Morgunblaðið - 21.07.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.07.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1982 27 Tveir íslendingar hjá Nettelsted: Siguróur Sveinsson hefur gert samning við Nettelsted — hefur samiö til eins árs og fer utan í ágúst hefði að visu bara samið til eins árs, vegna þess að næsta tímabil verður það síðasta í V-Þýskalandi, þar sem tveir erlendir leikmenn mega leika með sama liði. Sigurð- ur sagðist fá gott húsnæði, bíl o.fl. hlunnindi. Hann sagði að liðið færi í æfingabúðir til Júgóslavíu um miðjan ágústmánuð og þar yrði æft og keppt í 10 daga. Það verður sjónarsviptir af Sig- urði í íslenskum handknattleik. Hann hefur verið ein af fáum stór- skyttum hér heima, sem hafa skemmt áhorfendum með þrumu- skotum sínum. Þetta er í annað sinn, sem Sigurður leikur með er- lendu liði. Árið 1978 lék hann með Olympia í Svíþjóð. — ÞR. Landsliðsmaðurinn kunni í hand- knattleik, Sigurður Sveinsson, sem leikið hefur með Þrótti, mun leika næsta keppnistímabil með v-þýska félagsliðinu Nettelsted. Sigurður hefur gert eins árs samning við fé- lagið og heldur hann utan 5. ágúst. Ginn íslenskur landsliðsmaður, Bjarni Guðmundsson, er fyrir hjá liðinu. Það verða því tveir íslenskir handknattleikskappar sem leika fyrir Nettelsted næsta tímabil. Liðið er eitt af sterkari liðunum í „Bund- esligunni" og varð í 5. sæti á síðasta keppnistímabili. Sigurður Sveinsson sagði í spjalli við Mbl. í gær, að hann hefði gert góðan samning. Hann Sigurður Sveinsson Valur missir tvö stig: • Bjarni Guðmundsson í leik með Nettelsted á síðasta ári. Bjarni stóð sig vel hjá liðinu. Næsta keppnistímabil leika tveir íslendingar með liðinu, sem hafnaði í 5. sæti í 1. deild. Valur og KA mæta Staðan í 1. deild er mjög jöfn og tvísýn EINS og fram kom i blaðinu í gær misstu Valsarar tvö stig er þeir töp- uðu kæru ísfirðinga á hendur þeim vegna Alberts Guðmundssonar. í dag verður tekin fyrir á Akureyri kæra KA vegna Alberts, og fari svo að Valur tapi þvi máli, sem telja verður líklegt, missa þeir að öllum líkindum tvö stig til viðbótar. Málið verður að visu tekið fyrir aftur hjá dómstóli KSÍ, en hann hefur stað- fest dóm héraðsdóm varðandi kæru ísfirðinga, þannig að líkurnar á því að Valur missi umrædd stig hljóta að teljast miklar. Staðan í 1. deildinni er þessi: Villa áfram hjá Spurs og Ardiles kemur eftir ár Argcntínumaðurinn Ricardo Villa hefur ákveðið að snúa aftur til Tott- enham eftir að hafa dvalið í heima- landi sínu í sumar. Mun hann verða kominn til Englands og leika með liðinu í fyrsta leiknum gegn Luton Town er deildarkeppnin hefst 28. ágúst. Villa missti af nokkrum leikj- um Tottenham í vor vegna Falk- landseyjamálsins, þ.á m. bikarúrslit- unum. Keith Burkinshaw, fram- kvæmdastjóri Tottenham, sagðist endilega vilja fá Villa aftur. „Ef við getum útvegað honum vega- bréfsáritun, mun hann snúa aftur í næsta mánuði," sagði Burkin- shaw, og er búist við að ekki verði nein vandkvæði á því. Félagi Villa, Osvaldo Ardiles, leikur í Frakklandi með Paris St. Germain næsta vetur, eins og áður hefur komið fram, en mun síðan snúa aftur til Tottenham eftir 12 mánuði. Hann er sem sagt aðeins lánaður til Frakklands í þennan tíma. „Mál þeirra tveggja eru ger- ólík. Ossie var lykilamður í lands- liðinu í heimsmeistarakeppninni, og þurfti að segja rétta hluti um Falklandseyjamálið, en Villa kom þar hvergi nærri," sagði Burkin-. shaw. Tveir golfleikarar á heimsmeistaramótið GOLFSAMBANDI íslands hefur verið boðið að senda tvo keppendur á heimsmeistaramót atvinnumanna í golfi sem fram fer í Keerbergen í Briissel dagana 18. og 19. september í haust. Hefur sambandið ákveðið að þiggja boðið, en ferðir, uppihald og allur annar kostnaður verður greidd- ur af erlendum aðilum. 12 lið keppa á þessu heimsmeistaramóti, og kom- ast fjögur áfram í úrslitakeppnina. Luton nældi í Paul Walsh NÝLIÐARNIR í 1. deildinni ensku, Luton Town, festu í gær kaup á Paul Walsh frá Charlton Athletic. Walsh þessi þykir einn sá alefnilegasti í Leiðrétting í frásögn af leik Fylkis og FH í 2. deildinni í knattspyrnu í blaðinu í gær var vitlaust farið með nafn markaskorara Fylkis í leiknum. Kristinn Guðmundsson skoraði mark liðsins og er hann hér með beðinn velvirðingar á mistökunum. Englandi í dag, og talinn landsliðs- maður fraratiðarinar. Hann er að- eins 19 ára gamall, og skoraði 13 mörk fyrir Charlton á siðasta keppn- istímabili. Liðið viidi fá 500.000 sterlingspund fyrir Walsh, en Luton borgaði 250.000 pund og lét einn leikmann fylgja með í kaupunum, framherjann Steve White. White þessi er þriðji leikmaður- inn sem Ken Greggs, hinn nýji framkvæmdastjóri Charlton, kaupir í sumar, áður hafði hann nælt í Terry Bullivant frá Aston Villa og Carl Harris frá Leeds. Víkingur 10 5 4 1 17-11 14 ÍBV 10 6 1 3 15-10 13 UBK 11 5 2 4 14-14 12 KR 11 2 7 2 7-9 11 KA 11 3 4 4 11-11 10 Valur 11 4 2 5 10—11 10 Fram 10 3 3 4 11-10 9 ÍA 11 3 3 5 11-13 9 ÍBÍ 11 3 3 5 14-17 9 ÍBK 10 3 3 4 7-11 9 Fari svo að Valsarar tapi tveim- ur stigum til viðbótar, færast þeir að sjálfsögðu enn neðar á töfluna, og verða neðstir með 8 stig. KA færist þá upp í 3.-4. sætið að hlið Breiðabliks. Næstu leikir í 1. deild verða á laugardaginn, en þá fara fram 4 leikir, og síðan verður 1 leikur á sunnudaginn. — SH. Heimsmet Kaiirorníu, 20. júlí. AP. “ÞETTA met er búið að standa síð- an árið 1977, og það var kominn tími til að bæta það,“ sagði Steve Lundquist eftir að hafa sett nýtt heimsmet í 100 metra bringusundi í Kaliforniu í gær. Tími hans var 1:02:62 mín. Gamla metið átti Ger- ald Mörken frá V-Þýskalandi, var það 1:02:88 min. Manchester United ENSKA stórliðið Manchester United kemur til íslands á næstunni, og leikur tvo leiki hér á landi. Liðið kemur 3. ágúst, leikur við Val dag- inn eftir, og síðan við KA á Akureyri 5. ágúst. Oþarft ætti að vera að kynna leikmenn United fyrir ís- lenskum knattspyrnuáhuga- mönnum, þar sem í liðinu eru margir frægustu leikmenn enskrar knatt- spymu i dag. Nægir þar að nefna Bryan Robson, Steve Coppell og Ray Wilkins, sem léku með landsliðinu í HM á Spáni. Til liðs við félagið gekk nýlega Arnold Muhren, Hol- lendingurinn snjalli, sem undan- farin ár hefur leikið með Ipswich, og líkur eru á því að félagi hans þar, Alan Brazil, verði seldur til United á næstunni. Nú er verið að undirbúa gerð kvikmyndar um Manchester Unit- ed, en slík mynd hefur ekki verið gerð um neitt annað lið í veröld- inni, eftir því sem við komumst næst. Ættingjar þeirra sem fórust í slysinu í Munchen 1958 hafa þó ekki viljað samþykkja hugmynd- ina, en Sir Matt Busby, fyrrum framkvæmdastjóri United, hefur nú kvikmyndahandritið undir höndum og ef hann gefur sitt sam- þykki, verður myndin að öllum lík- indum gerð. Bræðraskipti hjá Þrótti — Guömundur Sveinsson í Þrótt ÞAÐ verður mikill missir fyrir hand- knattleikslið Þróttar að missa aðal- skyttu sína Sigurð Sveinsson til V-Þýskalands. En segja má að það verði bræðraskipti hjá liðinu. Því að Guðmundur Sveinsson, bróðir Sig- urðar, mun leika með Þrótti næsta timabil. Guðmundur er mjög snjall handknattleiksmaður og skytta góð. Hann hefur undanfarin ár dvalið i Sviþjóð og leikið þar með Saab og verið einn af markahæstu leik- mönnum liðsins. Guðmundur lék hér heima með Fram og FH á sínum tíma og lét þá mikið að sér kveða. __ j,r Bikarkeppni - liða úrslit Laugardalur KR-Reynir í kvöld kl. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.