Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 7 — vantar þig góóan bll? notaóur - en í algjörum sérfbkki k\h.: Opiö í dag frá 1—5. Til sölu þessi Skoda 120 LS árg. ’80. Sérstakur bíll. Lítur út sem nýr og honum hefur aöeins verið ekið af einum eiganda. Nybylavegi 2 - Kopavogi - Simi 42600 JÖFUR HF. POLYFONKORINN CONCIERTO MUNDIAL Hin fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá Pólýfónkórsins og hljómsveitar í Spánarferö — Concierto Mundial veröur aöeíns flutt einu sinni hór á landi í Háskólabíói þann 29. júní kl. 21.30. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson. Konsertmeistari: Rut Ingólfsdóttir. Efnisskrá. G.F. Handel: The Water Music. D. Buxtehude: Befiel dem Engel dass er komm. J.S. Bach: Konsert fyrir fiölu og hljómsveit í E-dúr. Einleikari: Unnur María Ingólfsdóttir. G.F. Handel: And the Glory of the Lord — Hallelujah ((Messías). The Trumpet Shall Sound. Einsöngari: Kristinn Sigmundsson (bassi). Einleikarí: Lárus Sveinsson (trompet). Hlé. Hörður Áskelsson orgel. Jón Leifs: Kaflar úr Oratoriunni Eddu op. 20. Einsöngvarar: Kristinn Sigmundsson og Jón Þorsteinsson. F. Poulenc: Gloria. Einsöngvari: Nancy Argenta (sopran). Pólýfónkórinn skorar á alla vini og velunnara, einstakl- inga og fyrirtæki aö styrkja framtak kórsins meó fjár- framlagi í formi aögöngumióa á sérstöku styrktargjaldi kr. 500. Vinsamlega pantið styrktarmiöa í síma 27232, kl. 10.00—17.00, eöa sendið inn nafn og heimilisfang. Nafn: ......................................... Heimilisf.: ................................... Sími: ......................................... og sendist merkt: „Styrktarmiði Pólýfónkórsins" í póst- hólf 1418, Rvk. Ennfremur er miöasala í Bókabúö Sigfúsar Eymundsson- ar, Feróaskrifstofunni Útsýn og Hljóöfærahúsi Reykjavík- ur. Veró aögöngumiöa kr. 250. SHnqjmtU [nhih Blaók) sem þú vaknar vid! Deilur í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna Varaformaður Dagsbrúnar gekk af fundi Haínarstjórn kyödcl Síðasta karlrembuvigið talliö Efiir Guómund J. Guómundsson Láglaunaforingjar útlægir Guðmundur J. Guðmundsson, nýkjörinn formaður Dagsbrúnar, lýsir því með eftirtektarverðum hætti hér í blaðinu í gær, hvernig honum hefur verið úthýst úr hafnarstjórn Reykjavíkur af sínum eigin flokksbræðrum. Á baksíðu Þjóðviijans í gær er skýrt frá því, að Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, hafi orðið undir í atkvæðagreiðslu í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík, þegar kosinn var eftirmaður Guðmundar J. Guðmundssonar í stjórn Verkamannabústaða. Úr þeirri stjórn gekk Guðmundur J. sjálfviljugur og vildi Halldór Björnsson, að formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar tæki sæti Guðmundar. Þessi tillaga Halldórs náði ekki fram að ganga, hvarf hann þá af fundi Fulltrúaráðsins og sagðist ekki sækja fleiri slíka. Kveðja Guð- mundar J. Guðmundur J. Guð- mundsson færir grein sína hér í blaðinu i skemmtilegan búning, en engum dylst þó að sárindi búa að baki. Hann segist rita kveðju sína til hafnar- stjórnar i Morgunblaöið, þar sem honum hafi alsak- lausum verið brigslað um að hafa „hvorki áhuga né tíma til að sinna kjara- samningum, því ég væri blóðugur til axla að berjast fyrir endurkjöri mínu i hafnarstjórn." í forystugrein Morgun- blaðsins hinn 10. júní sl. sagði: „En „heimavarnar- lið" Alþýðubandalagsins leikur undir hrunadansinn af miklu kappi — og hefur ekki áhuga eða áhyggjur af öðru en spaugilegum inn- anflokksdeilum um skipun flokksfulltrúa í hafnar- nefnd Reykjavíkur." Eins og grein Guðmundar J. gefur til kynna, hafa inn- anflokksdeilurnar innan Alþýðubandalagsins um þetta mál verið allt annaö en,,spaugilegar". í raun hefur Guðmundi J. Guðmundssyni að eigin sögn verið úthýst úr hafn- arstjórn af „gáfumannafé- laginu" í Alþýöubandalag- inu og til að ýta Guðmundi J. til hliðar, fengu óvinir hans i flokknum Guðmund Þ. Jónsson, formann Landssambands iðnverka- fólks, til aö bjóða sig fram á móti honum. Það svíður auðvitað nýkjörnum for- manni Uagsbrúnar mest, að iönaðarmaður sem hef- ur „lengst af unnið við framleiðslu á pillunum „Hóstið ekki" „skuli sett- ur í hafnarstjórn, en göml- um baráttumanni hafnarverkamanna úthýst. Enda er sú ráðstöfun óskiljanleg öllum öðrum en þeim, sem eru innvígðir í valdaklíkur Alþýðubanda- lagsins. Guðmundur J. Guð- mundsson spáir flokks- bróður sínum (iuðmundi Þ. Jónssyni miklum frama og segir, að hann þyki „efnilegur í flokknum. Svo efnilegur raunar, að segja mætti mér að hann yrði þar efnilegur til sjötugs." Við þessi orð má bæta, að Guð- mundur Þ. Jónsson er borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Keykjavík og stundaöi á sínum tíma nám í „verkalýðsskóla" í Sovétríkjunum, en slíkir skólar þar í landi eru ekki reknir nema undir forsjá njósna- og öryggislögregl- unnar KGB. Deilan í Full- trúaráðinu l>egar skýrt var frá því hér í blaðinu 3. júní sl„ að deilur væru um mann í hafnarstjórn innan Alþýðu- bandalagsins, kom það jafnframt fram í fréttinni, að Guðmundur J. Guð- mundsson sæti ekki á frið- arstóli innan Dagsbrúnar, því að Halldór Björnsson, varaformaóur félagsins, væri að seilast til áhrifa í sterkasta vígi Guðmundar J„ það er meðal hafnar- verkamanna. Staða llall- dórs í þessum átökum styrkist við það, að Guð- mundur J. Guðmundsson á ekki lengur setu í hafnar- stjórn. „Eg hef alltaf álitið, að forystumaður úr Dagsbrún ætti nokkurt er- indi í hafnarstjórn, enda höfnin stærsta vinnusvæöi félagsins," segir Guð- mundur J. hér í blaðinu í gær. Mikið er í húfi. Skvldi það vera tilviljun, að á sama tima og þessi stórdeila er um hafnar- stjórnina í Alþýðubanda- laginu. verður Halldór Björnsson undir í atkvæða- greiðslu í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna um eft- irmann Guðmundar J. Guðmundssonar í stjórn Yerkamannabústaða? Þeg- ar litið er yfir nöfn þeirra, sem í Fulltrúaráðinu sitja, er Ijóst, að yfirlýstir alþýðu- bandalagsmenn geta þar ráðið því sem þeir vilja, standi þeir saman. Þess vegna eru það alþýðubandalagsmenn, sem felldu þá tillögu Hall- dórs Björnssonar, að Ragna Bergmann, formað- ur l'erkakvennafélagsins Framsóknar, tæki sæti Guðmundar J. í stjórn Yerkamannabústaðanna. Þessa niðurstöðu kallar Halldór „valdníðslu" að sögn Þjóðviljans. I Þjóðviljanum er þessi deila í fulltrúaráðinu sett upp sem átök milli lág- launafólks og „uppmæl- ingaraðalsins". sem stjórn- aö er af formanni verkalýðsmáláráðs Alþýðu- bandalagsins, Benedikt Davíðssyni. Það var sem sé Benedikt og hans lið, sem kúgaði varaformann Dagsbrúnar, og hefur hrakið hann úr Fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna t Keykjavík. I fulltrúaráðinu var einn maður sjálfkjörinn i stjórn Yerkamannabústaðanna. Hver skyldi hann hafa ver- ið? Jú. enginn annar en Guðmundur Þ. Jónsson, sem er „efnilegur í flokkn- um", eins og Guðniundur J. Guðmundsson, fyrrum hafnarstjörnarmaður og fyrrum stjórnarmaður í Yerkamannabústöðunum, hefur bent á. Enn er spurt: Eru ekki tengsl á milli hafnarstjórnarrimmunnar og átakanna í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna? Að minnsta kosti eru það sömu alþýöubandalags- mennirnir, sem berjast á báðum stöðum. Líflegar heimsóknir til Borgarnesi, 23. júní. í veðurblídunni sem hér hefur ríkt undanfarið hafa Borgnesingar fengið líflegar heimsóknir. Á sunnudaginn kom 70 manna skólalúðrasveit frá Norður-Noregi og lék fyrir fjölda fólks í Skalla- grímsgarði við góðar undirtektir áheyrenda. I gær sýndi síðan sýningarflokk- urinn Hell Drivers (Vítis- ökumenn) listir sínar fyrir Borgarness Borgnesinga og nágranna á íþróttavellinum. Léku ökuþór- arnir hinar ótrúlegustu listir með bílum og vélhjólum, svo úr varð hin skemmtilegasta sýning. HBJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.