Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.06.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982 Kosið til hrepps- nefnda í dag KOSIÐ verður til hreppsnefnda í dag, í 156 hreppum víðs vegar um land. í 21 af þeim verður kosið Um fleiri en einn lista. Mbl. hafði samband við fimm af þeim stærstu, og aflaði sér upplýsinga um kosningarnar. Rangárvallahreppur I Rangárvallahreppi verður kosið í Hellubíói og verður kjörstaður opinn frá klukkan 10 um morgun- inn til klukkan 23.00 um kvöldið. Tveir listar eru í kjöri, E-listi sjálfstæðismanna og óháðra og I-listi. Talning fer fram strax eftir að kjörstað verður lokað. I fráfar- andi hreppsnefnd eiga sæti: Páll Björnsson, oddviti, Jón Thoraren- sen, Gunnar Magnússon, Arni Hannesson og Bjarni Jónsson. Vopnafjörður Kjörstaður á Vopnafirði er í Fé- lagsheimilinu Miklagarði, og verð- ur hann opnaður kl. 10.00 og er opinn til kl. 23.00. Þrír listar eru í kjöri, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks og G-listi Alþýðubandalags. Sjö manna hreppsnefnd er á Vopnafirði, sem skiptist þannig milli flokkanna, að Framsóknarflokkurinn á 3 menn, Sjálfstæðisflokkurinn 2 menn, Al- þýðubandalagið 1 mann og einn er óháður. í fráfarandi hreppsnefnd eiga sæti: Af B-lista Hreinn Sveinsson, Helgi Þórðarson og Ásgeir Sigurðsson, af D-lista Alex- ander Árnason og Hilmar Jósefs- son, sem kom inn sem varamaður Þengils Oddssonar, af G-lista. Dav- íð Vigfússon og óháður er Una Ein- arsdóttir. Á kjörskrá eru 583 og talið verður strax að kjörfundi loknum. INNLENT h D s Á Skútustaöahreppur Á kjörskrá í Skútustaðahreppi eru 355. Kosið verður á tveimur stöðum, Félagsheimilinu Skjól- brekku, þar sem kjörstaður verður opinn frá 12.00 til 23.00, og í Barna- skólanum í Reykjahlíð, þar sem kjörstaður verður opinn frá kl. 9.00—23.00. í kjöri eru tveir listar K-listi og L-listi, sem skiptast ekki eftir flokkspólitískum línum. í fráfarandi hreppsnefnd eiga sæti Kristján Ingvason, oddviti, Jón 111- ugason, Sigurður Þórisson, Her- mann Kristjánsson og Hallgrímur Pálsson. Búðardalur (Laxárdalshreppur) í Búðardal er kosið í Félagsheim- ilinu Dalabúð, og verður kjörstaður opinn frá kl. 10.00. Þrír listar eru í kjöri, B-listi Framsóknar og ann- arra vinstri manna, D-listi Sjálf- stæðisflokks og óháðra kjósenda og G-listi Alþýðubandalags. í fráfar- andi hreppsnefnd eiga sæti: Af B-lista Kristinn Jónsson, sem er oddviti, og Svavar Jensson, af D-lista Sigurður Rúnar Friðjóns- son og Jóhannes Benediktsson og af G-lista Gísli Gunnlaugsson. All- ir þessir menn eru aftur í kjöri, í sömu sætum. Á kjörskrá í Laxár- dalshreppi eru 257. Kjalarneshreppur Kjörstaðurinn í Kjalarneshreppi er í Félagsheimilinu Fólkvangi og verður hann opinn frá 10.00 um morguninn til 23.00 um kvöldið. í kjöri eru fjórir listar, D-listi Sjálfstæðisflokks og stuðnings- manna, H-listi óháðra borgara, I-listi frjálslyndra kjósenda og S-listi Samstöðu, samtaka áhuga- fólks um sveitarstjórnarmál. í fráfarandi sveitarstjórn sitja: Bjarni Þorvarðsson, Jón Ólafsson, Árni Snorrason, Sigurður Þórðar- son og Bergþóra Einarsdóttir, en tvö þau síðastnefndu hafa ekki set- ið í sveitarstjórn undanfarin ár. Á kjörskrá eru 173 og talið verður strax að kjörfundi loknum. 263 kandídatar braut- skráðir frá HÍ í dag Háskólahátíö verður haldin í Háskólabíói laugardaginn 26. júní 1982 kl. 2 síödegis, og fer þar fram brautskráning kandídata. Athöfnin hefst með því að Kristinn Sigmundsson óperusöngvari syngur við undirleik Reynis Axelsson- ar. Háskólarektor, prófessor Guðmundur Magnússon, flytur ræðu og síðan afhcnda deildarforsetar prófskírteini. undir stjórn Hjálmars Ragnarssonar. Að þessu sinni verða braut- skráðir 263 kandídatar og skiptast þeir þannig: Embættispróf í guð- fræði 6, embættispróf í læknis- fræði 39, aðstoðarlyfjafræðings- próf 1, B.S.-próf í hjúkrunarfræði 20, BS-próf í sjúkraþjálfun 12, embættispróf í lögfræði 25, kandídatspróf í íslenskri málfræði 1, kandídatspróf í sagnfræði 1, Háskólakórinn syngur nokkur lög BA-próf í heimspekideild 33, próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta 2, lokapróf í byggingarverkfræði 12, lokapróf í vélaverkfræði 13, loka- próf í rafmagnsverkfræði 10, BS- próf í raungreinum 28, kandídats- próf í viðskiptafræðum 38, kandí- datspróf í tannlækningum 6, BA- próf í félagsvísindadeild 16. „Sergent Blue“ í Hafnarbíói HAFNARBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á kvikmyndinni „Sergent Blue“ en í myndinni leika m.a. John Wayne yngri, Woody Strode og Guy §t*«ltwell(.Mtf|adia.er vestri og fjallar um baráttu landnema við Apache-indiána. I umsögn kvikmyndahússins segir að myndin sé „æsispennandi og viðburðarík ný Cinemascope- mynd . cjhcjuiji imo.uMu-.i i m t». Helgi Ibsen, framkvæmdastjóri Skallagríms, og Þorvaldur Guðmundsson, skipstjóri, í brúnni á nýju Akraborginni. Nýja Akraborgin hefur áætlunarsiglingar í dag Nýja Akraborgin hefur áætlunarferðir milli Akraness og Reykjavíkur í dag. Hún er smíðuð i Noregi 1974. Mesta lengd hennar er 68 metrar, breidd 11 metrar og djúprista 3,10 metrar. Hún er 900 tonn og getur tekið 400 farþega og 70—75 bíla í einni ferð. Aðalvélar eru tvær, 1155 hestöfl hvor um sig. Auk þess er hún búin þrem hjálparvélum af Mercedes Bens gerð. Gert er ráð fyrir að olíueyðsla sé 8,6 tonn á sólarhring, miðað við fuila keyrslu. Þá er hún útbúin með vökvaknúinni bógskrúfu, og til nýjunga heyra sérstakir stöðugleikauggar, sem koma í veg fyrir hliðarvelting. Mun hún vera eina skipið hér á landi sem hefur þannig útbúnað. Flutningsgeta nýju Akraborg- arinnar er 330—350 þúsund far- þegar og 90—100 þús. bílar á ári, á móti 220 þús. farþegum og 60 þús. bílum sem gamla Akraborgin gat flutt á hverju ári. Verð skipsins er 2,9 milljónir Bandaríkjadala og þurfa flutn- ingar að aukast um 58% til að nýja skipið standi undir sér, að sögn Helga Ibsen, framkvæmda- stjóra Skallagríms, sem gerir út Akraborgina. Helgi sagði einnig, að til viðbót- ar við hina auknu flutningsgetu hinnar nýju Akraborgar, þá mun- aði miklu að geta nú verið með veitingar á tveim stöðum í stað eins áður, og að stöðugleika- uggarnir væru til mikilla þæg- indaauka fyrir farþega. Hvað hina gömlu Akraborg snertir, þá er hún nú komin á sölu- skrá. Eitthvað hefur verið spurt um hana, en ekkert enn verið ákveðið í því sambandi. Gera má ráð fyrir að hún verði fyrst til að byrja með sett í slipp, og síðan séð til hvað verður. Skipstjóri nýju Akraborgarinn- ar er Þorvaldur Guðmundsson og 1. vélstjóri Hreggviður Hendriks- son. Nýja Akraborgin að innanverðu. Geysir lát- inn gjósa á sunnudögum GEYSISNEFND hefur ákveðið á fundi sínum að sápa verði sett í Geysi, óski feróahópar eða ferða- skrifstofur þess, einu sinni í viku, til þess að reyna að fá gos, kemur þetta fram í fréttatilkynn- ingu frá Geysisnefnd. Ennfremur segir, að fyrirhugaö sé að sápa sé sett í hverinn að jafnaði um kl. 16.00 á sunnudögum, þó ekki sunnudaginn 4. júlí næstkom- andi, en sápa verður sett í Geysi sunnudaginn 27. júní. Þeir aðilar, sem áhuga kynnu að hafa á því að sápa verði sett í hverinn í fram- greindu skyni, eru beðnir að snúa sér til Þóris Sigurðssonar í Haukadal, sem veita mun nánari uppiýsingar. Athygli er ennfremur vakin á því að fara verður mjög var- lega um Geysissvæðið, sér- staklega við Geysi sjálfan, en sett hefur verið upp girðing umhverfis Geysi. Jazz í Stúdenta- kjallaranum LEIKINN verður jazz í Stúdenta- kjallaranum við Hringbraut á sunnudagskvöld, frá klukkan 21 til 23.30. Það eru þeir Friðrik Karlsson, gitar, Tómas R. Einarsson, kontra- bassi og Alfreð Alfreðsson trommur, sem sjá um sveifluna. Norrænir lyfja- fræðingar þinga ÁRLEGUR fundur Sambands norrænu lyfjafræðingafélaganna, Nordisk Farmaceut Union, verður haldinn að Hótel Bifröst í Borg- arfirði dagana 28. og 29. júní. Jafnframt verður haldinn sérstak- ur fundur ritstjóra tímarita nor- rænu lyfjafræðingafélaganna. Er þetta í þriðja sinn sem þessir fundir eru haldnir hér á landi. Á fundunum verður meðal annars fjallað um málefni er varða menntun lyfjafræðinga, öryggi í meðferð og geymslu lyfja, og þá sérstaklega hvernig koma megi í veg fyrir slys á börnum af völdum þeirra. Tuttugu þátttakendur frá öllum norrænu lyfjafræðingafé- lögunum sitja fundinn. Núverandi formaður Nordisk Faraceut Union er Einar Magnússon, lyfjafræð- ingur. Skipalyftan vígd SKIPALYFTAN í Vestmannaeyj- um verður formlega tekin í notkun á sunnudaginn. Skuttogarinn Sindri verður þá tekinn upp í lyft- unni en lyftan tekur alla minni skuttogarana. Áhrif skrefatalningarinnar: r _ Utgjaldaaukning Reykjavíkurborg- ar en tekjurýrnun Pósts og síma UOST er að sú breyting sem varð á skrefatalningu símtala 1. nóvember sl. hefur þýtt verulega tekjurýrnum hjá Pósti og síma, annars vegar, og útgjalda- aukningu fyrir Reykjavíkurborg hins Guðmundi Björnssyni, fjármálastjóra borgarendurskoðanda. Guðmundur Björnsson sagði að skv. nýjustu tölum hefði um- framskrefum innanlands fækkað um 13%. Þetta hefði komið í ljós við samanburð á þriggja mánaða tímabili í ár og á sama tímabili í fyrra. Á ársgrundvelli þýddi þetta um a.m.k. 20 milljóna króna tekju- rýrnun. Þegar skrefatalningin tók gildi sl. haust voru langlínutaxtar lækkaðir að meðaltali um 30%, mest 33%. T.a.m. var hvert skref frá Reykjavík til Akureyrar lengt um 4 sekúndur, úr 8 sek. í 12. Að sögn Guðmundar var stefnt að því að >þessar ■breyti-ngar-teiddtr-ekki til tekjuaukningar hjá Pósti og ægar. Þetta fékkst í gær staðfest hjá Pósts og síma, og Bergi Tómassyni, síma, en með tekjurýrnuninni væri ljóst að verð langlínusamtala hefði lækkað full mikið. Guðmundur vildi að fram kæmi að það væri alltaf erfitt að meta þessi mál og gera á þeim fúllnægj- andi úttekt. Sem dæmi nefndi hann hugsanlega breytta símnotk- un fólks á hinum ýmsu svæðum. Aðspurður kvaðst hann telja lík- legast að þessu tekjutapi yrði mætt með einhverri verðhækkun við næstu gjaldskrárákvörðun. Bergur Tómasson borgarend- urskoðandi upplýsti að saman- burður á símaútgjöldum Reykja- víkurborgar á ákveðnu greiðslu- tímabili í ár og sama tímabili í fyrra, hefði leitt í ljós 31,3% með- altalsaukningu. Ársfjórðungs- aukning fyrir eitt svæði, en borg- arsímum er skipt í þrjú svæði, næmi tæpum 53 þúsund krónum. Hér væri aðeins um að ræða eitt tímabil og eitt svæði. Bergur sagði að borgin beitti sér nú fyrir lokun síma, sem fælist í því að ekki væri lengur mögulegt að hringja úr þeim til útlanda og út á land. Þessar lokanir sagði hann að miklu leyti framkvæmdar vegna óska viðkomandi stofnana, sem vildu firra sig allri ábyrgð á hugs- anlegri misnotkun. Sjálfur kvaðst Bergur telja að útgjaldaaukningin stafaði einvörðungu vegna skrefa- talningarinnar en ekki breyttrar notkunar á símum borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.