gátu:
Glugga veit ég væna tvo
vera húsi einu á,
enginn þeirra missa má,
margt er gegnum þá að sjá
kostur sá er einn þeim á,
að innum þá ei neitt má sjá,
þar sem æskan á sér ból
í þeim speglast von og sól,
þegar fjölga elli ár
i þeim stendur sorg og tár,
hvar sem gifta og gengið er
gleðin í þeim vaggar sér,
æskumorgunn, ellikvöld
á þá mála hulin völd,
margt þá hugsar húsbóndinn,
hlátur, ótta, grát,
ástar heiðan himininn,
hatur, reiði, fát,
ótal litum lífsins með
líturðu á það mannsins beð,
get og lær nú gátu mina,
Gunna litla, Sigga og Stína.
'unKny :j» uiSutupe^
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Aukningin nemur þrjátíu prósent.
Rétt væri: Aukningin nemur þrjátíu próscntum. (Ath.: pró-
sent er eitt orð (að sjálfsögðu með áherslu á fyrra at-
kvæði: prósent); það er hvorugkyns (prósentið) og merkir
hundraðasti hluti.)
SIG6A V/öGA fi \iLVt9AU
SAGA H0TEL
Kaupmannahöfn, Colbjernsensgade 20,
DK-1652 Copenhagen, sími (01 >-24-99-67
Staösett 200 fm frá járnbrautarstöðinni, 300 m frá
Tívolí og 700 fm frá Ráðhústorginu.
íslendingar fá 10% afslátt.
Eins manns herbergi án baðs frá kr. 145—165.
Tveggja manna herbergi án baös frá kr. 240—260.
Eins manns herbergi meö baði kr. 230—240.
Tveggja manna herbergi með baði frá kr. 340—360.
Morgunmatur innifalinn. Litasjónvarp og bar.
Með vinarkveðju frá Bredvig-fjölskyldunni
með ósk um gleðilegt sumar.
VIDEO-DREIFING
Viöskiptavinur okkar vel þekkt norskt fyrirtæki meö
einkarétt á videóspólum óskar eftir umboösmanni á
íslandi. Umboösmaöur viöskiptavinar okkar kemur
fljótlega til Reykjavíkur.
Þeir, sem hafa áhuga eru vinsamlega beönir aö hafa
samband viö.
HAUGAN & ESPESETH
ADVERTISING AGENCY A/S
P. O. BOX 2467 SOLLI • OSLO 2 - NORWAY
TEL. (02) 418290
ALLTAF Á ÞREkJUDÖGUM
NYJUSTU
FRÉTTIR FRÁ HM
Viötal viö Jupp Derwall
þjálfara V-Þjóöverja
5. UMFERÐ
í 1. DEILD
Itarlegar og spennartdi íþróttafréttir
\MmM 3 SJ