Morgunblaðið - 21.07.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1982
17
Hér er mynd af öftru japönskn vélmenni, „Marylin Monroc", I fullri
líkamssUerð, ásamt skapara sínum, hugvitsmanninum Shuniehi Mizuno.
„Marylin“ brosir og beygir sig, lætur fingurna leika létt um gítarstrengi
og hefur síðan upp raust sína í seiðmögnuðum söng. Avalar axlir hennar
rísa og hníga og þegar hún kemur þar i söngnum, sem sorgin er sárust,
lygnir hún aftur döprú, bláu augunum sínum. Þegar allt er um garð
gengið veifar hún til áhorfénda á þokkafullan ef ekki beint æsandi hátt.
Vélmennið sér,
heyrir og talar
Tokýó, 20. júli. AP.
( FRÉTTUM frá Japan segir, að
fyrirtæki þar i landi hafi framleitt
vélmenni, sem sé betur úr garði
gert en nokkurt annað, sem enn
þekkist. Það hefur handleggi og
fætur og er auk þess gætt ýmsum
mannlegum eiginleikum. Það get-
ur t.d. séð, heyrt og talað.
Vélmennið hlýðir munnlegum
skipunum og getur gengið að
ákveðnum hlutum, valið þann
rétta úr og flutt hann á fyrir-
fram ákveðinn stað. Fyrirhugað
er að nota vélmennið til að setja
saman rafeindatæki í japönsk-
um verksmiðjum jafnframt því,
sem það verður sett á almennán
markað.
Að sögn Kyodo-fréttastofunn-
ar er vélmennið með tvö „hreyf-
anleg augu“, sem gera því kleift
að greina ólíka lögun og stærð,
og með handleggjunum getur
það lyft allt að einu kílói. Fæt-
urnir eru búnir „auga“, sem er
matað upplýsingum og leiðbeinir
vélmenninu á göngu og varar
það við ef óvænt hindrun verður
á vegi þess.
Sovétmenn ná
Pagman úr klóm
frelsissveitanna
Islamabad, 20. júlí. AP.
STJÓRNVÖLD í Kabúl segja „hern-
aðarsigur“ hafa unnizt við Pagman,
sem er rétt norðan við höfuðborgina,
sem verið hefur í höndum frelsis-
sveitanna í Afganistan, að sögn vest-
rænna diplómata.
Diplómatarnir segja frelsisöflin
hafa safnað liði í útjaðri Pagman
og er gagnsókn í undirbúningi. Bú-
ist er við áhlaupi frelsissveitanna
síðar í vikunni, þegar mánaðar-
langri föstu múhameðstrúar-
manna, „Ramadan", lýkur.
Herma fregnir að sovézka inn-
rásarliðið í Afganistan hafi lokað
tveimur helztu þjóðvegunum til
Kabúl ög reist 10 rammgerð virki í
og við miðborg Pagman.
Frelsisöflin unnu fyrir skömmu
mikla sigra á sovézka innrásarlið-
inu í Pansjir-dalnum, þar sem nær
allt liðið var hrakið burt úr daln-
um. Ilalda Sovétmenn aðeins
stöðvum sínum í Rokha og Anawa
nálægt dalsmynninu.
Areiðanlegar heimildir herma
að 20 afganskir stjórnarhermenn,
flestir þeirra liðsforingjar, hafi
gerst liðhlaupar.
Flóttamenn sakaðir
um flugvélaþjófnað
Vínarborg, 20. júlí. AP.
RKTTARHÖLD hófust í dag í máli
tveggja pólskra hcrflugmanna, sem
sakaðir eru um að hafa rænt æfinga-
flugvél sinni til að flýja með fjöl-
skyldur sínar til Vesturlanda. Eiga
þeir yfir höfði sér allt að 10 ára fang-
elsi, ef þeir verða sekir fundnir.
Flugmennirnir tóku flugvélina
traustataki er þeir voru í æf-
ingaflugi 1. apríl sl., lentu á vegi
skammt frá heimaborg sinni, tóku
þar fjölskyldur sínar og vini, og
komust undan til Austurríkis.
Ætluðu þeir upphaflega til
Múnchen, en höfðu ekki eldsneyti
til lengra flugs.
Andrzej Malec flugstjóri, sem er
31 árs, sagði í upphafi réttarhald-
anna, að honum hefðu verið settir
úrslitakostir, að hann gengi í
pólska kommúnistaflokkinn elleg-
ar hann yrði rekinn úr hernum.
Hefðu þeir Jerzy-Jan Czerwinski,
sem er 29 ára, ákveðið að flýja
frekar, og hefðu þeir beðið eftir
tækifærinu lengi.
Báðir flugmennirnir, sem voru í
einkennisklæðum þegar þeir lentu
vél sinni í Vínarborg, hafa lýst sig
saklausa af flugráni, enda við
stjórnvölinn frá upphafi. Flug-
virki, sem var með í æfingaflug-
inu, sneri aftur til Póllands.
NYJAR V0RUR DAGLEGA
Búsáhöid • Gardsiáttuvélar • Fatnaður • Húsgogn • Veiðivörur
Margverðlaunuð myndavél
RICOH KR 10 — vél fyrir þá sem eru með
dellu. Rafeindastýröur lokari, sjálfstýrö Ijós-
mæling og handstillimöguleikar. Kannski verö-
ur henni best lýst meö umsögn úr franska
tímaritinu Chasseur d'lmages: „ . . . Eins og
aö taka myndir meö eigin augum." Þetta er vél
uppá kr. 4.730,- en vegna hagstæöra innkaupa
getum viö nú boöiö hana á tombóluveröi: aö-
eins kr. 3.865,-. Bjóöum allar aörar tegundir
RICOH-myndavéla á þessu frábæröa verölagi.
Hvaö segiröu t.d. um alvöru myndavél (sem
tekur 35 mm filmu) á aðeins kr. 825,-7 Ótrú-
iMt en satt.
ug enn er sumarútsalan
í fullum gangi
Allt að 65% afslattur!
Stutterma blússa i sjóliöastíl; 100% bómull. Litir: B-blátt,
R-rautt. Stærðir: 34—42. Vörunúmer: 4103. Verð áður kr. 385,-,
nú aöeins kr. 149,-. Stutterma blússa úr 100% bómull. Stæröir:
S, M og L. Vörunúmer: 3549. Verð áður kr. 239,- nú aöeins kr. kr.
199,-.
I
Gallabuxur úr þvegnu denim (stone wash). Stærðlr
24—32. Vörunúmer: 014181. Verö áður kr. 560,-, nú
kr. 349,-. Strotch-gallabuxur. Vörunúmer: 3609.
Verð áður kr. 399,-, nú kr. 349,-.
Vasadiskótek
Þetta tæki selst eins og heitar lummur enda bjóðum við
þaö með 600 króna afslætti meöan birgöir endast. Hægt
er aö setja tvö heyrnartól i samband við það (eitt fylgir)
og að sjálfsögðu er þetta hátíönitæki með stereo-hljóm.
Takmarkaðar birgðir.
Venjulegt verð kr. 1.790,- en okkar verð er aöeins kr.
1.190,-. Vörunúmer: 2285052.
Þetta barnatjald er framleitt úr regnheldu
næloni með tjaidbotni og poka úr vinyl.
Stærð: 152 cm langt, 122 cm breitt og um
91 cm hátt.
Vörunúmer: 4821. Verð kr. 385,-.
BAÐMOTTUURVAL
Hentar líka ágætlega sem heitur pottur
í garðinn eöa útileguna. Sundlaugin
sem við höfum á boöstólum er reyndar
póstrauö á litinn en að ööru leyti eins
og sú sem sýnd er á myndinni. Verö kr.
230,-. Vörunúmer: 4822.
Skemmti
leg
barna-
sundlaug
Þú hringir —
við póstsendum
Sími
45 300
VÖRUUSTAVERSLUN, AUÐBREKKU 44-46, KÓPAV0GI