Morgunblaðið - 21.07.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1982 23 Erindasafii um stjórnmál Bókmenntír Hannes H. Gissurarson Arnór Hannibalsson o.fl.: Maður og stjórnmál. Lif og land 1982 (fjölrit). Samtökin Líf og land hafa starfað af miklum þrótti frá stofn- un, haldið margar athyglisverðar ráðstefnur og gefið erindin á þeim út í handhægum fjölritum. Síð- asta ráðstefna samtakanna var haldin undir heitinu „Maður og stjórnmál" 12. júní 1982, og um erindasafnið, sem gefið var út af því tilefni, ætla ég að fara örfáum orðum, en get að sjálfsögðu ekki gert öllum 35 erindunum skil. Stjórnmálaskoðanir ráðast ekki síst af söguskoðunum. Hvað segja sagnfræðingarnir? Loftur Gutt- ormsson skrifar um iðnbylting- una. Hann misskilur hana eins og aðrir marxsinnar. í fyrsta lagi má rekja „iðnbyltinguna" (ef það hugtak lýsir einhverju) miklu lengra aftur í aldir en gert hefur verið, og í öðru lagi skipta tækni- nýjungarnar ekki eins miklu máli og þær breytingar á skipulagi eigna og skiptingu valds, sem urðu á nýöld og auðvelduðu hagþróun. Eg á einkum við þróun séreignar- réttarins. Margar þær tækninýj- Friðrik Sophusson bendir á það, að frjálshyggjumenn eru í einum skiln- ingi róttækir, að þeir telja miklar breytingar á hagskipulaginu nauð- synlegar. skrifstofu í Árnagarði og hirt laun sín úr almannasjóðum mánaðar- lega, ef menn eins og Thor Jensen, Jón Ólafsson, Tryggvi Ófeigsson og Einar Guðfinnsson hefðu ekki fengið tækifæri til að skapa auð, draga björg í bú. Það er því furðu- legt, að hann lýkur grein sinni með kröfu um sósíalisma, „nýja almannavakningu". Ég veit ekki, hvort það er ómaksins vert að benda þeim Ólafi R. Einarssyni, Birni Þorsteinssyni og Elíasi Davíðssyni, sem skrifa allir um samskipti vestrænna iðn- aðarþjóða og fátækra suðurlanda- þjóða, á nokkrar staðreyndir. Þeir telja sig fræðimenn, en ræða þó alls ekki um aðrar kenningar en þær, sem getur að líta í ritum marxsinna. Þeir eru bersýnilega lokaðir inni í eigin hugmynda- heimi. En það er ómaksins vert að benda öðrum á þessar staðreyndir (og hefur Peter Bauer, hagfræði- prófessor í Lundúnum, skrifað um þær nokkrar merkar bækur, t.d. Dissent on Development). í fyrsta lagi töpuðu norðurálfuþjóðirnar fremur á nýlendum sínum en hitt. Velmegun þeirra má því alls ekki skýra með arðráni í nýlendunum. Hvers vegna búa Svíar og Vestur- Þjóðverjar við meiri velmegun en Bretar og Frakkar? í öðru lagi Jón Baldvin Hannibalsson kemur orðum aft stjórnmálahugmynd, sem minnir mjög á kenningu Karls R. Poppers, enda sækja lýðræðis- samhyggjumenn á okkar dögum margt til Poppers. verður einnig nokkrar athuga- semdir við grein séra Gunnars Kristjánssonar um friðarhreyf- ingarnar svonefndu, sem mjög hafa látið á sér bera síðustu árin. Er ágreiningurinn um markmiðið, frið, með upplýstum Vesturlanda- mönnum? Áð sjálfsögðu ekki. Ágreiningurinn er um leiðir. Þær eru tvær. Ónnur er sú, sem Reagan Bandaríkjaforseti, Thatcher, forsætisráðherra Breta, og aðrir ábyrgir stjórnmálamenn hafa lagt til. Hún er gagnkvæm afvopnun undir eftirliti, þannig að Vesturlandaþjóðirnar verði aldrei svo varnarlitlar, að einhverjir freistist til að ráðast á þær. Hin leiðin er sú, sem friðarhreyf- ingarnar svo nefndu leggja til (að minnsta kosti í Evrópu). Hún er einhliða afvopnun. Vesturlanda- þjóðirnar eiga að kasta frá sér vopnunum, en við það er talið, að Kremlverjar kasti einnig frá sér vopnunum og þjóðir heims fallist í faðma. Þeir, sem mæla með þessari síð- arnefndu leið, koma ekki auga á tvö meginatriði. Annað er sá eðl- ismunur, sem er á stjórnarfari (og því á leiðtogum) í austri og vestri. Hitt er sú reynsla, sem við höfum af friðarást Kremlverja í Eystra- Árni Bergmann ncitar eins og aðrir marxsinnar að læra af reynslunni af sameignarskipulaginu. Þessi reynsla sýnir okkur, að séreignarskipulagið er skilyrði fyrir almennum mann- réttindum. isma) hvers vegna enginn var fenginn til að segja frá þriðju grein samhyggjunnar, þjóðernis- samhyggju Hitlers og Mússólínis. Það, sem vakti þó athygli mína í grein Árna Bergmanns, var, hversu óskýr hugmynd hans um stjórnmálin er. Hugmynd þeirra manna, sem Árni rekur hugmynd sína til, svo sem Marx, var mjög skýr. Hún var sú, að allar mót- sagnir mannlegrar tilveru hlytu að leysast, ef séreignarrétturinn væri úr sögunni. Mennirnir stykkju úr ríki nauðsynjarinnar í ríki frelsisins. Þessi hugmynd hef- ur verið reynd með ýmsum hætti síðan. Árni neitar eins og aðrir marxsinnar að læra af þeirri reynslu, en hún sýnir okkur, að séreignarskipulagið er skilyrði fyrir almennum mannréttindum og velmegun. En Jón Baldvin hefur lært af þessari reynslu, lýðræðissam- hyggja hans minnir mjög á kenn- ingu Karls Poppers: „Þess vegna er sósialdemókratí lífvænleg lífsskoðun, sem í þankagangi, og vinnubrögðum samrýmist aðferð- um vísinda. Við prófum okkur áfram," segir hann. Þetta kemur mér ekki á óvart. Lýðræðis- samhyggjumenn hafa sótt sitt Séra Gunnar Kristjánsson tekur ekki, að því er virðist, undir það með Ronald Reagan, Margréti Thatcher og öðrum ábyrgum stjórnmála- mönnum, að rétta leiðin til friðar sé gagnkvæm afvopnun undir eftirliti. en þó ekki öll. Eitt þeirra mála, sem ríkið verði að skipta sér af, sé „menningin". Jón Óttar virðist einkum eiga við það, að ríkið styrki listamenn. En hvað felur það í sér? Það felur í sér, að ríkið tekur fé af fólki, sem hefur ekki- áhuga á að styrkja listamenn, og notar þetta fé til þess að styrkja listamennina? Hver á að ákyeða, hver eigi að fá hvað? Jón Óttar telur væntanlega, að stjórnmála- menn og embættismenn eigi ekki að ákveða þetta, heldur „sérfræð- ingar". En hann hefur ekki leyst vandann með þessu, heldur skipt um nafn á honum. Eru til „sér- fræðingar" í listum, þannig að dómar þeirra séu óvefengjanlegir? Ég hef ekki fundið þá. Og hver á að velja „sérfræðingana"? Stjórn- málamennirnir og embættismenn- irnir? Ég veit, að ýmsir gallar eru á markaðnum (en „markaðurinn" er orð, sem merkir ekkert annað en „val eða vörukaup einstakl- inganna"). En er hann þrátt fyrir það ekki betri dómari en fámenn- ur hópur „sérfræðinga", svo að ekki sé minnst á stjórnmálamenn og embættismenn? Má ekki búast við meiri fjölbreytni en ella, ef hann er dómari? Getur ekki verið, að kröfur ýmissa listunnenda um Loftur Guttormsson skilur það ekki, að framfarirnar miklu í atvinnumál- um urðu fremur vegna þess, að ein- staklingarnir voru leystir úr læðingi úrelts skipulags, en vegna tækninýj- unga. ungar, sem breyttu miklu, voru til á dögum Forn-Grikkja. En skil- yrði voru ekki til þess að hagnýta þær fyrr en á nýöld. Loftur hefur einnig eftir þá gömlu goðsögn, að kjör almennings hafi versnað í iðnbyltingunni, þangað til ríki og verkalýðshreyfing hafi komið til sögu. Hann ætti að lesa hina merku bók, sem Friedrich A. Hayek gaf út 1954, Capitalism and the Historians. Gunnar Karlsson sagnfræði- nrófessor skrifar um þjóðarvakn- ingu og frelsisbaráttu Islendinga. Hann sér sem betur fer gallana á hinni rómantísku söguskoðun, sem margir íslenskir sagnfræð- ingar hafa enn ekki hafnað: „Framfarirnar hérlendis urðu vegna þess, að þjóðin „vaknaði", hætti að tala dönskuskotið mál og hóf að lesa ljóð! Að sjálfsögðu er þessi söguskoðun röng. Þorri þjóð- arinnar hafði engin afskipti af „frelsisbaráttunni" svonefndu. En hvað olli þeim miklu framförum, sem urðu til þess, að íslendingar hafa getað staðið á eigin fótum á þessari öld? Gunnar svarar þeirri spurningu ekki. Það var verslun- arfrelsið, sem þeir fengu 1855, fullt atvinnufrelsi, sem þeir fengu í stjórnarskránni 1874, og útlent fjármagn, sem þeir fengu fyrst með sauðasölu til útlanda, síðan með stofnun íslandsbanka 1904. Gunnar Karlsson gæti ekki hreiðrað um sig á notalegri voru fátæku þjóðirnar enn fátæk- ari, áður en þær komust í snert- ingu við Vesturlandamenn, en þær eru nú. Fátækt þeirra má því ekki heldur skýra með arðráni. í þriðja lagi er ríkasta þjóð í heimi, Bandaríkjamenn, ekki háð utanríkisviðskiptum nema að litlu marki (ekki er nema um 10% af viðskiptum þeirra við aðrar þjóð- ir). I fjórða lagi „gleyma" samhyggjumenn alltaf sam- hyggjuríkjunum, þegar þeir ræða um nýlendustefnu í hneykslunar- tón. Hvað eru Austur-Evrópulönd- in annað en nýlendur Kremlverja? í fimmta lagi hafa orðið miklar framfarir í þeim ríkjum Þriðja heimsins þar sem leið einkafram- taksins hefur verið farin: Suður- Kóreu, Taiwan, Hong Kong, Bras- iliu, Singapore, Indónesíu, Kenýa, Fílabeinsströndinni og mörgum fleiri ríkjum. Engum dettur annað í hug en að auðnum sé mjög mis- skipt og að margt megi betur fara í stjórnmálum í þessum ríkjum, en svo var og í Evrópu fyrir tvö hundruð árum. En stöðnun, ein- ræði og umfram allt vonleysi blas- ir við í þeim ríkjum, þar sem leið ríkisafskipta hefur verið farin. Ég hef rætt um nokkrar sögu- skoðanir, sem orðum er komið að í þessu riti, enda skipta þær miklu máli. íslenskir sagnfræðingar hafa verið ótrúlegir nesjamenn, og eru þeir, sem nefndir hafa verið, því miður dæmi um það. Gera saltsríkjunum og Finnlandi 1940, í Austur-Evrópuríkjunum 1945, í Austur-Berlín 1953, í Búdapest 1956, í Prag 1968 og í Kabúl 1980. Séra Gunnar tekur því miður ekki nægilegt tillit til þessara tveggja atriða í grein sinni. Ég spái þvi, að fyrir hinum svonefndu friðar- hreyfingum fari eins og þeim hreyfingum, sem risið hafa upp áður — þær hnígi og falli í sjó gleymskunnar. Þeir Friðrik Sophusson, Ey- steinn Jónsson, Árni Bergmann og Jón B. Hannibalsson skrifa um þær þjóðmálastefnur, sem einkum er rætt um á okkar dögum. Ég skil að vísu ekki, hvernig samvinnu- hugsjónin getur talist þjóðmála- stefna. Allir eru sammála um, að samvinna mannanna sé nauðsyn- leg. En það, sem máli skiptir, er, hvernig henni er komið á — hvort henni er komið á með nauðung eða með því, að einstaklingarnir sjái sér hag í að vinna saman. Fyrri kosturinn er valinn, þegar ríkis- valdið er notað, seinni kosturinn, þegar mál eru leyst með viðskipt- um. Samhyggjumenn taka fyrri kostinn, en frjálshyggjumenn seinni kostinn. Spurningin er sú, úr því að Árni Bergmann var fenginn til að segja frá byltingar-samhyggjunni (kommúnismanum) og Jón B. Hannibalsson frá lýðræðis- samhyggjunni (sósialdemókrat- hvað til Poppers á siðustu árum, Bryan Magee, sem var þingmaður breska Verkamannaflokksins, skrifaði um þetta í bók sinni, Popper (Fontana Modern Mast- ers), og Helmudt Schmidt skrifaði formála þýskrar útgáfu Opins skipulags og óvina þess (The Open Society and Its Énemies), eftir Popper. Ýmsar skarplegar athugasemdir í anda lýræðis-sam- hyggju eru einnig í erindum þeirra dr. Arnórs Hannibalssonar og dr. Stefáns Ólafssonar. Friðrik Sophusson alþingismað- ur bendir á margt athyglisvert í erindi sínu um frjálshyggjuna. Ég nefni tvennt. Annað er það, að frjálshyggjan er stjórnmálahug- mynd, sem er síður en svo bundin við Sjálfstæðisflokkinn, enda að- hyllast ýmsir menn í öðrum flokk- um frjálshyggju. Hitt er það, að frjálshyggjumenn eru róttækir í einum skilningi. Þeir telja víðtæk- ar breytingar nauðsynlegar á hag- skipulaginu. En þeir eru íhalds- samir í öðrum skilningi. Þeir telja siðferðilega festu nauðsynlega, reyna að halda í það, sem vel hef- ur reynst, en hafna hinu. Dr. Jón Óttar Ragnarsson manneldisfræðingur (sem var lengi formaður Lífs og lands), seg- ir margt skynsamlegt í grein sinni um nýja hugmyndafræði. Hann telur, að einstaklingarnir geti leyst flest sín mál á markaðnum. ríkisstyrki til listamanna séu í rauninni kröfur um það, að aðrir (þ.e. þeir, sem eru áhugalausir um listir) séu neyddir til að greiða hluta kostnaðarins af því, sem þessir listunnendur hafa einir áhuga á? Ég hef sjálfur ekki gert upp hug minn í þessu máli, en ég verð að játa, að þeir, sem aðhyll- ast ríkisstyrki til lista, hafa varla svarað þessum spurningum. Það nægir ekki að segja, að listir séu nauðsynlegar. Allir þeir, sem krefjast fjár til einhvers, segja, að það sé nauðsynlegt, bráðnauðsyn- legt og lífsnauðsynlegt. Spurning- in er, hvort aðrir séu sammála þeim um, að það sé nauðsynlegt. (Og kosta þeir ekki listir af eigin hvötum, ef þeir eru sammála þeim?) Jón Óttar lýkur grein sinni á að biðja um „nýja hugmyndafræði", „flóknari heimsmynd en sósíal- isma og markaðshyggju". Ég er sammála honum. Sósíalistinn seg- ir, að ríkið geti gert allt betur en markaðurinn. Markaðshyggj- umaðurinn segir, að markaðurinn geti gert allt betur en ríkið. Báðir einfalda. Við komumst ekki að því, hver eigi að vera verkaskipting ríkis og markaðar nema með sí- felldum rökræðum og tilraunum. En til þeirra þurfum við frelsi. Frjálshyggjan er lausn reynslunn- ar á þessum vanda, hún er sú „nýja hugmyndafræði", sem Jón Óttar biður um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.