Morgunblaðið - 21.07.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.07.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1982 25 Meistaramót GR í golfi: Ragnar Olafsson vann örugglega MEISTARAMOTI Golfklúbbs Reykjavíkur lauk um helgina og sigraöi Ragn- ar Ólafsson í meistaraflokki karla. Varö hann öruggur sigurvegari á 314 höggum, en næstur kom Óskar Sæmundsson á 320 höggum. Miklar svipt- ingar urðu á mótinu og setti leiðinlegt veður svip sinn á það. Úrslit urðu annars þessi: Meistaraflokkur karla: högg 1. Ragnar Ólafsson 314 2. Óskar Saemundsson 320 3. Geir Svansson 324 4. Sigurður Pétursson 324 5. Hannes Eyvindsson 326 Meistaraflokkur kvenna: 1. .Sólveig Þorsteinsdóttir 355 2. Ásgerður Sverrisdóttir 357 3. Jóhanna Ingólfsdóttir 376 1. flokkur kvenna: 1. Ágústa Dúa Jónsdóttir 380 2. Ágústa Guðmundsdóttir 385 3. Guðrún Eiríksdóttir 412 1. flokkur karla: 1. Stefán Unnarsson 319 2. Gunnar Finnbjörnsson 332 3. Jónas Kristjánsson 333 2. flokkur kvenna: 1. Aðalheiður Jörgensen 413 2. Maríella Sigurðardóttir 482 3. Fríða Guðmundsdóttir 533 2. flokkur karla: 1. Jóhannes Árnason 337 2. Jón Ó. Carlsson 350 3. Steinar Þórisson 354 3. flokkur karla: 1. Örn Ingólfsson 346 2. Arnar Guðmundsson 347 • Kagnar Ólafsson 3. Ólafur Guðjónsson 349 Piltar 16—22 ára: 1. Guðmundur Arason 325 2. Helgi Ólafsson 346 3. Karl Ómar Jónsson 349 Drengir 15 ára og yngri: 1. Heimir Þorsteinsson 332 2. Karl Ó. Karlsson 333 3. Jón H. Karlsson 339 Aftur stórhlaup hjá Moorcroft BREZKI hlauparinn Dave Moor- croft stígur vart fæti á hlaupabraut- ina þessa dagana öðru visi en til tíðinda dragi. Fyrir skömmu setti hann frábært heimsmet í 5 km og um helgina náði hann öðrum bezta tíma í 3 km hlaupi frá upphafi á miklu frjálsiþróttamóti á Crystai Palace-leikvanginum í London. Moorcroft hljóp á 7:32,79 mínút- um, sló Evrópumet landa síns Brendan Fosters, og var aðeins sex sekúndubrotum frá heimsmeti Henry Ronos, sem er 7:32,10 mín. í öðru sæti varð bandaríski Suður- Afríkumaðurinn Sydney Maree á þriðja bezta tíma frá upphafi, 7:33,37 mín. Þriðji varð Nýsjálend- ingurinn John Walker á 7:37,49, en þess má geta að hlauparinn frægi, Steve Owett, varð tíundi á 7:48,07 mínútum. Sjaldan hafa jafn marg- ir frábærra hlaupara verið saman komnir í einu og sama 3.000 metra hlaupinu. Þannig varð Steve Scott, sá stórgóði hlaupari aðeins fimmti á 7:40,59 mín. Keppnin í hlaupinu var hörð. Moorcroft tók forystuna þegar hlaupið var hálfnað, en millitím- inn eftir 1.500 metra var 3:48 mín. Og þegar 200 metrar voru eftir skauzt Maree fram úr, en Moor- croft seig síðan fram úr Maree á beinu brautinni í lokin, ákaft studdur af 17 þúsund áhorfendum, en fleiri komust víst ekki að á leik- vanginum, og var uppselt á mótið mörgum mánuðum fyrirfram. Til að sýna fram á hversu mikið afrek Moorcrofts er, má geta að hann hljóp síðasta hringinn á 7:54,4 mínútum. Á mótinu náði Bretinn Steve Cram bezta heimstímanum í 800 metrum, hljóp á 1:44,45 mínútum, bætti eigið persónulegt met um 1,84 sekúndur. Bezta heimstímann átti annar Breti, Gary Cook, sem hljóp á 1:44,71 á Bislet fyrir skömmu. Sme kunnugt er á Seb- astian Coe heimsmetið í 800 og Steve Owett er ólympíumeistari í greininni, svo það er góð staða hjá Bretum á þessari vegalengd. Á mótinu hljóp Henry Marsh frá Bandaríkjunum hindrun á 8:19,62, sem er næstbezti heims- árangurinn í ár, Dwight Stones sigraði í hástökki með 2,25 m stökki, og Bandaríkjamaðurinn Dave Volz stökk 5,61 m í stang- arstökki, en tvisvar í síðustu viku stökk hann 5,70 metra. • Leikmenn ÍA og Víkings verða í eldlínunni i kvöld. Víkingar leika gegn KA á Akureyri og leikmenn í A gegn UBK í Kópavogi. Bikarkeppni KSÍ: Hvaða lið komast í 4 liða úrslit? LEIKIR í átta liða úrslitum Bikar- keppni KSÍ fara fram i kvöld. Spilað verður á fjórum stöðum á landinu, Akureyri, Reykjavík, Kópavogi og Keflavik, og hefjast allir leikirnir kl. 20.00. Fyrir norðan mætast KA og Víkingur, KR og Reynir Sandgerði eigast við á Laugardalsvelli, Fram fer til Keflavíkur og Breiðablik og ÍA leika i Kópavogi. Vandi er að spá um úrslit þess- ara leikja. KA og Víkingur unnu bæði síðustu leiki sina i deildinni og virðast KA-menn vera að ná sér á strik á heimavelli, en sigur þeirra á KR á dögunum var sá fyrsti þar í sumar. KR-ingar verða að teljast sigur- stranglegri í viðureigninni við eina liðið sem eftir er úr 2. deild, Reyni frá Sandgerði. Ekki skildu þeir þó vanmeta andstæðinginn, Reynir er ofarlega í deildinni og KR hefur ekki gengið alltof vel að skora í sumar. Keflvíkingar og Framarar mættust í 1. deildinni í Reykjavík • Moorcrolt kemur í mark eftir eitt af stórhlaupum sinum fyrir stuttu og tóku Suðurnesja- menn bæði stigin með sér heim eftir þann leik. Framarar munu örugglega reyna hvað þeir geta til að hefna ófaranna í þeim leik. Nú, Breiðabliksmenn sigruðu IA í fyrsta leik íslandsmótsins á heimavelli og eru þeir aftur komn- EINS (Ki skýrt hefur verið frá fór fram um síðustu helgi meistara- keppni golfklúbbanna víðs vegar um landið. Hjá Golfklúbbi Ness léku 85 keppendur í sex flokkum. llrslit i hinum ýmsu flokkum urðu þessi: Meistaraflokkur karla: 1. Jón Haukur Guðlaugsson 299 2. Loftur Óiafsson 304 3. Magnús Ingi Stefánsson 306 1. flokkur: 1. Magnús Steinþórsson 321 2. Kjartan L. Pálsson 324 3. Jóhann Reynisson 324 2. flokkur: 1. Jens V. Ólason 337 2. Jón Ólafsson 343 3. Eggert ísfeld 351 Jóhann Óli sigraði í einherja- keppninni JÓHANN Ö. Guðmundsson GR varð sigurvegari í Einherjakeppninni í golfi á Nesvellinum. Þarna kepptu 30 kylfingar sem allir eiga það sam- eiginlegt að hafa farið „holu í höggi“ í golfi og eru því í Einverja- klúbbnum. Jóhann Óli lék 18 hol- urnar á 73 höggum og hlaut fyrir það 38 punkta. Annar varð Kjartan L. Pálsson GN á 74 höggum, eða með 37 punkta, og þriðji varð Guðmund- ur S. Guðmundsson GR en hann var einnig með 37 punkta. Iir á sigurbraut eftir að hafa verið í nokkurri lægð. Skagamenn töp- uðu síðasta leik sínum í deildinni og eru í neðri hluta deildarinnar, og munu því reyna allt hvað þeir geta til að standa sig i bikarnum. Má búast við spennandi og fjörug- um leikjum á öllum vígstöðvum. 3. flokkur: 1. Ólafur A. Ólafsson 362 2. Sigurvin Kristjánsson 372 3. Björn Árnason 372 Drengjaflokkur: 1. Jón B. Kjartansson 373 2. Kristján Haraldsson 392 3. Björgvin Sigurðsson 417 Kvennaflokkur (54 holur): 1. Ólöf Geirsdóttir 302 2. Unnur Halldórsdóttir 311 3. Kristíne E. Kristjánsson 317 • Sigurvegarinn hjá GN i mfl. karla Jón H. Guðlaugsson. 85 kepptu hjá GN um síoustu helgt — Jón H. Guðlaugsson vann í mfl. karla MYNDAVELAR ^ i A'f ■ LANDSINS MESTA ////>> ! URVAL cT 4? ^ d G0Ð GREIDSLIIKJOR -V O® LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEG1178 REYKJAVÍK SÍMI85811 mmJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.