Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982 S-!1 1982 Univrm Pre«» Synðicile „Húo fór boo hrirvg't og S'toppQ&' 5\jo cL i%." * Ast er... ... afi nota sömu regnhl'ifina. TM U.S Pat 0t‘ —-alt r»ohts reseTvctí e1982 Los Angotes Tlmes Synoicate Su látum vifi reyaa á minnið, frú. í»ér greiðið fyrirfram og svo sjáum við til þegar |ht komið nstst hvort þér hafið gleymt því eða ekki! HÖGNI HREKKVlSI Orti Jórunn fleira til konungshiónanna? J.V. skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég ætla nú fyrst og fremst að þakka fyrir góð og greið svör við spurningu sem ég sendi þér 29. fyrra mánaðar, um Beltisþuluna. Eg er mjög þakklát fyrir svarið og veit að mér er farið að förlast í ýmsu, enda orðin býsna gömul. Höfundur þulunnar reyndist vera Jórunn Guðmundsdóttir, Arnþórsholti í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Það upplýsir nafna hennar, Jórur.n Helga Ámunds- dóttir, í bréfi til þín. En nú er það eins með mig og skollann, þegar hann nær í iitla fingur, að þá vill hann fá alla höndina. Mig langar nefnilega að fá að vita meira um Jórunni þessa Guðmundsdóttur, t.d. það, hvort hún orti fleira en Beltis- þuluna til drottningar eða kon- ungshjónanna beggja í tilefni af komu þeirra hingað 1923. Beltisþulan var ort um það þegar drottningu var gefið belti til að bera við skautbúning sem íslenska þjóðin færði henni að gjöf. Ég var um tvítugt þegar þetta var og man vel eftir því að í Morgunblaðinu var heil síða af lofkvæðum til konungshjón- anna.“ Beltisþulan er eftir Jórunni Guð- mundsdóttur Þann 29. júní bað 5241- 3834 um upplýsingar um Beltisþuluna, sem ort var árið 1923 við komu Alex- andríu drottningar. Belt- isþulan er eftir Jórunni Guðmundsdóttur, Arn- þórsholti í Lundarreykja- dal, Borgarfjarðarsýslu. Beltisþula Já, svona lítur ísland út, sýnast þér ekki falleg fjöllin? Á fjöllunum uppi byggja tröllin, þar eru háir huldusteinar og hamrar, er byggja dverga-sveinar, þeir árshring hverjan eru þar alltaf að smíða gersemar. Nú dvergajöfur sjálfur segir, hann sitji við á hverjum degi og ætli' að setja saman band, semað þér gefi jökulland. Það kvað nú gert af góðu efni; þess gæðin helztu er bezt ég nefni; Af æðstu þrá hins fremsta svanna, af frelsishugsjón beztu manna, af sakleysi hins blíöa barns, af móðurást og móðurtryggð, því mesta hnossi í alheimsbyggð. Ef stjörnur skinu skært á kvöldin, þá skreyttu þeir með því beltisskjöldinn. Þannig var myndað mittisband, sem ininna skal þig é gamalt land. Virðingarfyllst, Jórunn Helga Átnundadóttir. Hvar er lla G.Á. skrifar á Isafírði ..I). júní. gulbröndótt;. íaeðu. sem okkur var jefir. í fyrrasumar. i-Iún cr afar ur vikum scttúm við haöa út á iaugardagskvöldi, og síðan höfum' viku, hálfan mánuð og enn höfum sem ég þekki hér í bat sagðist hafa séð hana kvöid nokkurt og ung stúlka sem býr hér í næsta húsi sagðist hafa séð einhvern ókunn- ugan vera með hana og hefði sennilega farið með hana inn í fjörð. Það er hart ef foreldrar hér í bæ sjá ekkert athugavert við þáð að l>örn þeirra komi heim með heim- iliskctti sem einhverjir .og ein- hverjir eiga, og gera ekkert til að koma dýrinu í hendur réttum eig- endum. Það getur svo sem vel ver- ið að fólk álíti litlu skipta hvað verður um einn kött, en það er iúalegt að ‘láta slíkt bitna i sak- Við erum nybúin að gefa kettl- eignaðist ; vor, svo að núna er horfin líka.“ Ekki svefnfriöur fyrir sprengingum ÁJS. skrifar: „Kæri Velvakandi. Svoleiðis er, að ég bý syðst í Hvassaleitinu, þar sem yfirleitt er gott að búa. Nú bregður hins vegar svo við, að ekkert lát er þar á sprengingum nótt eftir nótt, svo að alít hristist og skelf- ur. Síðast hefur verið sprengt um kl. 4.00 að nóttu, og um kl. 01.00 í nótt sem leið (aðfaranótt þriðjudags), kom ein svo dúnd^ urmikil, að ég hrökk upp með andfælum og sofnaði ekki aftur fyrr en klukkan að ganga fjögur. Við höfum þrisvar hringt í lögregluna á sl. tveimur vikum og spurt hvort þeir geti ekkert gert í málinu. En svarið er: Við getum ekkert gert. Sem sagt lögreglan getur ekki hjálpað manni til að fá svefnfrið fyrir iátum og sprengingum Ef það kemur fyllibytta upp að húsinu og er eitthvað að skrðlta, þá get- ur maður látið fjarlægja hana, <n engin vörn virði$t finnast lyrir heilt hverfi gegn þessum næturspjöllum sprenginganna. Eða hvert á að snúa sér til að fá þessum ósköpum aflétt? Við hjónin þurfum að vakna kl. 7 á hverjum morgni til þess að komast á réttum tíma í vinnu, þannig að það er ekkert spaug fyrir mann, þegar þetta fer að ganga svona viku eftir viku."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.