Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982
Sovét:
Friðarsinni á í
vök að verjast
Mfwkvu, 7. juli. AIV
FORSVARSMAÐUR einu óháðu friðarsamtakanna, sem starfað hafa í
Moskvu, hefur fenijið aðvörum frá lögreglunni þess efnis, um hann gæti
lent í fangclsi fyrir gjaldeyrisbrask ef hann gagnrýni ekki iðju sam-
starfsmanna sinna í samtökunum, að því er eiginkona mannsins, sem
heitir Sergeir Botovrin, sagði í Al* í dag. Hann hefur verið í stofufangelsi
á hcimili sinu um hríð, eftir að samtökin voru formlega stofnuð og lýstu
markmiðum sínum.
Kona Batovrins sagði í dag, að
þrír löfíreglumenn hefðu komið
til heimilis þeirra og sagt að
hann ætti yfir höfði sér ákæru
fyrir gjaldeyrissvindl ef hann
skrifaði ekki snarlega undiryfir-
lýsingu, þar sem hann fordæmdi
hópinn og segði sig formlega úr
honum, og síðast en ekki sízt
væri gert ráð fyrir að hann
gagnrýndi utanríkisstefnu
Bandaríkjamanna. Eiginkonan
sagði það algerlega úr lausu lofti
gripið, að saka Batovrin um
gjaldeyrisbrask en bersýnilega
ætti að reyna að þvinga eigin-
mann hennar á þennan máta til
að hætta starfi sínu í samtökun-
um. Kona Batovrins var látin
fara á brott úr íbúðinni og hún
sagði að hugsanlegt væri að
maður hennar færi í hungur-
verkfall ef ekki linnti umsátri og
hótunum lögreglu.
Það þykir skjóta skökku við að
Sovétríkin skuli berja á þessari
friðarhreyfingu í Sovétríkjun-
um, þar sem þeir hafa leynt og
ljóst stutt friðarhreyfingar í
öðrum löndum, bæði með fjár-
framlögum og orðaflóði.
Sotelo býðst
enn til að hætta
Madrid 7. júlí. Al\
ÝMIS teikn virtust á lofti í dag
um að spánski Miðflokkurinn,
sem fer með stjórn landsins,
væri að molna því að óeining
innan forystuliðs hans hefur
færzt mjög í aukana.
Sotelo, forsætisráðherra,
bauðst til þess öðru sinni í
dag að hætta sem formaður
flokksins, en atkvæða-
greiðsla um tilboð forsætis-
ráðherrans mun að líkindum
ekki fara fram fyrr en í
næstu viku. Þessi ágreining-
ur hefur varið vaxandi upp á
síðkastið og gæti orðið til
þess að boða yrði til kosn-
inga og í kjölfar fylgdi ríkis-
stjórn sósíalista. Það myndi
hins vegar vekja mikla reiði
innan hersins með ófyrirsjá-
anlegum afleiðum.
Rætt hefur verið um
bráðabirgðastjórn og utan-
þingsstjórn en hvorugur
kosturinn þykir hagstæður.
Sotelo bauðst til að segja
af sér og stakk upp á að
Landelino Lavilla tæki við af
sér, eftir að mistókst að ná
Setelo
samkomulagi við Adolfo
Suarez fyrrv. forsætisráð-
herra.
Mikil spenna hefur verið í
stjórnmálalífi Spánar frá því
Suarez sagði af sér skýr-
ingarlaust 1981 og skömmu
síðar reyndu hægri sinnaðir
herforingjar að grípa til
valdaráns vegna þess tóma-
rúms sem þeir sögðu að væri
að myndast í stjórnmálalífi
Spánar.
Peking:
Utlendingar í
mótmælagöngu
milli sendiráða
Peking, 7. júli. Al*.
KIIMLKGA tuttugu útlendingar sem
eru búsettir í l’eking fóru í mótmæla-
göngu í l’eking í dag, héldu í lögreglu-
fylgd til sovézka og handarísku sendi-
ráóanna og afhentu bréf þar sem
vígbúnaAi er mótmælt. Mikiil fjöldi
Kínverja fylgdist meó göngumönnum.
Ita rti sendiráóin lokuóu hliAum sínum
fyrir göngumönnum, en í því banda-
ríska fengu göngumenn þau svör aA
bréfi þeirra yrAi komiA áfram til
Washington og haft yrAi samband viA
þá innan nokkura daga. ( sovéska
sendiráAinu var bréfiA hrifsaA af fáUt-
inu ag því sagt aA bíAa, en tuAan skellt
í lás þeva hKAum sea ekki voru taiin
nógu rammlega læst.
Anna Johnston frá Englandi sem
skipulagði þessa aðgerð sagði AP-
fréttastofunni, að slíkar göngur
væru yfirleitt bannaðar í Kína. Þar
sem göngumenn hefðu sannfært
lögregluyfirvöld um, að þeir myndu
ekki aðhafast neitt það sem kynni
að koma kínversku stjórninni í
vandræði, hefði verið fallizt á að
leyfa gönguna milli sendiráðanna.
Hún sagði að í hópnum hefðu verið
nokkrir Bretar, Bandaríkjamenn,
Vestur-Þjóðverjar, ítalir, Japanir,
Kanadamenn, Ástralíumenn og
Frakkar.
Kandarísku forsetahjónin hylla geimfara geimferjunnar Kólumbíu er þeir stíga frá borði eftir velheppnaða
geimferð og lendingu á venjulegri flugbraut á Edwards-flugstöðinni í Kaliforníu.
Líbýumenn aðstoða
skæruliða í Úganda
Nairóbí, 7. júlí. AP.
Ríkisútvarpið í Úganda sagAi í dag
aé Líbýumenn hefðu stutt við bakið
á skæruKðum, sem reynt hafa að
koma stjórn Miltons Obote frá með
bryðju- og ofbeldisverkum.
Útvarpið sagði John Luwuliza
Kirunda, innanríkisráðherra, hafa
skýrt frá því í þinginu í Kampala í
dag, að pottþéttar sönnur hefðu
verið færðar fyrir því að skærulið-
ar hefðu notast við líbýsk vopn er
þeir gerðu árás á Lubiri-herstöð-
ina í febrúar.
Jafnframt hefði Kirunda skýrt
frá því að yfirvöld hefðu undir
höndum bréf, sem fyrrverandi
ráðherra og núverandi skæruliða-
foringi í Úganda hefði ritað sendi-
herra Líbýu í Kenýa, þar sem
hann þakkaði vopnasendingu og
falaðist eftir frekari stuðningi.
Að sögn Kirunda, hafa stjórn-
völd í Kampala komið harðorðum
mótmælum á framfæri við stjórn
Khadafys Líbýuleiðtoga, þar sem
stuðningi Líbýumanna við „stiga-
mennsku" í Úganda var mótmælt.
Stjórn Obotes hefir átt í úti-
stöðum við skæruliðasveitir allt
frá því hún komst til valda eftir
kosningar í desember 1980.
Skæruliðar hafa haldið því til
streitu að úrslitum kosninganna
hafi verið hagrætt. Líbýustjórn
var helzti bakhjarl Idi Amins ein-
ræðisherra í Úganda á árunum
1971—’79, og gerði líbýski stjórn-
arherinn árangurslausa tilraun til
að bjarga stjórn hans í apríl 1979,
þegar Tanzaníuher réðst inn í
Úganda og steypti Amin af stóli.
Sihanouk til Kambódíu
Sroch Srang, Kambódíu, 7. júlí. AP.
NORODOM Sihanouk, leift-
togi nýstofnaöra samtaka sem
bcrjast skulu gegn stjórn
landsins, hélt inn yfir landa-
mæri Kambódíu í dag og hét
því aft frelsa ættland sitt frá
víctnömsku hernámi.
Sihanouk kom síftast til
Kambódíu fyrir hálfu fjórfta ári
þegar hann flaug á braut frá
Phnom Penh rétt fyrir innrás
Víetnama.
Sihanouk og kona hans
fóru yfir landamærin frá
Thailandi inn á svæði sem
fylgismenn hans ráða. Æði
stund fór í að kanna liðs-
sveitir og menn létu óspart
tilfinningar sínár í ljós og
hver hét öðrum stuðningi og
baráttu.
Koma Sihanouks til Kam-
bódíu er talin táknræn fyrir
raunverulega baráttu sem sé
nú að hefjast og sé mjög víð-
tæk innan Kambódíu gegn
stjórn Víetnama. Ekki var
látið uppskátt hvar Sihanouk
og stjórn hans myndu hafa
aðsetur og ekki var dvalið
ýkja lengi á kambódísku
landi. Sihanouk sagði stuðn-
ingsmönnum sínum, að hann
myndi á næstunni fara víðar
yfir landamærin og hvar-
vetna safna liði og ekki linna
fyrr en þjóð hans væri frels-
uð undan áþján Víetnama.
Að svo búnu ók Sihanouk og
kona hans á brott inn í Thai-
land aftur.
Engu að síður þykir þetta
tíðindum sæta, eins og fyrr
segir, og sá hljómgrunnur
sem Sihanouk hefur meðal
landa sinna hefur aukizt með
hverjum mánuði, eftir því
sem grimmdarleg leppstjórn
Víetnama hefur ráðið lögum
og lofum í landinu.