Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982 Ólalur Vigfú.sson, formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, ásamt Svani Pálssyni, ritara félagsins, í Húshöfða. Skógræktarfélög Hafnarfjarðar: Hér fá einstaklingar og félög sín friðlönd Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað 26. október 1946. Vorið eftir var hafist handa við að koma upp fyrstu skógræktargirðingunni. Árið 1977 átti félagið 4 girðingar, Gráhelluhraunsgirðingu, Hvaleyrarvatnsgirð- ingu, Undirhliðagirðingu og Stóraskógarhvammsgirðingu. Samanlögð stærð girðinganna var u.þ.b. 2.500 hektar- ar. I»á var hafist handa við að sameina Gráhelluhraunsgirðingu og Hvaleyrarvatnsgirðingu og er það nú stærsta girðing félagsins, um 1.250 hektarar að stærð. Þessi framkvæmd var fjármögnuð af Hafnarfjarðarbæ, þjóðar- gjöfinni og Garðabæ, þar sem hluti af því landi sem lenti innan girðingarinnar tilheyrir Garðabæ. Framkvæmd- inni var að fullu lokið 1980. Staðsetning girðingarinnar er frá vegamótum Reykjanesbrautar og Krísuvíkurveg- ar, beina línu upp undir Kaldársel og þaðan austur í Heiðmerkurgirðingu við Gjáarrétt. Þann 8. maí 1979 kom upp eldur í Hvaleyrarvatnsgirðingu og skemmdist um helmingur af öllum trjágróðri í girðingunni. Góðviðrisdag í byrjun júlí- mánaðar heimsóttum við Ólaf Vigfússon, formann Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar. Hann sýndi okkur stóru girðinguna sem hefur hlotið nafnið Hraun- merkurgirðing og sagði hann okkur í leiðinni frá starfsemi fé- lagsins. Við byrjuðum á að spyrja ólaf um hvernig starfsemi félagsins væri háttað í dag. „Síðan bruninn varð ’79, höf- um við lagt mikla áherslu á að hreinsa burt tré sem skemmdust og planta nýjum. Það er óhemju- verk að saga burt dauðu trén og planta nýjum, en það verk er nú langt komið. Skógræktarfélagið er með uppeldisstöð og ræktar sjálft um það bil helming af öll- um sínum trjáplöntum í gróð- urreitum en hinn helminginn fáum við frá Skógræktarstöð ríkisins. Við plöntum um það bil 10—12 þús. plöntum á ári. Mest af því er stafafura, sitkagreni og birki. Hin síðari ár höfum við verið að gera tilraunir með að rækta í græðireitum okkar nokkrar tegundir af lerki. Einn- ig höfum við verið að þreifa okkur áfram með blágreni og broddafuru. Við höfum verið með þá nýj- ung í starfi okkar, að útvega ein- staklingum og félögum spildur til ræktunar. Þessi hugmynd kom fyrst fram 1978 eða ’79. Hún fékk strax góðan byr innan fé- lagsins og vorið 1980 hafði hún þróast það langt að hægt var að byrja að úthluta fyrstu spildun- um. Framkvæmdinni er þannig háttað að við afhendum land- nemunum, eins og við köllum þá, spildu sem er um 1 hektari að stærð. Einstaklingar fá afhentar plöntur úr gróðurreitum félags- ins og greiða fyrir þær með því að vinna í græðireit félagsins við hreinsun og umönnun á plöntum sem eru í ræktun. Þeir fá síðan úthlutað plöntum í samræmi við þá vinnu sem þeir hafa innt af hendi. Aftur á móti greiða félög fyrir sínar plöntur. Mikil eftir- spurn hefur verið eftir þessum spildum og áhugi virðist vera mjög mikill hjá fólki á þessu starfi. Nú er svo komið að 23 einstaklingar og 11 félög eiga sín friðlönd hér. T.d. eru allir barna- skólarnir 3 í Hafnarfirði með sínar spildur hérna. Þetta er brautryðjendastarf sem félagið er að vinna með þessari starf- semi. Mér vitanlega býður ekk- ert bæjarfélag né annað skóg- ræktarfélag upp á slíka reiti fyrir einstaklinga. Kostir þessa eru augljósir. Þetta gefur fólki stórkostleg tækifæri til hollrar útivistar á vorin og sumrin. Þetta er lifandi starf og göfg- andi. Það er mikil list að rækta sinn reit svo sómi sé af.“ Á meðan Ólafur sagði okkur frá starfsemi félagsins höfðum við gengið um Hvaleyrarvatns- girðinguna og vorum stödd í Húshöfða. Þar segir ólafur okkur að tjónið í brunanum 1979 hafi orðið einna mest. Hann sýn- ir okkur 3—4 metra háar greni- hríslur sem höfðu orðið eldinum að bráð. í framhaldi af þessu spyrjum við Ólaf hvernig um- gengni sé háttað af fólki sem heimsæki staðinn. „Sem betur fer ganga flestir vel um, en því miður eru til und- antekningar. Hér um slóðir er til mikið af hestamönnum og á vor- in þegar jörðin er hvað við- kvæmust eiga þeir til að koma hingað og víkja út af hefðbundn- um göngustígum. Blessaðir hestamennirnir gera sér líklega ekki grein fyrir þeirri eyðilegg- ingu sem þeir valda með þessu. Við sjáum oft á tíðum hófför sem eru allt að fet á dýpt. Jeppa- menn gæta sín heldur ekki sem skyldi og eyðilegging eftir þá er oft mjög mikil. Við erum að hugsa um að fara bónarleiðina að þessu fólki, með því að koma upp skiltum þar sem fólk er vinsamlegast beðið að hlífa gróðri.“ Þessi staður er friðland. Hver finnst þér hafa verið áhrif þess á gróður og fuglalíf? „Friðun er alltaf til góðs. Síð- an svæðið var friðað höfum við lagt mikla áherslu á að græða upp rofabörð innan girðingar- innar. Það hefur gengið vel og skilað góðum árangri. Þetta var afskaplega þörf og nauðsynleg framkvæmd að friða svæðið. Hér hefur fuglalíf aukist mikið eftir friðunina. Hér er mikið af hrossagauk, maríuerlu, stelk, þúfutittlingi, heiðlóu, svartbak, kjóa og mýrarsnýpu. í sumar höfum við fundið óvanalega mik- ið af hreiðrum, sem er ótvírætt merki um vaxandi fuglalíf. Þess má og geta að félagið hefur efnt til plöntugreiningarferða sem hafa verið vinsælar og vel sóttar. Við höfum einnig verið með sýnikennslu á plöntuuppeldi sem hefur þótt lukkast vel.“ Við erum nú stödd á hæðinni fyrir ofan Hvaleyrarvatn og Ólafur segir okkur að félagið leggi mikla áherslu á að planta umhverfis vatnið til að prýða svæðið og til að gera það skemmtilegt fyrir fólk til að koma þangað og ganga umhverf- is það. Athygli mín beinist að miklum lúpínubreiðum og ég nefni það við ólaf hvort þeir noti lúpínu til að hefta landfok. Ólaf- ur segir að svo sé ekki. Lúpínan sé góð til að græða upp mela og urðir en hafi þann ókost að vera þétt og hávaxin svo ekki er hægt að planta trjágróðri nálægt henni. En þess utan sé hún til prýði og auki fjölbreytni í nátt- úrunni. Við höldum göngunni áfram og erum nú stödd í fallegum trjálundi sem Ólafur segir mér að þau nefni Kaffilund. Nafnið komi til af því að þar sé oft drukkið kaffi. Við stönsum þarna og ég spyr Ólaf hvernig starfsemi félagsins sé fjármögn- uð. „Starfsemi félagsins er fjár- mögnuð af bæjarstyrk sem nem- ur í ár um 40 þúsund krónum. Einnig fáum við styrk frá ríkis- sjóði og Landgræðslusjóði. Fé- lagar eru nú um 260 og greiðir hver félagsmaður um 50 krónur í ársgjald. Einnig eru þær plöntur er við látum félögunum í té nokkur tekjulind." En segðu mér, hver finnst þér vera árangurinn í dag af þessari 36 ára starfsemi félagsins? „Þessari spurningu hef ég oft velt fyrir mér. Skilyrði til skóg- ræktar eru fremur erfið hér um slóðir. Á hinn bóginn geta rækt- unarstörf veitt mikla ánægju þó á móti blási. Markmiðið er ekki að rækta nytjaskóg, en jólatré á okkur að vera kleift að rækta. í Undirhlíðum eigum við nokkur hundruð stafafurur, sem eru ætlaðar til þess brúks. En númer eitt er að koma upp sem fjöl- breyttustum gróðri sem getur liðið vel og vaxið eðlilega við þau skilyrði sem hér eru. Það er eng- in prýði af þeim gróðri sem berst við dauðann. Það getur enginn neitað því að mikill munur er á þeim gróðri sem er fyrir innan girðinguna og þeim sem er fyrir utan. Mér finnst að ég sé kominn í annan heim þegar ég er kominn inn fyrir girðinguna. Gróður og fuglalíf er með allt öðrum hætti hér fyrir innan en utan. Hins vegar setti eldsvoðinn 1979 stórt strik í reikninginn, en um síðir hverfa þau sár vonandi. Á þessu 36 ára tímabili höfum við öðlast mikla reynslu. Þess vegna verður minna um vanhöld og meiri ár- angur af hverju handtaki." Á móti okkur koma sex krakk- ar og fara að tala við Ólaf og ég spyr hann hvort þessir krakkar vinni í Skógræktinni. „Já,“ segir Ólafur og brosir. „Þetta eru góðir krakkar og duglegir. Á milli okkar ríkir góð- ur andi. Krakkarnir vinna við að planta trjáplöntum, reita illgresi og bera á áburð. Eg hef einnig reynt að kenna þeim að þekkja flóruna hérna og fuglana. Reyndar eru tveir strákanna hálfgerðir fuglafræðingar. Þeir hafa farið í fuglaskoðunarferðir með Ferðafélagi íslands. En eins og ég sagði þér áðan, eru þetta góðir krakkar og ég vona að ég haldi þeim sem lengst.“ Það er farið að líða að lokum þessarar heimsóknar okkar { Skógræktargirðinguna við Hval- eyrarvatn og Ólafur hefur fallist á að sýna okkur einn gróðurreit í eigu einstaklings. Á leiðinni að bílnum segir ólafur mér, að hon- um finnist það „alveg sérstakt, að það sé sama hvaða meirihluti hafi verið við völd í Hafnarfirði, þeir hafi allir verið jafn velvilj- aðir í garð Skógræktarfélagsins. Og ég vil senda þeim mínar bestu þakkir fyrir það.“ Við ökum síðan sem leið liggur upp eftir Kaldárselsveginum og komum að spildu þeirra hjóna Hólmfriðar Finnbogadóttur og manns hennar Reynis Jónsson- ar. Ólafur segir „að þessi reitur sé alveg til fyrirmyndar hvað alla umgengni og umhirðu snert- ir.“ Við spyrjum Ólaf að lokum, hvort fólk hugsi almennt vel um gróðurreitina. Ólafur brosir kankvís og segir að „flestir geri það, en það eru alltaf til undan- tekningar. Hins vegar vil ég leggja áherslu á, að það er ein- mitt þetta starf landnemanna sem mér finnst vera hvað mik- ilvægast og ánægjulegast í okkar starfi og á það verður lögð höf- uðáhersla í framtíðinni." Við kveðjum Ólaf og þökkum fyrir okkur. Ólafur og Svanur staddir við græðireit félagsins. í Kaffilundi, Ólafur og Svanur ásamt krökkunum í unglingavinnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.