Morgunblaðið - 19.06.1982, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982
Minning:
Hjörleifur Jóns-
son frá Giljum
Fæddur 12. janúar 1888
Dáinn 13. júní 1982
Að vonum fækkar þeim óðum úr
samfylgdinni, sem kenndir eru við
aldamótakynslóðina. Einn úr
þeirra hópi var móðurbróðir minn
og náinn vinur, Hjörleifur Jónsson
frá Giljum í Mýrdal, en hann lézt í
Vífilsstaðaspítala 13. þ.m. Hafði
hann legið þar rúmfastur nær
óslitið um þriggja ára skeið og
notið svo frábærrar aðhlynningar
í hvívetna, að ég vil hér færa
læknum og starfsliði á deild 2 al-
úðarþakkir fyrir.
Hjörleifur var fæddur 12. janú-
ar 1888 og því rúmiega 94 ára að
aldri, þegar hann kvaddi þennan
heim. Hér lágu að baki mörg ár og
flest starfsöm, en síðasti áratugur
reyndist frænda mínum oft allerf-
iður sökum brjóstþyngsla (asma).
Varð hann þá að leita suður á Víf-
ilsstaði um lengri eða skemmri
tíma til þess að fá sæmilega
heilsubót. En smám saman tók
hann að mæðast í glímunni við
þrálátan sjúkdóm og eins Elli
kerlingu, sem öllum kemur á kné,
þótt annað bætist ekki við. Að
öðru leyti naut Hjörleifur óvenju-
góðrar heilsu og þurfti aldrei að
leita sjúkrahúsa fyrr en kominn
var á níræðisaldur.
Foreldrar Hjörleifs voru þau
hjónin Sigríður Jakobsdóttir og
Jón Jónsson, sem um margra ára-
tugi bjuggu á Giljum í Mýrdal og
komu upp stórum barnahópi. Alls
urðu börnin 14, en hin skæða
barnaveiki hjó skörð í þann hóp
eins og svo víða hér á landi fram
undir síðustu aldamót. Samt kom-
ust níu barna þeirra Gilnahjóna
til fullorðinsára, og nú' lifir hið
yngsta, Sigríður, eitt eftir, 84 ára
gömul.
Af sjálfu sér leiðir, að ég þekkti
allt þetta fólk mjög náið frá barn-
æsku minni, en einhvern veginn
hændist ég einna mest að þessum
nýlátna frænda mínum. Hann var
líka með afbrigðum barngóður,
þótt ekki ætti fyrir honum að
l.ggja að eignast sjálfur konu og
börn. Ég naut þessa eiginleika
hans í ríkum mæli.
Hjörleifur eða Leifi, svo sem
hann var venjulega kallaður, ólst
upp í glöðum systkinahópi og
vandist allri sveitavinnu, enda
mun hann snemma hafa orðið lið-
tækur vel við flest verk. Þegar ég
man Leifa fyrst, rak hann búið á
Giljum með Markúsi, bróður sín-
um, og móður, því að faðir þeirra dó
árið 1920. En að vetri til fór hann
á togara og var um fjölmörg ár
saltari og lengst á Braga. Hef ég
fyrir satt, að hann hafi þótt vík-
ingsmaður í því verki, ekki síður
en við heyskapinn að sumarlagi,
en þar var hann hamhleypa hin
mesta.
Leifi kynntist mörgum góðum
dreng á togaraárum sínum og þá
kom oft fram það, sem ég nefndi
hér framar, hversu barngóður
hann var. Þau urðu mörg börn
samskipsmanna hans og raunar
annarra einnig, sem nutu sumar-
dvaiar á Giljum fyrir hans tilstilli
á árunum frá um 1920 og fram
yfir 1940, er gamla Gilnaheimilið
leystist upp. Og sum börnin dvöld-
ust þar jafnvel sumar eftir sumar
og önnur samfellt um mörg ár.
Hygg ég, að Leifi hafi hér átt
drýgstan hlut að, enda hlynnti
hann vel að þessu ungviði. Trúi ég
ekki öðru en margur sumardval-
argesturinn hugsi hlýtt til hans
nú að leiðarlokum, ekki síður en
ég.
Þá er rétt að geta þess, að fyrir
mitt minni eða skömmu fyrir 1920
dvaldist Leifi í Vestmannaeyjum
og var um skeið aðstoðarmaður á
gamla spítalanum hjá þeim kunna
lækni Halldóri Gunnlaugssyni.
Þar kom Leifi sér mjög vel eins og
annars staðar, og var til þess tek-
ið, hversu nærgætinn hann var við
sjúklinga og léttur í lund.
Ég minntist á það, að Leifi hefði
verið hamhleypa við heyskapinn,
en það var hann við öll þau störf,
sem hann tók að sér. Um það er
mér fullkunnugt frá samvistarár-
um okkar á Giljum á hverju sumri
frá um 1930 og fram á stríðsár. En
hann þoldi engum hangs eða droll
Móðir mtn.
t
andaöist 17. júni.
VILBORG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Þingeyri,
Bjarni Skarphéðinsson.
t
Maöurinn minn, bróöir og afi,
VALENTÍNUS ÓLAFUR VALDIMARSSON,
verður jarösunginn mánudaginn 21. þ.m. kl. 13.30.
Inga Jóhannesdóttir,
Guðrún Valdimarsdóttir
og afabörn.
t
Bestu þakkir fyrir hlýhug og vinsemd viö andlát
LÁRU BJARNADÓTTUR,
Hjarðarholti, Ólafsvík.
Sérstakar þakkirfærum viö Kvenfélagi Ólafsvíkur, sem heiöraöi
minningu hennar á rausnarlegan hátt.
Birna Jónsdóttir, Sigurður Reynir Pétursson,
Úlfljótur Jónsson, Ingíbjörg Pétursdóttir,
Gísli Jónsson, Jóna Birta Óskarsdóttir.
t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö móöur okkar, tengdamóöur og ömmu. viö andlát og jaröarför
GUÐMUNDÍNU JÓNSDÓTTUR,
Skúlagötu 64.
Gróa Björnadóttir, Haraldur Jónsson,
Vilhjálmur Sigurðsson, Jakobína Áskelsdóttir,
Kristjana Sigurðardóttir og barnabörn.
og þá gat okkur, unglingunum,
þótt hann á stundum allvinnu-
harður. En hann dró ekki heldur
af sjálfum sér, og því gat hann
leyft sér að gera kröfur til ann-
arra. Eftir á kunna menn oftast að
meta slíkan vinnuskóla og sjá þá,
að hann var hollur. Hugmaður var
frændi líka alla tíð og vildi láta
verkin ganga. Mýrdælingar
þekkja sjálfir bezt, hversu úr-
komusamt er í sveitinni fögru og
oft erfitt að þurrka töðuna. Eink-
um var þetta erfitt fyrir daga súg-
þurrkunar, og þá þurfti að nýta
hverja glæfu sem bezt. Frændi
minn var þar engin undantekning
og leit þá oft til lofts eftir upp-
styttu. Varð fleyg á heimilinu sú
setning, þegar hann herti á
mönnum til að halda á teig, að
hann væri allur orðinn léttur und-
ir og því mál að hreyfa sig. Hent-
um við gaman að, en þetta litla
dæmi lýsir Leifa vel, því að hann
var í raun alla tíð bjartsýnismað-
ur.
Segja má, að tvær Sigríðar hafi
haldið Gilnaheimilinu saman á
síðustu árum þess. Önnur var sjálf
húsmóðirin, amma mín, sem lá
lengst af rúmföst þann tíma,
sem ég man þaðan. Hafði hún búið
þar með manni sínum frá 1880 og
þar til hann lézt 1920. Eftir það
bjó hún áfram næstu árin með
sonum sínum, Markúsi og Hjör-
leifi. Stóð Markús einkum fyrir
búinu, því að hann var hættur að
fara í útver, þegar hér var komið.
Hin Sigríðurin var Þorsteinsdóttir
og ævinlega kölluð Sigga gamla,
þótt þær nöfnur væru nær jafn-
aldra. Hafði hún komið í heimilið
um svipað leyti og Leifi fæddist.
Þjónaði hún heimilinu af mikilli
dyggð og ósérplægni upp frá því,
enda verður mér alitaf hlýtt um
hjartarætur, þegar ég hugsa til
hennar og sumardvalar minnar
austur þar. Sigga gamla tók sér-
stöku ástfóstri við Leifa nýfæddan
og var eins og fóstra hans. Man ég
vel, að hún hugsaði alltaf um
plöggin hans og hefur trúlega gert
frá upphafi. Sigríður, amma mín,
lézt 1941, komin fast að níræðu, og
Sigríður Þorsteinsdóttir 1943 um
nírætt. Og með þessum gömlu
konum lauk sögu Gilnaheimilis,
sem staðið hafði rúm 60 ár og
margur gamall Mýrdælingur man
áreiðanlega enn fyrir glaðværð þá
og gestrisni, sem það var rómað
fyrir.
Arið 1943 seldi Markús jörðina,
og héldu þeir bræður þá báðir suð-
ur á mölina í Reykjavík. Hjörleif-
ur gerðist um stuttan tíma starfs-
maður á Kleppi, en fljótlega réðst
hann til starfa að Vífilsstöðum,
sem þá var eingöngu berklahæli.
Þar gekk hann að margs konar
verkum til ársins 1961, en þá varð
hann að víkja sökum aldurs. Hafði
hann þó fengið að vinna nokkur ár
fram yfir venju, enda óvenju-
hraustur, og mest var það fyrir
tilstuðlan Helga Ingvarssonar yf-
irlæknis. Mat Helgi mjög störf
Hjörleifs og samvizkusemi alla.
Var og alltaf mikið vinfengi milli
Hjörleifs og yfirlæknisfjölskyld-
unnar. Þessi ár Leifa á Vífilsstöð-
um voru mjög góð, og þar undi
hann hag sínum vel.
Þegar hann lét af störfum, flutt-
ist hann í litla kjallaraíbúð að
Sjafnargötu 1 og var þar síðan að
mestu í skjóli systur sinnar og
mágs, meðan hans naut við. A
þessum árum bjó ég í sama húsi
með fjölskyldu minni, og þar var
sama saga og áður, að börn okkar
hændust að Leifa frænda og áttu
marga ferð niður til hans. Eru
minningar okkar frá þessum árum
margar skemmtilegar, því að Leifi
kom öllum í gott skap með léttri
lund og glampa í augum.
Leifi borðaði hjá systur sinni, er
hún var orðin ekkja, og var henni
mikil stoð á marga lund. Áttu þau
saman notalegt ævikvöld og gátu
yljað sér við margar ljúfar minn-
ingar frá bernskuheimilinu á Gilj-
um. Og nú er saga frænda míns öll
og ekkert við að segja um aldur-
hniginn mann.
Líkamsleifar míns elskulega
frænda verða fluttar austur að
Reyniskirkju, en þar beið hans
legstaður um nær 40 ár, því að við
hlið sinnar gömlu „fóstru" frá
uppvaxtarárunum kaus hann að
hvíla að leiðarlokum. Hafði hann
raunar lofað henni því löngu áður
en hún lézt. Þannig vitjar Leifi
dalsins síns eftir langa fjarveru,
og verður ekki annað sagt en
þarna hafi tryggðin milli hans og
Siggu gömlu náð út yfir gröf og
dauða. í sama kirkjugarði að
Reyni hvíla foreldrar hans og
mörg systkini.
Nú er leiðir skilur, vil ég segja
þetta, elsku frændi; Vertu kært
kvaddur af okkur öllum, og hafðu
þökk fyrir langa og skemmtilega
samfylgd.
Jón Aðalsteinn Jónsson
„Það heyrist ekki héraðsbrestur,
þótt hrökkvi sprek í tvennt.“ Svo
kveður Guðmundur Friðjónsson.
Hljóðlega brast lífsþráður vinar
okkar og frænda Hjörleifs Jóns-
sonar frá Giljum hinn 13. þ.m. á
95. aldursári. Hér verður ekki rak-
inn æviferill, það mun gert af öðr-
um, aðeins þakkað fyrir langa
samfylgd og órofatryggð og vel-
gjörðir. Allar minningar okkar
um Hjörleif eru bjartar og ljúfar.
Þær eru sólskinsblettir á himni
minninganna.
Frá æskuheimili hans stafaði
gleði og gestrisni móti hverjum,
sem að garði bar. Sagt var, að
móðir þeirra Gilnasystkina gengi
hart eftir því við stúlkur sínar, að
hundar næturgesta fengju sinn
mat, áður en gestum var veittur
beini. Þessi arfur fylgdi Hjörleifi
allt að leiðarlokum.
Annar sterkur þáttur í skap-
höfn hans var gleðin. Aldrei var
gáski hans bjartari og frjálsari en
í hópi unglinga og æskufólks. Og
engan vildu ungmennin frekar í
sínum hópi en hann.
Ef níðþung rosaský huldu him-
ininn, og skap manna var eftir því
um hábjargræðistímann, var haft
eftir Hjörleifi: „Þetta er allt í lagi,
hann er léttur undir."
Hversu sæll er sá, er getur af
sannfæringu miðlað öðrum slíkri
lífsspeki. Og því er það, að við
hjónin og börn okkar höfum svo
mikið og margt að þakka honum,
sem við nú kveðjum. Hönd hans
var hlý og færandi. Hans létta
lund kom með birtu í bæinn. Og
nú, þegar hann er kvaddur, er ein
systir á lífi af öllum Gilnasystkin-
um, 14 fæddum, en 9, sem upp
komust. Hjá þessari systur sinni,
Sigríði, og manni hennar, Jóni
Ormssyni rafvirkjameistara, átti
Hjörleifur ávallt skjól, og var
mjög kært með þeim systkinum.
Hjartans samúðarkveðjur færum
við henni við missi kærs bróður.
Honum, sem er farinn, þökkum
við allt og allt.
Jóna og Jón Pálsson
Minning:
Kristberg Elísson
skipaviðgerðarmaður
Fæddur 5. september 1912
Dáinn 8. júní 1982
Laugardaginn 19. júní, verður
jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkur-
kirkju, Kristberg Elísson, skipa-
viðgerðarmaður.
Hann var fæddur og uppalinn í
Grundarfirði að Vatnabúðum í
Eyrarsveit, sonur hjónanna Vil-
borgar Jónsdóttur og Elís Gísla-
sonar. Kristberg var yngstur 9
systkina og eru þrjú þeirra eftir-
lifandi. Hann hóf störf á sjónum
aðeins 14 ára gamall, og reri þá
með föður sínum á opnum vélbát,
en 18 ára gamall var hann kominn
á stærri báta og réri hann á ýms-
um bátum sem gerðir voru út frá
Grundarfirði, allt til ársins 1955,
eða í hartnær þrjá áratugi.
Kristberg kvæntist hinni ágæt-
ustu konu, Elínu Sæmundsdóttur
frá Arnabotni í Helgafellssveit,
þann 28. október 1948, en hún er
dóttir hjónanna Jóhönnu Elínar
Bjarnadóttur og Sæmundar Guð-
mundssonar. Hún er yngst 10
systkina og fluttist með fjölskyldu
sinni tveggja ára gömui að
Hraunhálsi í sömu sveit, þar sem
hún ólst upp.
Elín og Kristberg byrjuðu sinn
búskap í Grundarfirði og bjuggu
þar um 8 ára skeið. Þau urðu fyrir
þeirri miklu sorg að fyrsta barn
þeirra andaðist í fæðingu þann 1.
október 1949. En árið eftir tóku
þau í fóstur Guðnýju Elísdóttur f.
16. ágúst 1950, sem þá var aðeins
10 daga gömul, og óiu hana upp, og
reyndust þau henni hinir bestu
foreldrar. Þau eignuðust síðan tvo
efnilega syni, þá Kristberg Elís,
fæddur 14. febrúar 1955 og Jóhann
Sævar, fæddur 28. ágúst 1958.
í desember 1955 fluttist fjöl-
skyldan suður til Njarðvíkur, þar
sem þau hjónin höfðu fest kaup á
íbúð að Hólagötu 41 og hafa þau
ávallt búið þar síðan. Hóf Krist-
berg störf við skipaviðgerðir hjá
Skipasmíðastöð Njarðvíkur og
vann hjá því fyrirtæki í um 26 ár,
eða þar til hann veiktist nú fyrir
skömmu af þeim sjúkdómi sem
svo margan manninn hefur lagt að
velli fyrir aldur fram.
Eins og títt var um unga menn á
svipuðu reki og Kristberg, alinn
upp í litlu sjávarplássi úti á landi
við fátækt og harðindi þar sem fá
atvinnutækifæri gáfust og erfitt
var að afla sér menntunar, þá
gladdi það hann mikið að báðir
synir hans, sem hófu störf hjá
sama fyrirtæki og hann, þegar á
unga aldri og urðu síðan nemar og
í kjölfar þess fullnuma skipasmið-
ir.
Mér og konu minni er ljúft að
minnast Begga og Ellu eins og við
kölluðum þau er við gerðumst
þeirra sambýlisfólk að Hólagötu
41, árið 1956, þegar við keyptum
neðri hæðina í því húsi. Það var
ekkert það til sem þau vildu ekki
gera til að létta undir því verki
sem fyrir lá, fyrir utan frábæra
gestrisni, sem ávallt einkenndi
það heimili. Sambúð okkar stóð í
átta ár og bar þar aldrei skugga á
og hefur tengt okkur sterkum vin-
áttuböndum æ síðan.
Börn okkar voru á svipuðu reki,
og má sama segja um þeirra sam-
band. Þau hjónin voru sérstaklega
samhent og farsæl í sínu hjóna-
bandi og má sgja að það sem ann-