Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 SÍF 50 ára „SÍF var um tíma bit- bein stjórnmálaflokkanna “ Rætt við Helga Þórarinsson fyrrverandi framkvœmdastjóra Helgi l'órarinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SÍF, starfaði sem framkvæmdastjóri hjá sam- tökunum óslitið frá því í ársbyrjun 1947 þar til 1978 er hann lét af störfum. Og hafði hann þá unnið meira og minna hjá samtökunum frá 1933. Helgi dvaldi erlendis 1928 til 1929 og þá um tíma á Bilbao á Spáni, þar sem hann lærði nokkuð í spænsku. Eftir að hann kom heim hóf hann störf hjá Guðbrandi í Afenginu og var þar allt til ársins 1933. „Árið 1933 var ákveðið að senda mann til Norður-Atríku, það er til landanna við sunnan- vert Miðjarðarhaf og eins til að fára um Afríkulönd suður með Atlantshafi og kanna saltfisk- markaði í þessum löndum. Til þessarar farar valdist Runólfur Sigurðsson og fékk ég frí frá Áfenginu í þá 9 mánuði, sem Runólfur var í burtu til að sinna störfum hér heima hjá SÍF,“ segir Helgi þegar rætt var við hann. „Nú, þegar Runólfur kom heim á ný, þá fór ég á ný í ríkið, en þegar Fiskimálanefnd var stofnuð með lögum árið 1934 og Runólfur gerðist skrifstofustjóri þar árið 1935, tók ég þá við starfi hans hjá SÍF. Var ég í því starfi þar til í desember 1939, að ég var ráðinn sem skrifstofu- stjóri viðskiptanefndar og sem síðan var kölluð samninganefnd utanríkisviðskipta. Hjá þessari nefnd starfaði ég stríðsárin, að undanskildu árinu 1942, en þá vann ég hjá Friðrik Bertelsen og Co. og síðan 1946 starfaði ég í V2 dag hjá Bernhard Petersen, en í ársbyrjun 1947 tók ég við fram- kvæmdastjórastöðu hjá SÍF.“ — Var ekki erfitt um vik á saltfiskmörkuðunum fyrst eftir stríðið? „Það var mjög erfitt að selja saltfisk á eftirstríðsárunum. Erfiðleikarnir stöfuðu ekki af lítilli eftirspurn, heldur fyrst og fremst af fjárhagserfiðleikum í neyslulöndunum, en ástandið í þeim löndum var mjög bágborið eftir stríðið. Salan gekk mjög erfiðlega og sem dæmi má nefna, að árið 1947 dvaldi ég ásamt Þórði Albertssyni, sem þá var umboðsmaður SIF í Grikk- landi, í heilan mánuð á hóteli í Aþenu og beið eftir að maður kæmi á vegum Bandaríkjanna með peninga til þess að Grikkir gætu keypt saltfisk af okkur. Þetta var ekki einsdæmi, en þannig gekk þetta. Ástandið var einnig svipað á sjötta áratugnum. Það gekk mjög erfiðlega fyrir neyslulönd- in að afla gjaldeyris til saltfisk- kaupa og skipti raunar ekki máli hvar við Miðjarðarhafið maður bar niður. Til dæmis var um tíma ekki hægt að selja saltfisk til Italíu nema gegn greiðslum í lírum, sem síðan var ekki hægt að nota nema til kaupa á vörum þaðan. Vegna þessa gekk erfið- lega fyrir okkur að selja saltfisk til Ítalíu. Það tókst þó að ráða fram úr vandanum, meðal ann- ars vegna þess, að það tókst að ná samkomulagi við fyrirtæki í Danmörku, sem keypti lírurnar af okkur til kaupa á ítölskum vörum, en við fengum danskar krónur." Það kom fram í spjallinu við Helga, að á árunum um og eftir 1950 var nokkuð fjallað um SÍF í blöðum og útvarpi og kom þar aðallega tvennt til. í fyrsta lagi var staða salt- fisksins lakari hvað verðlag snerti en frystingarinnar. Fyrir því voru einkum tvær ástæður. Fjárhagur markaðslanda salt- fisks var mjög slæmur eins og fyrr segir. Þau höfðu bókstaf- lega ekki efni á, að greiða hátt verð fyrir neysluvörur og var samkeppni hörð við aðra salt- fiskframleiðendur. Þá var salt- fiskurinn eingöngu seldur í frjálsum gjalddeyri, en frystur fiskur að meirihluta í vöruskipt- um. Með sölu í vöruskiptum náðist tiltölulega hátt verð en andvirð- ið greitt með vörum, oft lakari að gæðum og dýrari en hægt var að kaupa annarstaðar í frjálsum gjaldeyri. Að vonum voru salt- fiskframleiðendur óánægðir með þetta ástand en fengu ekki að gert. Fullt samræmi milli verðlags á saltfiski og frystum fiski komst ekki á í raun fyrr en 1967—1968 þegar mikið verðfall varð á frystum fiski í Banda- ríkjunum. I annan stað var SIF á þessum árum að vissu leyti hálfgert bitbein milli stjórnmálaflokk- anna. Vinstri flokkarnir töldu sjálfstæðismenn ráða þar of miklu og áhrif þeirra þar styrktu stöðu flokksins almennt. Var því haldið fram, að einka- sala væri á saltfiski og hagstæð- ara myndi vera að hafa fleiri útflytjendur og samkeppni milli útflytjenda í greininni. I þessu sambandi urðu nokkr- ar umræður í blöðum og útvarpi um þessi mál og fram komu á Alþingi frumvörp til breytinga á Helgi Þórarinsson gildandi fyrirkomulagi. En saltfiskframleiðendur voru minnugir ástandsins í sölumál- um saltfisks kringum 1930 og stóðu fast saman um eigin sam- tök og töldu engan vafa á að hag sínum væri best borgið með því að þeirra eigin samtök færu með alla saltfisksöluna enda sölufyr- irkomulag íslendinga talið til fyrirmyndar af saltfiskfram- leiðendum í öðrum löndum. Þessar umræður hjöðnuðu svo smám saman niður og frum- vörpin döguðu uppi á Alþingi, en fyrirkomulag saltfisksölunnar hélst óbreytt." Aftur víkjum við til baka og það kemur fram hjá Helga að upphaflega hafnaði hann fram- kvæmdastjórastöðu hjá SÍF. „Ástæðan var einfaldlega sú, að það var mikill órói í kringum SÍF frá stjórnmálamönnum, en það var Magnús heitinn Sig- urðsson bankastjóri, sem bað mig að taka við þessari stöðu. Hins vegar taldi ég mig vera vei undirbúinn, því þegar ég vann hjá utanríkisviðskiptanefnd- inni, þá voru í þeirri nefnd allir forsvarsmenn þjóðarinnar í peninga- og verzlunarmálum. Starf mitt hjá nefndinni var mér ómetanlegur lærdómur og góður undirbúningur að fram- kvæmdastjórastöðunni." — Kom aldrei neitt sérstakt fyrir á þessum söluferðum ykk- ar, sem sumar hverjar tóku marga mánuði? „Eg man helst eftir tveimur ferðum okkar Hafsteins Berg- þórssonar framkvæmdastjóra. Eitt sinn fórum við til Spánar vegna kvartana á íslenzkum saltfiski. Spánverjar höfðu gert kröfu um að við slægjum 30.000 sterlingspundum af skemmda fiskinum, sem þeir töldu vera. Við slógumst um þetta í tvo daga og komum kröfunni niður í 10.000 sterlingspund. Hafði Haf- steinn mörg orð um hve vel við hefðum staðið okkur. I annað sinn fórum við til Portúgal að ganga frá samningi, sem að vísu var ekki stór. Búið var að ganga frá öllu nema verð- inu og reifst ég við Portúgalina á aðra klukkustund um eitt pund á tonn. Þeir samþykktu þetta verð að lokum, en Haf- steinn sagðist hafa óttast mest að Portúgalirnir hættu við kaupin. Það hefur líka komið fyrir að menn hafa hætt við kaup, þegar við höfum ekki getað sætt okkur við verð. Á sjötta áratugnum vorum við eitt sinn í Genúa, en þar voru aðilar, sem venjulega keyptu af okkur 2000—3000 tonn á ári hverju. Eftir tveggja daga þras gáfumst við upp við að ná verði sem við töldum viðunandi og fórum til Rómar. Þar hittum við mann, sem var tiltölulega nýþyrjaður í saltfiskbransanum og keypti hann umrætt magn á því verði, sem við höfðum farið fram á í Genúa. Forsprakki þeirra Genúamanna ræddi ekki við mig í þrjá mánuði eftir þetta, en síðar urðum við bestu vinir á ný,“ segir Helgi. „Fœreyingar bjóða nú söltuð ufsaflök á verði sem við getum ekki keppt við “ — segir Valgarð J. Ólafsson framkvœmdastjóri „Mitt aóalverksvið hjá SÍF hef- ur verið að sjá um framleiðslu og útflutning á þurrfiski og sölu á ufsaflökum til Þýzkalands. Eftir því scm þurrfiskframleiðslan hef- ur dregist saman, þá hef ég beitt mér meira að sölu saltfisks til Frakklands," sagði Valgarð J. Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá SÍF árið 1969. Á árunum 1958 til 1964 sat hann í stjórn sölusamtak- anna sem fulltrúi Samhandsins. Það ár stofnaði hann eigið fyrir- tæki og var í mjöl- og lýsisútflutn- ingi þar til 1969, er síldin var horf- in að mestu. „Þegar ég hóf störf hjá SIF voru talsverð umsvif í þurrfisk- verkuninni. Biafra-stríðið var þá í algleymingi og þurftum við að verka allan þann fisk, sem ella hefði farið i skreið. Á þess- um árum seldum við þurrfiskinn mest til Brasilíu, Puerto Rico og Panama og fleiri landa í Karab- íska hafinu. Á þessum árum fór allt að 'A saltfiskframleiðslunn- ar í þurrk og sem dæmi má nefna að árið 1972 fluttum við út yfir 6.000 tonn af þurrkuðum fiski og að jafnaði yfir 5.000 tonn fram til ársins 1976 en þá dró mjög úr þurrfiskframleiðsl- unni. Starfsemi Verðjöfnunar- sjóðsins, sem stofnaður var 1969, greiddi einnig fyrir verkun óbeint. Þróunin varð smám saman sú að verðhlutfall milli blautverkaðs og þurrkaðs salt- fisks, varð blautfiskinum meir og meir í hag. Norðmenn ráða nú heimsmarkaðsverði á þurr- fiskinum, en undir venjulegum kringumstæðum framleiddu þeir tíu sinnum meira magn af þurrfiski en við og eins og er, er hlutfallið mörgum sinnum hærra. Hins vegar er það svo, að ekki er ómögulegt að við hefjum framleiðslu á þurrfisk á ný. Það getur farið svo að við neyðumst til þess, bæði vegna skreiðar- markaðanna og eins vegna frysta fisksins, sem sums staðar á erfitt uppdráttar. Saltfiskur er nú þurrkaður í landinu með beinum styrk frá blautfiskverk- uninni, því við megum ekki gleyma hvernig saltfiskur er þurrkaður." — Ef við förum í þurrfisk- framleiðslu á ný, hver verða helstu markaðslöndin? „Það yrði í Suður-Ameríku og þá í Panama. Kanadamenn hafa rutt okkur burt frá öðrum mörkuðum í Karabíska hafinu með mikið ódýrari fiski og sem er lélegur að gæðum. I þessum löndum er horft í verðið meira en gæðin. Hvað lakari gæða- flokka varðar, þá bind ég mestar vonir við Norður-Brasiliú." — Hver er ástæðan fyrir því að Þjóðverjar hafa dregið úr kaupum á íslenzkum ufsaflökum undanfarin ár? „Ein aðalástæðan er sú, að Færeyingar selja nú þangað söltuð ufsaflök á verði, sem við getum ekki boðið og engan veg- inn keppt við. Að einhverju leyti er ufsinn sem Færeyingar bjóða veiddur á íslandsmiðum. Þá hafa Þjóðverjar einnig farið út í að kaupa fryst fiskflök, sem þeir þýða síðan og salta. Á síðast- liðnu ári seldum við 967 tonn af söltuðum ufsaflökum til Þýzka- lands, en árið 1980 nam þessi ValgarA J. Olafsson útflutningur 1.614 tonnum. Á tímabili komst þessi framleiðsla í 3.000 tonn á ári, en undir venjulegum kringumstæðum seldum við 1.600—2.000 tonn af ufsaflökum til Þýzkalands á ári. I Sala á 2.500 tonnum af flöttum ufsa til Portúgal fyrir hátt verð dró líka mikið úr framleiðslu ufsaflaka. Islendingar hafa undanfarinn áratug reynt að ná fótfestu á franska saltfiskmarkaðnum og virðist það nú hafa tekist. Á ár- unum eftir 1970 voru seld 100—200 tonn á ári, en gæði fisksins voru þá ekki nægilega mikil. Á árinu 1978 var flokkun- araðferð á þurrkuðum saltfiski breytt hér á landi og eftir það höfðum við flokkun sem hæfði franska markaðnum betur. Saltfisksölur til Frakklands eru nú að smá aukast. Á síðastliðnu ári seldum við 700—800 tonn, en það sem af er þessu ári er sala þangað komin í 1.500 tonn og er þá átt við blaut- og þurrfisk. Frakkar borða töluvert af full- verkuðum saltfiski, en það eru mest innfluttir Portúgalir og Spánverjar sem kaupa hann þar í landi. Þá hafa Frakkar nú keypt af okkur ufsa, sem þeir síðan senda til frönsku vina- landanna í Karabíska hafinu," sagði Valgarð J. Ólafsson að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.