Morgunblaðið - 06.07.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 06.07.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ1982 11 Gunnar Flóvenz: NU VERÐUR EKKILENGÚR ÞAGAÐ Um „þrýstihópa atyinnuveganna" viðskiptin við Sovétríkin o.fl. Vegna mjög villandi ummæla sem fram hafa komið í fjölmiðlum að undanförnu um þátt íslenzkra útflutningsatvinnuvega í gerð samnings þess, sem undirritaður var í Reykjavík 2. júlí 1982, milli ríkisstjórna íslands og Sovétríkj- anna um efnahagssamvinnu svo og um efnisatriði samningsins, þykir mér tími til kominn að almenningi sé gerð grein fyrir eftirfarandi: Áður en árlegar viðræður um viðskiptasamning Islands og Sov- étríkjanna hófust í Reykjavík 28. júní 1982 gerði formaður íslenzku samninganefndarinnar okkur nefndarmönnunum grein fyrir stöð- unni og lagði fram uppkast að efna- hagssamvinnusamningi, sem samið var af embættismönnum utanríkis- og viðskiptaráðuneytanna í samráði við viðkomandi ráðherra. Efni samnings þessa fer hér á eftir: 1. gr. Samningsaðilar munu stefna að því að efla efnahagssamvinnu milli hlutaðeigandi íslenskra stofnana og fyrirtækja og sovéskra stofnana og fyrirtækja og munu leitast við að skapa hagstæð skilyrði fyrir þróun slíkrar samvinnu, báðum til hags- bóta og í samræmi við gildandi lög og reglugerðir hvors landsins um sig. 2. gr. Samningsaðilar munu ákvarða með gagnkvæmu samkomulagi þau svið, þar sem þeir telja langtíma samvinnu æskilega skv. samningi þessum, og skal í því efni sérstak- lega tekið mið af getu hvors lands- ins um sig og þörfum þess fyrir búnað, tækni og hráefni. 3. gr. Skipti á vörum og þjónustu, sem leiðir af samningi þessum, fara fram samkvæmt samningum milli íslenskra einstaklinga og lögaðila annars vegar, og sovéskra utanrík- isviðskiptastofnana hins vegar, á grundvelli langtíma bókana um gagnkvæmar vöruafgreiðslur milli landanna. 4. gr. Samningsaðilar munu eftir megni og í samræmi við gildandi lög og reglugerðir hvors landsins um sig greiða fyrir stofnun og við- haldi viðskiptasambanda milli full- trúa hlutaðeigandi stofnana og fyrirtækja og skiptum á upplýsing- um um efnahags- og viðskiptamál. 5. gr. Pulltrúar sem samningsaðilar hafa tilnefnt til að athuga fram- kvæmd bókana sem í gildi eru á hverjum tíma milli landanna um gagnkvæmar vöruafgreiðslur og til þess að semja og samþykkja viðeig- andi tillögur og ráðstafanir á sviði viðskipta milli landanna beggja skulu hittast, hvenær sem það telst nauðsynlegt, til skiptis í Reykjavík og Moskvu, til þess að fylgjast með framkvæmd þessa samnings um efnahagssamvinnu og gera tillögur um þróun hans. 6. gr. Samningur þessi öðlast gildi við undirritun hans og gildir í fimm ár. Að þeim tíma liðnum mun samn- ingurinn gilda áfram, þar til annar hvor samningsaðili hefur tilkynnt hinum skriflega um uppsögn. Samningurinn rennur þá út sex mánuðum eftir dagsetningu slíkrar tilkynningar. Uppsögn samningsins hefur ekki áhrif á gildi samninga sem gerðir hafa verið með stoð í honum. • I greinargerð sem formaður ís- lenzku nefndarinnar afhenti okkur samninganefndarmönnum 28. júní sl. segir m.a. um aðdraganda samn- ingsuppkastsins: „... Þegar Tómas Árnason, við- skiptaráðherra, fór til Moskvu í september 1980 til að undirrita viðskiptasamninginn, var hug- myndin um efnahagssamvinnu- samning rædd ítarlega við hann. Rússneskir embættismenn, sem annast viðskiptin við Vesturlönd, héldu því fram, að það myndi gera þeim léttara fyrir innan sovéska kerfisins að fá stuðning við eflingú viðskipta við Island, þ.e.a.s. fá fjár- veitingu fyrir kaupum á íslenskum vörum, ef svona samningur yrði gerður. Það kom í ljós í þessum og öðrum viðræðum að tregða okkar til að ræða um samningsgerð var farin að hafa neikvæð áhrif á af- stöðu einstakra embættismanna til viðskipta okkar og var ástæða til að óttast að þetta ágerðist, ef neitað væri algjörlega að ræða um samn- ingsgerð. Því var ákveðið að athuga vand- lega samningsdrög, sem Rússar af- hentu í júní 1981. Utanríkisráðu- neytið og viðskiptaráðuneytið fjöll- uðu sameiginlega um samnings- drögin og gerðu á þeim ýmsar breytingar og afhenti Haraldur Kröyer, sendiherra, sovéska utan- ríkisviðskiptaráðuneytinu endur- skoðuð drög okkar í ágúst 1981. I september fóru fram viðskipta- viðræður í Moskvu og voru þá samningsdrögin rædd. Féllust Rússar á flestar breytingatillögur okkar, en þær miðuðu að því að gera samninginn einfaldari og al- mennt orðaðan og ennfremur tengja framkvæmd hans við fram- kvæmd viðskiptasamningsins, enda af okkar hálfu litið á samninginn fyrst og fremst sem viðbót við viðskiptasamninginn, sem gæti hugsanlega opnað leið fyrir nýjum viðskiptum, en myndi einnig treysta hin hefðbundnu viðskipti. I Moskva var rætt um að stefna að því að undirrita samninginn í Gunnar Flóvenz Reykjavík sumarið 1982, þegar ár- legar viðskiptaviðræður færu þar fram. Síðan í fyrrahaust hafa verið gerðar smávægilegar breytingar á samningnum, sem báðir aðilar hafa fallist á. Er því gert ráð fyrir að samningurinn verði undirritaður á föstudaginn kemur af Ólafi Jóhann- essyni, utanríkisráðherra, og A.N. Manzhulo, aðstoðarutanríkisvið- skiptaráðherra. Frá því að viðskiptasamningur- inn var gerður við Sovétríkin 1953 undir forystu Bjarna Benediktsson- ar, utanríkisráðherra, hafa allar ríkisstjórnir og allir ráðherrar, sem hafa fjallað um þessi mál, verið sammála um að viðskiptin við Sov- étríkin væru æskileg og þýðingar- mikil fyrir íslenskt atvinnulíf. Með þessum samningi er aðeins verið að tryggja frekara áframhald þessara viðskipta. Er þetta samdóma álit allra þeirra, sem unnið hafa lengst að þessum málum og þekkja þau best... “ • Til viðbótar framangreindum upplýsingum var íslenzku samn- inganefndinni tjáð þegar í fyrra af fulltrúum íslenzkra stjórnvalda, að bæði utanríkis- og viðskiptaráð- herra væru samþykkir umræddum viðbótarsamningi. Ennfremur var okkur skýrt frá því að allar hinar Norðurlandaþjóðirnar og ýmsar aðrar vestrænar þjóðir hefðu gert tilsvarandi efnahagssamvinnu- samning við Sovétríkin. Allir þeir sem um mál þetta fjölluðu voru sammála um að það gæti valdið okkur erfiðleikum í samkeppninni um markað í Sovétríkjunum fyrir afurðir okkar, ef við einir neituðum slikum samningi. í því sambandi er rétt að geta þess að ýmsar þessara þjóða sækja fast á að selja Sovét- mönnum fiskafurðir og ýmsar iðn- aðarvörur í auknum mæli og bjóða vörur sínar í flestum tilfellum á lægra verði en okkur er fært. Með tilliti til framanritaðs, svo og vegna þess að við urðum þess varir að vegið var ómaklega að Þórhalli Ásgeirssyni, ráðuneytis- stjóra, — þeim embættismanni, sem ásamt dr. Oddi Guðjónssyni hefir unnið manna mest að því að styrkja stöðu islenzkra útflutnings- atvinnuvega á erlendum vettvangi, rituðum við, fulltrúar viðskiptaaðil- anna, undir skjal þar sem við stað- festum að við værum fylgjandi gerð margumrædds efnahagssamvinnu- samnings. Allt tal um að samning- ur þessi sé til orðinn vegna „þrýst- ings“ og „bænaskjals" íslenzkra viðskiptaaðila til íslenzkra stjórn- valda er því úr lausu lofti gripið og tími til kominn að hið sanna komi í ljós. Sama á við um tilvitnanir í Helsinkisáttmálann í formála samningsins. Sú tilvitnun var sam- þykkt af öðrum aðilum, sbr. upplýs- ingar um fyrri samninga við Sovét- Um fyrri samninga íslands við Sovétríkin Árið 1953 (1. ágúst) var undirrit- aður viðskiptasamningur við Sov- étríkin fyrir forgöngu Bjarna Benediktssonar, þáverandi utan- ríkisráðherra. Fulltrúar, sem samningsaðilar hafa tilnefnt hverju sinni til þess að fylgjast með framkvæmd samningsins og gera tillögur um þróun hans, hafa hitzt þegar nauðsynlegt hefur verið talið, til skiptis í Reykjavík og Moskva, á sama hátt og gert er ráð fyrir í hinum nýja efnahags- samvinnusamningi. Samningur þessi var gerður í fullu samráði við „þrýstihópa út- flutningsatvinnuveganna". • 1961 (25. apríl) undirritaði Guð- mundur I. Guðmundsson, þáver- andi utanríkisráðherra Viðreisn- arstjórnarinnar, samning um menningar-, vísinda- og tækni- samvinnu. I samningi þessum er því lýst yfir að ríkisstjórnir ís- lands og Sovétríkjanna óski „að efla menningar-, vísinda- og tæknitengsl milli landanna með það fyrir augum að styrkja enn vinsamlega sambúð milli íslenzku þjóðarinnar og Sovétþjóðanna, og hafa í huga óskir beggja land- anna um friðsamlega sambúð." I samningi þessum segir enn- fremur m.a. að ríkisstjórnir land- anna muni greiða fyrir skiptum á sendinefndum úr hópi félaga- samtaka er starfi að vináttu- og menningarsamskiptum, samtaka verkamanna, verkalýðsfélaga, æskulýðssamtaka og annarra samtaka sem óbundin eru ríkis- stjórnum landanna. Að sjálfsögðu voru engir full- trúar „þrýstihóps útflytjenda" viðstaddir þessa samningsgerð. 1977 (25. apríl) undirrituðu þeir Einar Ágústsson, þáverandi utanríkisráðherra, og Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarút- vegsráðherra í umboði ríkis- stjórnar Geirs Hallgrímssonar, samning milli ríkisstjórna ís- lands og Sovétríkjanna um vís- inda- og tæknisamvinnu og sam- ráð á sviði sjávarútvegs og rann- sókna á lifandi auðæfum hafsins. í samningi þessum er m.a. kveðið á um frekari þróun og eflingu vísindasamvinnu íslands og Sov- étríkjanna á framangreindum sviðum, skipti á viðeigandi upp- lýsingum o.fl. Á undan 1. grein samningsins segir að ríkisstjórnir Islands og Sovétríkjanna „hafi að leiðarljósi þá ósk að efla og styrkja vináttu- tengsl milli Islands og Sovétríkj- anna“. í samningnum segir ennfremur að sett skuli á fót samstarfsnefnd til að vinna að markmiðum samn- ingsins og skuli stefnt að því að hún komi saman eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Engir fulltrúar „þrýstihóps út- flytjenda" voru viðstaddir þessa samningsgerð. 1980 (11. september) undirritaði núverandi viðskiptaráðherra, Tómas Árnason, „bókun um gagnkvæmar vöruafgreiðslur frá íslandi og Sovétríkjunum á árun- um 1981 — 1985“. í upphafi bókunarinnar segir orðrétt: „Ríkisstjórn íslands og ríkisstjórn Sovétríkjanna óska að treysta undirstöður langtíma- samvinnu sem er báðum til hags- bóta í samræmi við ákvæði loka- samþykktar ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu sem undirrituð var í Helsinki hinn 1. ágúst 1975.“ Engir fulltrúar „þrýstihóps út- flytjenda" voru viðstaddir er bók- un þessi var samin. Aftur á móti önnuðust „þrýstihóparnir" ásamt embættismönnum viðskipta- og utanríkisráðuneytanna gerð sjálfs viðskiptasamningsins í júní 1980, einhvers hagstæðasta samnings, sem íslendingar hafa gert um utanríkisviðskipti. * ríkin sem birtar eru með grein þessari. Ég vil taka það skýrt fram að það eru ekki fulltrúar íslenzku við- skiptaaðilanna sem taka ákvörðun um gerð eða form viðskipta- og efnahagssamvinnusamninga, held- ur viðkomandi íslenzk stjórnvöld. Að sjálfsögðu var leitað álits allra viðskiptaaðila varðandi afstöðu tii samningagerðarinnar og var full samstaða meðal þeirra um gerð viðbótarsamningsins. í því sam- bandi þykir mér rétt að birta hér lista yfir þær stofnanir og samtök, sem áttu fuiitrúa í samninganefnd- inni: Viðskiptaráðuneytið Utanríkisráðuneytið Sendiráð Islands í Moskva Seðlabanki íslands Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Síldarútvegsnefnd Samband íslenzkra samvinnufélaga Sölustofnun lagmetis íslenzku olíufélögin Verzlunarráð íslands • Ég hefi aldrei litið á samnings- uppkastið um efnahagssamvinnu við Sovétríkin sem neitt leyndar- plagg og því ræddum við það t.d. á stjórnarfundum í Síldarútvegs- nefnd, bæði í fyrra og nú í vor. í því sambandi skal fram tekið að Síldar- útvegsnefnd er skipuð fulltrúum frá samtökum síldarsaltenda, sjó- manna og útvegsmanna, svo og full- trúum kjörnum af Alþingi. Allir þessir fulltrúar lýstu sig samþykka gerð umrædds viðbótarsamnings við Sovétmenn. Það vakti því furðu mína þegar því var haldið fram í fjölmiðlum að samningsuppkastið hefði verið eitthvert laumuplagg. • Það fer ekki á milli mála að viðskiptasamkomulag það við Sov- étríkin, sem Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, stofn- aði til árið 1953 í samráði við hags- munasamtök íslenzks sjávarútvegs, hefir verið til mikilla hagsbóta fyrir landsmenn. Viðskiptin við Sovétríkin eru ennþá mjög mikil- væg fyrir landsmenn eins og þau voru þegar fyrsti samningurinn var gerður. Það liggur í augum uppi að sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar er að verulegu leyti komið undir skynsamlegri og sjálfstæðri efna- hags- og utanríkisviðskiptapólitík. Það er því mikil kaldhæðni, ef rétt er, að pólitískar bandalags- þjóðir okkar hafi beitt okkur þrýst- ingi til að hafna gerð samskonar samnings við Sovétríkin og þær sjálfar hafa gert og það á sama tíma og þessar bandalagsþjóðir meina okkur með ýmsum ráðum að- gang að mörkuðum landa sinna fyrir þýðingarmiklar útflutnings- vörur okkar. Dylgjur þær og rangfærslur, sem víða hafa verið á ferðinni varðandi viðskipta- og efnahagssamninga þá, sem gerðir hafa verið milli ríkis- stjórna Islands og Sovétríkjanna, eru nú orðnar þess eðlis að æskilegt væri að opinber, hlutlaus og hlífð- arlaus rannsókn fari nú þegar fram á öllum hliðum þessara mála. Það væri ennfremur fróðlegt fyrir íslenzkan almenning að fá hlutlausa úttekt á því, hvaða þýð- ingu viðskiptin við Sovétríkin hafa fyrir atvinnu og afkomu fjölda fólks um land allt og raunar lífskjör þjóðarinnar allrar. Það er von mín að um viðkvæm utanríkisverzlunarmál verði í fram- tíðinni fjallað málefnalega og af fullri gætni og það eitt haft í huga að tryggja sem bezt íslenzka hags- muni, ekki aðeins á viðskiptasvið- inu, heldur í víðtækustu merkingu þessara orða. Reykjavík, 3. júlí 1982, Gunnar Flóvenz.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.