Morgunblaðið - 19.06.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982 Þar sem óttinn og dauöinn ríkja Leiklist Jóhann Hjálmarsson Listahátíð: Rajatabla: Forseti Lýðveldisins. Leikmynd og lýsing: Carlos Giménez. Búningar, veggspjald og brúður: Cosme < ortazar. Leikstjóri: ('arlos Giménez. Rajatabla byggir Forseta lýð- veldisins á samnefndri skáldsögu Miguel Angel Asturiss. En frjáls- lega er farið með efnisþráð sög- unnar. Leikhópurinn segir: „Á þessum grunni höfum við reynt að þyggja leikrit um suður-amerísk- an fasisma, eðli valdsins og ein- ræðisstjórnir í okkar álfu. Þetta þema á í dag meira erindi en nokkru sinni fyrr. Með vissum smávægilegum frávikum (æ full- komnari og fágaðri kúgunarað- ferðum) er útlitið stöðugt það sama: félagsleg vanþróun, útilok- un stjórnmálaafskipta og efna- hagslegt misrétti." Forseti lýðveldisins er að sögn leikhópsins tákn einræðisherra Suður-Ameríku, þess kerfis sem þeir hafa komið sér upp. Það grundvallast á takmarkalausri undirgefni við valdið og því að ryðja tafarlaust öllum hindrunum úr vegi, minnsti grunur um svik við forsetann hefur dauðann í för með sér. í leikritinu eru mörg atriði, sum hver furðu lík og í anda endurtekningar, en snúast öll um vald sem enginn er óhultur fyrir. 011 atriðin gerast í veislusal forsetans og hann stjórnar þeim með lítilli bjöllu sem hann hring- ir. Réttlætishneigð kostar líflát, óttinn og dauðinn ráða ríkjum, stefnt er að því að túlka yfirþyrm- andi mátt dauðans. Hið miskunnarlausa, stundum hálfsúrrealíska myndmál Raja- tabla, sýnir kúgun mannlegra til- finninga, en ekki alveg án vonar. Það er enn von, eins og leikstjór- inn sagði að lokinni sýningu. Suður-amerísk leikritagerð og ekki síst bókmenntir eru oft myndræns eðlis, sækja mikið til myndrænnar sköpunar. En frá- sögninni er samt ekki gleymt. Við hljótum að hrífast af þeim sögu- þræði sem leikritið fylgir. Forseti lýðveldisins reynir að vinna bug á stjórnmálalegum vanda sínum með því að hagnýta sér morð á liðsforingja sem var honum auð- sveipur. Liðsforinginn er myrtur af fávita sem eigrar um borgina í leit að móður sinni, sífellt kall- andi á hana. Til þess að geta hafið enn grimmari ofsóknir en áður kennir forsetinn tveim andstæð- ingum sínum um morðið. Beitt er opinberri kúgun gegn þeim og einnig dulinni kúgun. Til þess að framfylgja skipunum eru valdir dómarar og lögreglumenn, en einnig embættismaður og eigandi opinbers málgagns stjórnarinnar. Sú saga er blóði drifin og um leið verður hún til þess að óvæntir hlutir gerast, einkum hvað varðar ástina sem ein getur keppt við dauðann. Bolívar var myndræn sýning og að sumu leyti ekki eins flókin og Forseti lýðveldisins. Leikaðferðir eru sumar tormeltar, en gleymast ekki auðveldlega. Sumar þeirra kalla á ráðningu löngu eftir að sýningu lýkur. Að því leyti minna þær á ljóð. Carlos Giménez leikstjóri og höfundur leikmyndar hefur á að skipa miklu úrvalsfólki og vinnur sýninguna þannig að veikir blettir liggja ekki í augum uppi. Af leik- urum vil ég sérstaklega nefna Roberto Moll sem leikur Cara de Angel. En margir vinna vel og túlka í senn mörg hlutverk: Francisco Alfaro, Dilia Waikaran, Benigno Acuna, Francia Orozco, Andrés Terán, Maria Brito, Pedro Pineda, Daníel López og Mildred Chirinos. Forsetann lék Anado Sambrano. Að vonum er nóg af óhugnaði í Forseta lýðveldisins. Þessi óhugn- aður var ekki síst áhrifamikill vegna þess að engin ódýr brögð voru notuð til að sýna hann. Það er hið innra æði sem leitar útrás- ar hjá Rajatabla; hávaðalaust og með einföldum hætti sýnir leik- hópurinn okkur harm Suður- Ameríku. Jóhann Hjálmarsson Heimurinn fyrir stríð ðfttHMHHHHH Bókmenntlr Jóhann Hjálmarsson Nordahl Grieg: AFL VORT OG ÆRA Jóhannes Helgi íslenskaði og ritaði formála. Arnartak 1982. Einhvers staðar stendur skrifað að Nordahl Grieg hafi náð lengst í leikritum sínum. Vel getur verið að svo sé. En Islendingum er hann kunnastur fyrir Ijóð sín, sum þeirra hafa menn lesið eins og Nordahl Grieg væri íslenskt skáld og það er Magnúsi Ásgeirssyni að þakka. Ekki má heldur gleyma skáldsög- unni Vor um alla veröld. Afl vort og æra (Vár ære og vár makt, 1935), eitt af helstu leikritum Nordahl Griegs, er nú komið út í íslenskri þýðingu Jóhannesar Helga. í formála skýrir Jóhannes Helgi frá tildrögum leikritsins. Nordahl Grieg taldi að ný heims- styrjöld væri framundan, einkum eftir að hann hafði kynnt sér Mein Kampf eftir Adolf Hitler. Með leik- ritinu vildi hann opna augu manna fyrir ógnum styrjalda. Allsherjar- verkfall um allan heim var að hans dómi leið til að koma í veg fyrir styrjöld. Á slíku verkfalli endar leikritið og boðskap um frið. I formálanum skrifar Jóhannes Helgi: „En heimkominn til Bergen 1935 taldi hann sig best geta þjónað friðarhugsjón sinni með því að draga upp sem víti til varnaðar myndir af þátttöku norskra sjó- manna í heimsstyrjöldinni fyrri. Og það voru einmitt þessar norsku myndir úr fortíðinni sem mest áhrif höfðu á leikhúsgesti þegar verkið var frumsýnt vorið 1935, myndirnar frá hinni svokölluðu „Jobbetid", gróðabrallstímabili Norðmanna 1914—18, fyrirbæri sem var svo hrikalegt og siðlaust að tæpast mun unnt að ýkja það í skáldskap; hinir nýríku skipamiðl- arar og spekúiantar, kaupmenn dauðans, voru nákvæmlega eins og Nordahl Grieg lýsir þeim — og sumir verri. Norðmenn höfðu aldrei orðið vitni að öðru eins gullæði og gróðabralli, og norsk saga geymir engin dæmi um jafn ruddalega og storkandi auglýsingu ríkidæmis — meðan alþýða manna, allur þorri þjóðarinnar, bjó við þröngan kost vegna dýrtíðar og á fjórða þúsund norskir sjómenn fórust í styrjaldar- átökum á höfum heimsins." Afl vort og æra er samið á örlagatímum. Það er í anda sósíal- isma og verklýðsbaráttu fjórða ára- tugar. Útgerðarmennirnir eru full- trúar gróðahyggjumanna sem svíf- ast einskis þegar peningar eru ann- ars vegar. Þeir hika ekki við að senda menn út í opinn dauðann, leggja fjölskyldur þeirra í rúst, en leika dyggilega hlutverk hins góða Nordahl Grieg föður og eiginmanns. Á hak við tjöldin stunda þeir svallveislur. Gegn þessum skinhelgu mönnum er stefnt sjómönnum og verkamönn- um sem eru hrjúfir á yfirborðinu og lítið fyrir að sýnast. Þeir eiga ekki annarra kosta völ en þjóna útgerð- armönnunum. En raddir sem krefj- ast jafnræðis gerast æ háværari. Nordahl Grieg verður ekki kall- aður einsýnn höfundur, síður en svo. En honum er mikið niðri fyrir í Afl vort og æra. Þess vegna verða andstæðurnar stundum of miklar, persónur leikritsins ekki nógu mannlegar. Engu að síður eru í leik- ritinu drög að heilsteyptum persónulýsingum þótt rúmum fjörutíu árum seinna virðist margt einfaldað um of. Leikritið er barn síns tíma og ómaksins vert að kynn- ast því hvernig ungir hugsjóna- menn sáu heiminn á árunum fyrir stríð. Jóhannes Helgi hefur þýtt leik- ritið og fylgt því vel úr hlaði. Hann er sjálfur hrifinn af dæmi Nordahl Griegs, að líta á skáldgáfu „sem tæki til að betrumbæta heiminn". Jóhannes segir um Nordahl Grieg að skáld „sem aðhyllast tískustefn- ur" geti „allt af honum lært". Hann sleppir að geta þess að sósíalisminn var á þeim árum sem Nordahl Grieg skrifaði Afl vort og æra ekki aðeins lífsskoðun heldur einnig eins konar tískustefna í bókmenntum og listum. Jóhann Hjálmarsson Magnús Tómasson sýnir li'iL'Jif.HMJ Valtýr Pétursson Fyrir eins og ári var Magnús Tómasson valinn til að helga sig list sinni eingöngu og bar titil- inn „Borgarlistamaður" fyrstur manna. Það er að segja; hann fékk fyrstur Iistamanna styrk þann, er borgaryfirvöld hafa stofnað til, og átti hann sannar- lega skilið. Magnús var í forystu um rekstur Gallerí SÚM á sínum tíma, og seinustu árin held ég, að hann hafi rekið þann stað fyrir eigin reikning. Magnús hafði einnig vakið athygli með verkum sínum og mér er í fersku minni fyrsta sýning, er hann hélt á olíumálverkum sínum í Boga- salnum hér á árunum. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síð- an. Að Kjarvalsstöðum skilar nú Magnús því dagsverki, er af hon- um var vænst í sambandi við styrkinn. Og þó mun meiru en til stóð, því að sýning hans nær fram fyrir þá tíð, er hann gerðist „Borgarlistamaður". Þessi sýn- ing Magnúsar er viðameiri en fyrri sýningar hans, og hann virðist vera kominn í miklu fastari farveg með listsköpun sína en áður. Hann gerir myndir & Walasse Ting sínar að vísu úr heldur efnislitl- um hlutum, en hugmyndir og heimspekilegar vangaveltur eru því meir áberandi. Ekki er ég nú viss um, að skilningur minn sé alls staðar í samræmi við það, sem listamaðurinn ætlast til, en hann ritar í sýningarskrá skemmtilegan formála, sem ger- ir grein fyrir því, hvað hann er að fara í sumum verka sinna. Magnús hefur ætíð verið blanda af háðfugii og ádeilumanni á samtíð sína, og ég held, að hon- um takist nokkuð vel á því sviði á stundum. Hann hefur verulega tekið til hendi þann tíma, sem hann hefur verið leystur úr þeirri ánauð listamanna að strita fyrir brauði sínu, og ég fæ ekki betur séð en að hann hafi fyllilega staðið í sínu stykki, ef svo má að orði kveða. Ég hafði ánægju af mörgum verkum Magnúsar, sem eru á göngum og í fundarsal Kjar- valsstaða. Sú innrétting, sem nú er á þessu svæði, er ný af nálinni og kemur afar skemmtilega fyrir sjónir. Verk Magnúsar eru oft í myndröðum og falla prýðilega að umhverfi því, er skapast hefur við þessa nýbreytni. Sýniljóð II og skúlptúr kallar Magnús list sína, og skýrir þessi nafngift hvern skilning Magnús leggur í þessi verk. Það er með öðrum orðum óákveðið, hvort um ljóð eða mynd er að ræða. Pýramíd- arnir segja aftur á móti ótví- ræða sögu og flokkast undir skúlptúr. Saga flugsins hefur áð- ur komið við sögu í verkum Magnúsar og gerir það enn á þessari sýningu. Þetta er í heild skemmtileg og notaleg sýning, en ekki fer mikið fyrir miklum átökum. Efnið, sem Magnús vinnur úr, er yfirleitt heldur létt í eðli sínu, og það mætti segja mér, að í sumum tilfellum væri það heldur til lýta fyrir sjálfar hugmyndirnar. Þar með er sett- ur punktur. Þáttur Listasafns íslands í Listahátíð að þessu sinni er sannarlega ekki af verri endan- um. Það hefur fengið til sýn- ingar verk eins þeirra heims- þekktu málara, sem eyða tíma sínum í París og New York til skiptis. Það er Kínamaðurinn WALASSE TING, sem hér er á ferð. Hann er ákaflega eftirtekt- arverður listamaður, sem notar sér litaskrúð og leikandi teikn- ingu til að tjá hug sinn hverju sinni. Verk hans eru létt og svíf- andi, hafa austrænan blæ, en eru samt að miklu leyti runnin úr vestrænni þróun. I því sambandi má ótvírætt benda á skyldleika við tækni og litameðferð sjálfs Matisse. Ég varð snortinn af þessum verkum Tings. Hann yrkir á pappír með akryl-litum svo leik- andi, að maður hlýtur að ætla, að hér sé mikill lífskúnstner á ferð. Maður, sem lifir fyrir ást- ina. Maður, sem dáir kvenfólk, ketti, blóm og hesta. Allt er þetta sett á myndflöt með skáldlegu ívafi, sem er mjög persónulegt, svo persónulegt, að hvergi er farið út fyrir vissan ramma, sem að vísu verður til lengdar nokkuð þröngur og gerir vinnu þessa sérstæða listamanns ef til vill of einhliða. Það eru sömu fyrirmyndir og viðfangs- efni, sem endurtaka sífellt sömu tækni, og því verður heildarsvip- ur þessarar sýningar einum um of á sömu bókina lærður. En hér er á ferðinni einmitt eitt af því, er þjáir hina frægu menn. Þeir verða að mála sí og æ í sama fari til að koma verkum sínum veru- lega á markað og þjóna þannig viðskiptavinum sínum. Þetta er- um við smærri spámennirnir al- gerlega lausir við, og er það einn af kostunum við að vera ekki of frægur. Hvað um það, listrænt gildi verka Tings breytist ekki við þessa aðfinnslu. Verk hans standa fyrir sínu, og það er það sem máli skiptir. Það var mjög ánægjulegt að kynnast verkum þessa ágæta Kínamanns, sem nú siglir undir amerísku flaggi, ef ég hef rétt skilið. Sýningarskrá hefur að bjóða viðtal við Ting, þar sem hann leikur á als oddi, og hann gefur gamansama frásögn af skáldskap og vinnubrögðum sín- um. Ég hefði ekki viljað missa af þessari sýningu, og það er sann- ast mála, að Listasafn íslands hefur vart boðið upp á eins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.