Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 29 Tæknibúnaður hf.: Tveir nýir olíunýtni- mælar og rennslis- nemar á markaðnum FYRIRTÆKIÐ Tæknibúnaður hef- ur nú hafið framieiðslu á tveimur nýjum tækjum, sem ætluð eru fyrir skip af öllum stærðum. Eru þetta olíunýtnimælir og rennslisnemar fyrir skipavélar. Tækin eru að öllu leyti unnin hér innanlands af starfs- mönnum Tæknibúnaðar. Nú þegar hafa tækin fengið viðurkenningu er- lendra rannsóknastofnana, sem vinna við rannsóknir á tækjabúnaði fyrir skip. Olíunýtnimælirinn hefur nú þegar verið settur í 9 íslenzk skip og ennfremur í nokkur erlend skip. Að sögn forráðamanna Tæknibúnaðar, þá fullyrða skip- stjórar þeirra skipa, sem fengið hafa slíka mæla, að með þeim hafi verið unnt að draga verulega úr olíunotkun skipanna, eða frá 10 til 40% eftir aðstæðum og án mikill- ar lengingar siglingartímans. Forráðamenn Tæknibúnaðar sögðu á blaðamannafundi, sem haldinn var fyrir nokkru, að at- huganir Tæknideildar Fiskifélags íslands hefðu leitt í ljós, að unnt væri að spara verulegar fjárhæðir með því að draga úr olíunotkun, án þess að það komi niður á heild- arafla fiskiskipa. Aætluð olíunotkun íslenzka fiskiskipaflotans áriö 1980 var um 60 milljónir lítra af svartolíu og um 140 milljónir lítra af gasolíu. Aætlað er að heildarnotkunin verði svipuð á þessu ári og inn- SÍF gefur út veggspjöld í tilefni afmælisins í tilefni 50 ára afmælisins hefur SÍF gefið út fjögur veggspjöld, og sýnir hvert þeirra saltfiskverkun á íslandi fyrr á árum. Myndir af tveimur þessara veggspjalda sjást hér á síöunni, en þar er sýnd saltfiskverkun á íslandi á fyrstu áratugum þessarar aldar. kaupsverð á 200 milljónum lítra verði um 650 milljónir króna, mið- að við verð á olíu um þessar mund- ir. Sögðu forráðamenn Tæknibún- aðar að ef gengið væri útfrá að meðalsparnaðurinn yrði um 20% með notkun olíunýtnimælis, þá mætti álykta að útgerðarmenn gætu sparað um 130 milljónir króna á ári með mjög lítilli fyrir- höfn. Skipstjórar á íslenzkum og er- lendum kaupskipum og ferjum hafa áætlað möguleika á 5 til 10% sparnaði með hagkvæmari sigl- ingu með notkun olíunýtnimæla. Olíunýtnimælir frá Tæknibúnaði er um borð í ferjunni Prinsess Margrethe, sem siglir á milli Óslóar og Kílar og fullyrða skipstjórnarmenn þar, að olíu- notkun skipsins hafi minnkað um 4% eftir að mælirinn var tekinn í notkun og segjast þeir spara 1 millj. norskra króna á ári með því að hafa mælinn um borð. Tæknibúnaður hefur að undan- förnu kynnt hin nýju tæki á er- lendum vettvangi. Fyrir rúmu ári gerði fyrirtækið samning við Sim- rad-fyrirtækið í Noregi um að það tæki að sér sölu á olíunýtnimæl- unum undir sínu vörumerki. Þess- um samningi hefur nú verið breytt að ósk Simrad, þannig að Simrad mun aðstoða Tæknibúnað við sölu á mælunum undir Ecomatic-vöru- merkinu, merki Tæknibúnaðar. Munu umboðsmenn Simrad um allan heim taka við mælunum, það er á þeim stöðum, þar sem Tækni- búnaður hafði ekki umboðsmenn fyrir. Þá sögðu stjórnendur Tækni- búnaðar, að fyrirtækinu hefðu þegar borizt fyrirspurnir frá stjórnvöldum fiskveiðiþjóða um mæla þessa og óskað hefði verið samstarfs við fyrirtækið á þessu sviði. Nú munu um 20% islenzka fiskiskipaflotans vera búin olíu- nýtnimælum. Annar hinna nýju olíunýtnimæla frá Tæknibúnaði nefnist FC-10. Stærri myndin sýnir hvar olíunýtnimælir er tengdur við Scania-vél í danskri ran- nsóknarstofu. AR ALDRADRA 1982 ÞÓRIR S. GUÐBERGSSON Vernd — Virkni — Vellíðan Almenn þjónusta við aldraða Víða um land hefur það tíðk- ast að kvenfélög, söfnuðir, styrktarfélög aldraðra, deildir Rauða kross íslands o.fl. hafi tekið að sér að sinna ýmsum þáttum í þjónustu við aldraða. Má þar t.d. nefna starf safnaða- systra í Reykjavík, ýmis tóm- stundastörf, félagsstörf, ferða- þjónustu, heimsóknarþjónustu, heimsendingu matar o.fl. Hljóðbókasafn blindrafélags- ins og Borgarbókasafns Reykja- víkur hefur verið starfandi um margra ára skeið. Margir aldr- aðir eru sjónskertir og eiga erf- itt með að lesa sér til fróðleiks og skemmtunar. Útlánsbækur Hljóðbókasafnsins eru á snæld- um og hafa þegar margir aldrað- ir nýtt sér þessa þjónustu og eru reyndar flestir lánþegar bóka- safnsins aldrað fólk. Allar nán- ari upplýsingar er unnt að fá hjá Hljóðbókasafninu eða Blindra- félaginu að Hamrahlíð 17, Reykjavík. Kvennadeild Rauða kross ís- lands hefur m.a. eftirtalin störf á sinni könnu í Reykjavík: a. sölubúðir og bókasafnsþjón- ustu á sjúkrahúsum, b. heim- sóknarþjónustu til aldraðra, c. heimsendingu máltíða til aldr- aðra, d. sjálfboðaliðsstörf við fé- lagsstarf eldri borgara í Reykja- vík. Hjálpartækjabankinn er sjálfs- eignarstofnun, að hálfu eign Rauða kross íslands og að hálfu Sjálfsbjargar. Bankinn selur og leigir ýmis hjálpartæki sem að gagni geta komið eftir veikindi, slys og langvarandi rúmlegu af ýmsum orsökum og er unnt að fá allar nánari upplýsingar hjá stofnuninni. Sjúkrahótel Rauða kro.vsins hef- ur starfað um nokkurra ára skeið. Það hefur þó ekki verið rekið með þarfir aldraðra ein- göngu í huga heldur og fyrir alla sem þurfa á sjúkrahúsvist að halda í eftirtöldum tilvikum: a. vegna meðferðar eða aðgerðar á göngudeild sjúkrahúsa, b. vegna rannsókna eða meðferðar utan venjulegs sjúkrahúss. Sjúkrahúsið veitir enga lækn- ismeðferð og er sjúklingur þar á Félagsleg samvera er öllum naud- synleg bæði ungum og öldnum ábyrgð þess sjúkrahúss sem vist- ar hann. Félagsstarf sveitarfélaga er einn af veigamestu þáttum fyrir- byKRjandi starfs þar sem fólk getur notið góðrar samveru í fé- lagsskap vina og kunningja. Þar geta menn valið um verkefni sér við hæfi, spilað, föndrað, prjón- að, saumað, unnið við leirmuna- gerð eða leðurvinnu, teiknað og málað, tekið þátt í námskeiðum og léttri leikfimi, ferðast innan- lands og utan og þannig mætti lengi telja. Margar sögur eru til af fólki sem hefur kynnst í slíku starfi og tengst vináttuböndum sem varað hafa langa ævi. Félagsleg samvera er öllum nauðsynleg bæði ungum og öldn- um. Með þátttöku í félagsstarfi njótum við örvunar til hugar og handa og stuðlum þannig bæði að líkamsrækt og hugrækt. Við þurfum að komast fram og til baka í félagsstarfið, fáum holla og góða hreyfingu sem er mikil- vægur liður í þvi að koma í veg fyrir óeðlilega stirðnun og í fé- lagsstarfinu rofnar oft sú félags- lega einangrun sem angrar marga á efri árum. Félagsmálastofnun Reykja- vikurborgar hefur komið upp öflugu og markvissu félagsstarfi á undanförnum árum og má t.d. nefna að í öllum húsum sem hafa verið sérhönnuð fyrir aldr- aða er gert ráð fyrir sérstöku fé- lags- og tómstundastarfi. Sama er að segja um nágranna- sveitarfélögin sem einnig hafa fjölbreytta félagsstarfsemi á sinni könnu svo og styrktarfélög og söfnuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.