Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982 41 fclk í fréttum Foreldrar Michele sýna honum eins mikla hlýju og þau geta Níu ára gamall drengur með líkama ungabarns Þó að Michele Capodanno sé níu ára gamall er hann fyrst nú að læra að segja mamma. Og hann hefur líkama eins ára barns. For- eldrar hans klæða hann ennþá í ungbarnaföt og hann er ennþá í vöggu. Hann nærist aðeins á barnamat enda tannlaus. Eldri bræður Michele hjálpa til við að passa hann Michele Capodanno fæddist á Sarno á Ítalíu og í fimm mánuði þroskaðist hann eðlilega, en svo hætti hann að stækka og foreldrar hans fóru með hann til læknis. Læknirinn taldi ekkert vera að honum og sagði foreldrum hans að hafa engar áhyggjur, hann myndi jafna sig. En tíminn leið og aldrei stækkaði Michele. Foreldrar Michele, Grazia og Carmine Capodanno eru fátækt ít- alskt alþýðufólk og þegar að lok- um varð augljóst að Michele þyrfti læknisaðstoðar með, þá þorðu for- eldrar hans ekki að senda hann á spítala. Þau voru hrædd um að ef hann einu sinni væri kominn inn á spítala þá kæmi hann aldrei út aftur. Michele þjáist af sjaldgæfri skjaldkirtilsveiki sem hægt er að halda niðri með lyfjum ef hún er uppgötvuð nógu snemma, en eftir níu ár er það orðið of seint. Eina huggun móður hans er að þó að Michele fái aldrei lækningu þá njóti hann þó ástúðar og öryggis í faðmi fjölskyldunnar. Hljómleikar Diönu Ross í London Bandaríska söngkonan Diana Ross hefur verið á söngleikaferð um Evrópu í síðasta mánuði. Henni var allsstaðar tekið mjög vel en ýmislegt varð þó til að hrella hana á tónleikunum. í Wembley Arena í London reidd- ist hún þrisvar sinnum svo mik- ið að hún gekk út af senunni og fimm sinnum stoppaði hún í miðju lagi vegna þess að ískraði í hljóðnemanum. Söngkonan var líka mjög óhress yfir öryggisráðstöfunum, t.d. tókst einum áheyrandanum á hljómleikunum að klifra upp á sviðið algjörlega óhindraður og faðma hana að sér. Diana fékk hálfgert áfall og tók það hana góða stund að ná sér. „Diana Ross er ekki vön því að þurfa að hugsa um tæknilegu hliðina á hljómleikum sínum sjálf og þegar hún er ekki í lagi þá reiðist hún. Diana er mjög nákvæm og hún reiddist mikið vegna þessa atviks. Hún hugsar alltaf fyrst og fremst um áheyr- endurna,” sagði helsti aðstoðar- maður hennar Richard Grant. Sjáif sagði Diana Ross að hún hefði hætt svona oft í miðju lagi vegna þess að hún hefði ekki verið ánægð með hljóðnemann og hljómburðartækin. „Það er algjört skilyrði hjá mér að öll tæki séu í lagi þegar ég er á sviðinu," sagði Diana Ross. En fjöldi fólks var óánægður og taldi sig hafa verið hlunnfar- inn. Margir heimtuðu að fá mið- ana endurborgaða en þeirri ósk var ekki sinnt. Diana Ross vill hafa allt fullkomið. 27. júlí — 3 vikur — 12 sæti laus Komdu með til á í þægindin og fjörið ÖRVAL VID AUSTURVÖLL SIMI26900 Jk i?'>l ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ FARA ANNAÐ i vivitswoM STt _ __ Abbu nokhar rui Mn/tlr íIDSGACNAHOLLIN BÍLDSHÖFO* 20-110 REYKJAVtK » 1U11M og 01410 okkar pakkar og aandir hvert á land aam ar I sima 91-81410 færðu upplysmgar um verö. gaaöi og afborgunark)ör. Ertu sett(ur) út í horn?? Láttu þér líða vel útí horni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.