Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982 „Varð iindrandi þegar ég sá öll trén hérna“ og þótti hvort tvéggja gott. Verst að skyr skuli ekki vera framleitt í Indiana." — Er eitthvað sem hefur komið þér sérstaklega á óvart? „Áður en ég fór hingað, sá ég mynd frá íslensku safari. Þar sáust engin tré. Þess vegna varð ég undrandi, þegar ég sá öll trén hérna. Annað, sem kom mér á óvart, eru öll börnin sem eru lát- L'ndanfarinn mánuð hefur verið stödd hér á landi á vegum Kvenfélaga- samhands íslands kona frá Indiana i Bandaríkjunum. Hún heitir Kmily Shireman og er hér sem fulltrúi fyrir Indiana Extension Homemakers Ass- ociation, IEHA, sem er deild þessara samtaka í Indiana, en samtökin eru starfandi í öllum fylkjum Bandarikjanna. Dvöl hennar hér er til að endur- gjalda dvöl Margrétar S. Einarsdóttur, en hún var í Bandaríkjunum árið 1980 á vegum þessara samtaka. Emily Shireman Shireman var í tilefni þessa innt eftir því, hvers eðlis starf- semi þessara samtaka, sem hún er hér fulltrúi fyrir, væru. „Kjarni þessara samtaka er fræðsla," sagði Emily Shireman. „Til þeirra var í upphafi stofnað til að ná til fólks í dreifbýli, en nú er fólk í þéttbýli ekki síður þátttakendur. Það voru ríki, fylki og sýsla, sem átti frum- kvæðið að þessum samtökum, og eru þau í nánum tengslum við háskólann í hinum ólíku fylkj- um. Ráðnir voru sérstakir ráð- unautar, sem aðstoðuðu fólk og komu fræðslu á framfæri til þess. Það eru húsmæður sem eru í þessum samtökum, því ætlunin var að ná til heimilanna með þessari fræðslu. Skipulagið er þannig, að smæstu einingarnar eru klúbbar með 12—14 konum hver. Sérhver klúbbur felur einhverjum einum, í hvert skipti, að kynna sér eitt- hvert málefni, sem hann svo fræðir hina klúbbfélagana um. Mikið af fræðslunni er um alls konar heimilisverk, t.d. hvernig eigi að sjá um heimili og hagnýt atriði í því sambandi. Klúbbarn- ir hafa samtök sín á milli í hverri hinna 92 sýslna Indiana. Sýslunum er skipt niður í 10 svæði og mynda fulltrúar þeirra fylkisráð, sem fer með yfirstjórn samtakanna í fylkinu. Mín reynsla er sú, að þetta hjálpi konum mjög mikið, efli sjálfstraust þeirra, svo þær koma sér og sínum hæfileikum frekar á framfæri. Ég veit það með sjálfa mig, ég gæti ekki ver- ið hér nú nema vegna þess að ég er búin að fá þjálfun og venjast félagsstörfum vegna þátttöku minnar í þessum samtökum. I Indiana erum við með erlent „prógram“. Sérhver kona borgar 10 sent og annað hvert ár bjóð- um við til okkar fólki frá ein- hverju landi. Þetta borgar farið og við höfum það á heimilum okkar. Þannig kom Margrét í heimsókn til okkar. Við höfðum samband við ACWW (Associ- ated Country Women of the World) og óskuðum eftir ís- lenskri konu í heimsókn, og fengum Margréti. Næst ætlum við að fá konu frá Hollandi." — Hver var ástæðan fyrir því að þið óskuðuð eftir konu frá Is- landi? „Okkur fannst við bara ekki þekkja Island eins og við vildum. Við höfum ávallt fengið konur frá löndum sem lítt eru þekkt." — Hvers vegna varst þú fyrir valinu að verða send hingað? „Við vorum 31 sem sóttumst eftir að koma hingað. Nefnd fækkaði okkur niður í 6, og við þessar 6 vorum yfirheyrðar af fjórum dómurum, sem tóku end- anlegu ákvörðunina. Mér var mjög í mun að fara. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer til út- landa og ég ætlaði varla að trúa því, þegar ég varð fyrir valinu." „Þegar ég kem heim aftur, á ég að halda fyrirlestra um veru mína hérna. Það er kvöð, sem fylgdi því að fara hingað, að ég héldi tvo fyrirlestra á hverju hinna tíu svæða sem samtökun- um í Indiana er skipt niður í. Sjálfsagt verður óskað eftir því að ég haldi fyrirlestra víðar. Ég er búin að taka yfir 700 myndir, sem ég á eftir að flokka niður eftir efni. Auk þess hefur mér áskotnast ýmislegt hérna, sem getur hjálpað mér við fyrir- lestrahaldið, enda er ég búin að fara um alit land. Þau eru orðin 14 heimilin sem ég hef dvalist á, á sumum oftar en einu sinni og alls staðar hef ég notið mikillar gestrisni, móttökurnar verið frábærar. Ég hafði dálitlar áhyggjur af tungumálinu í upphafi, en ég hef komist að því, að flestar konur hérna skortir frekar sjálfs- traustið en þekkinguna til að tala ensku. Þegar við höfum ver- ið að tala saman tvær og tvær, hefur það gengið ágætlega, en í fjölmenni hafa þær oft ekki vilj- að tala neitt." — Og hvert er svo álit þitt á landinu og íbúum þess, eftir að hafa dvalist hér þennan tíma? „Blaðamaður á Akureyri spurði mig hins sama, og bað mig að segja álit mitt í einni setningu. Ég sagði: Þið eruð með fólk hér, sem er mjög stolt af landinu og það ekki að ófyrir- synju. Þið eigið mjög fallegt land hérna, og alls staðar sér maður ný heimili rísa. Það er mjög gleðilegt. í Indiana er eiginlega um stöðnun að ræða hvað þetta snertir. Ég hef kunnað vel við matinn hérna, bæði borðað svið og skyr in sofa hérna úti undir beru lofti. Þetta þekkist ekki í Indi- ana. Sumrin eru of heit, en það væri hægt á veturna. Ég á lítið barnabarn og ég ætla að stinga upp á að það sé látið sofa úti, því ég er þess fullviss að þau hafa mjög gott af þessu." Anna S. Snæbjörnsdóttir sveitarstjóri: Eg geng til þessa starfs, sem ábyrgur einstakl- ingur en ekki eingöngu af því ég er kona Kftir kosningarnar 26. júní sl. hafa tvær konur verið ráðnar í stöðu sveitarstjóra og munu þær vera fyrstu konurnar sem því starfi gegna hér á landi. Hreppsnefnd Bessastaðahrepps hélt sinn fyrsta fund 27. júní og réði þá Önnu Snæbjörnsdóttur sveitarstjóra og tveimur dögum síðar réði hrepps- nefnd Fellahrepps á Fljótsdalshéraði Svölu Eggertsdóttur í stöðu sveitar- stjóra. Blaðamaður Mbl. heimsótti Önnu Snæbjörnsdóttur á skrifstofu Bessa- staðahrepps í Bjarnastaðaskóla og fyrst var spurt um aldur og uppruna. „Ég er fædd í Reykjavík 1939,“ sagði Anna, „og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Þá fluttu foreldrar mínir út á Seltjarnarnes, þar sem ég bjó næstu árin, en fluttist aftur til Reykjavíkur og settist þar að þegar ég giftist Kristjáni Birgi Kristjánssyni, manni mínum. Sumarið 1966 réðum við okkur hjónin í vinnu norður í Mý- vatnssveit og líkaði okkur svo vel, að við ákváðum að flytja norður næsta vor, og í þeirri yndisfögru sveit bjuggum við í þrjú ár. Þegar við fluttumst aftur suður felldum við okkur ekki almennilega við borgarysinn, langaði aftur í fá- mennið. Við völdum Álftanesið, fluttum hingað 1974 og sjáum ekki eftir því, hér er gott að búa. Álfta- nesið varð fyrir valinu, því hér þekktum við til, enda faðir minn fæddur hér og uppalinn." — Hvaða afskipti hafðir þú af félagsmálum áður en þú gafst kost á þér til hreppsnefndar? „Eftir að ég flutti hingað gekk ég fljótlega í kvenfélagið, var þar í stjórn í 4 ár. Það er athyglisvert og ánægjulegt að í ekki fjölmenn- ari byggð en hér er, eða innan við 600 manns, eru um 90 konur í kvenfélaginu. Það gefur konunum gott tækifæri til að kynnast og taka þátt í félagslífinu. Ég hef starfað fyrir Líknarsjóð Bessa- staðahrepps og er vörslumaður hans. Sjóðurinn var stofnaður 1941 með 1.000 gkr. dánargjöf til styrktar sjúkum og bágstöddum. Þessir peningar lágu óhreyfðir inni á bankabók þar til 1978 er sjóðurinn var endurvakinn með hjálp kvenfélagskvenna og þá var þessi höfðinglega gjöf frá 1941 orðin að 3.932 gkr. með vöxtum. Sl. 4 ár starfaði ég í félagsmálaráði og frá 1979 í sóknarnefnd, auk þess var ég annar varamaður í hreppsnefnd á síðasta kjörtíma- bili, þó það reyndi aldrei á mig. Frá því í vetur hefur fólk verið að skemmta sér við að syngja í blönd- uðum kór. Við hjónin tókum þátt í því. Kórinn kom fram í fyrsta sinn opinberlega 17. júní og sungum við ættjarðarlög í kirkjunni." — Hvernig gengur að samrýma félagsstörf og heimilishald? „Það gengur ljómandi vel, enda hjálpumst við hjónin að við heim- ilishaldið. Við eigum einn upp- kominn son sem býr í Hafnarfirði. Hann á tvö börn sem koma oft í heimsókn. Ég hef alltaf unnið fullt starf utan heimilis. Félagsstörfin hef ég unnið í mínum frístundum og haft mikla ánægju af. Þau gefa manni gott tækifæri til að kynn- ast hinum ýmsu þáttum mannlífs- ins.“ — Þú ert fyrsta konan sem er ráðin í stöðu sveitarstjóra hér á landi. Finnst þér þú vera að vinna brautryðj andastarf ? „Ég hef nú lítið hugsað út í þá hlið málsins. Persónulega finnst mér það ekki, en það má vera. Ég hef það á tilfinningunni að öðrum finnist það og kannski eiga áhrif þessa eftir að koma í ljós annars staðar." — Hvernig finnst þér íslensk kvennabarátta standa í dag? „I eðli sínu eru konur yfirleitt hlédrægari en karlmenn þegar kemur að því að kllifa metorða- ðtigann. Konur verða fyrst og fremst að treysta sjálfum sér og hopa ekki af hólmi þegar til þeirra er leitað. Margar konur treysta sér ekki til að taka að sér ábyrgð- arstöður vegna heimilisaðstæðna, finnst það of mikið álag. Persónu- lega þarf ég ekki að kvarta yfir því að hafa ekki fengið mín tækifæri. En það fer ekki fram hjá neinum að í mörgum tilfellum eru konur sniðgengnar í embættisveitingum, jafnvel þótt þær hafi bæði mennt- un til að bera og lengri starfs- reynslu en karlmenn og því þarf að hreyta. Við lifum á miklum breytinga- tímum og verðum að reyna að að- laga okkur þessum breytingum. Þetta tekur tíma og gerist ekki á einum degi.“ — Ert þú hlynnt sérstöku kvennaframboði? „Nei, ég er ekki hlynnt því. Að vísu hafa konur átt erfitt upp- dráttar innan stjórnmálaflokk- anna og hafa ekki átt jafn greiðan aðgang að ýmsum málaflokkum og karlmenn, en til þess að ná þar árangri verða þær að standa sam- an og hafa aðstæður til að sinna þeim verkefnum sem því fylgir og þá þurfa þær ekki að vera með sérstakt kvennaframboð. Konur og karlar eiga að vinna saman að lausn mála og í mörgum tilfellum eiga konur ekki síður stuðning karla en kvenna. Þó má vera að þetta eigi rétt á sér. Ég hef ekki starfað í stjórn- máiaflokki sjálf og er því kannski ekki dómbær á það.“ — Hvaða mál eru það sem þú hefur fyrst og fremst áhuga á að vinna að sem sveitarstjóri? „Það er ýmislegt á döfinni í ört vaxandi byggð og mörg mál sem fyrrverandi hreppsnefnd hefur verið að vinna að. Við munum taka við þar sem frá var horfið. Nýi skólinn okkar er orðinn of lítill og nú er verið að smíða fær- anlega kennslustofu, sem á að af- hendast um miðjan ágúst. Skóla- málin hafa forgang. Bygging íþróttahúss með félagsaðstöðu er í athugun. í því sambandi þarf að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.