Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982
Úthlutun styrkja skv. umsóknum:
Stjórn l'jóðhátíðarsjóðs á fundi. Frá vinstri: Gils Guðmundsson, fvrrum forseti sameinaðs Alþingis, Gísli Jónsson,
menntaskólakennari, Björn Bjarnason, blaðamaður, Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, Eysteinn Jónsson, fyrrum
ráðherra, og Sveinbjörn Hafliðason, lögfræðingur, ritari sjóðsstjórnar. (Ljósm. KÖE)
Úthlutað úr Þjóðhátíðarsjóði í fimmta sinn:
Hæsti styrkurinn til kútter
Sigurfara á Akranesi
Fimmta úthiutun
sjóðsins
Lokið er úthlutun styrkja úr
Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1982
ok þar með fimmtu úthlutun úr
sjóðnum.
Samkvæmt skipulagsskrá
sjóðsins, nr. 361 frá 30. septem-
ber 1977, er tilgangur sjóðsins
að veita styrki til stofnana og
annarra aðila, er hafa það verk-
efni að vinna að varðveislu og
vernd þeirra verðmæta lands og
menningar, sem núverandi
kynslóð hefur tekið í arf. Fjórð-
ungur af árlegu ráðstöfunarfé
sjóðsins skal renna til Friðlýs-
ingarsjóðs til náttúruverndar á
vegum Náttúruverndarráðs,
annar fjórðungur skal renna til
varðveislu fornminja, gamalla
bygginga og annarra menning-
arverðmæta á vegum Þjóð-
minjasafns.
Að öðru leyti úthlutar stjórn
sjóðsins ráðstöfunarfé hverju
sinni í samræmi við megintil-
gang hans, og komi þar einnig
til álita viðbótarstyrkir til
þarfa, sem getið er hér að fram-
an.
Við það skal miðað, að styrkir
úr sjóðnum verði viðbótarfram-
lög til þeirra verkefna, sem
styrkt eru, en verði ekki til þess
að lækka önnur opinber framlög
til þeirra eða draga úr stuðningi
annarra við þau.
I stjórn sjóðsins eiga sæti:
Björn Bjarnason, blaðamaður,
formaður, skipaður af forsætis-
ráðherra, Jóhannes Nordal,
Seðlabankastjóri, varaformað-
ur, tilnefndur af Seðlabanka ís-
' lands, Eysteinn Jónsson, fyrrv.
Aráðherra, Gils Guðmundsson,
fyrrv. forseti sameinaðs Alþing-
is, og Gísli Jónsson, mennta-
kólakennari, kjörnir af Samein-
uðu Alþingi.
Ritari sjóðsstjórnar er
Sveinbjörn Hafliðason, lögfræð-
ingur.
Stjórn sjóðsins hefur verið
óbreytt frá upphafi, en í ár hófst
annað kjörtímabil hennar og
var hún endurskipuð hinn 9. maí
sl.
I samræmi við 5. gr. skipu-
lagsskrár sjóðsins voru styrkir
auglýstir til umsóknar í
fjölmiðlum í lok desember 1981
með umsóknarfresti til 19.
febrúar sl.
Til úthlutunar í ár koma
2.600.000,00, þar af skal fjórð-
ungur, 650 þús. kr., renna til
Friðlýsingarsjóðs til náttúru-
verndar á vegum Náttúruvernd-
arráðs og fjórðungur, 650 þús.
kr., skal renna til varðveislu
fornminja, gamalla bygginga og
annarra menningarverðmæta á
vegum Þjóðminjasafns, skv.
ákvæðum skipulagsskrár.
Allt að helmingi úthlutunar-
fjár á hverju ári er varið til
styrkja skv. umsóknum og voru
því allt að 1.300 þús. kr. til ráð-
stöfunar í þennan þátt að þessu
sinni.
Alls bárust 77 umsóknir um
styrki að fjárhæð um 4,2 millj.
kr.
Hér á eftir fer skrá yfir þá
aðila og verkefni, sem hlutu
styrki að þessu sinni, en fyrst er
getið verkefna á vegum Friðlýs-
ingarsjóðs og Þjóðminjasafns.
F'riölýsingarsjóður:
Samkvæmt skipulagsskrá
Þjóðhátíðarsjóðs skal Friðlýs-
ingarsjóður verja árlegum styrk
til náttúruverndar á vegum
Náttúruverndarráðs. Náttúru-
verndarráð hefur ákveðið að
verja styrknum, eftir því sem
hann hrekkur til, í eftirtalin
verkefni:
1. Þjónustumiðstöð í Ásbyrgi:
a) snyrtihús
b) vatnsveita
c) skjólbelti
2. Girðing á Hveravöllum
3. Tjaldsvæði í Vatnsfirði
Þjóðminjasafn:
Samkvæmt skipulagsskrá
Þjóðhátíðarsjóðs skal
Þjóðminjasafnið verja árlegum
styrk til varðveislu fornminja,
gamalla bygginga og annarra
menningarverðmæta á vegum
safnsins. Þjóðminjavörður hefur
gert grein fyrir ráðstöfun
styrksins í ár og eru þessi verk-
efni helst:
1. Framhald fornleifarann-
sókna að Stóruborg undir
Eyjafjöllum.
2. Framhald endursmíði versl-
unarhúsa frá Vopnafirði í
Árbæjarsafni.
3. Ljúka viðgerðum á bænum á
Galtastöðum.
4. Heimildasöfnun um ísl. þjóð-
hætti, þ.e.a.s. líf í þéttbýli.
5. Skráning fastra fornminja.
6. Kopiering gamalla ljós-
myndaplatna safnsins.
Auk framangreindra verkefna
Þjóðminjasafnsins ákvað sjóðs-
stjórnin að styrkja safnið sér-
staklega með kr. 150 þús. fram-
lagi (75 þús. kr. í ár og 75 þús.
kr. á næsta ári) vegna kaupa
safnsins á myndum úr Islands-
ferðum Stanleys og Banks á s.hl.
átjándu aldar. Myndir þessar
eru taldar hinar merkilegustu
og ómetanlegar heimildir fræði-
mönnum um náttúru landsins
og mannlíf á þessum tíma.
Umsækjandi Verkefni Styrkur
1. Húsafriðunarnefnd Viðgerð húsa
Isafjarðar í Neðsta-kaupstað 60.000,00
2. Sigurfarasjóður, Framhald viðgerða á
Akranesi Kútter Sigurfara. 100.000,00
3. Safnanefnd Ljúka endurbyggingu '
Neskaupstaðar á „Gauta". ' - 15.000,00
4. Sjóminjasafn Austurlands Lokafrágangur á
Gömlu búð, Eskifirði 15.000,00
5. Landsbókasafn Islands Viðg. á gömlum
bókum 40.000,00
6. Ljósmyndasafnið hf. Viðg., skráning og
varðveisla á ljósmyndum 40.000,00
7. Hörður Ágústsson Ritverk um húsagerðarlega
þróun biskupsstóla 50.000,00
8. Þjóðskjalasafn, viðgerðarstofa Kaup á sýrustigsmæli 10.000,00
9. Fuglaverndarfélag Verndun ísl.
Islands hafarnarstofnsins 15.000,00
10. Náttúruverndarsamtök Skráning og rannsóknir
Vesturlands á náttúruminjum o.fl. 40.000,00
11. Samtök um náttúruvernd Skráning náttúruminja
á Norðurlandi á Norðurlandi 40.000,00
12. Náttúruverndarsamtök Náttúruminjaskráning
Austurlands við Vopnafj. og Bakkafj. 40.000,00
13. Vestfirsk Náttúruverndar- Skráning náttúruminja
samtök í Hornstrandarfriðlandi 40.000,00
14. Reykjanesfólkvangur Utgáfa á niðurstöðum
athugana á gróðurfari 25.000,00
15. Náttúruverndarráð Útgáfa fræðsluefnis og
merkingar í Skaftafelli 50.000,00
16. Páll Líndal Útgáfa á ritverkinu
„Bæirnir byggjast". 40.000,00
17. Sögufélag Útgáfa Landsyfirréttar-
og hæstaréttardóma 50.000,00
18. Menningarsjóður Framhald vinnu við útg. ritverksins Isl. sjávar-
hættir, II. bindi 50.000,00
19. Menningarsjóður Framhald vinnu við útg. ritverksins Kortasaga
íslands, III. bindi 50.000,00
20. Ættfræðifélagið Útgáfa Manntals á
íslandi 1845 30.000,00
21. Hið ísl. bókmenntafélag Útgáfa Annála 60.000,00
22. Bókasafn Siglufjarðar „Minningarstofa" um
séra Bjarna Þorsteinsson 50.000,00
23. Magnús Þorkelsson Fornleifarannsókn á búðarrústum á Búðasandi
24. Óskar Gíslason í Kjós. 75.000,00
Varðveisla tiltekinna
kvikmynda Ó.G. 50.000,00
25. Héraðsskjalasafn A.-Hún. Skráning og
söfnun skjala 20.000,00
26. Héraðsskjalasafn Söfnun og skráning
Svarfdæla, Dalvík heimilda 20.000,00
27. Byggðasafnið Söfnun og skráning
Skógum, Rang. gamalla ljósmynda 20.000,00
28. Kvæðamannafélag Til skipulegrar upptöku og
Hafnarfjarðar úrvinnslu á kveðskap félaga í KFH og annarra kvæða- manna, til þess að varðveita stemmur og raddmeðferð, efnismeðferð og kanna sér-
einkenni þeirra. 10.000,00
29. Rannsóknarstöð Jarðfræðikönnun
við Mývatn (Náttúruv.ráð) í Mývatnssveit 25.000,00
30. Skógræktarfélag íslands Útgáfa handbókar um
trjá- og skógrækt 20.000,00
31. Landvernd Til útgáfu fræðsluefnis um
landvernd fyrir börn o.fl. 30.000,00
32. Samband ísl. náttúru- Útgáfa á kynningar-
verndarfélaga bæklingi 20.000,00
33. Áhugamenn um sögu Uppbygging safns
læknisfræðinnar um sögu læknisfræðinnar
hér á landi. 32.000,00
Bridge
Dóra Friðleifsdóttir —
Arnór Ragnarsson
Sumarbridge í
Hótel Heklu
Metþátttaka varð sl. fimmtu-
dag en þá mættu 52 pör og var
spilað í fjórum riðlum.
A-riðiil: stig
Jón Andrésson —
Þórður Sigurðsson 261
Steinunn Snorradóttir —
Vigdís Guðjónsdóttir 244
Nanna Ágústsdóttir —
Sigurður Ámundason 240
Magnús Halldórsson —
Baldur Ásgeirsson 233
Meðalskor 210
B-riðill: stig
Ester Jakobsdóttir —
Guðmundur Pétursson 276
Sigtryggur Sigurðsson —
Svavar Björnsson 269
Gylfi Baldursson —
Sigurður B. Þorsteinsson 253
Guðjón Ottósson 229
Meðalskor 210
C-riðill: stig
Georg Sverrisson —
Ragnar Magnússon 130
Andrés Þórarinsson —
Hjálmar Pálsson 115
Sigurður Sigurjónsson —
Júlíus Snorrason 114
Meðalskor 108
D-riðill: stig
Magnús Aspelund —
Steingrímur Jónasson 127
Hrólfur Hjaltason —
Jónas P. Erlingsson 123
Albert Þorsteinsson —
Sigurður Emilsson 117
Meðalskor 108
Síðustu tvö kvöld hafa jafn-
framt verið firmakeppni BSÍ og
er ljóst að Ester Jakobsdóttir og
Guðmundur Pétursson hafa tek-
ið efstu skorina (276) en þau
spiluðu fyrir J. Sveinsson hf.
Að Venju verður spilað nk.
fimmtudag í Hótel Heklu og
hefst keppnin í síðasta lagi kl.
19.30.
Bridgefélag
Reykjavíkur
Aðalfundur Bridgefélags
Reykjavíkur 1982 var haldinn að
Hótel Heklu 30. júní. Formaður
félagsins flutti skýrslu og gjald-
keri, Steingrímur Jónasson,
skýrði reikninga. Stjórn fyrir
næsta starfsár, sem kosin var á
fundinum, er þannig skipuð:
Formaður Sigmundur Stefáns-
son, varaformaður Helgi Jó-
hannsson, ritari örn Arnþórs-
son, gjaldkeri Steingrímur Jón-
asson og fjármálaritari Björn
Halldórsson. Guðmundur P.
Arnarson var endurkjörinn í
stjórn Reykjavíkursambandsins.
Endurskoðendur voru endur-
kjörnir þeir Stefán Guðjohnsen
og Þórarinn Sigþórsson. Á þingi
Bridgesambands íslands var
kjörinn Örn Arnþórsson auk
formanns, sem er sjálfkjörinn.
Varafulltrúi á þingið var kjörinn
Þorgeir Eyjólfsson. Að loknum
aðalfundarstörfum fór fram
verðlaunaafhending fyrir mót
síðasta keppnistímabils.
i