Morgunblaðið - 19.06.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1982, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK 132. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rússar hindra Póllands- för páfa Moskvu, 18. júní. AP. SOVÉTMENN gáfu í skyn í dag. að ekkert kynni að verða úr fyrir- hugaðri Póllandsrör Jóhannesar Páls páfa í ágústmánuði. Jafn- framt sökuðu þeir Rnnald Reagan Bandaríkjaforseta um að hafa lagt að páfa að brýna pólska klerka til undirróðursstarfs. Embættismenn í Moskvu stað- festu að reynt yrði að koma í veg fyrir heimsókn páfa til Póllands, þar sem hana bæri upp á sama tíma og þess yrði minnst, að tvö ár yrðu liðin frá stofnun Sam- stöðu. Óttast Sovétmenn að nærvera páfa kynni að auka á andstöðu við herstjórnina. Pólskir embættismenn drógu í efa að hægt yrði að koma í veg fyrir Póllandsför páfa. „Hver ætti að stöðva páfa, ef hann er ákveðinn í að koma,“ sagði einn þeirra. TASS-fréttastofan sagði, að Reagan hefði á nýlegum fundi sínum með páfa, lýst Banda- ríkjamenn reiðubúna að veita andstæðingum pólsku herstjórn- arinnar verulega fjárhagsaðstoð, og vildu Bandaríkjamenn koma peningunum til þeirra með að- stoð kirkjunnar. Tveggja sólarhringa hlé á átökum í Beirút Beirút, 18. júní. AP. ÍSRAELSKU hersveitirnar í Beirút tóku sér í dag stöðu á „græna beltinu“, sem skilur borgina að í hverfi múhameðstrúarmanna og hverfí kristinna hægri manna á sama tíma og bandarísk yfírvöld reyna að forða áhlaupi ísraela á hverfí, sem Palestínuskæruliðar hafa á valdi sínu. ísraelar sögð- ust hafa orðið við áskorun Bandaríkjamanna og ákveðið að leggja niður vopn i tvo sólarhringa meðan reynt væri að leysa Líbanondeiluna á pólitísk- um vettvangi. Skæruliðar PLO notuðu tækifærið til að styrkja varnir sínar með því að koma fyrir jarðsprengjum umhverfís virki sín, og reisa götu- virki. Ariel Sharon varnarmálaráð- herra ítrekaði að ísraelar drægju ekki heri sína til baka fyrr en tryggt væri að skæruliðahreyfing PLO yrði leyst upp og Sýrlend- ingar samþykktu að hverfa með heri sína frá Libanon. Sharon sagði yfirvöld í Washington standa í samningaviðræðum við PLO með milligöngu yfirvalda í Líbanon. Hann hvatti til stofnun- ar fjölþjóðlegra gæzlusveita í Líbanon þar sem Bandaríkja- menn væru í meirihluta. Hann sagði ísraela ekki samþykkja sveitir sem sendar yrðu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Menachem Begin forsætisráð- herra átti í dag viðræður við Al- exander Haig utanríkisráðherra í aðalstöðvum SÞ. Haig vék sér hjá því að svara blaðamönnum hvort skæruliðar PLO væru í þann veg- inn að gefast upp, eins og orð- rómur hafði verið um. Bandarísk- ir ráðamenn leggja nú nótt við nýtan dag í tilraunum sínum til að tryggja varanlegt vopnahlé í Líbanon. Haig staðfesti að Begin mundi eiga fund með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta á mánudag. Begin ávarpaði afvopnunar- ráðstefnu SÞ í dag og sagði ísra- ela reiðubúna til samninga við öll nágrannaríki sín um kjarnorku- vopnalaust svæði í Miðaustur- löndum. Hann vék aldrei beinum orðum að Líbanondeilunni, en sagði sjálfsvörnina einhver mik- ilvægustu réttindi, sem mannin- um hefðu hlotnast. Bandarískir embættismenn telja a.m.k. 350 þúsund Líbani hafa misst heimili sín af völdum innrásarinnar. ísraelar hafa meinað alþjóðlegum hjálpar- stofnunum að stunda hjáipar- starf í Líbanon. Vestrænir fréttaskýrendur telja ólíklegt að Arabaríki beiti olíuvopninu gagnvart Bandaríkj- unum vegna ástandsins í Líban- on, þrátt fyrir orðróm þar að lút- andi í röðum Araba, þau hafi ein- faldlega ekki efni á því. Sérfræðingar segja, að Arafat eigi tæpast nema um þrjá val- kosti að velja, þar sem „vígi“ hans í Líbanon sé að falla fyrir herjum erkióvinanna, Israelum og kristnum hægri mönnum. Hann eigi um það að velja að breyta skæruliðahreyfingu sinni í pólitíska hreyfingu einvörðungu, að reyna að flýja til höfuðborgar annars Arabaríkis, eða að berjast þar til yfir lýkur, en talið er úti- lokað að PLO geti unnið sigur í viðureign af því tagi. Allt eru þetta taldir slæmir kostir og talið er að allt bit verði úr hreyfing- unni, þegar yfir lýkur. Fögnuður stríðsfanga við afsögn Galtieris Buenos Aires, 18. júní. AP. BÚIST VAR VIÐ AÐ herstjórnin í Argentínu veldi eftirmann Galtieri hershöfó- inga á forsetastóli í dag, en úrslit í þeim efnum voru ókunn þegar Mbl. fór í prentun. Galtieri var bolað frá völdum vegna ósigursins á Falklandseyjum og braust út mikill fógnuður meðal argentínskra hermanna, sem nú eru fangar Breta á Falklandseyjum, þegar þeir fréttu að Galtieri hefði afsalað sér yfirstjórn hersins og forsetaembættinu. Lami Dozo Heimildir frá Buenos Aires herma, að aðrir hershöfðingjar hafi beygt Galtieri eftir ósigurinn. Helztu kandidatar v:ð forsetakjörið voru taldir Nicanor Costa Mendez utanríkisráðherra og Basilio Lami Dozo yfirmaður flughersins. Aðrar áreiðanlegar heimildir töldu að hin- ir nýju valdhafar mundu kappkosta að ljúka ófriðnum við Breta með friðsamlegum hætti. Óttazt hafði verið að stríðsfang- arnir á Falklandseyjum yrðu inn- lyksa vegna þrákelkni Galtieri, en senn fer í hönd vetur á eyjunum. Strax og Galtieri hafði sagt af sér hófst samstarf Argentinumanna og Breta með milligöngu Rauða kross- ins, um brottflutning stríðsfang- anna frá Falklandseyjum. Lami Dozo nýtur aukins álits í Argentínu, einkum þar sem það var flugherinn sem tókst að koma höggi á brezku flotadeildina við Falk- landseyjar. Mikil reiði hefur brotizt út í Arg- entínu í kjölfar ósigursins við Falk- landseyjar, og kröfðust blöð í Buen- os Aires í dag skýringa á hvernig fór. Talið er að enn sé ekki séð fyrir þá sundrungu sem frammistaða hersins á Falklandseyjum hefur skapað meðal þjóðarinnar. Brezk skip sigla stríðsföngum heim l>ondon, 18. júní. AP. ARGENTÍNUMENN tilkynntu í kvöld, að Bretar gætu óáreittir flutt argentínska stríðsfanga frá Falklandseyjum til hafnar í Puerto Madryn í Argentínu. Brezkir embættismenn sögðu að hluta fanganna yrði haldið eftir þar til Argentínu- menn staðfestu fyrir sitt leyti að ófriðnum á Suður- Atlantshafi væri lokið. I kvöld lýsti herstjórnin nýja hins vegar yfir því að ófriðnum lyktaði ekki fyrr en Bretar afléttu loft- og hafnbanni sínu á Falklandseyjum og hyrfu á brott með „hernámssveitir“ sínar þaðan. Tvö skip, skemmtiferðaskipið Canberra og Norðursjávarferj- an Norland, héldu í dag áleiðis með 5.500 stríðsfanga til Puerto Madryn. Tvö argentínsk spítala- skip munu taka þátt í flutningi stríðsfanga frá Stanley. Brezkir embættismenn kváð- ust í dag vongóðir um að hægt yrði að ná samkomulagi um frið við Falklandseyjar, einkum eftir að Galtieri hershöfðingi hefur verið hrakinn frá völdum. Verð- ur nokkur hundruð háttsettra manna í Argentínuher og sér- stökum víkingasveitum ekki skilað fyrr en samkomulag hef- ur náðst. Bretar búa sig nú undir há- tíðahöld í tilefni endurtöku Falklandseyja, og sagði Marga- ret Thatcher forsætisráðherra að nánar yrði tilkynnt síðar í hvaða formi hátíðahöldin yrðu. Birt var í dag skoðanakönnun Gallup-stofnunarinnar, sem sýnir að vinsældir Thatchers hafa aldrei verið meiri. Könnun- in var gerð á tímabilinu 7. til 14. júní, og sögðust 51% aðspurðra ánægðir með frammistöðu for- sætisráðherrans, eða sjö pró- sentustigum fleiri en mánuði áður. Um 45% aðspurðra sögð- ust mundu kjósa íhaidsflokkinn, ef kosið yrði í dag, miðað við 31,5% í marz. Verkamanna- flokkurinn naut fylgis 25% kjós- enda, miðað við 33% í marz, og kosningabandalag Frjálslyndra og Jafnaðarmannaflokksins naut fylgis 25% kjósenda. Bretar sendu í dag fjögur her- skip til Falklandseyja til að leysa af hólmi jafn mörg skip, sem þar eru fyrir. Argentínumenn í Stanley afhenda vopn sín, sem mynda stóra stafía við höfuðborgina. Símamynd AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.