Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982
13
Belglski sendiherrann á íslandi:
„Viðskiptin milli Belgíu og
Islands eðlileg en takmörkuð“
Belgíski sendiherrann á íslandi, sem hefur aðsetur í Nor-
egi var hér á ferð nýlega, á árlegri ferð sinni til landsins. Mbl.
notaöi tækifærið og talaði stuttlega við hann.
„Þetta er þriðja heimsókn mín
til Reykjavíkur. Fyrst kom ég í
nvember 1980 og afhenti forseta
ykkar trúnaðarbréf mitt. Næsta
heimsókn mín var í janúar 1981,
þegar þurfti að ræða endurnýjun
fiskveiðisáttmála, sem er í gildi
milli landanna og leyfir 6 belgísk-
um togurum að veiða á Islands-
miðum ákveðið magn af þorski. Og
þetta er í þriðja skipti sem ég er
hérna núna, á minni árlegu ferð
hingað til lands. Ég er búinn að
hitta forseta ykkar og tala við
ýmsa ráðherra. Þá hef ég talað við
kollega mína úr Efnahagsbanda-
laginu.
Þetta samkomulag er nú orðið
8—9 ára,“ sagði hann, þegar hann
var nánar inntur eftir fiskveiði-
samkomulagi miili íslendinga og
Belga, „og Belgía er eina landið
innan Efnahagsbandalags Evrópu,
sem má veiða innan íslensku land-
helginnar. Það kemur til af því að
það var komin allmikil hefð á
veiðar okkar hér, og þegar fisk-
veiðideilan við Breta hófst, sömd-
um við fljótlega við íslendinga og
nutum þess þá, að hafa hjálpað til
við að koma á almennum við-
skiptasamningi milli íslands og
Efnahagsbandalags Evrópu, þrátt
fyrir fiskveiðideiluna við Breta."
„Það eru eðlileg en takmörkuð
viðskipti milli íslands og Belgíu,"
sagði hann þegar hann var spurð-
ur um viðskiptin milli landanna.
„Það er alltaf fyrir hendi sá mögu-
leiki að auka viðskiptin en það
hlýtur að byggjast á ríkjandi
efnahagsástandi í löndunum.
Núna gengur Island í gegnum
erfiðan tíma, vegna minnkandi
huga að aðstöðu fyrir unglingana
og haldið verður áfram fram-
kvæmdum við sundlaugina.
Skipulags- og umhverfismál eru
ofarlega á baugi. Það er mikið bú-
ið að vinna að skipulagsmálum á
undanförnum árum og stefnt er að
því að sjá fyrir endann á þeim.
Hér er mikið fuglalíf og náttúru-
sérkenni sem taka þarf tillit til,
jafnframt því að aðlaga nýtt
skipulag þeirri byggð sem fyrir er.
í náinni framtíð þarf að huga að
atvinnumálum. Æskilegt er að
koma hér upp léttum iðnaði. Fé-
lagsleg þjónusta er nokkuð sem
við stöndum frammi fyrir í aukn-
um mæli, eftir því sem byggðin
vex og eru þau mál í athugun.
Hafa ber í huga að tekjur sveit-
arfélagsins ráða framkvæmdum.
Velferð sveitarfélagsins er áhuga-
mál allra íbúanna, e.t.v. greinir
okkur á um aðferðir og forgang
mála, en viljum öll sveitinni okkar
vel.“
— Vigdís Finnbogadóttir er
búsett í þessum hreppi. Heldur þú
að það sé fyrir áhrif þess að þú ert
ráðin sveitarstjóri?
„Nei, það er af og frá. Ég get
ekki séð hvaða áhrif forsetaemb-
ættið gæti haft á þessa ráðningu.
Ég er sveitarstjóri í fámennri
byggð og geng til þess starfs sem
ábyrgur einstaklingur en ekki ein-
göngu af því að ég er kona, en
Vigdís er fulltrúi allra lands-
manna. Hins vegar hefur Vigdís
ekki skemmt fyrir okkur konun-
um, hún er glæsilegur fulltrúi
þjóðarinnar."
— Eitthvað sem þú vilt segja að
lokum?
„Mér þykir vænt um þessa sveit
og vil gera mitt besta í þessu
starfi."
þorsk- og loðnuafla, og þess vegna
er minna af erlendum gjaldeyri á
lausu til að auka með viðskiptin.“
— Hvað um samskiptin á
menningarsviðinu?
„Belgía og ísland hafa ekki gert
með sér neinn menningarsátt-
mála, og vegna erfiðleika í Belgíu
höfum við orðið að takmarka
menningarsamskiptin við lönd,
sem við höfum menningarsátt-
mála við. Ég held að fyrir þrem
árum hafi fyrrverandi forseti Is-
lands, herra Kristján Eldjárn, far-
ið í opinbera heimsókn til Brússel.
Það var fyrsta opinbera heim-
sóknin og var til merkis um góð
tengsl sem eru ríkjandi milli þjóð-
anna. Ég minni á, að það var löng
hefð á samskiptum milli þjóðanna
vegna sjávarins og belgískra sjó-
manna sem hafa sótt á miðin
hingað. í því sambandi má minn-
ast á að einn aðaltilgangur farar
minnar hingað núna, er að heiðra
Vestmannaeyingana sem björguðu
áhöfninni af belgíska togaranum
Pelagusi í vetur og var ég beðinn
af mínum stjórnvöldum, að láta í
Ijósi þakklæti þeirra fyrir það sem
björgunarmennirnir í Vestmanna-
eyjum gerðu," sagði Jacques
Vermer að lokum.
Jacques Vermer, sendiherra Belgíu á
f slandi með aðsetur í Noregi.
AMSTERDAM
0G ÖLL EVRÓPA MEÐ
Brottför alla föstudaga
Flug og gisting: 7 dagar,
Hótel Sonnesta, kr. 5.860,- (tvíbýli)
— kr. 7.000,- (einbýli).
Innifalið: Flug, gisting, morgunverður, kynningarskál, forð um síkin, flaska af víni hússins með kvöldverði
í matstofu hótelsins, auk annars.
Flug og bfll
Ótakmarkaður akstur
1 vika - Verð frá kr. 2.870,-
VW Polo
4 í bíl
3 í bíl
2 í bíl
1 vika
2.870,-
2.990,-
3.225,-
2 vikur
3.225,-
3.460,-
3.935,-
Opel Kadett
1 vika
2.935,-
3.075,-
3.355,-
2 vikur
3.355,-
3.635,-
4.195,-
Innifalið: Flug, bíll að eigin vali, ótakmarkaður akstur, lágmarkstrygging.
Afsláttur fyrir 2—12 ára, kr. 1.260,-
URVAL
VIÐ AUSTURVÖLL
SÍMI: 26900
i Feröaskrifstofan
ÚTSÝN/
Austurstræti 17,
sími 26611.