Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 22
SIF 50 ára ___ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 _21 Sölusamband ísl. fiskframleiðenda 50 ára: Höfuðmarkmiðið var að stöðva verðlækkun á saltfiski og reyna að koma honum í eðlilegt verð Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda verður 50 ára fyrstu viku júlímánaðar næst- komandi, en af einhverjum ástæðum hefur stofndagur samtakanna gleymzt, sökum þess að fyrsta fundargerð finnst hvergi. Að baki stofnunar Sölusambands ísl. fiskframleiðenda (SÍF) liggja margar ástæður. Höfuðástæðan var og er samt sú, að saltfiskur hríðféll í verði árið 1931 og það ár er talið vera það óhagstæðasta öllum fiskframleiðendum í landinu frá upphafi. Um áramót 1931—1932 voru saltfiskbirgðir með því mesta, sem þær höfðu nokkurn tíma verið. Mikið af fiskinum var látið í um- boðssölu, sem stöðugt þrýsti verð- inu niður. Fiskeigendur vissu því ekki lengi, hvað þeir myndu fá fyrir framleiðslu sína, því margir bjuggust við, að þeir myndu fá einhverja uppbót í viðbót við fyrirframgreiðslu þá, sem þeir höfðu fengið þegar fiskurinn var tekinn, en það verð var komið niður í 45 krónur fyrir skippund af verkuðum fiski við Faxaflóa, en hafði verið yfir 80 kr. nokkrum mánuðum áður. Þar sem útgerðarmenn og fisk- kaupmenn höfðu reiknað með miklu hærra verði og höfðu því hagað fiskkaupum snum og útgerð í samræmi við það, voru skuldir þeirra við lánastofnanir himin há- ar og mjög erfitt um vik hjá flest- um, enda urðu margir einstakl- ingar og útgerðarfélög að afhenda bú sín til gjaldþrotaskipta. Þegar hér var komið, gekkst gamla Fisksölusamlagið fyrir því að koma betra skipulagi á sölu birgða þeirra, sem eftir voru í landinu. Meðlimir samlagsins voru aðallega fiskframleiðendur við Faxaflóa. Nú gengu ýmsir ein- staklingar og smá samlög út um landið í samlagið. Við þetta minnkaði framboðið og meiri ró færðist yfir fiskverzlunina, enda fór þess bráðlega að gæta í hækk- uðu verði, og var verðið síðari hluta janúar komið upp í 68 kr. af Faxaflóafiski og var það allveru- leg hækkun, en það sem meira var, þá óx eftirspurn við þessa kyrrð, sem Fisksölusamlagið skapaði, svo að birgðir gengu til þurrðar miklu fyrr en búizt var við. Verðið fór svo smáhækkandi og var komið upp í 75 krónur fyrri hluta marzmánaðar, og eitthvað var selt af nýjum húsþurrkuðum fiski fyrir 75 kr. Þegar kom fram í maímánuð og almennt var farið að bjóða út nýju framleiðsluna, fór verðið bráðlega niður í 70 krónur, og var töluvert selt á því verði af fyrstu fram- leiðslu. Brátt fór að bera á sömu ein- kennum óeðlilegrar samkeppni, sem svo illa hafði farið með fisk- verzlunina árið áður, sífellt undir- boð þrýstu verðinu niður í 65 kr. Þegar hér var komið sögu, sáu út- flytjendur sjálfir, sem jafnframt voru framleiðendur, að við svo bú- ið mátti ekki sitja, enda munu bankarnir hafa tekið í taumana. Orsakir þessa óhagstæða verð- lags, sem á undan er minnzt, var eins og fyrr segir margvíslegar og flestar þess eðlis, að ekki var á valdi Islendinga að ráða við þær. í fyrstu ársskýrslu SIF segir til dæmis: „I ársbyrjun 1931 voru meiri fiskbirgðir í framleiðslulöndunum en áður hafa þekkzt. Markaðs- löndin í Suður-Ameríku áttu við fjárhagsörðugleika að stríða, mjög dró þar úr fiskinnflutningi, en að sama skapi jókst framboðið í markaðslöndum okkar í Suður- Evrópu. Saltfisksala til Englands frá Islandi féll nálega niður, en aflinn hér við land þetta ár var með almesta móti. Við þetta bætt- ist svo, að í aðalmarkaðslandi okkar, Spáni, voru miklar óeirðir, peningagildi á reiki og glundroði í öllu viðskiptalífi. Þessar orsakir voru íslendingum óviðráðanlegar. En því verður ekki neitað, þegar litið er til hinnar sorglegu útkomu ársins 1931, að allmiklu hafi þar um ráðið óheppilegt fyrirkomulag á fisksölunni og einkum skortur á samtökum af hálfu íslendinga sjálfra. Þegar að því leið, að hin nýja framleiðsla ársins 1932 væri til- búin til sölu á erlendum markaði, kom brátt í ljós, þrátt fyrir nokkra bráðabirgðaverhækkun upp úr áramótunum, að verðlag var lágt og fallandi og var svo komið fyrrihluta júlímánaðar, að stórfiskur var boðinn til sölu um og undir 60 krónum og Labrador- fiskur um og undir 48 kr. skip- pundið f.o.b. Var þá hafizt handa um að stofna til mjög víðtækra frjálsra samtaka, til þess að fá úr því skor- ið, að hve miklu leyti yrði ráðin bót á þessu hörmulega ástandi af hendi íslendinga sjálfra. Leiddi þessi samtakaviðleitni til þess, að SÍF var stofnað í byrjun júlí 1932, með þeim hætti að þrjú stærstu útflutnings- og framleiðslufélögin, einmitt þeir aðilar, sem vegna eldri viðskipta og gamalla er- lendra sambanda höfðu öllum öðr- um fremur góða aðstöðu til að koma sínum eigin fiski fljótt í verð, nefnilega Kveldúlfur, Alliance og Fisksölusamlögin við Faxaflóa, bundust samtökum um sölu þess fisks, sem þessi félög réðu yfir. Síðan bættust allflestir fiskframleiðendur landsins í hóp- inn og var megnið af fiskfram- leiðslunni 1932 selt af stjórn þess- ara samtaka, en fyrstu stjórn skipuðu forstjórarnir Richard Thors, Ólafur Proppé og Kristján Einarsson og meðstjórnendur voru bankastjórarnir Magnús Sig- urðsson og Helgi Guðmundsson. Höfuðmarkmið samtakanna var að stöðva verðlækkun á útfluttum saltfiski og reyna að koma honum í eðlilegt verð með tilliti til kaup- getu í neyzlulöndunum. Jafnframt var samtökunum ætlað að styðja hagsmuni innflytjenda með því að koma í veg fyrir verðsveiflur á fiskinum að gera þeim þannig áhættuminna að kaupa fiskinn. Með öðrum orðum: hagsmunir hvorra tveggja voru hafðir fyrir augum, útflytjenda og sem inn- flytjenda." í fyrstu skýrslu SÍF segir enn- fremur: „Að þegar samtökin hófust, var stórfiskverðið að nafninu til um og undir 60 kr. skippundið og fisk- urinn raunar óseljanlegur á því verði, vegna þess að kaupendur kusu frekar að birgja sig upp í Færeyjum, en þar fór verðið stöð- ugt lækkandi. Að Sölusambandið hækkaði verðið þegar upp í 70—72 kr. fyrir Suður- og Vesturlandsfisk, og 80 kr. fyrir Norður- og Austurlands- fisk. Að því verði var haldið allt árið og þó fremur hækkandi eftir því sem á árið leið, og komst upp í 78 kr. fyrir Suðurlandsfisk og 85 kr. fyrir Norðurlands- og Austfjarða- fisk. Að Sölusambandinu tókst að selja allan fiskinn, sem nam um 90% af útflutningnum eftir að Sölusambandið tók til starfa. Að óhætt er að fullyrða, að yfir- leitt voru erlendir innflytjendur ánægðir með sölufyrirkomulagið." Þá segir að dregið hafi verið í efa af sumum keppinautum, að samtökin á Islandi hafi orðið til þess að hækka fiskverðið og á það bent til sönnunar, að Færeyjafisk- ur hafi einnig hækkað. En það sanna sé, að verð á Færeyjafiski hafi einmitt hækkað í skjóli hinna íslenzku samtaka og eru færðar sannanir fyrir því. Færeyingar sendu Poul Nicla- sen ritstjóra árið 1933 til Spánar og Portúgal til að kanna markaðs- ástandið í löndunum. Hann samdi ítarlega skýrslu um ferð sína fyrir Lögþingið og þar segir hann meðal annars: „Þegar samtök íslendinga hóf- ust í fyrrasumar, var verðið á Spáni svo lágt, að alls ekki varð komist hjá tapi, hvorki fyrir fær- eyska né íslenzka útflytjendur, og á fiskmarkaðnum var í rauninni mesti glundroði. Það geta ekki verið skiptar skoðanir um það, að hið íslenzka Sölusamband hefir einnig haft heppileg áhrif á verð- lagið á Færeyjafiski, og að mínu áliti væri mjög illa farið, ef svo skipaðist, að færeyskur fiskur yrði notaður til þess að gera hinum ís- lenzku samtökum örðugt fyrir, því að við Færeyingar eigum þeim mikið að þakka. Það má teljast alveg fullvíst, að ef Islendingum tekst að halda samtökunum uppi, muni það alltaf hafa gagnleg áhrif á verðlag á færeyskum fiski. Þegar ég spurði spánska innflytjendur um verð- horfur á færeyskum fiski, svöruðu þeir ávallt, að það væri undir því komið á hvaða verði íslenzkur fiskur yrði seldur; ef verðið félli á íslenzkum fiski, þá yrði einnig verðfall á þeim færeyska." Óhætt er að segja, að starfsemi SÍF hafi gengið betur fyrstu árin en nokkurn grunaði og fram að stríði var útflutningurinn frá 28 til 40 þúsund tonn á ári. Á stríðs- árunum datt framleiðslan niður og úflutningurinn komst niður í það að vera 1.100 tonn árið 1942. Starfsemi samtakanna hófst aftur af fullum krafti 1946 og það ár voru flutt út 14.800 tonn af salt- fiski. Síðan hefur framleiðslan aukizt mikið, einkanlega á síðustu árum, eftir að örla tók á erfiðleik- um í sölu frystra sjávarafurða og á síðasta ári flutti SÍF út 59.500 tonn af saltfiski að verðmæti 1.180 milljónir króna eða fyrir 118 gamla milljarða. Ljóst er, að SÍF hefur alla tíð verið mjög heppið með forystu- menn. Fram til þessa hafa aðeins fjórir menn gegnt starfi stjórnar- formanns. Fyrsti formaður var Magnús Sigurðsson bankastjóri, þá tók við Richard Thors, síðan Tómas Þorvaldsson og nú er Þorsteinn Jóhannesson stjórnar- formaður. Þórleifur Ólafsson tók saman. Myndir: ÓI.K.M. o.n. Stjórn SIF Núterandi stjórn SÍF. Fremri röð f.v. Sigurður Markússon, Reykja- vík, Bjarni Jóhannesson, Akur- eyri, Þorsteinn Jóhannesson, Garði, Soffanías Cecilsson, Grundarfirði. Aftari röð: Bene- dikt Thorarensen, Þorlákshöfn, Stefán Runólfsson, Vestmanna- eyjum, Guðbergur Ingólfsson, Garði, Ólafur Björnsson, Kefla- vík, Gunnar Tómasson, Grinda- vík, Hallgrímur Jónasson, Reyð- arfirði, Kristján Guðmundsson, Rifi, Einar Sveinsson, Reykjavík, Sigurður Einarsson, Vestmanna- eyjum, og Dagbjartur Einarsson, Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.