Morgunblaðið - 19.06.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.1982, Blaðsíða 12
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982 Mistök við útflutiiingsmat á salt- fiski nú koma mér ekki á óvart Eftir Jóhann J.E. Kuld Frá því hefur verið skýrt opin- berlega í útvarpi og blöðum, að mistök hafi komið fram í gæða- mati á saltfiski, sem nýlega var sendur til Portúgal. Þegar slíkt sem þetta kemur fyrir í okkar fiskútflutningi, þá veldur það að sjálfsögðu margvíslegum skaða og er mikill álitshnekkir fyrir okkur sem fiskvinnsluþjóð. Það verður því ekki hjá því komist nú, að þetta mál sé krufið til mergjar, og helstu orsakir mistakanna gerðar heyrin kunnar. Það er nefnilega svó í þessu máli sem öðrum mál- um, að orsakir valda afleiðingum, og framhjá því lögmáli kemst eng- inn. Og nú mun ég rekja aðdraganda mistakanna. Þann 26. febrúar 1973, á meðan Fiskmat ríkisins var ennþá að störfum, þá var reglugerð um út- flutningsmat á saltfiski breytt þannig vegna þrýstings frá salt- fiskframleiðendum, að eftir breyt- inguna máttu þeir ráða sjálfir til sín matsmenn. En fyrir breyting- una var það Fiskmat ríkisins og yfirmatsmenn þess einir, sem réðu matsmennina til fiskeigenda, enda verður fiskmatsmaður við útflutn- ingsmat að vera óháður dómari og gæta jafnt hagsmuna kaupenda sem seljenda, á hvorugan má halla. Fiskmatsstjóri gekk inn á þessa breytingu á reglugerðinni gegn því, að Fiskmatið fengi 5—7 fiskmatsmenn til starfa, sem hefðu það hlutverk að fara út á vinnslustöðvarnar og vinna með matsmönnum og samræma hjá þeim gæðamatið. Við þetta fyrir- heit hefur hinsvegar ekki verið staðið ennþá. Engir fiskmatsmenn ráðnir í þetta hlutverk. Ráðning slíkra manna var algjör forsenda þess að þetta væri forsvaranlegt. Við breytinguna á reglugerðinni slaknaði á þeirri stjórnun sem yfirfiskmatsmenn höfðu áður haft á gæðamatinu gegnum persónuleg kynni við matsmennina og ráðn- ingu þeirra til matsstarfa. Hús- bóndavaldið var með breytingunni að nokkrum hluta fært frá mats- stofnun yfir til fiskeigenda sjálfra, Sem nú ráða matsmönnun- um. Að fengnu þessu húsbónda- valdi, þá fór líka að bera á því að fiskeigendur gieymdu stundum að láta matsstofnunina vita, þegar þeir létu hefja störf við útflutn- ingsmat á stöðvum sínum. En það á að gera án undantekningar sam- kvæmt gildandi reglugerð. En það var ekki nóg, að þetta leiddi til óæskilegrar slökunar á útflutningsmati á saltfiski, heldur yfirfærðust líka hin neikvæðu áhrif breytingarinnar yfir á út- flutningsmat á skreið, þar sem sömu menn framkvæma hvort- tveggja matið. Samtök fisk- matsmanna vöruðu við þessari breytingu á reglugerðinni, og al- veg sérstaklega, þegar þeir sáu að ekki var staðið við það fyrirheit sem Fiskmatsstjóra var gefið um sérstaka fiskmatsmenn til eftirlits og samræmingar á gæðamatinu, sem hefði getað dregið úr hætt- unni á mistökum. Um tveimur ár- um eftir þessa örlagaríku breyt- ingu var svo Fiskmat ríkisins lagt niður sem stofnun ásamt síldar- mati en Framleiðslueftirlit sjáv- arafurða tók við hlutverki þeirra ásamt þeim slæma arfi sem fólst í áðurnefndri breytingu á saltfisk- reglugerðinni. Þessu til viðbótar sem Fiskmatsmannafélagi Islands þótti ærið nóg, þar sem breytingin verkaði neikvætt á útflutnings- matið, þá hafa fiskeigendur tekið upp einskonar ákvæðisvinnu við pökkun á saltfiski og skreið. Þetta hefur verið framkvæmt þannig, að þegar viðkomandi pökkunargengi hefur pakkað ákveðnum pakka- fjölda sem virðist ákveðinn af fiskeigendum, þá er dagsverkinu lokið hjá pökkunarfólkinu og það fær daginn greiddan til kl. 7 að kvöldi. Nú vita allir sem eitthvað þekkja til útflutningsmats á salt- fiski og skreið, að afköst við matið sjálft geta verið mjög misjöfn, og fer það mest eftir gæðum og stærð fisksins, svo og líka því hvort miklu eða litlu þarf að kasta frá af fiski, sem ekki fer gæðametinn til vigtarmanns. I erfiðum fiski getur staðið upp á matsmanninn að hann hafi nægjanlega mikið af metnum fiski handa „akkorðsfólk- inu“. Þetta hefur slæm áhrif á gæðamatið og truflar það. Mest af þeim saltfiski sem nú er kominn til Portúgal sem rangt og illa metinn fiskur, og frá hefur verið sagt í fjölmiðlum, er frá Vestmannaeyjum eða svo var staðhæft í fréttum. Ég hef leitað mér upplýsinga um matstilhögun á þessum fiski og er hún sögð þessi, eftir örugg- um heimildum: Afköst pökkunar- gengis á dag hafa verið miðuö við 400 pk. af fiski, með 2 mats- „Verði áfram ekki tekið neitt tillit til þeirra breytinga sem Fisk- matsmannafélag Is- lands telur að þurfi að gera til að tryggja betra og öruggara útflutn- ingsmat, þá lít ég þann- ig á að verið sé að bjóða þeirri hættu heim, að mistök í útflutningsmat- inu endurtaki sig æ ofan í æ.“ mönnum, og það metið sem dags- verk frá kl. 8 að morgni til kl. 7 að kvöldi, hvenær svo sem framan- greindri pakkatölu hefur verið náð. En þessari umsömdu „akk- orðspökkun" hefur verið lokið í Vestmannaeyjum eftir því sem mér hefur verið tjáð klukkan 2—3 síðdegis. Með svona lagaðri matstilhögun getur útflutningsmat aldrei orðið öruggt, eins og það þarf og verður að vera. Þetta vandamál hefur verið til umræðu á aðalfundum Fiskmatsmannafélags íslands sið- ustu árin og tillögur þar sam- þykktar og sendar sjávarútvegs- ráðuneytinu, sem ætlað var að gætu komið í veg fyrir eða dregið úr mistökum við útflutningsmatið, eins og þeim sem nú hafa komið fram í umræddri saltfisksendingu til Portúgal. Margendurtekinni aðvörun okkar hefur hinsvegar ekki verið sinnt af ráðuneytinu, því er nú komið sem komið er. Ég hef rætt þetta mál við yfir- menn í Framleiðslueftirliti sjáv- arafurða og þeim er þetta vanda- mál ljóst ekki síður en okkur, sem verið höfum í forsvari fyrir fisk- matsmenn. En á meðan sjávarút- vegsráðuneytið aðhefst ekkert raunhæft í málinu, þá getur varla orðið mikil breyting á þessu til batnaðar. Mistökin hljóta að halda áfram, svo lengi sem ekki er reynt í alvöru að taka fyrir orsak- ir þeirra. Eftirfarandi samþykktir voru sendar sjávarútvegsráðherra í bréfi 28. okt. 1981: „Aðalfundur Fiskmatsmannafé- lags íslands haldinn 24. okt. 1981 samþykkir að fara þess á leit við sjávarútvegsráðuneytið, að reglu- gerð um útflutningsmat á saltfiski verði breytt þannig að Fram- leiðslueftirlitið ráði alla menn til matsstarfa, í stað þess að fiskeig- endur mega gjöra það nú. Sú til- slökun, sem á sínum tíma var gerð á saltfiskreglugerðinni, hún hefur síðan bitnað, ekki aðeins á út- flutningsmati á saltfiski, heldur líka skreiðarmati, þar sem sömu menn annast hvorttveggja. Það er von félagsins, að sjávar- útvegsráðuneytið sjái sér fært að koma þessum málum í viðunandi horf. Én það teljum við leiðina til þess að Framleiðslueftirlit sjávar- afurða fái meira vald við fram- kvæmd á matinu heldur en það hefur nú samkvæmt gildandi reglugerð um útflutningsmat á saltfiski. Þá fer félag okkar fram á það, að allt mat á saltfiski og skreið verði framkvæmt af tveimur matsmönnum, í stað eins manns nú í flestöllum tilfellum. Þetta er sama tilhögun og nú viðgengst hjá aðalkeppinautum okkar Islend- inga á fiskmörkuðunum. Sams- konar tilhögun var gildandi hér á íslandi við útflutningsmat, þar til slakað var á framkvæmdinni fyrir nokkrum árum.“ Þá var eftirfarandi tillaga einn- ig samþykkt á fundinum og send ráðherra: „Aðalfundur Fiskmatsmannafé- lags íslands, haldinn 24. okt. 1981, skorar á sjávarútvegsráðherra að gera Framleiðslueftirliti sjávar- afurða það kleift fjárhagslega, að ráða nú þegar, og ekki síðar en um næstkomandi áramót, ekki færri en fjóra fiskmatsmenn sem Fram- leiðslueftirlitið getur sent á matsstöðvar til vinnu, leiðbein- ingar og þjálfunar við fram- kvæmd matsins og til samræm- ingar á útflutningsmatinu. Þetta telur félagið svo aðkallandi nú, að allur dráttur á framkvæmd þessa atriðis getur að mati okkar valdið ófyrirsjáanlegum skaða á mörkuð- unum.“ Bréf okkar endaði svo þannig, eftir að við höfðum rökstutt tillög- urnar: „Fiskmatsmannafélag íslands telur það skyldu sína, ekki aðeins að benda á hættuna, sem er því samfara að framkvæmd útflutn- ingsmatsins er ekki viðunandi að okkar dómi, heldur viljum við líka að ráðuneytið sé þess meðvitandi, að þessi hætta fer vaxandi, og af Jóhann J.E. Kúld þeirri ástæðu er þetta bréf skrif- að.“ Þegar svo ekkert var gert í mál- inu frá hendi sjávarútvegsráðu- neytis, þá ítrekuðum við þetta aft- ur í bréfi til ráðuneytisins, dag- settu 1. mars 1982. En allt situr við það sama. Og nú hefur því miður orðið slys í útflutningsmat- inu, og enginn veit nú um þann beina og óbeina skaða sem það kann að valda. Fiskmatsmannafé- lag íslands telur það í verkahring sínum, að stuðla að faglegu óháðu útflutningsmati sjávarafurða á hverjum tíma, þar sem matsmað- urinn er faglegur dómari um gæði vörunnar, óháður bæði seljanda og kaupanda við verk sitt. Á þessu teljum við hinsvegar að séu nokkr- ir annmarkar nú, og hef ég bent á þá hér að framan. Verði áfram ekki tekið neitt tillit til þeirra breytinga sem Fiskmatsmannafé- lag íslands telur að þurfi að gera til að tryggja betra og öruggara útflutningsmat, þá lít ég þannig á, að verið sé að bjóða þeirri hættu heim, að mistök í útflutningsmat- inu endurtaki sig æ ofan í æ. En það er einmitt þetta sem félagið hefur verið að reyna að fyrir- byggja með skrifum sínum og til- lögum til ráðuneytisins. Nú reynir á, hvort nægjanlegur manndómur er fyrir hendi, til að trygKÍa faglegt, óháð útflutn- ingsmat í framtíðinni. En til þess að það megi takast, sem allra fyrst, þá þarf ríkisvaldið að styrkja Framleiðslueftirlit sjávar- afurða sem matsstofnun, frá því sem nú er. Reykjavík 14. júní 1982, Jóhann J.E. Kúld, ritari Fiskmatsmannafélags íslands. Söguleg rækjuvertíö við ísafjarðardjúp Eftir Guðmund Rósmundsson, Bolungarvík Laugardaginn 7. maí síðastlið- inn lauk rækjuveiði í ísafjarðar- djúpi. Hún er að mínum dómi hin örlagaríkasta og sögulegasta allt frá því að ég undirritaður hóf rækjuveiðar árið 1952, eða í þrjá- tíu ár. Það hefur ekki verið vani minn að skrifa greinar í blöð eða standa í deilum í fjölmiðlum, en öll málsmeðferð varðandi rækjuna í ár er með þvílíkum ósköpum að ég get ekki stillt mig lengur. Þar er fyrst til að taka að í upp- hafi rækjuvertíðar sendum við rækjuveiðisjómenn í Bolungarvík bréf til sjávarútvegsráðuneytisins þar sem við fórum fram á að sjó- manni einum í Bolungarvík yrði leyft að stunda rækjuveiðar í vet- ur. Þessi maður hafði margoft áð- ur sótt um leyfi til rækjuveiða, en jafnan fengið synjun. Málaleitan okkar nú réttlættum við með því að maður þessi væri ekki vel hraustur og gæti því ekki með hægu móti stundað aðrar veiðar en rækjuveiðar. Einnig bentum við á að nú myndi bátur, sem veitt hefði rækju í ísafjarðardjúpi og landað í Bolungarvík, hætta veið- um alveg og því væri ekki óeðlilegt að þessi maður fengi að sitja að veiðunum. Svar ráðuneytisins við þessari ósk okkar var neikvætt. Á sama tíma og ráðuneytið sér sér ekki fært að veita þessum eina rækjubát þetta leyfi, er rækjubát- unum leyft að veiða í alls konar sjóði, nýja og gamla, aflamagn sem er langt umfram það sem þessi bátur hefði nokkru sinni veitt, eða fengið í sinn hlut. Þann- ig er tvískinnungur ráðamann- anna. I janúar síðastliðnum óskuðum við nokkrir rækjuveiðimenn eftir því að fá að róa í byrjun janúar Sjávarútvegsráðuneytið hafði ákveðið að ekki mætti byrja að veiða rækju fyrr en 12. janúar. Á þessum tíma var rækjan bæði mikil og stór og því hefði ekki virst óeðlilegt að verða við þessari beiðni okkar. Fulltrúi ráðuneytis- ins tók beiðni okkar jákvætt í byrjun en bar því þó við að rækju- kaupmenn, fulltrúar rækjuverk- smiðjanna, vildu ekki kaupa af okkur rækjuna. Eitthvað var það þó málum blandið svo ekki sé nú meira sagt. En skömmu eftir ferð okkar suður í ráðuneyti barst rækjuverksmiðjunum skeyti þar sem þeim var tilkynnt að óheimilt væri að kaupa rækju fyrr en eftir 12. janúar. Eins og margir vita var ákveð- inn heildarkvóti fyrir ísafjarð- ardjúp í byrjun vertíðar, síðastlið- ið haust. Tvisvar sinnum var þessi kvóti siðan aukinn. Sú tilhögun var þó svo forkastanleg og ámæl- isverð, að engu tali tekur. Ég hygg að langt þurfi að jafna til, til að finna dæmi um annað eins og þetta. Sá bátur sem ég á og geri út, Páll Helgi, hafði lokið við upphaf- legan kvóta sinn og var farinn á net þegar tilkynning barst um að veittur hefði verið aukaskammtur, 300 tonn, sem skipta ætti niður á rækjuleyfishafa. Þegar ég spurðist fyrir um hvað ég ætti að fá í minn hlut, kom í ljós að þeim tíu tonn- um, sem mér bar að fá, hafði verið skipt á milli annarra rækjuleyf- ishafa að mér forspurðum. Sjávar- útvegsráðherra, Steingrímur Her- mannsson, þurfti því að úthluta mér sérstaklega 10 tonnum, til þess að ég fengi þau tíu tonn sem mér bar. Þá er þess að geta að um það leyti sem ég var að ljúka skammt- inum fyrir Pál Helga gerði fulltrúi sjávarútvegsráðuneytisins sér sér- stakt far um að fylgjast náið með því að ég færi ekki fram yfir til- ætlaðan skammt. Þar sem ég hafði hafið netaveið- ar er hér var komið sögu, ákvað ég að geyma minn skammt þar til í páskastoppinu, sem netabátar eru skyldugir til að taka. í páska- leyfinu hringi ég í eftirlitsmann sjávarútvegsráðuneytisins með rækjuveiðum við Isafjarðardjúp og spyr hann hvort ég megi veiða minn skammt fyrir páska. Svar hans var blákalt nei. Á laugardag fyrir páska kvisaðist það út að rækjubátar frá ísafirði væru á sjó þrátt fyrir að okkur í Bolungarvík hefði verið sagt að við mættum ekki róa þann dag. Var okkur sagt að ísfirðingar hefðu allir fengið að vita það þegar á skírdag að þeir mættu róa á laugardaginn. Éins og nærri má geta drifum við okkur út og náðum um 2 tonnum af þess- um 10 sem okkur höfðu verið ætl- uð. Eftir þetta hef ég samband við ráðherra. Hann segir mér að það sé sín meining að ég megi taka þennan afla hvenær sem er á leyf- istímanum. Sagði ég honum þá að ég hefði í huga að klára minn skammt eftir að netavertíðinni lyki eftir mánaðamótin apr- íl/ maí. Hafði hann þá ekkert við það að athuga. I millitíðinni var enn úthlutað aukakvóta sem nam um 10 tonn- um á skip. Ekki var haft neitt samband við mig, en þess í stað var þessum tíu tonnum úthlutað til annarra rækjuleyfishafa. Og það sem meira var, þau átta tonn, sem ég átti eftir af fyrri auka- skammtinum voru tekin og þeim einnig deilt niður á hina bátana! Þessi vinnubrögð fulltrúa sjáv- arútvegsráðuneytisins eru algjör- lega með eindæmum og að mínum dómi vandséð hvernig hann hefur leyfi til að standa að öðru eins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.