Morgunblaðið - 21.07.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1982 3 Davíð Oddsson, borgarstjórí: Ekki ástæða tíl að Mla frá lóðaúthlutun í Laugarási „ÁKYÖRÐUN um byggö á þessu svæði var tekin á síðasta kjör- tímabili og um hana var aldrei beinn ágreiningur, þótt við sjálf- sUeðismenn hefðum fyrirvara á fyrirkomulagi og skipulagi á svæðinu," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík í gær, þcgar Morgunblaðið ræddi við hann um úthlutun borgarráðs á 30 ibúðarlóðum i Laugarási sem ráð- ið samþykkti í gær. „Það var á sínum tíma ákveð- ið að reisa eitt háhýsi til viðbót- ar á þessum stað,“ sagði Davíð Oddsson „frá því hefur verið horfið. I umræðum um byggð á þessu svæði lögðum við sjálf- stæðismenn höfuðáherslu á það, að háholtið með þeim jökulrák- um sem þar er að finna yrði verndað sem og er gert ráð fyrir, og við mæltum einnig ein- dregið með því að hið óbyggða svæði á holtinu yrði lagfært og gert aðgengilegt. Þetta verður gert. Helmingur af holtinu er tekin undir lága byggð þannig að þetta er minni röskun en menn halda. Fyrir kosningar," sagði Davíð Oddsson, „lýstum við því yfir, að við myndum falla frá fyrir- hugaðri byggð í Sogamýri og Laugardal. Við höfum þegar tekið ákvörðun um það. Við gáf- um enga slíka yfirlýsingu um Laugarásinn, enda kom engin bein tillaga fram um slíkt í okkar hópi, reyndar ekki mikið á það þrýst af hálfu borgarbúa í kosningabaráttunni. Engu að síður tókum við málið upp að nýju eftir kósningar og höfum rætt það ítarlega og niðurstað- an orðið sú, að ekki sé ástæða til að falla frá lóðaúthlutun þarna. Við sjálfstæðismenn höfðum lýst því yfir,“ sagði borgar- stjóri, „að punktakerfið yrði fellt niður í áföngum og það verður gert. Lóðum á Laugar- ássvæðinu er þó alfarið úthlut- að samkvæmt punktakerfinu, enda auglýst eftir umsóknum um lóðirnar á grundvelli þess og umsækjendur sóttu því um á þeim forsendum. Það hefði ver- ið komið aftan að umsækjend- um ef annað fyrirkomulag hefði verið haft við úthlutunina að þessu sinni." (Sjá lista yfir lóðarhafa á miðopnu.) Eimskip og Dagsbrún: Sameiginlegar ráðstaf- anir um slysavarnir „ÞARNA hefur lengi verið mjög há slysatíðni og komið hefur verið á skylduákvæðum um námskeið fyrir alla starfsmenn. Einnig hafa aðvör- unarspjöld verið prentuð og fund- arhöld hafa farið fram,“ sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, formaö- ur Yerkamannafélagsins Dags- brúnar, í samtali við Morgunblað- ið, en Dagsbrún og Eimskip hafa ákveðið að taka höndum saman um slysavarnir i Sundahöfn. Guðmundur sagði, að slysa- fjöldi á svæðinu hefði verið óhugnanlegur og sagði hann að áætlunin um slysavarnir væri i tíu liðum, m.a. um framkvæmd vinnu, hvernig að henni skuli staðið og fleira. Eimskip væri að undirbúa breytingar á aðkeyrslu og vinnuaðstöðu allri og fleiru. Sagði hann að öryggisnefnd væri starfandi á svæðinu og síðan í vor hefðu verið fundir forráða- manna Dagsbrúnar og Eimskipa- félagsins og um sameiginlegar ráðstafanir til slysavarna. Sagði Guðmundur að mark- miðið væri að allir starfsmenn á svæðinu, yfirmenn og undir- menn, tækju höndum saman og legðust á eitt með að reyna að stöðva slysin, en þau væru mikill ógnvaldur á svæðinu. Hvalvertíðin gengur vel 117 HVALIR hafs veiðst það sem af er hvalvertíðinni, þar af eru 115 langreyðar og 2 sandreyðar. í sam- tali við Morgunblaðið sagði Eggert ísaksson, hjá Hval hf., að veiðarnar hefðu gengið vel og væri vertíðin með betra móti. Eggert sagði að mikið væri af langreyð á miðunum nú og einbeittu þeir sér að veiðum á henni. Það væri hagstæðara en að dreifa veiðunum, vegna vinnslunnar í landi. Gott græn- metisár — Hvítkál og blómkál komið á markað „ÞAÐ er rétt að byrja að sjást hvítkál og blómkál hjá okkur," sagði Þor- valdur Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Sölufélags garðyrkjumanna er Mbl. hafði samband við hann í gær. Sagði Þorvaldur að af útiræktuðu grænmcti væri ekkert komið sem heitið gæti, en búast mætti við að eitthvað magn yrði komið á markað strax i næstu viku. „Ef framhaldið verður svipað því sem á undan er gengið verður þetta gott ræktunarár," sagði Þorvaldur og bætti við að þá mætti búast við fremur lágu verði á grænmeti. Sem stendur er kílóverð á hvítkáli kr. 21 og á blómkáli kr. 53. Þetta verð fer að öllum líkindum lækkandi á næstu dögum vegna aukins fram- boðs. Þorvaldur sagði inniræktunina í ár hafa gengið eins og best yrði á kosið. Veturinn hefði verið áfalla: laus, hagstæð tíð og engin óhöpp. I heild mætti því segja að grænmet- isárið nú væri mjög gott. ætlasttil aöþú gerir miklar krcair Sportveiðimenn gera bæði kröfur til gæða og fjölbreytni. Shakespeare línan er það fjölbreytt, að allir geta eignast sín uppáhaldsáhöld. Gæðin efast enginn um. Haltu þig Wð Shokespeore linuna, þar ertu öruggur. Shakesþeare veiðivörur fást i nœstu sþortvöruverslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.