Morgunblaðið - 21.07.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1982, Blaðsíða 1
52 SÍÐUR 157. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brezhnev vill íhlutun SÞ í Líbanon Moskvu og Borút, 20. júlí. AP. SJÓNVARPSSENDING var rofin í Moskvu seint í dag til að skjóta inn viðtali við Leonid Brezhnev þar sem hann sagði m.a. að dvöl ísra- elsmanna i Líbanon væri aðeins möguleg vegna þess að þeir nytu stuðnings stórveldis, Bandaríkj- anna. „Afstaða Sovétríkjanna er skýr. Stríðið þarf að stöðva nú þegar og hermenn Israels verða að yfirgefa Líbanon nú þegar," sagði leiðtoginn. Varaði hann Bandaríkjamenn í leiðinni við því að senda hermenn til Beirút. Hann lýsti þvi hins vegar yfir að hann væri hlynntur því að friði yrði komið á fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna. Svipað ástand ríkti í Beirút í dag og undanfarna daga, ísra- elskar orrustuþotur líktu eftir loftárásum er þær steyptu sér yf- ir borgina hvað eftir annað til þess eins að skjóta borgarbúum skelk í bringu, en slepptu engum sprengjum. Hins vegar kom til átaka á milli íraelsmanna og PLO við höfnina í Beirút. í Beirút var í dag beðið með eftirvæntingu niðurstöðu af fundi Reagan og utanríkisráðherranna tveggja. Vonast er til að koma megi 6—800 PLO-mönnum heilu og höldnu úr umsátri í borginni. Enn mögulegt að bandarísk- ir hermenn fari til Beirút \Va.shinglon, 20. júlí. AP. RONALD Reagan sagdi við frétta- menn, að afloknum fundi hans með utanríkisráðherrum Sýrlands og Saudi-Arabíu, að hann vonaðist eftir að leysa mætti vandamálin í Líbanon. Eorsetinn var fáorður um rúmlega klukkustundar langan fund sinn með ráðherrunum og varðist allra fregna. Háttsettur embættismaður sagði, að verið væri að athuga „nýjar hugmyndir, sem gætu hugsanlega leitt til lausnar deilunnar í Líban- on.“ Þá sagði hann ennfremur að líf væri í þeim vonum PLO-manna að Bandaríkjamenn sendu hermenn á vettvang til að hjálpa þeim að losna úr umsátrinu í vesturhluta Beirút þar sem ísraelskir hermenn hafa umkringt þá. Ráðherrarnir tveir sögðu, að fundur þeirra með Reagan hefði fyrst og fremst beinst að því að leiða honum fyrir sjónir hversu alvarlegt ástandið væri í Líbanon. Sögðu þeir andrúmsloftið á fundinum hafa ver- ið vinalegt og gerðu báðir sér góðar vonir um jákvæðan árangur af við- ræðunum. - '• ■ Sjö hestar liggja dauðir á götunni eftir að bifreiðin sprakk í Hyde Park. Búið er að fjarlægja lík hermannanna, sem létu lífið. Bifreiðin, sem sprakk, er lengst til vinstri á myndinni. Hroðaleg aðkoma í Hyde Park og Regent Park: Tvær sprengjur ollu blóðbaði í Lundúnum I Atndon, 20. júlí. AP. NÍU MANNS létu lífið og a.m.k. 57 særðust er sprengjur sprungu með tveggja klukkustunda millibili í tveimur stærstu almenningsgörðum Lundúna, Regent Park og Hyde Park. írski lýðveldisherinn, IRA, hefur lýst ábyrgðinni af fyrra sprengjutilræðinu á hendur sér, en lögreglan telur engan vafa leika á að IRA hafi einnig verið að verki í síðara tilvikinu. Hjúkrunarkona og lögreglumaður huga að meiðslum eins fórnarlambsins í Hyde Park. Þrír létu lífið í Hyde Park, en sex í Regent Park. Thatcher þögul sem gröfín London, 20. júlí. AP. MARGARET Thatcher forsætis- ráðherra neitaði að skýra breska þinginu frá staðreyndum í njósna- málinu, sem upp kom í Chelten- ham í síðustu viku og er talið geta verið eitt það umfangsmesta frá stríðslokum, er hún flutti ávarp í Neðri málstofunni í dag. Hún sagði einungis að hér væri um „alvarlegt" mál að ræða, en neitaði alfarið að fara út í smáatriði þingmönnum, jafnt stjórnarsinnum sem stjórnarandstæðingum, til mik- illar gremju. Neitaði Thatcher að svara spurningum þingmanna og jók þannig enn á gremju þeirra. Sagðist Thatcher ekki geta gefið neinar yfirlýsingar fyrr en yfirheyrslum yfir þeim handtekna, hinum 44 ára gamla Geoffrey Prime, væri lokið. Hvert áfallið á fætur öðru dynur nú yfir bresku þjóðina. Fyrst var það „innrásin" í svefnherbergi drottningar, þá yfirlýsing lífvarðar hennar há- tignar þess efnis að hann væri kynvilltur, síðan enn eitt njósna- hneykslið. Augljóst þykir að báðum spreng- ingunum hafi verið beint gegn hernum. Sú fyrri sprakk um kl. 9.45 að enskum tíma í morgun í Hyde Park, er bíll, sem sprengju hafði verið komið fyrir í, sprakk í loft upp. Aðeins nokkrum metrum frá bílnum var hluti riddaraliös drottningar á ferð og létu þrír her- menn lífið. Tveimur stundum síðar varð sprengingin í Regent Park. Var sprengju komið fyrir undir hljómsveitarpalli á meðan lúðra- sveit úr hernum lék þar fyrir áheyrendur. Sagðist einn sjónar- votta ekki hafa vitað fyrr til en hljómsveitarstúkan hefði bókstaf- lega tekist á loft og nokkrum augnablikum síðar hefði hluti mannsfótar þotið fram hjá honum þar sem hann sat í sólstól og naut tónlistarinnar. Að sögn sjónarvotta og lögreglu var aðkoman að báðum slysunum hroðaleg. Dauðir og særðir lágu um allt eins og hráviði og þeir, sem voru enn með lífsmarki voru marg- ir hverjir hroðalega leiknir og æp- andi af sársauka. Þá urðu fákar riddaraliðsins illa úti í sprenging- unni í Hyde Park, sjö drápust og margir voru illa farnir. „Þessi morð eru viðbjóðsleg og verk hugleysingja," sagði William Whitelaw, innanríkisráðherra. „Við munum ekki verða rónni fyrr en þeir hafa verið dregnir fyrir dóm og dæmdir,“ bætti hann við. Charles Haughey, forsætis- ráðherra Irlands, gaf í dag út yfir- lýsingu þar sem hann fordæmdi at- hæfi IRA. Sprengjan, sem sprakk í Hyde Park, tæpan kílómetra frá Buck- ingham-höll, var fyllt með nöglum, sem þeyttust af geysilegu afli í all- ar áttir, þegar hún sprakk. Ridd- araliðið var á sinni vanalegu ferð um Hyde Park að morgni dags og sama má segja um lúðrasveitina, sem leikur dag hvern í Regent Park. Margaret Thatcher sagði í þing- inu í dag, að öryggi borgara í land- inu væri ekki tryggt fyrr en þessir „illa innrættu og drápssjúku mannhatarar", eins og hún orðaði það, væru á bak við lás og slá. Sprengingarnar í dag eru hinar fyrstu í Lundúnum í 8 mánuði, en talið er líklegt að þær gegni hefnd- arhlutverki fyrir einn skæruliða IRA, sem dæmdur var í síðustu viku. Þrátt fyrir að verkföll herjuðu á öllum sjúkrahúsum Lundúnaborg- ar voru læknar og sjúkralið kvatt út hið snarasta til að gera að sár- um fólks. Sagði fulltrúi starfsfólks á sjúkrahúsum, að að sjálfsögðu skoraðist enginn undan í neyðar- tilvikum sem þessum. Fundu brons- styttu frá tím- um Rómverja IsUnbúl, 20. júlí. AP. TVRKNESKIR kafarar fundu í dag bronsstyttu frá rómverska- tímabilinu skammt undan ströndinni í Adana. Styttan vegur um 60 kg og er 180 cm á hæð. Annan hand- legginn og báða fótleggi vantaði á styttuna, sem er af rómverskum hermanni. Róm- verjar réðu yfir vestur- og suðurhluta Litlu-Asíu, sem svo nefnd í mannkynssögunni, í heilda öld, allt fram á 5. öld e.Kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.