Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 24
SÍF 50 ára MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 „Helgarvinnubönn eru ekki til þess að bœta gæðin “ — segir Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri „Sem framkvæmdastjóri fyrir- tækis, sem er í edli sínu sölu- skrifstofa, þá hlýtur sölustarfiö að ver amitt aðalverksvið,“ sagði Friðrik Pálsson, framkvæmda- stjóri, þegar rætt var við hann. Friðrik hóf störf hjá SÍF árið 1974, en þá hafði hann nýlokið viðskiptafræðinámi. „Auk þess- ara fyrrgreindu mála, þá fer verulegur tími í hagsmunagæzlu, því öðrum þræði hefur starf SÍF þróast í það, að vera hagsmuna- samtök félagsmanna sinna. Ennfremur fer líka mikill tími í að hafa samband við framleið- endur, þótt mér finnist að ég geti ekki gefið mér nógu mikinn tíma til þess.“ — Á fyrri árum var SÍF oft kallað einokunarfélag, á það sér einhverja stoð? „Skynsamir menn hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því, að SÍF eru frjáls félagasamtök manna, sem framleiða ákveðna vöru, sem í þessu tilviki, er saltfiskur, og hafa þessir menn kosið að hafa fyrirkomulagið á þennan hátt." — Nú hafið þið átt mikilli velgengni að sæta undanfarin ár. Hverju er það að þakka? „Ástæðan fyrir þessari vel- gengni undanfarin ár, er að við höfum það orð á okkur, að við séum áreiðanlegir í viðskipt- um. SÍF er það stórt á markaðnum, að við getum ávallt látið í té það magn, sem kaupendur hafa áhuga á að kaupa og um leið tryggt stöð- ugt framboð. Þó framleiðslan hjá okkur sé sveiflukennd, þá virðist hún vera það t enn rík- ari mæli hjá keppinautum okkar. Hvað Kanadamenn við- víkur, þá hafa þeir í mörg ár talað mikið, en sem betur fer lítið framkvæmt, enn sem komið er að minnsta kosti. Það er alltaf verið að segja, að þeir séu að koma með mikið magn inn á markaðina, — en það ger- ist ekki enn í þeim mæli.“ — En hvernig eru framtíð- arhorfur? „Okkur er mjög gjarnt, til að kenna um ytri aðstæðum í sölumálum þegar illa gengur og það í hvaða grein sem er. Auðvitað er það rétt, að ytri aðstæður ráða mjög miklu. I mínum huga er þó ljóst, þegar við íhugum hvernig okkur muni ganga í framtíð- inni samanborið við keppinaut- ana, að þar skiptir öllu að við stöndum okkar í gæðasaman- burði. Það er helgarvinnubann bæði á bátum og í vinnslu- stöðvum, en helgarvinnubönn eru ekki til þess að bæta gæðin. Afkastageta flotans er orðin það mikil, að þegar vel aflast ráða vinnslustöðvarnar ekki við það sem á land berst, enda hafa þær verið í fjársvelti á meðan fiskiskipin hafa streymt inn í landið langt umfram skynsamleg mörk. Þá er það svo, að það vantar oft töluvert á, að fólk geri sér grein fyrir, að við lifum á mat- vælaframleiðslu, en einmitt þess vegna þurfum við að vanda vel til.“ „Að öðru leyti er hægt að segja það um framtíðina, að framleiðsla fyrirtækja innan SÍF er afskaplega hefðbundin og þarf að vera það til þess að varan breytist ekki. Hitt er ekki minna mál, að neysluvenj- ur eru sérstaklega hefðbundn- ar í viðskiptalöndunum og þrátt fyrir ítarlegar athuganir 23 Friðrik Pálsson okkar og annarra á neytend- aumbúðum og breyttri sölu- tækni til neytenda, þá virðist það ganga mjög hægt. Á hinn bóginn höfum við áhuga á, að koma okkar vöru til neytenda í eins snotrum og hagkvæmum umbúðum og frekast er kostur, en í þessu tilfelli á innihaldið að selja þessa sérkennilegu bragðmiklu vöru,“ sagði Friðrik Pálsson að lokum. „Segist alltaf vera blankur þegar beðið er um peninga “ — segir Haraldur Jónasson gjaldkeri, sem starfað hefur hjá SÍF frá upphafi Einn er sá maður, sem starfað hefur hjá Sölusambandi ísl. físk- framleiðenda frá upphafi, ef svo má segja. Það er Haraldur Jónasson, gjaldkeri fyrirtækis- ins, en Haraldur hóf störf hjá SÍF nokkrum dögum eftir að það var stofnað, eða í byrjun júlí 1932. „Ég hóf störf sem sendill og mitt aðalstarf var að fara í bankann og sendast fyrir starfsfólkið á skrifstofunni. Við vorum til húsa í Ing- ólfshvoli, þar sem nú er Landsbankinn á horni Póst- hússtrætis og Hafnarstrætis. Upphæðirnar, sem fóru á milli handa manna í þá daga voru ekki háar. Mér fannst hreint voðalegt að þurfa að fara með 1000 krónur á milli bankans og skrifstofunnar, en nú kippi ég mér ekki upp við það þótt ég rölti á milli með tvær millj- ónir í vasanum. Já, upphæð- irnar hafa breyst óhugnanlega mikið," sagði Haraldur þegar rætt var við hann. Þegar Haraldur hóf störf hjá SIF voru þar 12 manns starfandi og forstjórar þeir Kristján Einarsson, Ólafur Proppé og Richard Thors. „Þessir þrír menn voru góð- ir húsbændur og á skrifstof- unni voru góðar perlur. Má þar nefna Ólaf Briem, Guð- mund Þórðarson og Harald Ágústsson, gjaldkera, sem þá var. Samstarf forstjóranna var einstaklega gott, bæði inn á við og út á við. Nú, eftir mitt fyrsta sumar sem sendill hjá SIF, þá fór ég í Verzlunarskólann, en var hjá SÍF á sumrin. Þeir sem þar réðu vildu allt fyrir mig gera Einar Guðfínnsson gert auðvelt að fylgjast með framvindunni, verðsveiflum og þess háttar. Þó er ég sannfærður um að ekki hefði þetta samstarf lánast nema vegna þess hve SÍF hefur verið lánsamt með starfsfólk. Mann fram af manni hafa starf- að og stjórnað á vegum SÍF, menn sem við félagsmennirnir höfum borið fullt traust til og mér er það ánægja að geta sagt að þeir hafa staðið undir þessu trausti. SÍF er félagsskapur einstakl- inga og fyrirtækja sem að sjálf- sögðu hafa margskonar hags- muni. Það segir hins vegar ekki litla sögu um fyrirtækið og for- ráðamenn þess að þannig skuli hafa verið haldið á málum að ekki hafi komið til teljandi ágreinings og að það sé bersýni- legur vilji þorra saltfiskverk- enda að halda áfram þessu sam- starfi. Ég vil nota tækifærið á þess- um tímamótum og árna SÍF, for- svarsmönnum þess, starfsmönn- um og öðrum sem að félags- skapnum standa, allra heilla og láta í ljósi þá ósk að jafn vel megi takast hér eftir sem hingað til að sinna hlutverki fyrirtækis- ins. og studdu mig á allan hátt. Eg lauk síðan við Verzlunarskól- ann árið 1939 og fór þá strax að vinna við bókhald hjá SIF. Vann ég við bókhaldið til árs- ins 1959 með Guðmundi Þórð- arsyni, en það ár tók ég við gjaldkerastöðunni." Ég spurði Harald að því hvort hann myndi eftir stofndegi SÍF, þar sem það virðist ekki vera ljóst, sökum þess að fyrsta fundargerðar- bók Sölusamlagsins glataðist á einhvern hátt. „Ég man ekki nákvæmlega hvenær SÍF var stofnað, en ég tel það hafa verið um mánaða- mótin júní-júlí 1932, því ég byrja að vinna þar um miðjan júlí. Það urðu miklar breyt- ingar til hins betra þegar SÍF var stofnað. Menn fóru aftur að fá jafnt verð fyrir afurðirn- ar, en saltfiskframleiðslan var búin að vera í gífurlegri lægð áður og höfðu margir farið á hausinn eða voru að gefast upp.“ Þá vék Haraldur aftur að þeim mönnum, sem hann vann með. „Ég kynntist Kristjáni Einarssyni best af forstjórun- um og hann reyndist mér al- veg frábærlega vel, sérstak- lega í öllum mínum veikind- um. Þá má ekki gleyma honum Helga Þórarinssyni, sem fyrst var almennur starfsmaður en framkvæmdastjóri frá 1947. Við unnum saman í rúm 30 ár og kom sérlega vel saman. Nú hafa komið ungir menn inn í fyrirtækið og þar vil ég nefna Friðrik Pálsso.n alveg sér- staklega, hann er svo skemmtilega ákveðinn. Ann- ars á maður ekki að taka einn mann fram yfir annan." Hverjar hafa helstar breyt- ingar orðið öll þau ár, sem þú hefur unnið á skrifstofum SÍF? „Það urðu margvíslegar breytingar fyrir okkur á skrifstofunni með tilkomu flugvélanna. Áður en farið var að fljúga á milli íslands og annarra landa, þurftu allir pappírar að fara með skipun- um sem fluttu vöruna út. Það þurfti að ljúka við alla papp- írsgerð á síðustu stundu, fara með þá í toll og á fleiri staði og síðast þurfti að koma þeim um borð í skipin. Þá er ég hrif- inn af tölvuvæðingunni, nú fær maður alla reikninga á stundinni og það sparar mik- inn tíma.“ Það kom fram hjá Haraldi, að lítið var um að vera hjá SÍF á stríðsárunum. Þá vann hann hjá Sænska frystihúsinu, „en ég var reyndar alltaf með ann- an fótinn á skrifstofu SÍF, var alltaf tilbúinn þegar á þurfti að halda." Hvernig gekk að fá greiðsl- ur á fyrstu árum samlagsins? „Það var oft erfitt með greiðslur, því er ekki að neita, menn voru oft blankir. Hins Haraldur Jónasson vegar verð ég að játa það nú, að ég hef aldrei verið blankur sem gjaldkeri hjá SÍF, nema þá í nokkra daga, en auðvitað segist ég alltaf vera blankur þegar verið er að biðja um peninga. Nú er ég orðinn 63 ára, en vonast samt til að fá að starfa hér í nokkur ár enn, nema þeir taki upp á því að sparka mér. Ég á þá ósk heitasta að andinn innan fyrirtækisins haldi áfram að vera eins og hjá stórri fjölskyldu," sagði Har- aldur Jónasson að lokum. SÍF rak niðursuðu- verksmiðju í 15 ár Um margra ára skeið eða frá árinu 1938 til ársins 1952 rak Sölusamband ísl. fiskframleiðenda niðursuðuverk- smiðju í Reykjavík og var verksmiðjan til húsa við Lind- argötu, þar sem nú er afgreiðsla Áfengisins. Fyrsti verksmiðjustjórinn var Þorvaldur Guð- mundsson í Síld og fisk, en síðan tók við Tryggvi Jónsson í Ora, og sá hann um rekstur verksmiðjunn- ar, þar til hún var seld, en það var fyrirtækið Mat- borg, sem keypti hana. Rekstur verksmiðjunnar gekk frekar brösulega, góður árangur náðist í sölu ýmissa tegunda, en miður í öðrum. Það sem helst var soðið niður í verksmiðj- unni var: murta, þorskur, ýsa, síld, hrogn og alls konar grænmeti, sem fór á innanlandsmarkað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.