Morgunblaðið - 19.06.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1982 21 fltofgtisililiifeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 7 kr. eintakiö. Festa og öryggi Frestun verkfalla er almennt fagnaðarefni. Vonandi nást kjarasamningar fljótlega, án þess að komi til stöðvunar á þeirri verðmætasköpun, sem ber uppi lífskjör okkar. Tíðni verkfalla og tapaðra vinnudaga, sem rýra þjóðartekjurnar, er afgerandi meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Tíð verkföll veikja atvinnuvegina — og verkfallsfréttir héðan hafa þegar komið ferðaiðnaði okkar og millilanda- flugi í koll. Olögleg verkföll og útflutningsbann á sjávarafurðir, sem Alþýðubandalagið reri að 1978, eru dæmi um víti til varnaðar, sem stórskertu samkeppnisstöðu okkar á er- lendum fiskmörkuðum og komu samkeppnisaðilum fyrst og fremst til góða. Þegar bráðabirgðasamningar til 6 mánaða vóru gerðir í nóvember sl. töluðu forvígismenn gjarnan um það, að nýta nú tímann vel og búa þann veg í haginn, að ekki þyrfti að koma til framleiðslustöðvunar á ný. Síðan þá hefur hinsvegar verið þrengt svo að rekstrarlegri stöðu atvinnuvega, ekki sízt í sjávarútvegi, m.a. með stjórn- valdsaðgerðum á sviði skattamála, verðlagsmála og geng- isstýringar, að möguleikarnir til að mæta kjarakröfum hafa í raun verið gerðir að engu. Hrun loðnustofnsins og verulegur samdráttur í þorskveiðum bætir svo gráu ofan á svart, enda eru bæði veiðar og vinnsla rekin með vax- andi tapi sem ógnar afkomu fólks í sjávarplássum lands- ins. Þá gerist það að formaður „Verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins" gengst fyrir samningum hjá hluta iðnlærðs starfsfólks í landinu, sem „sprengdu upp“ samkomulag milli ASI og VSÍ í síðustu viku, er þá var i burðarliðnum. Það var hvorki vilji til launajöfnunar né umhyggja fyrir láglaunafólki sem réð því „innskoti" Alþýðubandalagsins. Framvinda mála í íslenzku atvinnulífi gerir þörfina á því enn brýnni, að aðilir vinnumarkaðarins hverfi að nýj- um starfsháttum á sviði kjaramála, er skapi meiri festu og öryggi í þjóðarbúskapnum, sem er jú hin sameiginlega „mjólkurkýr“ starfsstéttanna í þjóðfélaginu. Gegn niðurstöðum kosninga Hátíðarhöldin fóru í alla staði vel fram í blíðskaparveðri 17. JÚNÍ hátíðarhöldin fóru fram í miklu blíðskaparveðri um land allt og segja má að þátttaka og framkoma fólksins hafi verið í samræmi við það. Samkvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar má fullyrða, að aldrei fyrr í sögu lýðveldisins hafi þjóðhátíðardag- urinn verið haldinn hátíðlegur í slíku góðviðri sem nú. Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn, sagði að hátíðarhöldin í Reykjavík hafi farið mjög vel fram, alveg frá upphafi til enda, og taldi hann að veðrið hafi átt einn stærst- an þá í hvernig til tókst. Óhætt er að giska á að rúmlega 30.000 manns hafi verið í miðbænum er mest var og þátttaka um kvöldið var með allra mesta móti. Þá var skrúðgang- an sem farin var á Arnarhól ein sú stærsta sinnar tegundar og til marks um það má benda á, að þegar fyrstu menn voru að koma inn á Arnarhól, voru síðustu menn að leggja upp frá Hlemmtorgi. Ölvun og læti voru með minnsta móti og hátíðarhöldin fóru að mestu fram óhappalaust. Lögreglan í Reykjavík kvaðst afskaplega ánægð með hvernig tókst til nú. Lögreglan í Kópavogi kvaðst ekki minnug þess að svo mikil þátttaka hafi verið þar áður. Hátíðarhöldin tókust í alla staði vel og ölvun var með minnsta móti. I Hafnarfirði, Mosfellssveit og Garðabæ, þar sem lögreglan í Hafn- arfirði hélt uppi löggæslu, tókust hátíðarhöldin mjög vel. Þátttaka þar hefur aldrei verið eins mikil og nú. Mikill fjöldi fólks tók þátt i skrúðgöngunni sem farin var í Hafnarfirði og giska má á að hátt á fimmta þúsund manns hafi verið í miðbænum, þar sem hátíðarhöld fóru fram við Lækjarskóla um dag- inn. Ölvun var mjög lítil og hátíðin fór fram slysalaust. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Akureyri fóru hátíðarhöld- in þar fram með miklum ágætum. Þátttaka fólks var þar meiri en áð- ur enda veður eins og best var á kosið. Ölvun og óspektir voru jafn- vel minni heldur en um venjulega helgi og allt fór fram slysalaust. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, leggur blómsveig frá íslensku þjóð- inni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Albert Guðmundsson, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar. Það var víðar en á Arnarhóli og í Hljómskálagarðinum, sem trúðar skemmtu börnum. Bæði í Siglufiröi og í Kópavogi vann Sjálfstæðisflokkur tvo bæjarfulltrúa — og skortir aðeins 1 fulltrúa í hreinan meirihluta á hvorum staðnum. Það fer ekki á milli mála, þegar þessi kosningaúrslit eru gaumgæfð, hvaða línur íbúar viðkomandi staða vóru að leggja með þessum kosninganiðurstöðum, hvert vilji þeirra stefnir. En kosningar hafa einmitt þann megintilgang í lýðræð- isríkjum að fá fram og fylgja eftir hinum almenna vilja þegnanna. Alþýðuflokkurinn tapaði rúmlega 24% fyrra fylgis í Siglufirði og Alþýðubandalagið tæplega 15%, en tap þess í Kópavogi var hvorki meira né minna en nálægt 30%. Þrír af hverjum 10 kjósendum Alþýðubandalagsins í Kópavogi 1978 sögðu skilið við það nú — og fjórði hver kjósandi Alþýðuflokksins í Siglufirði. Það er því ekki hægt að segja að íbúar þessara staða hafi beinlínis verið að kalla þessa flokka, eða frambjóðendur þeirra, til sér- staks trúnaðar. A grundvelli sameiginlegs skipbrots og þvert á lýðræð- islegar niðurstöður kosninganna krunka vinstri flokkarn- ir sig saman um meirihlutamyndun. Sá kostur fylgir þó þessum andlýðræðislegu vinnubrögðum, að þau skerpa línur og skapa skýrari valkosti. Richard Björgvinsson, oddviti bæjarstjórnarflokks sjálfstæðismanna í Kópa- vogi, sagði þau viðbrögð ein við hæfi, að setja nú þegar markið á meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Það markmið á einnig við um Siglufjörð og fjölda annarra sveitarfélaga þar sem aðeins skortir herzlumun í hreinan meirihluta sjálfstæðismanna. Ingirídur drottning Ingiríður drottning, ekkja Frið- riks Danakonungs, kemur í heim- sókn til íslands í dag. Af því til- efni hefur dr. Gunnar Thorodd- sen, forsætisráðherra, að ósk Morgunbiaðsins, ritað eftirfar- andi grein: Á vordögum árið 1935 gengu þau í hjónaband, sænska prins- essan Ingiríður, dóttir Gústavs VI Adolfs, síðar Svíakonungs, og Friðrik ríkisarfi Danmerkur og íslands. Þrem árum síðar komu þau Ingiríður krónprinsessa og Friðrik krónprins íslands og Danmerkur hingað til lands og ferðuðust um. Framkoma og viðmót vöktu virðingu og hlý- hug í þeirra garð. Þegar að því dró, að íslend- ingar létu rætast þann draum að endurreisa lýðveldi á íslandi, gerðu þau hjón sér raunsæja grein fyrir því, hvert hlaut að stefna. Þau áttu þá og síðan drjúgan þátt í því að draga úr biturleika, sem slíkum atburð- um hlýtur að verða samferða, °g byggja upp betri og traustari vináttu þjóðanna tveggja. Ingiríður vann frá fyrstu stund hug og hjörtu dönsku þjóðarinnar. Sem krónprins- essa, drottning og ekkjudrottn- ig hefur hún haldið óskertu trausti og aðdáun fólksins. Ber þar margt til: Lifandi þátttaka hennar í líknarmálum, félags- og menningarstarfi, — hlýleik- inn gagnvart lágum sem háum, er frá hjartanu streymir, skyldurækni, vitsmunir og glæsileg framkoma. Stjórnarskrá Danmerkur var breytt árið 1953 á þá lund, að konur hefðu jafnan rétt til ríkiserfða sem karlar. Þá varð Margrét, elsta dóttir þeirra Ingiríðar og Friðriks, erfingi Ingiríður drottning og Friðrik konungur á ferð í Danmörku krúnunnar og væntanlegur meykóngur eftir föður sinn. Uppejdi hennar og undirbún- ingur undir hið mikilvæga starf varð viðfangsefni móðurinnar fyrst og fremst. Það rækti Ingi- ríður að allra dómi af miklum hyggindum. Margrét kóngsdótt- ir hlaut fjölþætta menntun og þjálfun. Meðal annars innritað- ist hún í lagadeild. Ég spurði Ingiríði drottningu þá, hvort ætlunin væri, að Margrét lyki lagaprófi. Nei, svaraði drottn- ing, en hún þarf að öðlast þá þekkingu, „at hun kan sporge klogt." Árið 1956 komu dönsku kon- ungshjónin í opinbera heimsókn til Islands og var þeim vel fagn- að. Gömul og einlæg vinátta Friðriks konungs og Ásgeirs forseta hafði heillavænleg áhrif á samband landanna. ísland hefur trauðla átt einlægari vini á konungsstóli Danmerkur en konungshjónin Ingiríði og Frið- rik áttunda. Veri Ingiríður drottning vel- komin til Islands. Gunnar Thoroddsen _ r Forseti Islands veitir heiðurs- merki hinnar íslensku fálkaorðu FORSETl íslands hefur í tilefni þjódhátíöardagsins 17. júní sæmt eftirtalda menn heiðursmerki hinnar íslensku fálkaordu: Dr. jur. Armann Snævarr, hæstaréttardómara, stjörnu stórriddara fyrir embættisstörf. Ásgeir Ó. Einarsson, dýralækni, riddarakrossi fyrir störf á sviði dýralækninga. Barða Friðriksson, framkvæmdastjóra, riddarakrossi fyrir félagsmálastörf. Eyjólf ísfeld Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóra, riddarakrossi fyrir störf á sviði fiskvinnslu og út- flutningsmála. Guðna Magnússon, málara- meistara, Keflavík, riddarakrossi fyrir félagsmálastörf. Gunnar Bergsteinsson, for- stjóra, riddarakrossi fyrir störf á sviði sjómælinga og landhelgis- gæslu. Hafliða Jónsson, garðyrkju- stjóra, riddarakrossi fyrir störf á sviði garðyrkjumála. Dr. med. Hjalta Þórarinsson, yfirlækni, riddarakrossi fyrir embættisstörf. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóra, riddarakrossi fyrir störf á sviði sjávarútvegsmála. Séra Óskar J. Þorláksson, fv. dómprófast, stórriddarakrossi fyrir embættisstörf. Dr. phil Pétur M. Jónasson, prófessor, riddarakrossi fyrir rannsókna- og vísindastörf. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands, stjörnu stór- riddara fyrir embættisstörf. Ragnheiði Hafstein, fv. forsæt- isráðherrafrú, riddarakrossi fyrir störf í þágu hins opinbera. Sigurð Ágústsson, fv. bónda og tónskáld í Birtingarholti, Árnes- sýslu, riddarakrossi fyrir störf að tónlistarmálum. Stefán Stefánsson, fv. bóksala, riddarakrossi fyrir störf á. sviði verslunar- og félagsmála. Steinunni Finnbogadóttur, ljósmóður, riddarakrossi fyrir fé- lagsmálastörf. Tómas Steingrímsson, stór- kaupmann, Akureyri, riddara- krossi fyrir störf á sviði viðskipta- og félagsmála. Þorstein Davíðsson, fv. verk- smiðjustjóra, Akureyri, riddara- krossi fyrir störf á sviði iðnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.