Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982 11 Ferðaskrífstofa ríkisins: Tveggja milljón króna hagnaður á rekstri ’81 „HAGNAÐUR af Feröaskrifstofu ríkisins var rúmlega 2 milljónir króna á siöastliðnu ári þrátt fyrir erfiöa stööu aö mörgu leyti og þá einkum er varðar gengismál. Þar af var hagnaður af rekstri Eddu-hótela rúmar 1,3 milljónir króna," sagði Kjartan Lárusson, forstjóri Feröa- skrifstofu ríkisins á fundi meö blaðamönnum er hann kynnti starf- semi Feröaskrifstofu ríkisins. í sumar verða 15 Eddu-hótel rekin víðs vegar um landið. Þau eru tvö hótel á Laugarvatni, í Reykholti í Borgarfirði, Reykjum í Hrútafirði, Húnavöllum í A-Húnavatnssýslu, á Akureyri, Stóru-Tjörnum í Ljósavatns- skarði, Hallormsstað á Fljótsdals- héraði, Eiðum í S-Múlasýslu, Staðarborg í Breiðdal, Nesjaskóla í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri í Skaftafellssýslu, Skógum undir Eyjafjöllum, Flókalundi við Vatnsfjörð og Bjarkalundi í Barðastrandarsýslu. Nýtt gistihúsnæði með 12 tveggja manna herbergjum með baði var opnað á vegum Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri í byrjun mánaðarins. „Þetta er viðbót því búið er að taka í notkun tíu 2 manna herbergi með baði. Við höfum lagt fram fjármagn í formi fyrirframleigu, en húsnæðið er i eigu heimamanna. Fyrir- myndin er komin frá Flúðum og þetta gæti víðar verið góð lausn í uppbyggingu gistiaðstöðu," sagði Kjartan Lárusson. Ferðaskrifstofan rekur almenna upplýsinga- og sölustarfsemi alla daga vikunnar fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn á tveimur stöðum í Reykjavík, í söluturn- inum við Lækjartorg og á aðal- skrifstofunni að Reykjanesbraut 6. Því er hægt að kaupa og panta gistingu á hótelum alía daga vik- unnar, svo og farseðla með flug- vélum, ferjum og langferðabifreið- um. í vaxandi mæli hefur borið á því, að Reykvíkingar notfæri sér þessa þjónustu. „Við bjóðum upp á alla þjónustu hvað varðar farseðla og hótelfyrirgreiðslu fyrir þá, sem ferðast til annarra landa og höf- um fengið tölvuskerma tengda farskrártölvu Flugleiða," sagði Kjartan. „En við leggjum í vaxandi mæli áherzlu á ferðir fyrir íslendinga. Við bjóðum 10 daga hringferð um landið og 9 daga Vestfjarðaferð og er í boði sérstakur afsláttur fyrir aldraða á þessum ferðum i ágúst,“ sagði Kjartan. „Eftir sem áður byggir Ferða- skrifstofa ríkisins afkomu sína að langmestu leyti á komu erlendra ferðamanna og þjónustu við þá. Við viljum reyna að færa út kví- arnar að þessu leyti og höfum haf- ið kynningu á skíðaferðum til ís- lands með útgáfu kynningarbækl- ings. Með þessu viljum við reyna að lengja ferðamannatímann og gefa útlendingum kost á skipu- lögðum ferðum hingað til lands yfir vetrarmánuðina," sagði Kjartan Lárusson. Kjartan Lárusson, forstjóri Feröaskrifstofu rfkisins og Diljá Gunnarsdóttir, sölustjóri í feröum innanlands. Mynd Mbi. t;u«jón. Hjólreiðamennirnir: Koma til Reykja- víkur á sunnudag Hjólreiðamennirnir sem nú hjóla hringinn í kringum landiö komu í llvítanes í fyrrakvöld, klukkustund á undan áætlun. Þar var ágætis þátttaka, félagar úr Djúpverja sem eru á Snæfjallaströnd og í Æðey, þurftu aö koma meö bát til móts við þá svo þeir gætu hjólað áfram. í gærmorgun var farið frá Hvítanesi og hjólað til Þingeyrar í gærkvöldi. Vestfirðingar hjóluðu um allar heiðar án þess að blása úr nös. Þeir eru nú staddir í Bíldu- dal og leggja af stað klukkan 17 í dag áleiðis til Patreksfjarðar. Siðan verður hjólað til Flóka- lundar og er koma þangað áform- uð klukkan 2. Ferðin hefur gengið vel og hjólin reynst mjög vel. 2.500 km hafa verið hjólaðir og alls hafa hjólað um 2.350 manns. Þess má geta að yngsti þátttakandinn var fjögurra ára. Komið verður til Reykjavíkur á sunnudag og hjól- reiðamenn verða á Lækjartorgi klukkan 14. Þar mun standa yfir skemmtidagskrá sem hefst kl. 13.15. — Guðlaug Auðvitað fær Stína dúkka fiítttilKqben en krakkamir bonsa 995.-lapmir! í helgarferðunum okkar til Kaupmannahafnar í sumar hugsum við sérstaklega um börnin. Tívolí, dýragarðurinn og Bakkinn eru draumastaðir allra krakka og fullorðinna raunar líka. Við bjóðum þægilegt flug á föstudegi, gistingu á úrvals hótel- um ( herbergi með baði, ásamt morgunverði og heimflug á mánudegi. Verðið er frá 3.980.00 kr. fyrir fullorðna en frá 995.00 kr. fyrir börn 11 ára og yngri í herbergi með foreldrum sínum og það kostar ekkert að láta Stínu dúkku fljóta með. ( Smellið þið nú krökkunum í strigaskóna og sjálf- um ykkur í stellingar og drífið í að kaupa miða strax því sætafjöldi er takmarkaður og ferðirnar fyllast óðum. Leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum Flug- leiða, umboðsmönnum eða ferðaskrifstofun- um. Farpantanir eru einnig teknar í síma 25100. FLUGLEIDIR Gott fólkhjá traustu félagi Háð samþykki viðkomandi stjómvalda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.