Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982
23
Innrás Eþíópíu-
manna í Sómalíu
Nairobi, 7. juli. Al'.
ÍJTVARPIÐ í Mogadishu skýrði frá því í dag, aö eþíópískar hersveitir heföu
gert innrás i Sómalíu, og aö 200 Eþíópíuhermenn heföu falliö í höröum
átökum í dag.
Utvarpið sagði Eþíópíuher hafa
ráðist inn í Sómalíu á mánudag og
gert árás á þorpið Balambal í
Galgaduud-héraðinu. Bardagar
hefðu legið niðri yfir nóttina, en
hafist að nýju í birtingu. Hefðu
fjórir skriðdrekar og sex bryn-
vagnar verið eyðilagðir í átökum á
þriðjudag.
Eþíópía og Sómalía háðu stríð í
Ogaden-eyðimörkinni 1977, eftir
að Sómalíumenn sendu þangað
hersveitir. Eyðimörkin er innan
landamæra Eþíópíu, en flestir íbú-
anna eru af sómölsku bergi brotn-
ir. Eþíópíumönnum tókst, með
hjálp kúbanskra hermanna og
dyggri hergagnaaðstoð Rússa, að
hrekja her Sómalíu úr eyðimörk-
inni í marz 1978. Skæruliðasveitir
frelsisafla í vesturhluta Sómalíu
eru virkar í Ogaden, en Sómalíu-
menn segja enga stjórnarhermenn
taka þátt í skæruhernaði þar.
í framhaldi af Ogaden-stríðinu
hafa Sómalir dregið úr stjórn-
málasambandi við Moskvu, og
leitað í auknum mæli eftir hernað-
ar- og efnahagsaðstoð frá Vestur-
löndum.
Dóminikanska lýðveldið:
Forsetinn fellur
fyrir voðaskoti
Santo Domingo, Dóminikanska
Ivðvt ldinu, 5. júlí, AP.
ANTONIO Guzman, forseti Dóminikanska lýöveldisins, sem átti aö láta af
embætti í næsta mánuöi, lést í gær, sunnudag, eftir að skot haföi hlaupiö
fyrir slysni úr byssu hans. Svo segir í tilkynningu stjórnvalda en hins vegar
er haft eftir embættismanni í handaríska utanríkisráöuneytinu, að Guzman,
sem 71 árs aö aldri, hafi augljóslega stytt sér aldur.
Varaforseti landsins, Jacobo
Majluta, sór embættiseið sinn sem
forseti nokkrum stundum eftir lát
Guzmans og í útvarpsávarpi til
þjóðarinnar sagði hann, að herinn
styddi „án nokkurra skilyrða
áframhaldandi lög og reglu í land-
inu“. Að sögn Majluta var Guz-
man á skrifstofu sinni, ásamt
tengdasyni sínum, nokkru fyrir
miðnætti aðfaranótt sunnudags
en skömmu eftir að hann hafði
brugðið sér á salernið heyrðist
þaðan skothvellur. Þegar að var
komið lá Guzman í blóði sínu á
gólfinu og er skýringin sögð sú, að
hann hafi misst byssuna, sem
hann bar alltaf á sér, í gólfið og þá
hlaupið úr henni skot, sem lenti í
höfði hans. Var strax farið með
hann á spítala en hann lést í
gærmorgun.
Nýr forseti mun taka við völd-
um í Dóminikanska lýðveldinu 16.
ágúst nk., Jorge Blanco, en hann
sigraði í forsetakosningunum í
maí sl. Hann var frambjóðandi
Byltingarflokksins, flokks Guz-
mans, og bar sigurorð af Joaquin
Balaguer, fyrrverandi forseta. í
kosningabaráttunni hét Blanco
því, að styrkja tengslin við Banda-
ríkin og sagði ekki koma til mála
að endurnýja sambandið við
Kúbu.
Ef Guzman hefði lifað valda-
skiptin í næsta mánuði hefði hann
orðið fyrsti forseti Dóminikanska
lýðveldisins til að láta af völdum
að eigin ósk. Embættismaður í
bandaríska utanríkisráðuneytinu
sagði, að augljóst væri, að Guz-
man hefði sjálfur bundið enda á
líf sitt, en þegar hann var inntur
nánar eftir því, sagði hann: „Það
þykir ekki tilhlýðilegt að tala um
sjálfsmorð forseta."
V estur-Þýzkaland:
Fylgi sósíaldemókrata
fer stöðugt minnkandi
Bonn, 7. júlí. AP.
Samkvæmt skoöanakönnun, sem
birt var í V-Þýzkalandi í dag, minnk-
uöu vinsældir flokks Helmuts
Schmidt kanzlara í júnímánuöi, en á
sama tíma unnu umhverfisvernd-
armenn, „grænistar“ á og hafa þeir
aldrei notiö jafn mikils fylgis.
Samkvæmt könnuninni njóta
sósíaldemókratar 31,1% fylgis,
miðað við 34,3% fylgi í maí. Um-
hverfisverndarmenn njóta nú
fylgis 7,7% kjósenda, miðað við
7,1% í maí og 5,8% í fyrra. Þá
hafa Kristilegir demókratar, sem
eru í stjórnarandstöðu, aukið fylgi
sitt úr 49,9% í maí í 53,3%.
Frjálsir demókratar, sem
mynda stjórn með sósíaldemó-
krötum, njóta minna fylgis en
„grænistar", samkvæmt könnun-
inni. Fylgi þeirra í júnílok var
6,8% og hafði fallið úr 8,1% frá
því í maí.
Skoðanakannanir undanfarna
ERLENT,
mánuði hafa sýnt fram á þverr-
andi fylgi sósíaldemókrata. Af
þessum sökum hafa Kristilegir
demókratar hvatt til þess með
aukinni áherzlu, að efnt verði hið
fyrsta til þingkosninga. Frjálsir
demókratar hafa vísað kröfum um
brotthlaup úr stjórninni á bug, en
samtals hafa stjórnarflokkarnir
42 sæta meirihluta í þinginu. Að
öllu óbreyttu verða næstu þing-
kosningar 1984.
Dregið af
þingmönnum
Strassbourg, 7. júlí. AP.
Stjórnunarskrifstofa Evrópu-
þingsins í Strassbourg ákvaö í
dag að byrja aö draga af laun-
um og risnufé þingmanna, sem
ekki eru á þinginu helming
þingtímans eða meira, í hverj-
um mánuði.
Verður dregið af þing-
mönnum sem svarar helm-
ingi launa. Þingmenn á
Evrópuþinginu fá nú um 900
dollara á mánuði fyrir fundi
sem venjulega standa í viku-
tíma. Auk þess fá þeir 345
dollara í ferðakostnað.
Flugræninginn Sepala Okanayako, ásamt konu sinni og syni fyrir utan skrifstofur rannsóknarlögreglunnar í
Colombo á Sri Lanka. Myndin er tekin áöur en dómarar kröföust varöhalds yfir ræningjanum til 16. júlí.
Framsalskröfu ítalskra yftrvalda hefur veriö hafnaö.
Þessi v-þýzku KNAUS-hús komu ( stasrA-
um 12'A—13'h og 15’A fet, vönduð og vel
búin.
Óinnréttaö álhús fyrir basöi japanska og
ameríska pallbíla.
Fullinnréttaö bilhús. Svefnpláss fyrir 4.
Fullkomiö eldhús. Klósett. Koma baaði fyrir
ameríska og japanska pallbíla.
Amerísk gróöurhús, basöi upp aö vegg og
frístandandi. Húsin eru úr bronsuöu áli,
plastí og gleri.
Fólksbílakerrur meö Ijósum, varadekki, en
án krossviös. Einnig fyrirliggjandí notaðar
herjeppakerrur.
Fullinnréttaö ibúöarhus á baaði japanska
og ameríska pallbíla. Húsin eru lág á
keyrslu, en vel mannhæð í notkun.
Gisli Jónsson & Co. HF
Sundaborg 41. Sími 86644.
Traustir tjaldvagnar á mjög góöum undir-
vagni meö 13 dekkjum. Eldhús. Svefnpláss
fyrir 6—7 manns.
Mjög stórt v-þýzkt hjólhýsi é 2 öxlum.
Svefnpláss fyrir 6. Allur hugsanlegur
búnaöur. Upplagt fyrir starfsmannafélög.
Sól og sumar