Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 1
56 SIÐUR 163. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rúmlega í Beirut í Beirút, 27. júlí. AP. ÍSRAEL£KAR herþotur héldu áfram fallhvs.suhátar og stórshotalið Ísraelí stöóvar Palestínuskæruliða í borginni. Skæruliðar skutu Sam-7-eld- flaugum að flugvélum ísraels- manna en hæfðu enga. Skæruliðar svöruðu einnig skothríð stórskota- liðsins með eldflaugum. í yfirlýsingu sem PLO gaf út um bardagana segir að 84 óbreyttir borgarar hafi fallið og 142 særzt í einni byggingu sem skotið var á. Að sögn líbönsku lögreglunnar fórust 108 borgarar og 187 særð- ust í árásunum í dag. Erlendir fréttamenn í Beirút urðu vitni að því er átta hæða íbúðarhús hrundi til grunna í dag eftir skotárás. Talið er að um 200 palestínskir flóttamenn hafi búið í húsinu. Mörg fleiri íbúðarhús urðu 100 féllu gærdag loftárásum á Vestur-Beirút í dag og manna héldu uppi hörðum árásum á fyrir sprengjum og skotum og er talið að flóttamenn hafi búið i sumum þeirra en önnur verið yfir- gefin. ísraelsher tók rafmagnið af Vestur-Beirút í dag og lokaði sömuleiðis fyrir vatn til borgar- hlutans. í kvöld var ekki búið að hleypa á rafmagni eða vatni að nýju. Arásir Israelsmanna á íbúð- arhverfi í dag eru hinar fyrstu í fimm daga, en undanfarna daga hafa þeir einbeitt sér að vistarver- um skæruliða og birgðageymslum þeirra. Húsin sem urðu fyrir sprengjum í dag eru aðeins kipp- korn frá helzta verzlunarhverfinu í Vestur-Beirút. IATA-fundurinn í Genf: 7% almenn fargjalda- hækkun 1. október nk. Genf, 27. júlí. AP. ALÞJÓÐASAMBAND flugfélaga, IATA, ákvart í dag á fundi i Genf að hækka flest flugfargjöld milli landa um 7% frá og með hausti komanda. Jafnframt var ákveðið að grípa til sér- Zimbabwe: Ferðamannanna er ákaft leitað Insuza, Zimhahwe, 27. júli. AP. RÍKISSTJÓRN Zimbabwe setti í dag á 20 tíma útgöngubann á sólarhring og sendi fjölda hermanna til leitar að ferðamönnunum sex, sem rænt var á föstudag, og talið er að séu í haldi hjá vopnuöum fylgismönnum Nkomos fyrrum ráðherra. Á miða sem skilinn var eftir, þegar mönnunum var rænt, sagði að þeir yrðu drepnir ef nokkrum stuðningsmönnum Nkomos, sem hafðir eru í haldi, yrði ekki sleppt. Ferðamönnunum var rænt á aðal- veginum til Viktoríufossa um 65 kílómetrum fyrir norðan héraðs- höfuðborgina Bulawayo. stakra ráðstafana gegn flugfélögum, sem veita sérstaka afslætti á síðustu stundu til að fylla auð sæti. Fargjöld á leiðum til Japans og milli Ameríkuríkja hækka ekki og ekki heldur fargjöld á leiðinni frá Evrópu til Mexíkó. Fargjöld á ýms- um leiðum í Afríku hækka aðeins um 2% og á leiðum frá Miðaustur- löndum og um Suður-Atlantshaf um 5%. Verð á nær öllum öðrum flugleiðum mun hækka 1. október nk. um 7%. Á fundinum í Genf voru full- trúar 53 flugfélaga og komu þeir sér einnig saman um að leita eftir hækkun á fragtgjöldum. Bæði al- mennar fargjaldahækkanir og hækkanir á fragtgjöldum verða að hljóta samþykki viðkomandi ríkis- stjórna. Að sögn talsmanna IATA má bú- ast við að flugfélögin innan sam- takanna „vanti" 3,5 milljarða dala á þessu ári til að geta staðið við skuldbindingar sínar, endurnýjað flugvélar og skilað einhverjum hagnaði. Af þessari fjárhæð er hreinn halli áætlaður 1,8 milljarð- ar dala. Óeining í Einingar- samtökunum Trípóli, 27. júlí. Al>. EKKERT varð af því að utanrik- isráðherrafundur Einingarsam- taka Afriku gæti hafizt í Trípóli í dag, þar sem rúmlega 20 fulltrúa vantaði á fundinn. I einingarsam- tökunum eru 50 ríki. Mikil óánægja hefur verið innan samtakanna með aðild Polisario-skæruliðahreyfingar- innar að samtökunum og fyrir- hugaða formennsku Khadafys, Líbýuforseta, í samtökunum, en hann á að taka við formennsku í samtökunum á leiðtogafundi þeirra í Líbýu í byrjun ágúst. Ráðherrafundurinn átti að vera til undirbúnings sjálfum leið- togafundinum en óvíst er nú hvort af honum verður og hvort Khadafy verður leiðtogi sam- takanna. Það eru Marokkó, Egyptaland og ýmis hógvær ríki sunnar í álfunni sem hafa haft frum- kvæði að því að mótmæla upp- töku Polisario í samtökin og formennsku Khadafys. Habib er vongóð- ur um samninga Numeiri býðst til að i Jerúsalem, Beirút, Khartoum, 27. júlí. AP. PHILIP Habib, hinn sérlegi sendi- maður Bandarikjastjórnar i deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs, greindi ísraelskum ráðamönnum frá því í dag, að hann hefði enn nokkra von um að geta samið um friðsamlegan brottflutning palestínskra skæruliða frá Beirút. Að sögn embættismanna í Jerú- salem kom Habib með ýmsar nýjar tillögur og hugmyndir á fundinn, en Habib hefur undanfarna daga átt viðræður við ráðamenn í Sýr- landi, Saudi-Arabíu og Hussein konung Jórdaníu. Bandaríski öldungadeildarþing- ka við PLO-mönnum maðurinn Paul Tsongas sagði í dag að Begin forsætisráðherra Israels hefði sagt sér að hann myndi ekki undir neinum kringumstæðum semja um eitt eða neitt við Yassir Arafat, leiðtoga PLO, jafnvel þótt PLO viðurkenndi tilverurétt ísra- elsríkis. Numeiri forseti Súdans bauðst í gærkvöldi til þess að taka við skæruliðunum átta þúsund sem nú eru innilokaðir í Beirút. Numeiri er fyrsti arabaleiðtoginn sem býðst til að taka á móti skæruliðum PLO, en Sýrlendingar, sem áður var talið að hýsa myndu skæruliðana, hafa þvertekið fyrir það. Ekki er enn ljóst hvort tilboði Numeiris verður tekið né með hvaða hætti. Talsmaður PLO samtakanna sagði í dag að Bandaríkjastjórn hefði hundsað útrétta sáttahönd samtakanna með því að hafna yfir- lýsingu Arafats um að hann féllist á allar samþykktir Sameinuðu þjóðanna sem vörðuðu Palestínu- menn. Talsmaðurinn sagði líka að PLO myndi fordæma alla samn- inga Líbanons og ísraels. Saad Haddad majór, leiðtogi kristinna hægri manna í suður- hluta Líbanon, sagðist i dag ráða yfir stórum hluta landsins og vera að byggja upp nýjan herafla. 18 ára ungfrú alheimur frá Kanada Kanadíska stúlkan Dianne Baldwin, sem er 18 ára að aldri, var í fyrrinótt kjörin ungfrú alheimur í fegurðarsamkeppni í Líma í Perú. Þátttakendur í keppninni voru frá 77 löndum. Ungfrú Ítalía, sem varð í þriðja sæti, hefur formlega mótmælt úrslit- unum og einkanlega því að ungfrú Guam skyldi lenda í öðru sæti. „Hún átti það ekki skilið — heldur ég. Ég var reyndar viss um að sigra," sagði Cinzia Fiordiponti og gat vart leynt vonbrigðum sínum. Að sögn lögreglunnar sprengdu sprengju- vargar sex sprengjur í miðborg Líma á meðan á keppninni stóð til að mótmæla henni, að því er talið er. Áhrif hvalveiðibannsins: 1500 munu missa vinnuna Óstó, 27. julí. AP. ÁKVÖRÐUN Alþjóðahvalveiðiráðs- ins um að banna hvalveiðar frá árinu 1985 getur kostað 1.500 manns í Nor- egi atvinnuna, að því er embættis- menn i Ósló upplýsa. Af þessum fjölda vinna um 500 á hvalveiði- skipum en 1.000 vinna í hvalstöðvum í landi. Hvalveiðifyrirtæki í Noregi hafa þegar hvatt norsku stjórnina til að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráð- inu og hafa samþykktina um hval- veiðibannið að engu. Að sögn Svenns Stray, utanríkisráðherra, mun norska stjórnin taka ákvörðun um þetta í vikunni. Hvalveiðar í Noregi eru stundað- ar frá litlum byggðarlögum norð- 1 Noregi arlega í landinu mest frá Lofoten- svæðinu. Hvalveiðivertíðin í Noregi er frá 15. apríl til 31. ágúst og kvót- inn í ár var tæp 2.000 dýr. Þegar er búið að veiða upp í kvótann og telja norskir hvalveiðimenn að það sýni að mjög mikið sé af hval á miðun- um og ekki ástæða til að óttast út- rýmingu hans. Hótun Bandaríkjastjórnar um að banna innflutnig á fiski frá þeim löndum, sem ekki hlíta hvalveiði- banninu, hefur verið mikið rædd í Noregi í dag, en Norðmenn flytja út fiskafurðir til Bandaríkjanna fyrir um 600 milljónir íslenzkra króna árlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.