Morgunblaðið - 19.06.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1982
29
Einar Þorsteins-
son — Minningarorð
Fæddur 7. nóvember 1919
Dáinn 9. júní 1982
I dag er til moldar borinn móð-
urbróðir minn, Einar Þorsteins-
son, en andlát hans kom engum á
óvart er til hans þekktu, þetta var
orðin spurning um tíma. En þó er
það svo, er ég frétti af Einar væri
sofnaður svefninum langa, að mig
setti hljóðan, minningarnar um
þennan frænda minn flugu með
miklum hraða aftur í tímann, það
var svo margt ánægjulegt sem á
daga okkar hafði drifið, að ég átti
erfitt með að sætta mig við að
þessu væri lokið. Þótt allir vissu
að hverju stefndi, þá er maður
ekki eins sterkur og ég hélt þegar
stundin er komin.
Einar var fæddur á Litlu-
Drageyri í Skorradal 7. nóvember
1919. Foreldrar hans voru hjónin
Þorsteinn Jónsson, Jónssonar
bónda í Neðra-Hreppi, Skorradal,
og kona hans, Guðrún Jóhanna
Guðmundsdóttir frá Melshúsum í
Leiru. Foreldrar Einars bjuggu
mestan sinn búskap í Efra-Hreppi
í Skorradal, eða frá 1925. Þar lifði
Einar sin bernskuár, ásamt systk-
inum sínum sem eru Aðalheiður,
Guðmundur og Guðjón.
Um tvítugsaldur nam Einar
skipasmíði hjá Flosa Sigurðssyni
og tók síðar próf í húsasmíði og
öðlaðist meistararéttindi í báðum
greinum.
Þann 11. nóvember 1944 gekk
hann að eiga fyrri konu sína Sig-
rid Toft. Fyrstu árin bjuggu þau í
Reykjavík en síðar fluttu þau til
Keflavíkur og átti Einar þar
heima til dauðadags. Þaim Sigrid
og Einari varð fjögurra barna
auðið, þau eru Kristín, gift Krist-
jáni Sigurjónssyni frá Forsæti í
Villingaholtshreppi, Guðrún, gift
Valdimar Elíassyni frá Hellis-
sandi, Helga og Þorsteinn.
Árið 1970 dró ský fyrir sólu í lífi
fjölskyldunnar, en þá misstu þau
Helgu aðeins 18 ára gamla og var
það þeim og öllum er til þekktu
mikill harmur.
Einar var stórbrotinn persónu-
leiki og hafði mjög ákveðnar skoð-
anir á öllum málum. Hann var
glæsimenni á velli og sérlega kurt-
eis í allri framkomu og átti létt
með að leiðbeina fólki, er leitaði
til hans með smíðar á ýmsu, eins
og mörgum sporðdrekum er eig-
inlegt. Áhugamál átti hann mörg,
svo sem golf, laxveiði og hesta-
mennsku og það siðastnefnda átti
hug hans allan síðustu árin. Síðari
kona Einars var Maja Loebell,
þýskættuð. Einar og Maja voru
mjög samrýmd í einu og öllu,
þeirra aðaláhugamál var hesta-
mennska. Þau hjónin áttu marga
afbragðsgæðinga og hafa unnið til
margra verðlauna með hesta sína.
Fyrir rösku ári kenndi Einar
þess sjúkdóms er dró hann til
dauða. I veikindum sínum naut
Einar ástúðar og umhyggju konu
sinnar. Hún sýndi svo sannarlega
hug sinn til hans, þegar syrti í
álinn. Á hverjum degi, allan þann
tíma sem Einar dvaldi á sjúkra-
húsi, sat kona hans hjá honum
tímum saman, hafi hún þökk
fyrir. Aðstandendum öllum votta
ég mína innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Einars
Þorsteinssonar.
Heiðar Þórðarson
Að kvöldi hins 9. þ.m. lést Einar
Þorsteinsson, faðir minn, um ald-
ur fram, aðeins 62ja ára að aldri,
eftir tvísýna baráttu við veikindi.
Aldrei var hægt að finna bilbug,
alltaf var lífsgleðin og þrautseigj-
an mikil. Við, sem eftir honum
horfum, fáum ei skilið örlög þessa
mæta ljúfmennis, sem Einar var.
Einar verður lagður til hinstu
hvílu, við hlið dóttur sinnar
Helgu, sem lést fyrir rúmum 11
árum, aðeins 18 ára gömul. Sá at-
burður hafði djúpstæð áhrif á
Einar, og er huggun í að vita af
þeim saman í garði drottins.
Einar var fæddur að Litlu-
Drageyri í Skorradal þ. 7.11.1919,
sonur Guðrúnar Jóh. Guðmunds-
dóttur og Þorsteins Jónssonar.
Fluttust þau síðar að Efra-Hreppi
í Skorradal þar sem Einar ólst
upp ásamt systkinum sínum. For-
eldrar hans eru látin, en systkini
hans eru Aðalheiður, gift Þórði
Ág. Þórðarsyni, Guðmundur, gift-
ur Gyðu Bergþórsdóttur, og Guð-
jón, giftur Elsu Borg Jósepsdótt-
ur. Um tvítugs aldur fluttist Einar
til Reykjavíkur og hóf iðnnám,
fyrst við skipasmíðar og síðar full-
numaði hann sig einnig í húsa-
smíði og trésmíði. Árið 1944 giftist
Einar Sigrid Toft og eignuðust
að vildi var vilji beggja. Ég naut
þess oft að skreppa upp á loft og
spjalla við Begga yfir kaffibolla í
eldhúsinu hjá Ellu og bar þá
oftast á góma þjóðmálin. Hafði
hann á þeim ákveðnar skoðanir,
sem ég mat mikils og dró lærdóm
af, því hann var bæði glöggur og
skýr.
Það má segja að lífssaga þessa
vinar míns sé dæmigerð um hinn
íslenska alþýðumann þeirrar
kynslóðar, sem lifði tímana
tvenna, frá harðindum og fátækt
til þess lífs sem almenningur
þekkir nú. Þessi dagfarsprúði og
hugljúfi persónuleiki er nú geng-
inn á vit feðra sinna að ævistarfi
loknu, börnin öll farin að heiman
og hafa stofnað sín eigin heimili
og hafa honum þegar fæðst tvö
barnabörn, sem voru augasteinar
hans sem hann fékk þó svo stutt
að njóta. Eftir situr alein í búi,
ekkja sem misst hefur ævifélaga
sinn en huggar sig með börnum
sínum, tengda- og barnabörnum,
við minninguna um góðan dreng,
sem öllum vildi vel sem á vegi
hans urðu.
Guð blessi minningu hans og
veri aðstandendum hans styrkur í
sorg.
Ingvar Jóhannsson.
Njarðvík.
Nú einmitt þegar sól er að
hækka á lofti og sumarið komið,
barst mér sú harmafregn, að góð-
vinur minn Kristberg eða Beggi,
eins og hann var kallaður, hefði
kvatt þennan heim síðla dags
þann 8. júní.
Mér langar að kveðja hann, og
þakka honum fyrir allar þær
stundir sem ég átti með honum og
fjölskyldu hans.
Beggi kvæntist elskulegri konu
sinni, Elínu Sæmundsdóttur, þann
28. október 1948, og eignuðust þau
3 syni, en fyrsta barnið misstu þau
fljótlega, einnig ólu þau upp eina
stúlku.
Ég kynntist þessum góðu hjón-
um árið 1977, og það hafa verið
mér ómetanlega góð kynni.
Naut ég þeirra stunda, er ég var
með þeim og fjölskyldu þeirra.
Eftir að ég stofnaði mitt eigið
heimili, og eignaðist mitt fyrsta
barn urðu ferðirnar færri, þar
heim, en í hvert skipti er við
mæðgur komum var okkur tekið
opnum örmum.
Þau hjónin glöddu litlu dóttur
mína mikið, en því miður er hún
svo ung enn, að hún fær ekki notið
góðmennsku þinnar, Beggi minn.
Með þessum fáu orðum vil ég
þakka mínum, góða vini fyrir þær
góðu stundir, sem við áttum sam-
an.
Ella mín, ég sendi þér, sonum
þínum, uppeldisdóttur, tengda-
börnum og barnabörnum, mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guð styrki ykkur í sorg ykkar.
„Kar þú í friði.
Kriður guðs þig hles.si.
Ilafðu þökk fjrrir allt og allt“
Lóa
Kristberg verður til moldar bor-
inn laugardaginn 19. júní kl. 2 e.h.
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju.
þau 4 börn, þau eru: Kristín, gift
Kristjáni Sigurjónssyni og eiga
þau 2 börn, Guðrún, gift Valdimar
Elíassyni og eiga þau 3 börn,
Helga, sem er látin, og Þorsteinn,
og á hann 2 börn. Fyrstu búskap-
arárin bjuggu Einar og Sigrid í
Reykjavík. Árið 1950 fluttust þau
búferlum til Keflavíkur, og bjó
Einar þar æ síðan. Fyrstu árin
vann Einar við skipasmiðar, síðar
tók hann til við byggingar húsa
bæði í Keflavík, Garði og víðar, og
ávann sér fljótt gott orð. Árið 1955
lagði Einar út í það mikla þrek-
virki, að setja á stofn trésmíða-
verkstæði, sem hann síðan starf-
aði við í yfir 20 ár, var alla tíð
mjög umsvifamikið í kringum
Einar því hann þótti vandvirkur
mjög. Hjá honum lærðu margir
menn smíðar, enda var hann góð-
ur leiðbeinandi.
Árið 1969 slitu Einar og Sigrid
samvistum. Einar giftist aftur
nokkru seinna Maju Loebell, og
voru þau mjög samhent í einu og
öllu, höfðu þau mikinn áhuga á
hestamennsku, og unnu mörg af-
rek á hestum sínum, sem þau
tömdu og önnuðust af mikilli
natni.
Trésmíðaverkstæðið seldi Einar
fyrir nokkrum árum, og fór að
starfa fyrir Iðnaðarmannafél.
Suðurnesja um skeið. Um tíma
vann hann við fasteignasölu, en er
veikindin fóru að gera vart við sig
fór Einar að fást við ýmsa heima-
vinnu m.a. fjölritaði hann bækur
og var búinn að ná fagmannlegum
tökum á því. Einar var mikill fróð-
leiksmaður og var mjög gott að
leita ráða hjá honum, hann var
alltaf ráðgefandi og traustur vin-
um öllum er leituðu til hans, tók
sér oft bók í hönd og var víðlesinn
mjög. Frásagnarhæfileikar hans
og spaugsemi var slík að öllum
leið vel í návist hans.
Hann hafði gaman af barna-
börnum sínum, hafði sérstakt lag
á börnum, þau hændust að honum.
Mig langaði að minnast föður
míns, með þessum örfáu linum,
þar sem stiklað er á stóru á litrík-
um ferli hans, margs er a5 minn-
ast, sem ekki verður rakið í fáum
setningum. Minningin um tryggan
föður mildar yfir þann sökiiið,
sem umlykur mig á þessari
stundu.
Lífid manns hratt fram hleypur.
Ilafandi ongva bið.
í dauðans grimmar greipar.
(■röfin þar tekur við.
Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt.
Fetar þann fús sem tregur.
Hvort fellur létt eða þungt.
(Hallgr. PéL)
Konu Einars votta ég samúð
mína, og megi henni verða launuð
sú tpfggð sem hún sýndi Einari í
veikindum sínum, og bið ég Guð að
styrkja hana um ókomna framtíð.
Guðrún Kinarsdóttir
Jón Gíslason á
Hofi - Minning
Fæddur 2. ágúst 1900
Dáinn 13. júní 1982
Hann Jón afi okkar er dáinn.
Við systkinin, barnabörn hans,
sjáum þar á bak góðum manni,
tryggum vini og einlægum ráð-
gjafa. Það er ekki ætlun okkar hér
að fjölyrða um ævi hans og störf,
nema hvað kynnum okkar við
hann viðvíkur. Við vorum ekki
gömul systkinin er við byrjuðum
að vera í sveit hjá honum á Hofi,
stóðum hvorki aftur né fram úr
hnefa og það, sem við flest minn-
umst fyrst frá dvöl okkar þar, er
gæzka hans og Soffíu systur hans,
sem bjó ásamt honum á Hofi.
Alltaf virtust þau hafa tima til að
sinna okkur þrátt fyrir annríki við
búskapinn og óþreytandi var Jón
afi við að taka okkur með til gegn-
inga og annarra búverka og svara
spurningum okkar, sem aldrei
tóku enda. Flest okkar systkin-
anna voru hjá honum sumarlangt
fram undir fermingu, eða meðan
hann var enn við búskap.
Eftir að hann brá búi og við
hættum að vera í sveit hjá honum
voru það helztu ánægjustundir
okkar heima á Akureyri, þegar við
komum heim á daginn eða vökn-
uðum á morgnana og komumst að
því, að Jón afi var kominn í heim-
sókn. Þá spjallaði hann við okkur,
sagði skemmtisögur og gátur og
alltaf skein lífsgleðin og bjartsýn-
in út úr andliti hans. Svo bauð
hann okkur í nefið og hló þegar við
hnerruðum.
Síðar, þegar við fórum að vaxa
úr grasi, komast á unglingsárin og
lífið fór að verða flóknara og erf-
iðara, var ekki betra að leita til
nokkurs manns með lífsgátuna,
vangaveltur um lífið og tilveruna
og þau vandamál, lítil eða stór,
sem við þurftum að leysa. Alltaf
fórum við frá honum eftir slíkar
viðræður, glaðari í hjarta og með
betri trú á tilveruna og framtíð-
ina. Slík var lífsgleði hans og
skarpskyggni.
Við erum ákaflega þakklát fyrir
að hafa fengið að njóta samvista
hans og kveðjum því Jón afa með
söknuði.
Barnabörn
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Frjálsar ástir
Ég er fjórtin ira gömul. Núna eitt kvöldið var ég í bíl með
nokkrum strikum og vissi ekki annað en öllu veri óhett. Einn
strikurinn fór með mig út úr bílnum og heimtaði, að ég léti að
vilja sínum. Ég var dauöhredd. Ég get ekki sagt mömmu fri
þessu, af því að ég veit, að hún skammar mig. Eg hef svo
miklar ihyggjur. Iljilpaöu mér.
Þú ættir að fara þegar í stað á fund prestsins þíns
og skýra honum frá þess. Hann getur sagt þér, hvar
þú getur fengið læknishjálp. Þú hefur verið tekin
nauðug, og ef pilturinn er ábyrgur fyrir lögum, þá
veit hann hvers hann má vænta. Þú ættir að öðru
leyti að þegja yfir þessu. Þá ertu öruggari, og þú
varðveitir æruna.
Svo oft eru konur beittar ofbeldi á þennan hátt, að
það gerist á níundu hverri mínútu í landi okkar.
Kynæðið er að gera út af við okkur. Tuttugu og sex
menningarríki hafa hrunið og fallið í gleymsku. Sú
hætta virðist vera fyrir hendi að við förum sömu
leið. Ástandið í siðferðismálum meðal þjóðarinnar
er ömurlegt. Fulltrúar frjálsra ásta og nýs siðferðis
eiga hér hlut að máli.
Við vorum fyrir nokkru að halda kristilegar sam-
komur í litlum bæ. Þar fullyrtu unglingarnir, að
engin stúlka eldri en 15 ára, ekki ein, hefði staðizt
kröfuna um frjálsar ástir, sem tíðkaðist í mennta-
skólanum, allar hefðu látið undan.
Fólk gerir sér ljóst, að þetta býr unglingana ekki
undir að verða góðir foreldrar, heldur þvert á móti.
Þeir halda, að þeir hafi vaðið fyrir neðan sig, en þeir
fljóta að feigðarósi.
Við þörfnumst endurnýjunar fornra dyggða, ef
þjóð okkar á að bjargast frá algjöru siðferðishruni.
Að svo mæltu vil ég bæta því við, að ég þekki
marga unglinga, sem hafa helgað líf sitt Kristi. Þeir
eru von framtíðarinnar.