Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 148. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Járnbrautarverkfallið í Bretlandi: 11 kílómetra Bretland: Metgengi á dollara London, 7. júlí. AP. Kandaríkjadollari hcfur stórh- ækkað í verði á alþjóólegum gjaldeyrismörkuðum undanfarið og í dag var gengi dollarans ha rra en nokkru sinni fyrr gagn- vart franska frankanum, itölsku lírunni og nokkrum norrænum gjaldmiðlum. Hækkandi vextir í Banda- ríkjunum eru taldir helzta orsök þessarar þróunar, en einnig er talið að ástandið í Miðausturlöndum hafi komið nokkuð við sögu. Doliarinn var í dag jafnvirði rétt tæplega 7 franskra franka, 1409,50 ítalskra ltra og 6,416 norskra króna. Gagnvart sterlingspundi náði dollarinn sínu sterkasta í fimm ár og voru í dag 1,7075 dollarar í pundinu. Gengi þýzka marks- ins gagnvart dollara var 2,52 og hefur markið ekki verið veikara gagnvart dollara frá því i ágúst sl. (Simamynd AP) NÝR FORSETTI ARGENTÍNU — Hinu nýi forseti Argentínu, Reynaldo Bignone fyrrum hershöfðingi, kom á fund fréttamanna í dag og er myndin tekin við það tækifæri. Forsetinn sagði m.a. að stjórn landsins hefði enn ofarlega á stefnuskrá sinni að koma á fullum yfirráðum Argentínu yfir Falklandseyjum. Hann sagðist vonast til þess, að land- her, flugher og floti Argentínu myndu sameinast að baki sér við stjórn landsins. Jenkins boðar breyt- ingar á stjórnarfari London, 7. júlí. AP. ROY Jenkins, sem nýlega var kjörinn formaður hins nýja Jafnaðarmanna- flokks í Bretlandi, kunngerði í dag tillögur flokksins um ýmsar stjórnarfars- legar breytingar í landinu. Ber þar hæst tillögur um gerbreytingu á starfs- háttum lávarðadeildar brezka þingsins svo og tillögur um dreifingu valds frá ríkisstjórninni í London til staðhundinna stjórnvalda í Skotlandi og Wales. Að auki er lagt til að stofnað verði til 10—12 héraðsstjórna víðs vegar í Englandi. Samkvæmt tillögum Jenkins verður lávarðadeildinni breytt á þann veg, að þingsæti þar erfist ekki og lávarðar, sem hafa þá tign til æviloka, tapa atkvæðisrétti sín- um í deildinni. Nú eiga 1.175 aðalsmenn seturétt í lávarðadeild- inni en í tillögum Jenkins er gert ráð fyrir að þeim verði fækkað í 250 og verði þeir allir kjörnir sér- staklega til setu í deildinni. Jafn- framt fái deildin aukna möguleika á að tefja fyrir málum, sem hlotið hafa afgreiðslu í neðri málstof- unni. Fulltrúar í hinni nýju lávarða- deild yrðu kjörnir á hinum sér- stöku héraðsþingum, sem greint er frá að ofan. í tillögunum er gert ráð fyrir því að sérstök stjórn verði í hverju héraði og sérstakur „forsætisráðherra". Hafi þessir aðilar völd yfir húsnæðismálum á sínu svæði, menntunarmálum, samgöngum og atvinnumálum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi stjórnvöld hefðu aðstöðu til að afla tekna með sérstökum tekju- skatti sem numið gæti 8—12% af tekjum skattgreiðenda. Tillögur Jenkins verða til um- ræðu á landsþingi Jafnað- armannaflokksins og hljóti þær endanlegt samþykki þar má búast við að þær verði lagðar fram í brezka þinginu. Líbanon: ísraelsmenn neita að fallast á að PLO verði heimilað að skilja eftir átta manna starfslið til að halda uppi pólitískri skrifstofu í Beirut. Einnig hafa ísraelsmenn hafnað þeirri kröfu PLO að 500 manna lið úr herstyrk þeirra fái að verða eftir og sameinast líb- anska hernum. Ráðuneytisstjór- inn í utanríkisráðuneytinu í Jerú- salem hélt í dag til Beirut til að ræða við Habib um samningsdrög hans og athugasemdir ísraels- manna við þau. Að sögn ísraelska útvarpsins getur brottflutningur Palestínu- mannanna, sem lúta stjórn Yass- irs Arafats, hafist á föstudag, ná- ist samkomulag í kvöld. Búizt er við því að þeir verði fluttir sjó- leiðis til borgarinnar Latakia í Sýrlandi og þaðan til ýmissa staða í arabaheiminum. Að sögn ísraelsks ráðherra létu 1.500 arabar lífið í innrás ísra- elsmanna í Líbanon. Ekki væri hins vegar vitað með vissu hve margir þessara manna hefðu verið PLO-menn. Bcirut, 7. júli. AP. BANDARÍSKIR og líbanskir milli- göngumenn unnu í kvöld að því að ganga frá samkomulagi milli ísra- elsmanna og skæruliða PLO um brottflutning Palestinumanna frá Vestur-Beirút, sem Israelsmenn hafa einangrað. ísraelsmenn héldu uppi skotárásum i tvo klukkutíma i dag á vígi Palestinumanna í borg- inni. Að sögn heimildarmanna í Beir- ut má búast við því að samkomu- lag um brottflutning PLO-manna sé á næstu grösum. Hins vegar hafa Israelsmenn algerlega neitað að fallast á tvö atriði í tillögum þeim, sem Habib, sérlegur sendi- maður Bandaríkjastjórnar, hefur lagt fram og eru grundvöllur við- ræðnanna nú. „Stríð í þágu friðar“ stendur letrað á ensku, hebresku og arabísku á | á leið inn i Beirut, þegar myndin var tekin. i bryndreka (sraelsmanna, sem var (Símamynd AP) Brottflutningur skæruliða PLO gæti hafíst á morgun löng bílalest liondon, 7. júlí. AP. FLEIRI lestarstjórar gerðu í dag uppreisn gegn forystumönnum sínum í verkalýðshreyfingunni og mættu til vinnu og voru því fleiri lestir á ferðinni en áður i verkfalli járnbrautarstjóra, sem nú hefur staðið í fjóra daga. Engu að síður var gífurlegt um- ferðaröngþveiti víða í London og nágrenni, þar sem fólk, sem vana- Iega ferðast með lestum, fór í bíl- um sínum til vinnu. Voru dæmi þess, að bílalestirnar hafi orðið allt að 11 kílómetra langar. Búizt er við því að fleiri lestar- stjórar mæti til vinnu á morgun, en engu að síður verður aðeins lít- ill hluti allra lesta í Bretlandi á ferðinni. Talsmaður brezku ríkis- járnbrautanna sagði í dag að hætta væri á því að fyrirtækið yrði að leggja niður allar ferðir ef verkfallið drægist á langinn. Átján ára gömul stúlka beið bana, þegar hún fékk rafmagns- lost er hún snerti járnbrautar- teina skammt frá Liverpool. Stúlkan var úti að hlaupa með hundinn sinn og er talið að hún hafi haldið að rafmagnið hefði verið tekið af teinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.