Morgunblaðið - 19.06.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982 39
Jafntefli í tilþrifalitl-
um leik Fram og KR
FRAM og KR sýndu ekki áferðar-
fallega knatlspyrnu í blíðunni á
Laugardalsvelli í gærkveldi. Jafn-
tefli 1—1 og knattspyrnan stórkalla-
leg og fátt sem gladdi augað. Aðeins
örsjaldan sem brá fyrri laglegum
samleik og hann rann þá útí sand-
inn. Hins vegar virtust leikmenn
berjast vel i þessum „endalausum
kýlingum“, eins og einn áhorfand-
inn komst að orði.
Bæði liðin byrjuðu af krafti og
öskruðu leikmenn hver framan í
annan, og fyrstu mínútúrnar virt-
ust lofa góðu. Framarar sköpuðu
sér strax hættu, en Stefán mark-
vörur KR bjargaði vel, á 11. mín-
útu áttu KR-ingar tækifæri, en
Guðmundur Baldursson varði af
öryggi. Síðan gerðis fátt eitt
markvert fyrr en á 40. mínútu
fyrri hálfleiks að Jón G. Bjarna-
son, miðherji KR var skyndilega á
auðum sjó í markteig Framara.
Hann lagði knöttinn fyrir sig og
skaut hörkuskoti á markið og
beint í stöng.
Seinni hálfleikur virtist ætla að
líða eins og sá fyrri, barátta úti á
vellinum, kýlingar miklar, lítið
Maradona í
aðalhlutverki
— þegar Ungverjar voru burstaðir
HEIMSMEISTARAR Argentínu
sýndu í gær hvers þeir eru megnugir.
Þeir léku hið sterka lið Ungverja
mjög grátt og sigruðu þá sannfær-
andi og örugglega 4—1. Maradona,
sem lofað hafði fyrir leikinn að leika
eins og engill, stó við orð sin. Og
áhorfendur fengu að sjá að það er
ekki að tilefnislau.su að hann hefur
verið kallaður arftaki Pele. Mara-
dona skoraði tvö mörk í leiknum og
átti stóran þátt í hinum tveimur.
Strax á sjöundu mínútu leiksins
átti Maradona ofsaskot að marki
Ungverja og markverðinum rétt
tókst að verja. Leikmenn Argent-
ínu sóttu án afláts og skoruðu
fyrsta mark sitt á 27. mínútu. Það
var Daniel Bertoni sem stýrði
hörkuskalla frá Maradona í netið.
Maradona skoraði svo annað
HM í
sjónvarpinu
Það VERÐUR mikið um knatt-
spyrnu í sjónvarpinu um helgina. f
dag, laugardag, verða sýndir valdir
kaflar úr leik Spánar og Hondúras,
og síðan verður allur leikur Eng-
lands og Frakklands sýndur. Út-
sending á fyrri leiknum hefst kl.
17.00. Á morgun, sunnudag, verður
sýndur leikur Argentínu og
Ungverjalands kl. 16.15. Og kl. 22.00
verður sýndur leikur Brasilíu og
Skotlands. Á mánudag kl. 22.00
verður svo sýndur leikur Englands
og Tékkóslóvakíu, en það er mjög
mikilvægur leikur fyrir þjóðirnar í
riðlakeppninni.
spil og fátt um marktækifæri.
Á 27. mínútu kom loks mark,
sem aldrei lá raunar í loftinu.
Ólafur tók hornspyrnu fyrir
Fram, KR-ingar hreinsuðu frá en
knötturinn barst til Marteins
Geirssonar sem afgreiddi hann
utan við vítateigshornið, beint í
mark. Fast skot, en ekki fallegt
mark. KR vörnin var illa á verði
og Stefán markvörður hefði vafa-
laust varið, ef hann hefði séð
knöttinn í tíma. 1—0 fyrir Fram.
Þegar venjulegum leiktíma var
lokið jöfnuðu KR-ingar óvænt.
Hálfdán tók aukaspyrnu og bolt-
inn barst inní vítateig Frammara
og eftir mikið japl, jaml og fuður
skoraði Jósteinn Einarsson auð-
veldlega framhjá Guðmundir
Baldurssyni. Mikið klaufamark
hjá Framvörninni, en sanngjörn
úrslit í tilþrifalitlum leik.
í heildina var þetta sem sé leið-
inlegur leikur og fáir leikmenn
skáru sig úr.
Dómari var Þóroddur Hjaltalín
og átti ekki sinn besta dag í dóm-
gæslunni.
Áhorfendur voru 570.
Gul spjöld. Viðar Þorkelsson og
Marteinn Geirsson. Ágúst Jónsson
KR var kjörinn maður leiksins.
J.Á.
• Zico jafnaði fyrir Brasilíumenn,
og var einn af albestu leikmönnum
liðsins.
1. deild:
Fjórir leikir
um helgina
ÞRÍR leikir fara fram i 1. deild ís-
landsmótsins í knattspyrnu i dag. Á
ísafirði leika heimamenn við KA, í
Keflavík leika ÍBK og ÍA og í Vest-
mannaeyjum leika IBV og Valur.
Allir leikirnir hefjast kl. 14.00. Á
morgun, sunnudag, leika Víkingur
og Breiðablik á Laugardalsvellinum
kl. 20.00. Fimm leikir fara fram í 2.
deild í dag, og fjölmargir leikir í 3.
og 4. deild.
Brasilíumenn
áfram
oruggir
BRASILÍUMENN eru nú öruggir í
milliriðlakeppni HM á Spáni. I gær
burstaði lið þeirra Skotland 4—I, án
nokkurra erfiðleika. Sýndu Brasiliu-
menn nú jafnvel enn betri leik en
gegn Rússum á dögunum. Leikur
þeirra einkenndist af nákvæmni og
hraða, sem Skotar réðu ekkert við.
Það er mál manna að enn hafi ekk-
ert lið sýnt jafn góða leiki og Brass-
arnir í keppninni fram að þessu. Það
voru Skotar sem skoruðu fyrsta
mark leiksins i gær. David Narey
kom Skotum yfir á 19. mínútu. En
Zico jafnaði metin á 34. mínútu.
Staðan í hálfleik var jöfn, 1—1. í
síðari hálfleiknum settu Brasilíu-
menn á fulla ferð og strax á 49. min-
útu skoraði Oscar og Eder bætti við
þriðja markinu á 63. mínútu. Rob-
erto Falcao innsiglaði svo sigurinn á
87. mínútu. Leikurinn fór fram i 32
stiga hita, að viðstöddum 68 þúsund
áhorfendum. Þar á meðal voru þús-
undir Brasilíumanna sem börðu
trumbur og léku við hvern sinn fing-
ur vegna velgengni sinna manna.
Ulfaldalausir náðu Kuwait-búar
jafntefli gegn Tékkum
• Diego Maradona
markið á 30. mínútu eftir að skot
frá Bertoni hafði hrokkið frá
markinu. Á 57. mínútu kom glæsi-
legasta mark leiksins. Maradona
fékk góða sendingu frá Kempes og
sýndi hæfileika sína með því að
skora með ótrúlega glæsilegu
skoti. Ardiles innsiglaði svo stór-
sigur Argentínu á 61. mínútu.
Eina mark Ungverja skoraði Pol-
eskei á 76. mínútu. Leikmenn Arg-
entínu yfirspiluðu Ungverja lang-
tímum saman í leiknum, og þrátt
fyrir að varnarmenn Ungverja
gæfust aldrei upp og sýndu mikla
baráttu réðu þeir ekkert við hratt
og öruggt spil Argentínu.
ENN EIN óvænt úrslit litu dagsins
Ijós á HM á fimmtudaginn, er Tékk-
ar og Kuwait-búar gerðu jafntefli,
1-1, í Valladolid. Það sem meira var,
úrslitin þóttu sanngjörn svo ekki sé
meira sagt, arabarnir voru meira að
segja nær því að stinga inn sigur-
marki heldur en Tékkarnir. Þetta er
í fyrsta skiptið sem Kuwait tekur
þátt í lokakeppni HM og Ijóst að
framfarir hafa verið stórstígar í olíu-
ríkinu litla. Þess má til gamans geta,
að íslenska landsliðið hefur nýlega
gert jafntefli við báðar þessar þjóðir,
en það undirstrikar einnig þann
jöfnuð sem kominn er í knattspyrn-
una, varla til nokkuð lengur sem
heitir öruggur sigur fyrirfram.
Kuwait-búar urðu fyrir nokkru
áfalli í byrjun leiksins, er lukku-
dýr þeirra, úlfaldi einn mikill,
fékk ekki inngöngu á völlinn í
Valladolid. Kuwait-menn halda
gífurlega upp á úlfaldann sinn og
trúa því að þeir sigri frekar ef úlf-
aldinn er á áhorfendapöllunum.
Tékkarnir höfðu talsverða yfir-
burði úti á vellinum í fyrri hálf-
leik, en vörn Kuwait gaf lítið sem
ekkert eftir. Dómarinn tók hins
vegar til sinna ráða og færði Tékk-
um umdeilda vítaspyrnu á 21.
mínútu, sagði Abdulla Mayoof
hafa skellt Vizek ólöglega. Flestir
voru þó á því að Mayoof hafi síður
en svo brotið af sér. En hvað um
það, Antonin Paneuka skoraði af
öryggi úr vítaspyrnunni.
I síðari hálfleik færðust
Kuwait-menn allir í aukana og
þeir jöfnuðu á 58. mínútu. Faisal
A1 Dakhil tók þá við knettinum og
spyrnti glæsilegu bogaskoti í
tékkneska markið af 25 metra
færi. Markvörðurinn Hruska átti
enga möguleika á því að verja.
Eftir að Kuwait hafði jafnað var
liðið sterkari aðilinn á vellinum,
það liðið sem líklegra virtist til
þess að næla í sigurmark. Á loka-
mínútunum fékk liðið góð færi og
minnstu munaði að sigurmarkið
skyti upp kollinum.
Liðin voru þannig skipuð:
Kuwait: Tarabulsi, Saad, Mayoof,
Mubarak, Jasem, Buloushi, Houti,
Karam, Dakhil, Yacoub og Anbari.
Tékkóslóvakía: Hruska, Barmos,
Fiala, Jurkemic, Kukcucka, Pan-
enka, Berger, Vizek, Nehoda, Jan-
ecka og Kriz.
Leikinn dæmdi Benjamin
Dwomoh frá Ghana.
Áhorfendur voru 7000.
Austurríkismenn með ann-
an fótinn í milliriðilin
Austurríkismenn byrjuðu bara vel
í HM-keppninni, en þeir sigruðu
Chile 1—0 í Oviedo á fimmtudaginn.
Einhverra hluta vegna spáðu flestir
sérfræðingar því að Chile myndi
komast í milliriðil ásamt Vestur-
Þjóðverjum, en bæði Chile og
Vestur-l>ýskaland hafa nú tapað
fyrstu lcikjum sínum í keppninni. Er
það táknrænt fyrir hin mörgu
óvæntu úrslit sem litið hafa dagsins
Ijós í keppninni til þessa.
Mikil rigning setti mark sitt á
leik þennan og leikmenn beggja
liða áttu í stökustu vandræðum
með að fóta sig á glerhálum vellin-
um. Er á leikinn leið breyttist
völlurinn í sannkallaða forarvilpu
og bætti það ekki úr skák. Austur-
ríkismenn áttu í nokkrum erfið-
leikum með framherja Chile fram-
an af leiknum, en skipulagið og
krafturinn fjaraði þó furðu fljótt
út hjá Suður-Ameríkumönnunum.
í seinni hálfleik var aðeins eitt lið
á vellinum, Austurríki, og Obsen,
markvörður Chile, varði þá nokkr-
um sinnum mjög vel frá Walter
Schachner, sem var hættulegasti
framherji Austurríkis.
Það var einmitt Walter
Schachner sem skoraði sigur-
markið á 21. mínútu leiksins.
Hann fékk þá góða fyrirgjöf frá
Bernd Krause og skallaði fallega í
netið. Eini leikmaður Chile, sem
eitthvað kvað að eftir fyrstu
15—20 mínútur leiksins, var Patr-
ick Yanez, 21 árs gamall bráðefni-
legur piltur. En hann mátti ekki
við margnum. Engu munaði síðan
á lokamínútu leiksins að Hans
Krankl bætti öðru marki við, en
Obsen bjargaði meistaralega í
horn.
Liðin voru þannig skipuð:
Austurríki: Koncilia, Krause,
Obermayer, Pezzey, Degeorgi
(Baumeister), Hattenbeger, Hint-
ermaier, Weber (Jurtan), Pro-
haska, Krankl og Schachner. -
Chile: Obsen, Garrido, Figueroa,
Valenzuela, Bigorra, Bonvallet,
Dubo, Neira (Rojas), Moscoso
(Gamboa), Yanez og Caszely.
Leikinn dæmdi Juan Damel
Cardellino frá Uruguay.
Áhorfendur voru 22.500.
Sagt eftir leikinn:
„Ég er geysilega ánægóur með
úrslitin og leik okkar, úrslitin
komu knattspyrnuheiminum á
óvart, en við sýndum að það var
engin heppni að svona fór,“ sagði
Carlos Alberto, landsliðsþjálfari
Kuwait. Hann var hér fyrr á árum
lykilmaður í brasilíska landsliðinu
og varð heimsmeistari með liðinu
1970.
„Næsti leikur okkar skiptir
sköpum, ekki aðeins fyrir okkur,
heldur einnig mótherjana. Við
leikum gegn Frökkum og þeir
bókstaflega verða að sigra í
leiknum til þess að eiga mögu-
leika á því að komast í milliriðil.
Frakkarnir verða því undir gíf-
urlegu álagi. Við verðum það
hins vegar ekki, eins og áður
munu allir reikna með því að
Frakkarnir vinni okkur örugg-
lega, alveg eins og allir bjuggust
við því að Tékkarnir myndu
bursta okkur," sagði Alberto að
lokum.
aiios Aioerto, pjallan Kuwait.
„Við lékum langt undir getu, á
því leikur enginn vafi. Leikmenn
mína skorti einbeitni og leikgleði.
Ég þarf að komast að meininu og
reikna með þvi að gera nokkrar
breytingar á liðsskipaninni fyrir
tvo næstu leikina. Englendingarnir
vinna líklega riðilinn, en með öllu
er óvíst eftir þessi úrslit hvaða
þjóð hreppir annað sætið,“ sagði
Jozef Venglos, þjálfari Tékka
daufur í dálkinn. Alherto tók undir
skoðun þessa.
Sjá íþróttir á bls. 24