Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982
„Stund sannleikans“ runnin upp í frönsku efnahagslífi
Lækkandi gengi
franska frankans
Eitt af því, sem ríkisstjóm Mitterrands Frakklandsforseta hefur lagt meiri
áherzlu á en flest annað, var aó viðhalda gengi franska frankans. Nú, þegar
liðið er ár, frá því að Mitterrand komst til valda, blasir sú staðreynd við, að
þessi viðleitni hefur orðið til cinskis. Frankinn hefur stóðugt lckkað í gengi
gagnvart öðrum gjaldmiðium svo sem bandariskum dollar. enska pundinu og
vestur-þýzka markinu. Traustiö á franska gjaldmiðlinum er farið fyrir lítiö.
Mitterrand forseti (til hcgri) ásamt Mauroy forsætisráðherra.
— Þetta er ekki rétti tíminn til
þess að tína kirsuber, viðurkenndi
Jacques Delors efnahagsmálaráð-
herra nýlega í þætti í franska
sjónvarpinu, sem ber heitið
„Stund sannleikans" — Við getum
ekki vænzt þess, að fundinn verði
upp töfradrykkur, sem eigi eftir
að leysa öll efnahagsvandamál
okkar.
Fullir af hugsjónum og hæfi-
legum skammti af hugmynda-
fræði höfðu franskir jafnaðar-
menn — strax eftir að þeir komu
til valda fyrir rúmu ári — byrjað
baráttu sína gegn atvinnuleysinu
og skyldi sú viðleitni hafa algjör-
an forgang. Með stórauknum
ríkisútgjöldum og þá einkum á
sviði félagsmála og með hækkun
láglauna, skyldi eftirspurn eftir
vörum og þjónustu aukin. Kenn-
ingin var sú, að með ört vaxandi
kaupgetu neytenda, yrðu atvinnu-
rekendur hvattir til þess að fjár-
festa í nýjum vélum og verksmiðj-
um og með því myndi skapast ný
og áður óþekkt eftirspurn eftir
vinnuafli. Þegar einu sinni var bú-
ið að blása virkilega í glæður efna-
hagslífsins, þá myndi hagvöxtur-
inn aukast af sjálfu sér. Síðan
skyldi baráttan við verðbólguna
hefjast fyrir alvöru.
Skylt er að tíunda það, að varla
nokkurt loforð stjórnarinnar á
sviði efnahagsmála hefur verið
haldið. Atvinnuleysi hefur aukizt
en ekki minnkað. Þá hefur ekki
tekizt að halda verðbólgunni í
skefjum, því að hún fer vaxandi.
En framleiðslan hefur dregizt
saman og samkeppnisgetu fransks
iðnaðar hefur hrakaö.
Fjórum sinnum meiri
halli á fjárlögum
Örar en búast mátti við, lenti
hið franska fyrirmyndarkerfi í
ógöngum. Hallinn á fjárlögum
þessa árs mun sennilega nema 120
milljörðum franka og það er fjór-
um sinnum meiri halli en á síð-
ustu fjárlögum Valéry d’Estaing,
forvera Mitterrands í forsetaemb-
ætti. A næsta ári má búast við, að
þessi halli verði um 200 milljarðar
franka, ef stjórnin dregur ekki úr
þeim útgjöldum, sem þegar hafa
verið fyrirhuguð.
Meira en helmingi af fjárlaga-
hallanum hefur einfaldlega verið
mætt með aukinni seðlaútgáfu.
Vaxandi verðbólga er auðvitað
óhjákvæmileg afleiðing þessa og
nú er verðbólguhraðinn orðinn um
6,2% meiri hjá Frókkum en helztu
viðskiptalöndum þeirra. Fyrir ári
var hann aðeins 2,9%.
Hækkandi verðlag bitnar ekki
bara á ferðamönnum, sem fara til
Erakklands í sumarleyfi. Franskt
atvinnulíf er farið að finna fyrir
því á marga vegu. Framleiðslu-
kostnaður er orðinn mun hærri
þar í landi en t.d. í Vestur-Þýzka-
landi, svo að franskar vörur eins
og bílar, sjónvörp og hljómtæki
eru ekki lengur samkeppnisfærar
við erlenda framleiðslu. I apríl sl.
var innflutningur Frakka 10 millj-
örðum franka meiri en útflutning-
ur þeirra. — Hræðilegt, voru um-
mæli Michel Joberts, ráðherra
utanríkisviðskipta í Frakklandi.
Sú stjórn jafnaðarmanna og
kommúnista, sem nú situr við völd
í Frakklandi, hefur greinilega
ofmetið getu ríkisvaldsins til þess
eitt sér að rétta við efnahagslíf
landsins. Það sem á skortir er at-
beini einkarekstursins í landinu.
Hann hefur ekki fylgt ríkisvaldinu
eftir.
Þjóðnýting helztu fyrirtækja ög
banka Frakklands ásamt auknum
skattaálögum hefur dregið kjark
úr atvinnurekendum. Sífelld verk-
föll af og til hafa ekki orðið til
þess að bæta úr skák. Á síðasta ári
dróst fjárfesting í atvinnurekstri
saman um 10% og á þessu ári
virðast horfur litlu betri. í stað
þess að ráða til sín nýtt vinnuafl,
reyna atvinnurekendur að mæta
hækkandi framleiðslukostnaði
með meiri hagræðingu.
KLÆÐIÐAF
STEYPUSKEMMDIK
MEÐ ÁLKLÆÐNINGU
>
Nýleg könnun Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaöarins á steypuskemmdum og sprungumyndunum
í íslenskum húsum leiddi í Ijós að ein haldbesta vörnin
er að klæða húsin áli.
A/KLÆÐNING ásamt fylgihlutum uppfyllir allar óskir um
gerðir, liti og lengdir.
A/KLÆÐNING hefur allt sem til þarf, allt til síðasta nagla.
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SlMI 22000
jNeltrjjloTkShneiS
r
Olga meðal
afganskra
kommúnista
Babrak Karmal, forseti Afg-
anistan, sem sneri heim úr
tveggja mánaða ferð frá
Austur-Þýskalandi og Sovét-
ríkjunum í siðustu viku,
mætir nú mikilli andstöðu
frá meðlimum hins ríkjandi
kommúnistaflokks sem eru
reiðir vegna frétta um dráp á
hundruöum ungra flokks-
meölima í dal sem liggur
norður af höfuðborginni
Kabul, er haft eftir vestræn-
um stjórnarerindrekum.
Hqndruð ungra kommúnista
eru sögð hafa verið drepin 14.
júni í launsátri afganskra
skæruliða nálægt Panjshir-
dalnum um 110 kílómetra norð-
ur af Kabul. Þeir höfðu farið til
liðs við sameiginlegt herlið Afg-
ana og Sovétmanna sem voru
þar í sókn.
Miklar deilur ríkja milli
tveggja arma kommúnista-
flokksins, þess sem lýtur Khalq
og hins sem lýtur Parcham og
hafa þeir oft barist á banaspjóti
síðan Karmal tók við völdum
eftir að Sovétmenn steyptu for-
vera.hans í embætti, Hafizullah
Amin, af stóli í desember 1979.
Hins vegar er haft eftir stjórn-
arerindrekum á staðnum að hin-
ar hatrömmu deilur innan
flokksins hafi átt að vera úr sög-
unni eftir að Sovétstjórnin lýsti
yfir stuðningi við Karmal og
Parcham-hluta flokksins.
Karmal var ekki í landinu
þegar hersveitir Afgana og Sov-
étmanna gerðu eitt sitt stærsta
áhlaup á vígi skæruliða í
Panjshir-dalnum í maí. Sam-
kvæmt fréttum frá hinni sov-
ésku fréttastofu, Tass, var hann
í hvíldarferð í Sovétríkjunum,
en hin afghanska fréttastofan
sagði hann hafa gengist þar
undir uppskurði og væri sjúkur.
4.
*
Babrak Karmal
forseti Afghanistan.
Stjórnarerindrekar hafa þá
trú að hann hafi meðan á dvöl-
inni í Sovétríkjunum stóð, rætt
ítarlega um ástand mála í
heimalandi sínu við sovéska
ráðamenn og hafi minnst á
Genfar-viðræðurnar um ástand
mála í Afganistan sem komið
var á fyrir tilstuðlan Sameinuðu
þjóðanna, en í þeim tóku þátt
fulltrúar Pakistan, Afganistan
og Iran.
Vestrænir stjórnarerindrekar
velta því nú fyrir sér hvað hafi í
raun legið að baki fjarveru
Karmal frá Kabul og haft er eft-
ir einum þeirra að annað hvort
sé Karmal svona öruggur með
ástandið í málum þjóðar sinnar
— en allir vita að svo er ekki —
eða Sovétstjórnin er komin í það
sterka stöðu í landinu, að ekki
skiptir máli hvort Karmal er
eða fer.