Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 Líbanon er hrífandi lítið land á viðkvæmum stað. Úrelt stjórnkerfi þjóðarinnar leiddi til upplausnar, þar sem kristnir menn og múhameðstrúar deildu. Tómarúm skapaðist og Palestínuarabar fylltu þaö 1970, þegar PLO, frelsishreyf- ing þeirra, var gerð útlæg frá Jórdaníu. 1976 sendu Sýrlend- ingar her inn í Líbanon með samþykki kristinna Líbana. Sýrlenski herinn stillti til friðar í grimmilegu borgarastríði, þar sem kristnir menn og félagar í PLO börðust. 1978 gerðu Is- raelsmenn innrás í Suður-Líb- anon til að „friða“ svæðið næst landamærum sínum og hrekja skæruliða PLO þaðan. ís- raelsmenn drógu sig í hlé, þeg- ar friðargæslusveitir Samein- uðu þjóðanna voru sendar á vettvang. Kristnir Líbanir snerust gegn Sýrlendingum 1978 og hafa notið stuðnings Israelsmanna. Næst fyrir norðan landamæri Israels er smáræma af Líbanon, þar sem Haddad, kristinn, fyrrver- andi majór í her Líbana, hefur farið með völd í skjóli Israels- manna. Þar fyrir norðan var landræma undir eftirliti friðargæslusveita SÞ. Síðan tóku PLO-menn við, þá sýrlenski her- inn við Beirút og í austurhluta borgarinnar var yfirráðasvæði kristinna manna, sem teygir sig norður eftir ströndinni. PLO hefur stundað hernað frá yfirráðasvæði sínu á Israel með því að skjóta eldflaugum yfir gæslusveitir Sameinuðu þjóð- anna og Haddads-land inn í Gal- íleu. Þegar ísraelsmenn gerðu innrás í Líbanon 6. júni, var það yfirlýst markmið þeirra að hrekja PLO-menn af 40 km svæði fyrir norðan friðargæslu- sveitir SÞ og koma þannig í veg fyrir, að þeir gætu skotið á byggðina í Galíleu — þess vegna _>< "''gola’n "Jk. -----------—-------- > ^Kyrlat-Chmoneh * Cháteau de Beaulort ISRAEL Innrásin í Líbanon og örlög PLO Þetta kort birtist í franska vikuritinu l’Express. Sé litið á það frá landamærum ísraels, þá sjást við ströndina hafnarborgarinnar þrjár Tyrus, Sídon og Dam- our, sem ísraelsmenn hafa lagt undir sig. í Hasabaiy, krossfarakastalanum gamla, Chateau de Beaufort og Nabatieh höfðu PLO-menn búið um sig, þessir staðir eru allir á valdi ísraelsmanna. Marjayoun er aösetur Haddads majórs, en hann segist nú ætla að flytja höfuðstöðvar sínar til Sídon. Gæslusveitir Sameinuðu þjóðanna hafa verið við Litani-ána, á milli yfirráðasvæða PLO og Haddads. Sýrlendingar hafa haft her sinn við þjóðveginn frá Beirút til Dam- askus. ísraelsraenn hafa nú náð hluta hans á sitt vald og lokað PLO-menn inni á svæðinu í kringum flugvöllinn við Beirút og út á tanganum, sem teygir sig út í Miðjarðarhafið. Beirút skiptist á milli múhameðstrúrarmanna og kristinna- manna og eru kristnir með öll völd í austurhluta borgarinnar, það er að segja í átt að bænum Jounieh á kortinu, en sá bær er í kristna hlutanum og ströndin fyrir norðan hann. ísraelski landamærabærinn Metulla, sem nefndur er í greininni er rétt hjá Cahteau de Beaufort. þjóðanna í Líbanon fyrir rúmu ári hittum við stundum hermenn ríkisstjórnar Líbanon, því að hún er til, þótt völdin séu lítil sem engin. Yfir hermönnum líb- önsku stjórnarinnar var mun friðsamari blær en yfir hersveit- um Sýrlendinga og hermönnum PLO. Fréttir frá Beirút herma nú, að hugmyndir séu uppi um að styrkja líbanska herinn og láta hann taka við þeim svæðum, sem ísraelsmenn hafa hernumið, og gæta þar laga og reglu í nafni nýrrar líbanskrar ríkisstjórnar með stuðningi efldra friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna með þátttöku Banda- ríkjanna. Fáni ísraels blaktir i hafnarborginni Sídon og ísraeismenn fylgjast með götulífinu. var herförin nefnd „Friðun Gal- íleu“. ísraelsher lét hins vegar ekki staðar numið, fyrr en hann hafði umkringt höfuðstöðvar PLO í Beirút, eyðilagt eld- flaugapalla Sýrlendinga í Bekaa-dalnum og hrakið sýr- lenska herinn hálfa leið út úr Líbanon og höggvið á leið hans inn í Beirút með því að leggja undir sig hluta þjóðvegarins milli Beirút og Damaskus, höf- uðborgar Sýrlands. ★ Þeim, sem hefur kynnst stað- háttum á hernámssvæði ísra- elsmanna í Suður-Líbanon, er ljóst, að það verður ekki auðvelt að „friða" landið á svipstundu. ísraelski herinn hefur gengið fram af miskunnarleysi. Sagt er, að 600 þúsund manns séu heimil- islausir, meira en 10 þúsund hafi fallið og nálægt 20 þúsund séu særðir. Land er erfitt yfirferðar á þessum slóðum og vafalaust hafa fámennir hópar PLO- manna farið í felur og hyggja á skæruhernað. Israelsmenn hafa bannað allar ferðir útlendinga, jafnvel hjálparsveita, um hið hernumda land. Bendir það til þess, að nú sé óvinarins leitað dyrum og dyngjum. Örlög Palestínumanna eru svo sannarlega ömurleg. Þeir fá hvergi fastan samastað og jafnt Israelsmenn sem Arabaþjóðirn- ar líta þá hornauga og vilja sem minnst af þeim vita. Fjölmenn- astir eru Palestínumenn í Jórd- aníu, hins vegar rak Hussein, konungur Jórdaníu, leiðtoga PLO úr landi sínu, þegar honum þótti öryggi lands síns stefnt í hættu með návist þeirra. Þá settust PLO-menn að í Líbanon og hafa síðan stundað stríð sitt gegn ísrael þaðan og stjórnað um 500 þúsund Palestínu- mönnum, sem leitað hafa hælis í Líbanon. Staðreynd er, að það er tilvist PLO í Líbanon en ekki innrás ísraelsmanna, sem hefur eyðilagt Líbanon sem ríki. Sýr- lendingar óttast að hið sama kunni að gerast í landi sínu leyfi þeir PLO að setjast að þar. A ferðalagi með norskum her- mönnum í gæsluliði Sameinuðu Auðvitað eiga bæði ísraels- menn og Sýrlendingar að hverfa á brott frá Líbanon og láta landsmenn sjálfa ráða örlögum sínum. Og PLO-menn eiga einn- ig að hverfa frá Líbanon. Allir vita hvert ísraelsmenn og Sýr- lendingar geta farið — inn fyrir eigin landamæri. En hvað á að gera við Palestínuaraba? PLO starfar undir því kjörorði, að ís- raelsríki skuli eytt. ísraelsmenn munu aldrei þola, að PLO takist að efla hernaðarmátt sinn að nýju í nágrenni ísraels. — Við Námskeið byggt á danskenningum Rud- olf Labans í Kenn- araháskóla Islands Sumarnámskeið Kennaraháskóla íslands eru nú í fullum gangi. í tilefni af einu þeirra er nú stödd hér á landi danskennarinn Joan Kussell. Stóð hún fyrir námskeiði sem heitir „Dans í kennslu” og hófst mánudaginn 21. júní og lauk fostudaginn 25. júni. Er námskcið þetta einkum ætlað kennur- um þó að fleiri geti haft not af því. Joan Kussell notar ýmsar aðferðir við kennsluna, bæði notar hún kvik- myndir og kennir beint. Io,in Rnssel? var Tipmandi Rndolf Laban í „The Art of Movement Studio“ og hún setti dansdeildina við Worchester-kennaraháskólann á stofn árið 1952. Einnig hefur Joan Russell skrifað þrjár bækur um dans og danskennslu, „Modern Dance in Education" (1958), „Crea- tive Dance in the Primary School" (1965) og „Creative Dance in the Secondary School" sem kom út árin 1969 og 1982. Hún hefur einnig séð um danssýningar í Worcester-dóm- kirkjunni, þar sem bænir og dæmi- sögur hafa verið dansaðar. Þá hefur hún séð um þátt fyrir BBC sem nefnist „Seeing and Believing" og verið formaður „Laban Art of Movement Guild". Hún hefur að aiiki haldið fiðlda fvrirlestra víða um heim. Þetta er fyrsta ferð Joan Russell til íslands og um Rudolf Laban, upphafsmanna þeirrar dansaðferð- Joan Russel vinstra megin i myndinní umkringd nemendum sínum i íslandi. ar sem hún er að kenna á námskeið- inu i Kennaraháskólanum, sagði hún, að hann hefði verið frá Brat- islawa í Tékkóslóvakíu en starfað mest í Þýskalandi. Hann kom fram með þá konningu að dans ætti ckki síður að vera þáttur af lífi fólks með enga þekkingu á dansi og út frá þessari hugmyndi setti hann á stofn dansskóla og nokkuð sem var alveg nýtt af nálinni, danskóra.sem voru gríðarstórir hópar af dönsurum. Hugmyndir Labans féllu ekki Hitl- er í geð og 1939 flýði Rudolf Laban frá Þýskalandi til Englands þar sem honum var mjög vel tekið og hugmyndir hans náðu mikilli út breiðslu. Þar hafa hugmyndir hans verið mikið notaðar í sambandi við kennslu og mikil áhersla er lögð á barnið sem einstakling og sjálf- stæðan persónuleika. Þetta námskeið er einkum miðað við kennara barna á aldrinum sex til níu ára, ekkert endilega við íþróttakenna, og sagði Joan Russell að hún legði á það áherslu, að kenn- eigin dansa og tjá sig í eigin döns- um. Einnig sagði hún að frjáls og skapandi dans í anda Rudolf Lab- ans væri mjög gagnlegur fyrir þroskaheft börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.