Morgunblaðið - 21.07.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.07.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1982 5 W| 10 Austurstræti simi: 27211 Prestskosn- ing 1 Glaumbæ Prestskosningar verða i Glaumbej- arprcstakalli í Skagafjarðarprófasts- dæmi sunnudaginn 25. júli. Þar er einn umsækjandi, Gísli Gunnarsson, guðfræðingur frá Háskóla íslands sið- an nú í vor. Gísli er 25 ára Skagfirðingur, son- ur Gunnars Gíslasonar prófasts í Glaumbæ, sem lætur nú af prests- skap eftir 39 ára þjónustu, og konu hans Ragnheiðar Ólafsdóttur. Glaumbæjarprestakall hefur 2 út- kirkjur, Reynisstað og Víðimýri. Kona Gísla Gunnarssonar er Þuríð- ur Þorbergsdóttir frá Brúnahlíð í Aðaldalshreppi. Gísli Gunnarsson Anorakkar — Blússur — og buxur í fjörlegum sumarlitum Prestskosning 1 Bjarnanesi Sigurður Arngrímsson Önundur Björnsson Prestskosning verður í Bjarna- nesprestakalli í Skaftafellsprófasts- dæmi á sunnudaginn, 25. júlí. Um- sækjendur um prestakallið eru tveir. Sigurður Arngrímsson, guð- fræðingur, sem lauk prófi nú í vor. Sigurður er fimmtugur að aldri, ættaður frá Isafirði og hefur stundað sjómennsku í fjölda ára. Kona Sigurðar er Sigríður Lofts- dóttir frá Sandlæk í Gnúpverja- hreppi. Önundur Björnsson, sem lauk guðfræðiprófi í janúar sl. Önund- ur er 32ja ára Reykvíkingur og stundaði kennslu í nokkur ár með námi. Frá vori 1981 hefur Önund- ur unnið við Ríkisútvarpið/hljóð- varp og blaðamennsku upp á síð- kastið. Útkirkjur frá Bjarnanesi eru Stafafell í Lóni og Hafnarkirkja. Séra Einar Jónsson sóknarprestur: Þrír prestar embættuðu samtímis í Árneskirkju Hólmavík, 20. júlí. í ÁRNESI á Ströndum hefur ekki setið prestur sl. 15 ár. Þangað er nú nýkominn prestur. Það heyrir til tíðinda hér um slóðir að þrír prestar embættuðu samtímis í Árneskirkju sl. sunnu- dag. Séra Andrés ólafsson í Hólmavík, sem þjónað hefur ár- lega í aukaþjónustu í rúmlega 25 ár kvaddi söfnuð sinn. Og séra Róbert Jack, prófastur í Húna- vatnsprófastsdæmi setti nýkjör- inn sóknarprest í Árnesi, séra Einar Jónsson inn í embætti. Mik- ið fjölmenni var við athöfnina, kirkjan troðfull og meira en það. Eftir athöfnina í kirkjunni var öll- um kirkjugestum boðið til veglegs samsætis í samkomuhúsinu. Þar voru heiðursgestunum, prests- hjónunum í Hólmavík, séra Andrési og konu hans, Arndísi Benediktsdóttur, færðar þakkir fyrir störf þeirra og góð kynni í meira en aldarfjórðung. Þeim var fært að gjöf frá söfnuðinum veg- legt málverk af Árnesi, eftir Sig- urpál ísfjörð, málara í Kópavogi. Jafnframt var hinn nýi sóknar- prestur, séra Einar Jónsson og fjölskylda hans boðin velkomin í prestakallið. margar ræður voru fluttar í samsætinu og almennur söngur. Var þetta hinn ágætasti mannfagnaður og veitingar veg- legar. Allir fóru kirkjugestir heim til sín ánægðir eftir minnisstæðan dag. Árnessöfnuður hefur nú ákveðið að reisa nýja kirkju í Árnesi, í stað hinnar gömlu, sem orðin er hrörleg. Er þegar hafinn undir- búningur þess verks. Kosin hefur verið byggingarnefnd og fjáröflun hafin. Gjafir hafa þegar borist til hinnar nýju kirkju og rekabændur á Ströndum hafa lofað að gefa timbur til kirkjunnar. Tillögu- teikning var gerð sl. vetur af hinni nýju kirkju. Engin uppgjöf er í fólki í Ár- neshreppi, þótt illa voraði þar sl. vor og ekki útlit fyrir að sláttur hefjist fyrr en eftir næstu mán- aðamót. I Árneshreppi býr táp- mikið, duglegt og einlægt fólk, sem vant er harðri lífsbaráttu og kippir sér ekki upp við smá áföll. — FréltarlUri Sr Kári Valsson Sr. Trausti Pétursson Tveir prestar láta af störfum vegna aldurs Þeir séra Trausti Pétursson, pró- fastur og séra Kári Valsson, hafa hlotið lausn frá embætti vegna ald- urs frá 1. október. Prestaköllin sem þeir hafa þjón- að, Djúpivogur í Áustfjarðapró- fastsdæmi og Hrísey í Eyjafjarð- arprófastsdæmi eru nú auglýst laus til umsóknar. Ennfremur Háls í Þingeyjarprófastsdæmi, en séra Pétur Þórarinsson, sem þar hefur þjónað, hefur verið skipaður prestur á Möðruvöllum í Hörgár- dal. Umsóknarfrestur er til 22. ágúst. Séra Trausti Pétursson er 68 ára að aldri. Hann vígðist til Sauðlauksdals og var í hópi hinna 9 presta sem vígðust á lýðveldis- hátíðinni 1944. Djúpavogi hefur hann þjónað í 33 ár. Hann hefur verið prófastur og kirkjuþings- maður Austfirðinga til margra ára. Kona hans er Borghildur María Rögnvaldsdóttir. Séra Kári Valsson er 71 árs. Hann las norræn fræði í heima- landi sínu, Tékkóslóvakíu, og síðar í Lundi og Reykjavík. Hann lauk guðfræðiprófi við Háskóla íslands 1954 og vígðist það ár til Hrafns- eyrar. Hríseyjarprestakalli hefur séra Kári þjónað frá 1966. Kona hans, Ragnheiður Ófeigs- dóttir frá Næfurholti, lést árið 1970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.